Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Nýjar bækur Ævintýraleg ferð SKALDSAGAN Islandsförin eftir Guðmund Andra Thors- son er komin út. „Þetta er skáldsaga sem lögð er í munn enskum að- alsmanni sem heldur til ís- lands á seinni hluta 19. ald- ar. Ferðin er ævintýraleg og ferðafélagarnir ekki síður. Vinurinn Cameron sem sveiflast milli aðdáunar og óbeitar á landinu og íslend- ingurinn Hólm sem hefur _jtal járn í eldinum og kippir sér hvorki upp við áföll né fjandskap en er þó öðru fremur að leita stóru ástarinnar. Saman hitta þeir fræga íslendinga eins og Jón Sigurðsson Guðmundur Andri Thorsson og Matthías Jochumsson en líka alþýðufólk og einkenni- lega presta á torfarinni leið sinni til Heklu," segir í kynningu. Þetta er þriðja skáldsaga Guðmundar Andra Thors- sonar. Hinar eru Mm káta angist (1988) og íslenski draumurinn (1991), en auk þess hefur hann m.a. skrif- að reglulega í blöð og séð um útvarpsþætti á Rás 1. Mál og menning gefur út. íslandsförin er 192 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Ingibjörg Eyþórsdóttir gerði kápuna. Verð 3.480 kr. Hamingjuleit LIFSINS tré eftir Böðvar Guðmundsson er komið út. „Þetta er skáldverk um lífsbaráttu þrautseigra ís- lendinga sem leituðu ham- ingjunnar vestur um haf þegar heimaland þeirra þurfti ekki lengur á þeim -að halda. í þessari bók seg- ir höfundurinn frá örlögum fólks af fyrstu og annarri kynslóð Vesturíslendinga Böðvar Guðmundsson og sambandi þeirra við ættingja í gamla landinu," segir í kynningu. I Lífsins tré er fléttuð til loka sú saga sem hófst í Hýbýlum vindanna í fyrra. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 318 bls., unnin í Prentsmiðj- unni Odda hf. Sigurborg Stefánsdóttir hannaði káp- una. Verð 3.680 kr. Sijrurður Skúlason • ÆVINLEGA hér er heiti á nýrri ljóðabók eftir Sigurð Skúlason. Bókin geymir 25 Ijóð og lýsa þau persónulegri reynslu höfundar þar sem staðir, fólk, atvik og tilfinning- artakaásigform í „myndum úr veruleikanum litla" eins og undirtitill bókarinnar hljóðar. Þetta er önnur ljóðabók Sigurðar en árið 1981 gaf Bókaútgáfan Letur út bókina Marg- brotinn auga- steinn. Auk þess hefur Sigurður fengist við þýðingar og m.a. þýtt Ljóð um leikhús eftir Bertolt Brecht auk leikrita fyrir svið og hljóðvarp. Bókaútgáfan ein gefur eins og nafnið bendir til aðeins útþessa einu bók og heimilisfang hennar er Póst- hólf7015,127 Reykjavík en síminn 552-3789. Bókin er 41 bls. ogkostar \d.690kr. • ÍSLENSKUR annáll 1988 er tí- unda bókin í bókaflokknum íslenskur annáll. „Að þessu sinni er bókin óvenju efnismikil, hvort tveggja vegna áratugar afmælisins og hins að þetta ár gekk á ýmsu í þjóðmál- !um," segir í kynningu. í samantekt annálsins er að mestu stuðst við dagblöð; mál rakin í réttri tímaröð og frásagnir eins og þær komu mönnum fyrir sjónir þegar atburðirnir áttu sér stað. Forlagið íslenskur annáll gefur bókina út en hún er að mestu seld í áskrift. Eldri bækureru margar hverjar uppseldar og ófáanlegar en ,-í.tilefni tíu ára afmælisins hefur bókaforlagið ákveðið endurprentun þeirra fljótlega eftir næstu áramót og verður þá hægt að mæta óskum þeirra sem hafa hug á að eignast allan bókaflokkinn. íslenskur annáll er 360 síður með fjölda fréttamynda. Ritstjóri bókar- innar er Þorgrímur Gestsson. • THE Icelandic Horse in the Home Country er heiti á nýrri bók um íslenska hestinn á ensku. í henni er að fínna kynningu á íslenska hestinum og lífi hans í -Iieimahögum. Komið er inn á mörg svið hestamennskunnar í máli og myndurh, „m.a. er hlutverki íslenska hestsins í lífí þjóðarinnar í fortíð og nútíð lýst, staldrað er við f hrossa- réttum, fjölbreytileg litbrigði skoðuð, sagt frá landsmótum og hálendis- ferðum og ýmsu sem áhuga vekur meðal þeirra fjölmörgu sem forvitnir eru um íslenska hestinn," segir í fréttatilkynningu. Jóhanna S. Sigþórsdóttír skrif- aði texta bókarinnar en þýðandi er Gary Gunning. Ljósmyndir eru eftir PálStefánsson. Útgefandi er Iceland Review. Bók- in er 58 bls. og kostar 980 kr. • BJARTUR og Frú Emilía, annað tölublað ársins, ertileinkað skáldinu Charles Bukowski sem var goðsögn í lifanda lífí. Hann þótti frumlegur og djarfur í skáldskap sínum. Jón Kalman Stefánsson kynnir skáldið. Auk þess er birt úrval ljóða eftir Bukowski. Bjartur ogfrú Emilía ergefið út a/ bókaforlagin u Bjarti og leikh úsin u Frú Emilía. Prentun og bókband var unniðhjá Gutenberg. Tímaritið kem- ur út fjórum sinnum á ári og er áskriftargjald 1.996 kr. fyrirárið 1996 oghækkar um eina krónu ár hvert. • TÍMARITIÐ Gangleri, síðara hefti 70. árgangs, er komið út. Gang- leri flytur greinar um andleg og heimspekileg mál. Alls eru 18 grein- ar í þessu hefti auk smáefnis. í hausthefti Ganglera nú er m.a. eftirfarandi: Sigurður Skúlason þýðir úr bókinni Um hjartað liggur leið, Yogi Amrit Desai skrifar um Sam- bönd sem ganga upp, Mundu að þú átt að deyja heitir grein fyrir Laur- ence J. Bendit, Rachel Naomi Remen dregur fram muninn á þjónustu og hjálp, Fritjof Capra skrifar um nú- tíma eðlisfræði og austræna heims- sýn, Nauðsyn viðhorfsbreytinga á veginum til friðar er heiti á grein eftir Norman Alcock, Bretann Chris Robinson dreymir fyrir óhöppum og slysum, sagt er frá dauðareynslu Rons Bells og greint frá nokkrum skýringum á slíkri reynslu, þýtt við- tal við Colin Wilson um rómantík, bjartsýni og vitundina og Hiroshi Motoyama heldur áfram að segja frá reynslu sinni og tilraunum með orku- stöðvarnar. Ganglerí erávallt 96 bls. ogkem- ur út tvisvar á ári. Áskriftagjald er 1.550 kr. Geirlaugur Magnússon • EN það er ekki ókeypis er skáldsaga eftir Þorstein Stefáns- son. Höfundurinn er Austfirðingur sem lengi hefur verið búsettur í Danmörku. Þorsteinn hefur fengið marghátt- aðar viðurkenn- ingar fyrir ritstörf sín, m.a. H.C. Andersen verð- launin fyrir bók sína Dalinn. Verk hans munu hafa verið þýdd og gef- in út á minnsta kosti 14 tungu- málum. En það er ekki ókeypis er fram- hald skáldsögunnar Heitbaugurinn sem kom út á íslensku fyrir tveim árum. Skáldsagan kom fyrst út á dönsku 1977 og vakti þá athygli og hlaut lofsamlega dóma. Krist- mann Guðmundsson skáld, skrifaði m.a. að sagan væri meistaraverk. Umsögn hans birtistnú sem for- máli að bókinni En það er ekki ókeypis. Forlag Þorsteins, Birgitte Hövr- ings Biblioteksforlag, gefur bókina út. Prentun og band er unnið í Prentsmiðjunni Odda. Ljósmynd og kápa ereftirRafn Hafnfjörð. Bók- in er 123 bls. ogkostar 1.995 kr. • ÞRÍTENGT er ljóðabók eftir Geirlaug Magnússon. Hún inni- heldur annars vegar fimmtíu frum- samin ljóð höfundarins og hins veg- arþýðingar hans á nokkrum ljóðum eftir franska skáldið Pierre Reverdy. „Knappur, meitlaður en þó hlýlegur stíll Geir- laugs Magnússon- ar birtist glögg- lega í Þrítengt. Ljóð hans taka mið af því helsta sem við hefur bor- ið í evrópskri ljóðl- ist á öldinni um leið og í þeim er ósvikinn íslenskurtónn," segirí kynpingu. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er87 bls., unnin íPrent- smiðjunni Grafík hf. Kápuna hann- aði Katrín Sigurðardóttir. Verð 1.680 kr. • MEMORIES of Reykjavik er heiti á bók um höfuðborg íslands ogerhúnáensku. í kynningu útgefanda segir: „Borgin við sundin blá á sér mörg svipmót og hér hefur Páll Stefáns- son, ljósmyndari, fest nokkur þeirra á filmu. Sjá má ýmsar sögu- legar byggingar, laxveiði inni í miðri borg, Esjuna á kaldri vetrar- nóttu, bárujárnsþök gamla bæjar- ins í öllum regnbogans litum, yl- volgar sundlaugarnar og margt fleira sem auðkennir borgina og athygli vekur." Texti um myndefni er eftir Gary Wake. Útgefandi er Iceland Review. Bókin er 58 bls. og kostar 980 kr. • VILLILAND er eftir Jónas Þorbjarnarson. Þetta er fjórða ljóðabók Jónasar. I kynningu útgáfunnar segir m.a.: „I þessari nýju bók Jónasar Þorbjarnarsonar er sem fyrr að finna óvenju þokkafulla ljóðlist. Hún er innileg og íhugul í senn, bor- in upp af næmri sýn á veröldina, undur hennar og ógnir. Ovíst er hvenær sá sem stígur á strönd í Villilandi heldur þaðan aftur." Útgefandi er Foríagið. Villiland er 60 bls. Prentsmiðjan Grafík prentaði. Margrét E. Laxness hannaðikápu. Verð 1.680 kr. Jónas Þorbjarnarson Hetja á vorum tímum BOKMEjNINTIR S jálf sævisaga LEIÐIN TIL FRELSIS eftir Nelson Mandela. Jón Þ. Þór og Elín Guðmundsdóttir íslenskuðu. Fjölvi, 1996,511 siður. NELSON Mandela er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífí. Heimur- inn gerði hann að tákni fyrir frelsis- baráttu svartra í Suður-Afríku á meðan hann tók út hörðustu refsingu sem pólítískur fangi hafði hlotið í því landi: lífstíðardóm sem endaði sem tuttugu og sjö ára fangelsisvist. Maðurinn sem kvaddi fangaverði sína með virktum 10. febrúar 1990 var ekki aðeins roskið prúðmenni sem staðið hafði af sér yfirgengilegt mótlæti í þágu svartrar þjóðar sinnar heldur opinbert tákn uppreisnar og baráttu, lifandi vitnisburður þess að hægt er að sigrast á ömurlegum aðstæðum án þess að láta nokkurn tíma bugast. Eftir að fangelsisvist- inni lauk var hann áfram lykilmaður í baráttu Afríska þjóðarráðsins (ANC) og innsiglaði mikilvægan áfanga í sögu svartra er hann leiddi samningaviðræður við stjórnvöld um aukin réttindi meirihluta þjóðarinnar. Lyktir þeirra urðu þær að aðskilnað- arstefnan illræmda var afnumin og ákveðið var að efna til fyrstu frjálsu og lýðræðislegu kosninganna sem fram höfðu farið í Suður-Afríku. Kosningarnar sem haldnar voru í apríl 1994 skiluðu Mandela á forseta- stól en ári áður hafði hann tekið við friðarverðlaunum Nóbels ásamt de Klerk, þáverandi forseta landsins. Eins og vænta mátti er stærstur hluti þessarar sögu helgaður stjórn- málastarfi Mandela, stöðugum átök- um við hin hvítu yfirvöld, réttarhöld- um og fangelsisvist. Þetta er saga um kúgun og andspyrnu. Fyrst og fremst lýsir hún þó því hvernig bar- áttumaður eða öllu heldur leiðtogi verður til, hvernig fátækum sveita- dreng tókst að brjóta sér leið til menntunar og virðingar, en lögfræði- menntun Mandela reyndist honum vel í frelsisbaráttunni. Sýn hans á heiminn miðast öll við þessa baráttu sem hann helgaði allt sitt líf. Hann upplifir sjálfan sig á tíma skrifanna sem leiðtoga kúgaðrar þjóðar og frá- sögn hans miðar að því að styrkja þá sjálfsmynd. Um leið undirstrikar hann að hann sé ekki einhvers konar nýr Messías heldur venjulegur maður sem orðið hafi leiðtogi vegna „sér- stakra kringumstæðna", eins og hann orðar það (448). Það er ein- mitt mergurinn málsins. Hvarvetna skín hógværð og mennska höfundar í gegn, þrátt fyrir að Mandela eigi að baki um það bil þrjá áratugi í fangelsi og hafi ákveðið að taka þjóð sína fram yfír fjölskyldu sína, fórna einkalífí sínu fyrir það opinbera líf sem gerði hann að endingu að frelsis- hetju. Sársauki hans tengist einkum þeirri staðreynd að honum var ómögulegt að lifa því venjulega lífi í faðmi fjölskyldu sinnar sem hann alla tíð þráði. Atakanlegustu lýsingar þessarar sögu lúta að einangrun hans frá konu og börnum sem yfír- völd meinuðu honum að sjá árum saman. Hann saknaði alla tíð hvers- dagsleikans; baráttan neyddi hann „til að lifá aðskildu lífí, einskonar draugatilveru í leynd og uppreisn" (499). Þrátt fyrir stórar fórnir einkennist frásögn Mandela ekki af biturleika eða eftirsjá. Hann lítur ekki á líf sitt sem myrkan draum heldur reynir ávallt að koma auga á hið jákvæða í svarthvítri tilveru Suður-Afríku- manna og gerir sér til dæmis far um að draga fram bestu eiginleikana í fari andstæðinga sinna, hvort sem um er að ræða fangaverði í illræmd- um fangelsum eða frammámenn í Þjóðarflokknum. Yfirgengilega framkomu hvítra við svarta skrifar hann á ómannúðlegt kerfí aðskilnað- arstefnunnar en ekki kúgarana sjálfa: „Ég vildi gera öllum löndum mínum ljóst, að ég gæti elskað óvini mína, þótt ég hataði og fyrirliti kerf- ið sem atti okkur Jiverjum gegn öðr- um" (450). Bókin ber því rækilegt vitni hvernig honum tókst ávallt á undraverðan hátt að snúa aðstæðum sér í hag og leggja rækt við sjálfan Móðir og sonur BOKMENNTIR Frásögn UNDIR HULIÐSHJÁLMI Sagan af Benedikt Dóra S. Bjarnason 200 bls. Prentun Scandbook A/B, Svíþjóð Mál og menning, 1996. FRASÖGN Dóru S. Bjarnason hefst á tveimur stuttum kynningum, sú fyrri er kynning á henni sjálfri undir titilinum „Ég var..." og þar er eftirfarandi línur að finna: „Eg var staðráðin í að lifa eigin lífi. Breskur vinur minn gat með mér barn og ákvað ég að eiga það ein. Sú kona, sem hugðist eiga barn fyrir sjálfa sig var metnaðargjörn, nokkuð hrokafull og sjálfsörugg á yfirborðinu. Hún var einlæg í þekk- ingarleit sinni og trúði því að hún gæti lagt eitthvað af mörkunum. Hún hélt sig miklu lífsreyndari en hún var og setti nám og störf ofar tilfinningum." (Bls. 8) í seinni kynningunni sem ber titil- inn „Hann er ..." má síðan lesa þessa lýsingu á Benedikt syni Dóru: „Benedikt er fimmtán ára ungl- ingur. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að vera með vinum sínum, tuskast, horfa á myndbönd, hlusta á tónlist eða þá ræða lífið, stelpurn- ar og tilveruna. Gráblá augu hans glitra þá af gleði." Og síðar í þess- ari kynningu: „Benedikt er í stuttu máli um margt ósköp venjulegur unglingur. Að öðru leyti er hann mjög óvenjulegur. Hann talar ekki, er mikið fatlaður bæði andlega og líkamlega, þarf hjálp við nánast alla hluti og manninn með sér allan sólar- hringinn." (Bls. 10) Þannig eru strax í upphafi bókar dregnar skýrar línur og lesandinn þarf ekki að velkjast í vafa um hvers konar frásögn er hér á ferð: Lífs- reynsla móður sem eignast mikið fatlaðan son. Og á sama tíma má vera ljóst að hér er ekki um að ræða frásögn af einhverjum kraftaverkum úr lífi fatlaðs barns (nema ef vera skyldi frásögn á því kraftaverki sem líf hvers barns er!) heldur lýsing á þeim raunveruleika sem fatlaðir og aðstandendur þeirra þekkja. 15 ára gamall þarf Benedikt ennþá „mann- inn með sér allan sólarhringinn" og einsýnt að árin sem eru liðin frá fæðingu hans hafa verið þeim mæðginum erfið. Benedikt er fæddur rétt fyrir jólin 1980 og fáum við að kynnast ævi hans fram til vetrarins sem leið. Fötlun Benedikts kom í Ijós sumarið eftir að hann fæddist en þá var hún stödd í Cambridge á Englandi þar sem hún vann að doktorsritgerð. Eftir tímabil örvæntingar og mikilla erfiðleika fyrstu árin mótuðust hægt og bítandi þau viðhorf Dóru sem leiddu til þess að hún ákvað að senda son sinn í almennan skóla. Þessi við- horf koma ef til vill skýrast fram í því sem hún upplifði á meðan Bene- dikt dvaldi á sérdeildinni í Múlaborg: „Ef margar mikið fatlaðar mann- eskjur koma saman í hóp verður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.