Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 5
 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 C 5 BÆKUR rgir sem upphaf sambands heldur sjálf endalokin (sjá 105). Eftir að hafa notið Victoriu fleygði henni frá sér eins og appelsínuberki, svo notuð sé líking hennar sjálfrar. Hann var ást- sjúkur brennuvargur sem „naut þess að kveikja í konum svo hann gæti yljað sér við bálið og notið bjarmans af því sem áhorfandi. En alltaf úr hæfilegri fjarlægð, án nokkurrar áhættu að brennast sjálfur" (72). Samband þeirra gat því ekki orðið annað en sorglegur hlutverkaleikur eða öllu heldur kynstríð upp á líf og dauða: barátta sem endaði með því að „orðin molnuðu milli þeirra og merking þeirra brenglaðist" (94). Þeir sem hallir eru undir stjörnu- fræðilegar skýringar á samskiptum kynjanna geta ímyndað sér tvö stjörnukerfi sem eiga ekkert sameig- inlegt nema eilífðarsvart myrkrið. Kannski er ekkert eins fánýtt og að velta sér upp úr fornum ástum. Sá sem hér skrifar var ekki beint uppnuminn þegar hann las kápu- texta bókarinnar. Hefur þessi saga ekki verið sögð þúsund sinnum? Sagan um hið þéttriðna „net ástríðnanna, þaðan sem engin und- ankomuleið er til" (9). Slíkar efa- semdir koðna þ'ó fljótt niður við lest- ur bókarinnar. Þótt hér séu ekki nema öðrum þræði dregnar fram manneskjur af holdi og blóði heldur rýnt í sálfræðilegar erkitýpur ástar- sögunnar - læsilegar formgerðir - lýsir bókin sígildri valdabaráttu á persónulegan og ljóðrænan hátt, án þess að leiðast út í einfaldanir. Þótt margir hafi skellt skuldinni af sjálfs- morði Victoriu á Brandes er málið flóknara, eins og Wamberg leiðir í ljós. Þrátt fyrir að Brandes sé full- trúi hins alræmda karlveldis í þess- ari bók leiðir hún einnig í ljós að „elskendurnir" (ef hægt er að kalla þau því göfuga nafni, jafn „sjúk- legt" og samband þeirra var - jafn- vel orðið „samband" virðist í þessu samhengi rangnefni) skiptust á að kúga hvort annað: hann með stjarn- fræðlegri fjarlægð sinni sem kom meðal annars fram í þérunum - hann var jú stöðugt hræddur um að brenna sig - hún með því að ganga inn í hlutverk ísjómfrúarinn- ar og leika þannig hans eigin leik. GERDA og Georg Brandes 1878 Tortímingarhvötin duldist hugsan- lega í henni sjálfri. Hún var uppfull af sjálfsvorkunn og að vissu leyti orðin ófær um að elska, þó með allt öðrum hætti en í tilfelli Brandes- ar. Þau voru bæði komin út af hinum sálfræðilega meðalvegi - ef hann er þá til - en hvort í sína áttina. Þegar Victoria skreið ekki fyrir Brandesi eins og hundur þurrkaði hún sjálfa sig út til að hljóta náð fyrir keisarara sínum, njóta einnar stundar enn með þeim sem hún elsk- aði í blindni. Gæði þessarar bókar eru ekki í réttu hlutfalli við umfang hennar. Þetta er lítil bók en þeim mun ríkari að innihaldi. Stíllinn er hárfínn og bókin í það heila listilega skrifuð. Skini og skuggum er deilt réttlátlega milli söguhetjanna, að svo miklu leyti sem það er hægt þegar stuðst er við túlkun annars aðilans; höfundur átti ekki annan kost þar sem Brandes reyndi jú að þaga málið í hel. Við jarðarför hinnar þrjátíu og átta ára gömlu Victoriu sagði hann: „En hún var nú orðin gömlul kona" (125). Þýðing Bjöms Th. Björnssonar er firnagóð eins og við var að búast og frágangur allur til mikillar fyrir- myndar. Bókin er byggð uþp eins og tónverk en þannig skiljum við jú ástina: sem forleik, spuna og sorgar- göngu - þetta er víst hljómkviða sem aldrei þagnar. Eiríkur Guðmundsson Nýjar bækur Kostulegir menn SMASAGNASAFNIÐ Þættir af einkennilegum mönnum eftir Einar Kára- son er komið út. „Þetta eru átta „þættir af einkennilegum mönnum" sem geyma yfirlætislausar svipmyndir af kostulegum karakterum og mynda um- gjörð um níu smásögur sem eru lengri að gerð. Sumar fjalla um aulagang og neyðarlegar uppákomur, aðrar eru hlýlegar lýsingar á hrjúf- um náttúrubörnum, nokkr-" ar geyma snöggt hnífs- bragð hinna óvæntu enda- loka og enn aðrar eru blátt áfram og drepfyndnar," segir í kynningu. Útgefandi er Mál og menning. Þættir af ein- kennilegum mönnum er 184 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Guð- jón Ketilsson. Verð 3.480 kr. Ort um framandi lönd LJOÐABOKIN Á leið til Timbúktú eftir Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamann og rithöfund er komin út. Þetta er fyrsta ljóðabók Jó- hönnu sem áður hefur sent frá sér skáldsögur og ferðabækur að ógleymdri metsölubókinni Perlur og steinar sem út kom fyrir nokkrum árum. Jóhanna Kristjónsdóttir hefur víða ferðast og ekki farið troðnar slóðir. „Hún Jóhanna Kristjónsdóttir hefur heimsótt fjarlæg og fram- andi lönd og í nýju bókinni gerir hún ferðalög sín, mannlíf og menningu, at- burði, sögu og náttúrufyrir- brigði að yrkisefni," segir í kynningu. Útgefandi er Fróði. Á leið til Timbúktú er 64 bls. Bók-. in er prentunnin í Prent- smiðjunni Odda hf. Kápu hannaði Helgi Sigurðsson. Verð bókarinnar er 2.490 kr. m/vsk. Afdrifaríkt uppátæki SKALDSAGAN 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helgason er komin út. Aðal- persónan, Hlynur Björn, maður á fertugsaldri sem enn býr í móðurhúsum, tek- ur sig til einn daginn og hefur afdrifarík áhrif á líf allra í kringum sig með því að víxla nokkrum pillum... 101 Reykjavík er þriðja skáldsaga Hallgríms Helga- sonar en áður hefur hann sent frá sér skáldsöguna Hellu og Hallgrímur Helgason 3.680 Þetta er allt að koma. Ayk þess hefur hann skrifáð pistla fyrir blöð og útyarp „og staðið fyrir margvíslegu uppistandi í menningarlíf- inu," eins og segir í kynn- ingu. Útgefandi er Mál og menning. 101 Reykjavík er 348 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Kápuna hann- aði höfundur ásamt Jóni Sæmundi Auðarsyni. Verð kr. >phaf nútímans þeirrar hugmyndar að allt sem ger- ist (eða gerist ekki) hafi orðið að verða svo vegna fyrirfram gefins lögmáls og hins vegar þeirrar hug- myndar að maðurinn hafi eitthvað um það að segja hvað gerist og hvað ekki. Jakob er forlagasinni og telur að allt hans líf sé skráð í bókrolluna miklu þar efra og hann fái engu um það ráðið hvernig allt veltur. En jafn- framt má lesa úr sögunni sífelldar efasemdir um þessa trú: „Erum það við sem höfum forlögin í hendi okkar eða eru það þau sem leiða okkur áfram?" Þessi spurning, sem Jakob varpar fram í samræðum sínum við meistarann um bókrolluna miklu snemma í bókinni, marar í hálfu kafi verkið á enda - þetta er raunar sú spurning sem manninum hefur gengið hvað verst að finna haldgott svar við enda kemur hún öðru hverju upp á yfirborðið enn þann dag í dag. Franski heimspekingurinn Michel Foucault (1926-1984), taldi að títt- nefnd grein Kants markaði upphaf nútímans í vestrænni hugsunarsögu. Það var raunar ekki vegna þeirra hugmynda sem koma fram í henni um frelsi mannsins til þess að beita hyggjuviti sínu - sem Foucault segir að sé fyrst og fremst pólitísk spurn- ing - heldur vegna þess að í þessari grein varð heimspekingurinn að sam- tímamanni; hugsunin um daginn í dag varð þar að sérstöku heimspekilegu viðfangsefni (sjá grein í þýðingu Torfa H. Tulinius, einnig í Skírni 1993). Þetta sagði Foucault að mætti kalla „viðhorf nútímans" sem ein- kennist af „stöðugri gagnrýni á sögu- lega tilveru okkar". Nútíminn er með öðrum orðum tími sem er upptekinn af sjálfum sér, núinu, og í honum breytist heimspekin úr lokaðri fræði- grein, sem fæst við sannleikann og eilífðina, í samtímagagnrýni. í beinu framhaldi af þessum vangaveltum um upphaf nútímans er auðvitað freistandi að varpa fram þeirri spurningu hvort þetta viðhorf sé ekki einmitt grunnurinn að tilurð skáldsögunnar eins og við þekkjum hana í dag, skáldsögu nútímans. Kannski hún eigi upptök sín í skálka- sögunum svokölluðu, sem Jakob for- lagasinni er einmitt hluti af og einn- ig hin fræga saga Cervantesar af Donkíkóta (1605-1615), en þær ein- kennast af beittri samfélagsádeilu og þar með skýrri höfundarafstöðu. Tilurð skáldsögunnar myndi þá tengjast tilurð höfundarins. Það er hægt að fara að tala um sterkari höfundarvitund í skáldsögunni þegar hún fer að taka afstöðu til samtíma síns; höfundurinn verður meðvitaður um stöðu sína í samtímanum og sam- félaginu og lítur svo á að hlutverk hans sé ekki fyrst og fremst að miðia orði guðs heldur að skoða sjálfan sig og samtíma sinn á gagnrýninn hátt. Þetta gagnrýna viðhorf birtist með skýrum hætti í Jakobi forlagasinna, Diderot bæði í skarpri ádeilu á samtíma sög- unnar, eins og áður var rakið, og ekki síður í stöðugri sjálfsskoðun sögunnar. Þannig er sagan sífellt að grípa fram í fyrir sjálfri sér með efasemdum um sannleiksgildi sitt og jafnvel boðskap. í þessum framígrip- um, sem við þekkjum úr mörgum skáldsögum frá þessari öld, ávarpar höfundur lesandann ítrekað, hann lendir jafnvel í þrætum við hann um ágæti bókar sinnar sem lýkur með heiftarleg- um skömmum höfundarins: „Lesari góður, svo ég tali nú hreint út við yður, þá held ég að ég sé ekki sá okkar sem grimmari er. Mikið væri ég ánægður ef ég ætti eins auðvelt með að verjast yðar geðvonsku- köstum og þér eigið með að verjast þeim leið- indum eða hætt- um sem yður stafar af mínu verki! Fjandans hræsnarar, látið mig í friði. Ríðið eins og rófulausir hundar; en leyfið mér einnig að segja ríða; þér megið gera það, ég skal segja það. [—]" Sömuleiðis er sagan öðr- um þræði umfjöllun um það hvernig á að segja sögu. Jakob og meistari hans eru á ferðalagi og stytta sér stundir með því að segja hvor öðrum sögur - meistarinn er einkum spenntur fyrir sögunni af ástum þjóns síns og er hún eins konar kjöl- festa í bókinni - og þeir hitta fólk á leiðinni sem segir þeim líka sögur og fólkið í sögunum sem sagðar eru segja sögur af öðru fólki og þannig koll af kolli. Allar þessar frásagnir vekja öðru hverju upp spurningar um það hvernig eigi að segja sögu á meðal sagnamannanna og ekki síður hlustendanna. Nokkuð er talað um það hvernig eigi að enda sögu og Jakobi er sérlega illa við mannlýs- ingar „vegna þess að þær eru svo ónákvæmar að ef fyrir kemur að maður hitti fyrirmyndirnar þá þekkir maður þær ekki aftur." Af framansögðu má ljóst vera að þessi saga Diderots, sem er kannski þekktastur fyrir að hafa verið aðal- maðurinn á bak við Alfræðibókina frönsku og þar með upplýsinguna, er afar (og kannski undarlega) mód- ernísk - svo ekki sé sagt póstmód- ernísk. Það mætti lengi halda áfram í umfjöllun um þessa margbrotnu og skemmtilegu bók en hér verður að láta staðar numið. Það verður þó ekki hjá því komist að minnast á þýðingu Friðriks Rafnssonar sem er þakkarverð. Því miður hef ég litlar forsendur til að leggja mat á hana en get þó sagt að hún er mjög læsi- leg. Þýðingin er líka trúverðug í þeim skilningi að stíll hennar hefur yfir sér blæ þess tíma sem skáldsag- an gerist á; málið er þannig eilítið fyrnt og þá einkum með því að hnika orðaröð í átt til þess sem fyrrum þekktist en síður með því að nota forn orð. Að lokum skal bent á aS" það er brýnt verk að taka til gaum- gæfilegrar athugunar þær miklu þýðingar sem unnar hafa verið hér á landi síðustu ár, eins og til dæmis á frönsku meisturunum þremur, Rabelais, Diderot og Flaubert. Þröstur Helgason it

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.