Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 2

Morgunblaðið - 12.11.1996, Page 2
2 D ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR Áhorfendafjöldi á leikjum í 1. deildinni í knattspyrnu sumarið 1996 Liða iiðá útivelli Heima- heima- velli ÍA KR Leiftur ÍBV Valur Stjarnai Grinda- vík Kefla- vík Fylkir Breiða- blik leikir Meðal- ails tal ÍA 5.801 601 798 895 681 438 1.040 790 546 11.590 1.288 KR 2.802 1.381 428 840 468 675 626 628 1.130 8.978 998 Leiftur 1.216 850 502 356 466 301 395 352 443 4.881 542 ÍBV 479 624 789 703 463 514 498 670 517 5.257 584 Valur 836 914 211 364 246 365 272 364 386 3.958 440 Stjarnan 647 886 135 417 266 273 204 720 270 3.818 424 Grindavík 252 746 163 173 187 159 264 174 285 2.403 267 Keflavík 627 1.052 351 484 342 350 397 320 271 4.194 466 Fylkir 480 857 195 350 347 185 341 144 251 3.150 350 Breiöablik 661 1.032 364 526 238 296 311 347 722 4.497 500 Útil. alls 8.000 12.762 4.190 4.042 4.174 3.314 3.615 3.790 4.740 4.099 52.725 Meðaltal 889 1.418 466 449 464 368 402 421 527 455 586 SAMTALS 52.726 AHORFENDUR, AÐ MEÐALTAU 586 A LEIK ■ ORRI Björnsson glímumaður úr KR sigraði þriðja árið í röð í bikar: glímu Reykjavíkur um helgina. í öðru sæti hafnaði Helgi Bjarnason, KR, og Þórður Hjartarson, Ár- manni, varð þriðji. ■ ENGLENDINGAR léku 100. leik sinn í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu, þegar þeir unnu Georgíumenn 2:0 að viðstöddum 76.000 áhorfendum í Tbilisi á laug- ardag. ■ ALBANÍA hefur leikið 45 leiki í HM og sigrað fjórum sinnum. Hakob Ter-Petrosyan kom í veg fyrir fimmta sigurinn þegar hann jafnaði 1:1 fyrir Armeníu á síðustu mínútu í Tirana á laugardag. ■ STAN Collymore gerði tvö mörk í 4:0 sigri varaliðs Liverpool á Sheffield Wednesday um helgina. Hann mætti ekki í varaliðsleik um miðja vikuna og gerði félagið honum að greiða 20.000 pund í sekt. ■ COLLYMORE hefur ekki leikið vel að undanförnu, en Liverpool keypti hann frá Nottingham Forest fyrir 16 mánuðum og greiddi þá 8,5 millj. punda fyrir kappann sem hefur sterklega verið orðaður við Forest og Aston Villa að undanförnu. ■ DANIR unnu Frakka 1:0 í æf- ingalandsleik um helgina en Frakk- ar höfðu leikið 30 leiki í röð án taps 11 iliiinniMiÉiiPm mm FOLK - töpuðu síðast fyrir Búlgörum í nóvember 1993. ■ JIM Leighton, sem er 38 ára, lék 75. landsleik sinn fyrir Skotland á sunnudag og var hetja liðsins í 1:0 sigri á Svíþjóð í undankeppni HM. ■ BARRY Horne, fyrirliði Wales, gat ekki leikið í Hollandi um helg- ina vegna meiðsla og kusu leikmenn- irnir Vinnie Jones í staðinn. ■ JONES hefur ekki verið til fyrir- myndar á velli og hefur m.a. 12 sinn- um verið vísað af velli. Bobby Gould, landsliðsþjálfari, sagði að Jones væri vanmetinn en leikmað- urinn sagðist aldrei hafa verið eins hreykinn á ferlinum. ■ TIIOMAS Enqvist frá Svíþjóð vann Bandaríkjamanninn Todd Martin 7-5, 6-4, 7-6 í úrslitum Opna Stokkhólmsmótsins í tennis um helgina. Hann varð meistari á Opna Parísarmótinu fyrir liðlega viku. ■ MICHAEL Jordan og félagar í Chicago sigruðu í sjötta Ieiknum í röð á laugardagskvöldið er þeir lögðu Boston 104:92 á heimavelii. Jordon skoraði 27 stig en Scottie Pippen gerði 9 stig, tók 12 fráköst og gaf 11 stoðsendingar í leiknum. Þá gerði Toni Kukoc 21 stig. Todd Day var stigahæstur gestanna með 21. ■ HAKEEM Olajuwon skoraði 17 stig í fjórða leikhluta og samtals 38 stig er Houston sigraði Utah Jazz 91:85. Þar með hefur Houston einn- ig sigrað í sex fyrstu viðureignum sínum líkt og Chicago. Fyrir Utah gerði Karl Malone flest stig, 32 talsins. ■ LEIKMENN Philadeiphia sigr- uðu Phoenix í fyrsta sinn í fimm ár á laugardagskvöldið, lokatölur 112:95. Jerry Stackhouse fór fyrir 76ers og skoraði 36 stig, þar af 21 í fyrri hálfleik þegar liðið náði 27 stiga forystu um tíma. ■ TIM Hardaway og félagi hans Dan Maerle gerðu sín 19 stigin hvor fyrir Miami þegar liðið lagði Dallas, 91:84 á laugardaginn. Þetta var tíundi sigur Miami á Dallas- drengjum í röð. Jamal Mashburn gerði flest stig tapliðsins, 19. MORGUNBLAÐIÐ Islenskir keppendur í flokka- íþróttum hafa yfirleitt ekki verið mjög hátt skrifaðir í al- þjóða keppni að frátöldu lands- liði karla í handknattleik. Raunhæfar væntingar um ■ árangur eru því almennt ekki miklar en þeim mun meiri ástæða er til að gleðjast þeg- ar vel gengur. Ekki síst þeg- ar hagstæð úrslit nást á úti- velli og sérstaklega þegar mótheijarnir eru ofar á styrkleikalista. íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur ekki náð í úrslitakeppni undanfarinna stórmóta en viss teikn eru á lofti um að breyting geti orðið þar á innan skamms. Fyrir það fyrsta eru lykilmenn liðsins að gera margt gott með erlendum félagsliðum sínum og sú reynsla á að koma landsliðinu til góða. í öðru lagi lofar árang- ur íslenskra félagsliða í Evr- ópumótum góðu og landsliðs- menn þeirra hljóta að vera reynslunni ríkari. Frammistaða Stjörnumanna í Austurríki um helgina sýnir að með samstilltu átaki er hægt að ýta erfiðum hindrunum á útivelli úr vegi og veganesti KA-manna, sem þeir byggðu upp á Akureyri, ætti að nægja þeim til frekari frama. íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu reið ekki feitum hesti frá þremur fyrstu leikjun- um í undankeppni heimsmeist- aramótsins og írar töluðu um auðvelda bráð í Dublin. írar hafa verið að gera það gott í stórmótum undanfarin ár en aðal þeirra hefur verið sterkur varnarleikur. Þeir áttuðu sig greinilega ekki á skyldleikan- um við íslendinga og féllu á eigin bragði. Markalaust jafn- teflið var mikill vamarsigur fyrir íslendinga og í raun stór sigur fyrir alla viðkomandi ís- lenska liðinu eftir það sem á undan hafði gengið. Árangur lands- liða og félagsliða eftirtektarverður Framtíðarmenn íslands unnu stærsta sigur helgarinnar og eru ókrýndir sigurvegarar landsliða á tímabilinu. Ung- mennaliðið í knattspymu hefur aldrei verið til stórrseða en það byijaði vel í Evrópukeppninni og vann Makedóníu 2:0 á Kaplakrikavelli í Hafnarfírði í sumarbyijun. Sigrinum var fylgt eftir með 6:0 sigri á Möltu í æfingaleik á Sauðárkróki síð- sumars og í kjölfarið máttu Litháar sætta sig við 3:0 tap í Vilníus í EM. Reyndar kom smá bakslag í hópinn þegar hann tók á móti Rúmenum á Varmárvelli en gestimir unnu 3:2. Mótlætið herti piltana, þeir mættu fullir sjálfstrausts til írlands, unnu heimamenn 1:0 og eru efstir í riðlinum en það hefur þessi aldursflokkur ekki upplifað áður. Keppendur umræddra liða og þjálfarar þeirra eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna. Vel má vera að handknattleiksliðin hafi ekki leikið eins og lið gera best og ekki verður sagt að knattspyrnuliðin hafí spilað „sambaknattspyrnu" í Dublin en að því er ekki spurt. Sómi þeirra felst í árangrinum og þar tala tölurnar sínu máli. Steinþór Guðbjartsson Ætlar markvörðurinn ÁRMIGAUTUR ARASON að loka marki Stjörnunnar ? Ætlaaðgera mittbesta ÁRNI Gautur Arason markvörður var í eldlínunni um helgina og stórleikur hans með landsliði íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri gegn írum vakti verðskuldaða athygli. Þar átti hann drjúgan þátt í að íslenskur sigur var staðreynd að leikslok- um. Árni er 21 árs lögfræðinemi á öðru ári og byrjaði að æfa knattspyrnu á Akranesi 9 ára og þá sem framherji en flutti sig fljótlega í markið þar sem hann hefur verið síðan. Árni hefur verið varamarkvörður íslandsmeistaraliðs ÍA undanfarin þrjú ár og hefur leikið sex leiki með liðinu í 1. deild á þeim tíma. IMú hefur hann ákveðið að söðla um og skipta yfir í Stjörnuna í Garðabæ og leika með henni næsta sumar. Þá hefur hann leikið með öllum yngri landsliðum íslands í knattspyrnu. Arni vildi lítið gera úr hlut sín- um í landsleiknum, sagði sig- urinn fyrst og fremst hafa verið sterkri liðsheild að þakka. Sam- ■■■■■■ staða og barátta Eftir hafi skilað þremur ivar stigum í leikslok og Benediktsson efsta sæt; riðilsins. „Fyrir leikinn gerð- um við okkur smávon um að ná hagstæðum úrsiitum en sigur var fjarri, því írska liðið er ekki árenni- legt. Því var þetta ánægjulegur sigur og mikil gleði ríkti í leikslok." Þú hefur líklega ekki leikið eins vel í annan tíma? „Þetta er sjálfsagt með betri leikjum mínum, það gekk einfald- lega allt upp og það er ánægjulegt þegar slíkt gerist. Þeir notuðu mik- ið háar fyrirgjafir og fengu tals- vert af hornum og mér tókst að grípa vel inn í og bægja frá.“ I iok leiksins varðir þú langskot eins Irans einstaklega glæsilega og sýndir þar markvörslu á heims- mælikvarða, áttir þú ekkert í erfið- leikum með það? „Markvörður þeirra átti langt útspark og þegar írinn fékk bolt- ann og sótti upp að markinu var ég kominn nokkuð framarlega en færði mig aftar um leið og ég fylgd- ist með honum. Það kom mér á óvart hversu snemma hann skaut svo það var ekkert annað að gera en að fleygja sér og rétta út hand- legginn. Þannig tókst mér að slá knöttinn yfir.“ Var ekki Atli [Eðvaldsson] þjálf- Morgunblaðið/Golli NÁMIÐ gefur engan grið og strax við heimkomuna blðu námsbækurnar eftir lögfræðinemanum Árna Gauti. ari ánægður með sinn mann í leiks- lok? „Hann var mjög sáttur við alla í liðinu í leikslok." Voru írarnir svipaðir og þú bjóst við? „Þeir voru það og leikaðferð okkar gekk alveg upp. Hún var fólgin í að loka svæðum sem best og koma í veg fyrir að þeir kæm- ust í gegnum vörnina." Hvers vegna skiptir þú um félag á dögunum? „Meginástæðan var sú að mig langaði til þess að leika meira en ég hef gert á síðustu árum. Ég sá ekki fram á að markvarðarstaðan væri að losna hjá ÍA. Eftir vand- lega athugun Ieist mér best á Stjörnuna en fleiri lið komu til greina.“ Hver var ástæðan fyrir því að Stjarnan varð fyrir valinu? „Aðalástæðan er sú að Bjarni Sigurðsson fyrrum landsliðsmark- vörður verður markvarðaþjálfari hjá félaginu og hann hefur yfir mikilli þekkingu að ráða sem mig vantar.“ Heldurðu að viðbrigðin verði ekki mikil? „Eflaust, því á Akranesi snýst allt um knattspyrnu enda hefur árangurinn verið góður. En ég hlakka mikið til að takast á við verkefnið og lít björtum augum fram á veginn.“ Hefur þú sett þér markmið fyrir framtíðina? „Markmiðið er að standa sig vel hjá nýju félagi í eldlínu fyrstu deild- ar. Annað verður að koma í ljós.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.