Morgunblaðið - 12.11.1996, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.11.1996, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ NELSON Mandela sig hvort sem var innan fangelsis- múranna eða sem útlagi í eigin landi. Ef marka má söguna virðist sem vonin og bjartsýnin hafi aldrei yfir- gefið hann, meira að segja þegar hann sat inni á Robbeneyju hafði hann hæfileika til að virða fyrir sér „fegurðina í þessum litla afkima heimsins" og var viss um að sá dag- ur rynni upp er bæði hann og þjóðin yrðu frjáls (403). Þrátt fyrir að sagan sé fulllang- dregin á köflum, einkum í frásögn- inni af Rívóníu-réttarhöldunum, er hér á ferðinni einkar holl og ánægju- leg lesning. Hún er ekki aðeins fróð- hópurinn undarlegri en hver einstaklingur um sig. Það er eins og fötl- unin sjálf magnist upp og verði aðalatriðið. Hún byrgir manni sýn á einstaklingana sjálfa og persónueinkenni þeirra." (Bls. 53) Dóra lagði snemma allt kapp á að sonur hennar gæti lært að nýta sér kosti sína og lifað góðu lífi, og þó að það hljómi kannski kaldhæðnislega má segja að við það hafi erfiðleikarnir byrjað fyrir alvöru. Hér var um mjög merkilegt brautryðjendastarf að ræða og ófáar hindranir sem þurfti að ryðja úr vegi. í stuttri umfjöllun sem þessari er ekki svigrúm til að rekja þá sögu nánar en í meðförum Dóru verður hún eftirminnileg og veitir góða inn- sýn í veröld sem mörgum er hulin. Dóra skrifar áreynslulausan og látlausan stíl og forðast hástemmdar lýsingar og tilfinningasemi. í dag- bókarbrotum sem hún skýtur inn í frásögnina fáum við að lesa hvernig henni var innanbijósts þegar hún upplifði atburðina og stemmningin í þeim er töluvert frábrugðin þeirri yfírvegun sem annars einkennir frá- sögnina. Atburðir eru raktir í réttri tímaröð og greint frá stórum atvikum sem smáum á skýran og greinargóðan hátt. Hver kafli er hlutaður í sundur með millifyrirsögnum í svipuðum stíl og tíðkast í blaðamennsku og finnst mér það lýti á uppsetningu textans - og bætir engu við. Frá- leg fyrir þá sem vilja kynna sér málefni Suður-Afríku heldur einnig og ekki síður fyrir þá sem áhuga hafa á að kynnast hugsjónamanni og mannvini sem gerir sér grein fyr- ir því að sá sem sviptir náunga sinn frelsinu er sjálfur fangi eigin for- dóma og þröngsýni. Á hinn bóginn má ljóst vera að vanda hefði mátt betur til þýðingarinnar; stíllinn er á köflum óþjáll, ekki síst vegna undar- legrar kommusetningar. Fjöldi prent- villna er einnig óheyrilegur og nán- ast óvirðing við þessa miklu hetju vorra tíma. Eiríkur Guðmundsson sagnartónninn er ríkj- andi og íninna um bein- ar sviðsetningar eða lýsingar á því sem drifið hefur á daga þeirra. Slíkur tónn getur orðið dálítið þreytandi til lengdar • og gefur á sama tíma lesandanum stundum lítið svigrúm til að vega og meta. Dóra er gagnrýnin á sjálfa sig og aðra og viðurkennir að hún geri miklar kröfur. Hún er einstaklega föst fyrir og skoðanir hennar af- dráttarlausar á flestum málefnum, og þá sér- staklega á málefnum fatlaðra eins og ætti kannski ekki að þurfa að taka fram. En bókin er auðvitað hennar frásögn, hennar lýsing á þeirri baráttu sem hún hef- ur háð til að skapa syni sínum inni- haldsríkt líf. í starfl sínu og þekkingarleit hefur Dóra kynnst mörgu fólki og hún hefur ásamt syni sínum ferðast víða og einnig dvalist langdvölum erlend- is, meðal annars í Bandaríkjunum, á Nýja-Sjálandi og í Ástralíu. Og það er einmitt í lýsingum sínum á ferða- lögum þeirra mæðgina sem Dóru S. Bjarnason tekst hvað best upp! Kaflinn um sumarleyflð í Frakklandi verður að því leytinu nokkurs konar hápunktur frásagnarinnar. Saga Benedikts er auðvitað bara að bytja. Framtíðin er óráðin.og erf- iðleikarnir fráleitt á enda, en þær hugrenningar sem fóru um kollinn á þessum lesanda að lestri loknum ein- kenndust af bjartsýni. Kristján Kristjánsson Dóra S. Bjarnason ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 C 7 BÆKUR Saga sem ekki hefur verið skrifuð fyrr BOKMENNTIR Skáldsaga SNÆLJÓS eftir Eystein Björnsson. 189 síður. Útgefandi: Tindur. Reykjavík 1996. SKÁLDSAGAN Snæljós eftir Ey- stein Björnsson er bæði ástarsaga og spennusaga án þess þó að sverja sig í ætt dæmigerðra ástar- og spennusagna og langt því frá. Ástin í sögunni er mjög óvenjuleg og kem- ur á óvart. Spennan kemur aftan að lesandanum í miðri bók og vefur sig tilgerðarlaust inní uppgjör aðalper- sónunnar við sjálfa sig. Jafnóvön sem við íslendingar erum heimi spennu- sagnanna, hér finnast sjaldan lík nema sjórekin og ef morð eru framin þarf engan Taggart til að upplýsa þau, tekst höfundinum að búa til látlausa og trúverðuga spennusögu í íslensku umhverfí. Og flétta inn forboðna ástarsögu sem hver og einn getur lifað sig inní án þess að vera með báða fætur í draumaheimi. Sagan fjallar um Gunnar sem býr einn í Breiðholtinu, um það bil fjöru- tíu ára gamall. Hann rekur verk- fræðistofu ásamt vini sínum Hilm- ari. Dag einn lendir Gunnar í hættu- legu slysi og í framhaldi af því fer hann að rifja ævi sína upp. Þar kem- ur margt í ljós. Lífi hans hefur verið stjórnað af hörðum föður og félögum á sléttu og felldu yfirborðinu. Hann lætur leiða sig áfram þangað til að hann gerir sig „sekan“ um atvik sem breytir öllu. Honum er stíað frá eina vini sínum, systur sinni Sveinbjörgu, og móður sem hættir að vernda hann þegar atburðurinn á sér stað. í hinum karlmann- lega heimi hefur Gunnar horft uppá miskunnarleysi vina sinna án þess að mót- mæla. Hann' er hinn aðgerðalausi og hlut- lausi þátttakandi. Eft- ir slysið kemst hann á snoðir um enn meiri svik og þarf að taka á honum stóra sínum. En þetta hlutverk sem hann hefur fest sig í fær hann til að fresta og fresta aðgerðum þangað til hann kemst út á ystu nöf og verður að mótmæla. Það er óþarfí að fara lengra út í plott sögunnar til að stela ekki glæpnum og ánægju væntanlegra lesanda. Höfundinum nær að halda lesand- anum spenntum bókina í gegn og uppúr miðbikinu er lesandinn farinn að iifa sig inn í verkið og skipta skapi, verða reiður, undrandi og æstur. Þó eru dálitlir gallar á bygging- unni. Snemma í bókinni, þegar Gunn- ar byijar að rifja upp bernsku sína, eru sagðar sögur af illri meðferð á skepnum. Þar fara vinir hans með aðalhlutverk. Hér er eins og höfund- ur treysti ekki lesandanum til að nema skilaboð sín því ein dýrasagan rekur aðra og lesandinn er farinn að skilja það of vel hvers lags ræfíll aðalpersónan er og hvers lags aum- ingja hann á fyrir vini. Hér hefði ein saga nægt, og sú áhrifaríkasta, sag- an af kettinum og vininum Brandi. Því verkið er í heild „konsentrerað", þetta er ekki löng bók og hefur þó gott pláss fyrir plottin sín. Hér er þess vegna orkunni eytt of mikið á eitt atriði. Og plássið sem t.d. fer í lýsinguna á kennslustundinni hjá enskukennaranum er iíka of mikið og skapar ójafn- vægi éf borið er saman við þá venju sem höfund- ur annars hefur þegar hann sviðsetur atburði. Sviðsetningar er nær alltaf byggðar á fáum og skýrum dráttum, stund- um svo fáum að aðeins upptalningin er látin nægja. Upptalningastíllinn kemur oft ágætlega út í verkinu en getur orðið erfiður. Hann fylgir alltaf Sveinbjörgu, minningum Gunnars og beinum atburðum í nút- íðinni. Stöku sinnum fékk maður á tilfínninguna að verið væri að stytta sér leið með þessu. Þrátt fyrir þetta stendur bókin fyrir sínu og vel það. Hér er á ferð saga sem hefur ekki verið skrifuð fyrr á íslandi. Það er sjaldgæft að lesa sögu af karlmanni sem er kúg- aður af karlaveldinu og ofurseldur öllum lögmálum þess og án þess að verið sé að upphefja nokkuð í hans fari eða persónuleika. „Nekt“ aðal- persónunnar í heimi sem hún hefur aldrei verið beinn þátttakandi í er afhjúpuð á einlægan hátt og án nokk- urs rembings. Höfundurinn felur all- an tímann tilgang sinn og honum tekst það vel. Boðin berast til lesand- ans ekki beina leið úr textanum held- ur beina leið í gegnum hina pappírei lausu og órannsakanlegu skynjun. Kristín Omarsdóttir Eysteinn Björnsson I leit að kjamanum BOKMENNTIR Skál (Isaga SNÁKABANI eftir Kristján B. Jónasson. Mál og menning, 1996.225 bls. SÖGUMAÐUR Snákabana býr á eyðibæ einn og yfírgefínn, en sjálf- stæður og sæll með sitt, að sögn. Það er þó vænlegra að taka frásögn sögumanns í þessari fyrstu skáld- sögu Kristjáns B. Jónassonar með nokkrum fýrirvara. Söguhetjan og sögumaðurinn Jakob er ekki að öllu leyti ábyggilegur. Snákabani er „þroskasaga" hans, en það eru áhöld um formerki þeirrar sögu. Jakob segir frá táningsárum sínum, að loknu grunnskólaprófi og fram í al- gert „sjálfstæði", í „núinu,“ þegar hann er rétt undir tvítugu. Sögusvið- ið er þorp úti á landi. Þar stendur Jakob frammi fyrir klassískum vandamálum unglingspilts og þeim kröfum sem samfélagið gerir til hans. Menntun, dugnaður og karlmennska eru stef sem klifað er á í eyru Jak- obs og á síðum bókarinnar. Ándstæð leiðarminni dugnaðar og karl- mennsku eru svo leti, doði, eilífur hrollur og ís. Jakob heykist á því sem ætlast er til af honum og „sjálfstæð- isbarátta" hans og leit í „sælulandið" er flótti frá þessum kröfum. „Ertu karlmaður eða hvað?“ er hann spurð- ur í sífellu og svarið sem hann fær fyrir að hafa ekki fylgt settum regl- um um menntunarferli, dugnað og karlmennsku lætur ekki á sér standa: „Þú ert núll og nix; þú ert ekkert." Þó flótti Jakobs leiði til einangrun- ar og algerrar einsemdar er ekki svo að sú karlmennska sem hann kiknar undan sé gerð að einhverri fyrirmynd í bókinni. Það er augljóst að karl- mennskan sem bókin lýsir hefur beð- ið skipbrot og karlar í ímyndarkreppu fá enga úrlausn í Snáka- bana. Það hvílir viss drungi yfir sögunni því bakgrunnur sjálfstæðis- baráttunnar er íslenskur „veruleiki" eins og hann gerist verstur til sveita; fyrirtækjabrask, físk- eldisstöðvafíaskó, land- auðn, atvinnuleysi, upp- flosnun og eymd. Slenið og letin sliga fleiri en Jakob og lesendur fá innsýn í upplausn og vonleysi samfélags, sem komið er á hálfgerðan vonarvöl. Utan og hand- an við þetta samfélag gnæfir svo borgin með sínum lúxus. Þetta þýðir þó ekki að frásögnin í Snákabana sé svartnættið eitt og niðurdrepandi lesning. Því fer fjarri. Þrátt fyrir þunga undiröldu einkenn- ist látlaus frásögn af (undirfurðuleg- um) húmor sem lætur lítið yfir sér en ristir þeim mun dýpra. Snákabani kallast nefnilega ekki bara á við Minnisblöð úr undirheimum Dostojevskís heldur ekki síður Bjarg- vættinn í grasinu eftir Salinger. Harmleikur Jakobs er tragíkómískur eins og vera ber. Bygging sögunnar er þétt og vel heppnuð. Frásagnarstíllinn er ein- faldur, knappur og látlaus en þeim mun margræðari og sneisafyllri af táknrænni og sálrænni dýpt. Margt er vel gert en mig langar að geta kaflans um Nágrannabóndann og kúna hans sérstaklega. Hnyttin dæmisaga sem endurspeglar úlfa- kreppu söguhetjunnar. Kaflinn ís- breiðan, faðir minn, kuldinn verður líka að teljast lykilkafli. ískaldur. Snákabani er í nýjum bókaflokki Máls og menningar sem mér skilst að eigi að vera vettvangur fyrir frum- raunir rithöfunda. Bókin er með hörðum spjöldum með álímdri kápu- mynd. Stærðin er afar hentug og bókin þægi- leg aflestrar. Utlits- hönnunin, grafíkin, er nokkuð skemmtileg en samt full tískuleg fyrir minn smekk og ég er ekki frá því að ég kunhi betur við nettar myndir af höfundi á baki bók- arkápu. En sjálfsagt er þetta afturhaldssemi og auk þess hreint aukaatriði. Það mætti segja mér að Snáka- bani henti vel til kerinslu á framhalds- skólastigi. Umræðuefni fyrir unglinga ærin. Eitt er erfitt að fyrir- gefa höfundi en það er gátan fremst í bókinni sem inniheldur „skýringu“ á orðinu „snákabani“. Svona nokkuð er til að æra óstöðugan. Ég auglýsi hérmeð eftir úrlausnum. I sögunni er víða vísað í lestur og skrif sögu- manns og er það athæfi nokkurs konar andstæða alvöru vinnu, dugn- aðar og karlmennsku. Það er ljóst að Jakob hallast æ meir að textanum og í bókarlok er eins og hann sé bókstaflega að hverfa inn í liann. í sinni mestu og algerustu einsemd þykist hann þó sterkari en nokkru sinni; nú er komið að því að verða „í raun og veru sinn eigin herra". Hann segist ætla að fara og dvelja tíu ár á fjallstindi (eins og ónefndur spámaður) en það er bágt að sjá hvernig hann ætlar að hefja sig upp í þá ofurmennsku nema í líkinge. Jakob er hættur að borða og seður sig á mold. Líkaminn er að falla saman og sögumaður bíður þess eins að „kjarninn" innra komi í ljós því þá geti hann „smogið inn í veggi“ og „þess vegna inn í höfuð ókunn- ugra“. Kannski eins og „hreinn texti“. Geir Svanssori ______i Kristján B. Jónasson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.