Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 17
- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 E 17 við sölu á fyrri íbúðum Guðjóns Þor- valdssonar að skipulag þeirra hefur líkað mjög vel. íbúðir, sem Guðjón byggði við Gullengi í Engjahverfi í fyrra seld- ust allar á tveimur mánuðum. — Það var mjög óvenjulegt á þeim tíma, því að þá var ekki kominn sá skrið- ur á nýbyggingamarkaðinn, sem er til staðar nú, en sala hefur verið mjög góð á nýjum íbúðum í haust, segir Elías. — Framboðið er líka mikið, enda mun meira byggt nú en áður. Bílskúrarnir að Fálkahöfða 2-4 eru átta að tölu eða helmingi færri en íbúðirnar. — Markmiðið er að gefa fólki valkost, segir Elías. — Það er alltaf til staðar viss hópur fólks, sem kýs heldur að kaupa íbúð án bílskúrs. Það er þó einkum yngra fólkið, sem er að byrja, sem ekki vill kaupa bílskúrinn með, vegna þess að hann kostar sitt. Bílskúr skiptir aftur á móti eldra fólk miklu meira máli og ræður oft úrslitum við ákvörðun þess um að kaupa. Elías víkur síðan að nýbygginga- markaðnum í heild og segir: — Það er óneitanlega auðveldara nú en áður að fjármagna kaup á nýrri íbúð, þar sem verð á þeim hefur lækkað mikið og þær jafnvel orðnar ódýrari nú en fyrir 4-5 árum þrátt fyrir verðbólgu á þessu tímabili. Hún hef- ur að vísu ekki verið mikil en þó einhver samt. Verðmunurinn á nýjum og notuð- um íbúðum er orðinn það lítill, að fólk leitar frekar í nýjar íbúðir. Þær eru því orðnar mjög álitlegur val- kostur fyrir þá, sem eru í íbúðarhug- leiðingum. Þetta er vafalítið ein helzta skýringin á því, hve sala á nýjum íbúðum hefur gengið vel að undanförnu. Fólk ekki bundið gömlum hverfum — Þetta hefur það einnig í för með sér, að fólk er ekki eins bundið vissum hverfum og áður, heldur El- ías áfram. — Fólk sem er kannski fætt og uppalið í Hlíðunum, kysi ef til vill helzt að kaupa íbúð þar. Á móti kemur, að því stendur til boða, kannski á sama verði eða jafnvel lægra, að kaupa glænýja íbúð, enda þótt hún sé í öðru hverfi. Þetta fólk tekur þá gjarnan síðari kostinn til þess að komast í nýtt og það jafn- vel þótt íbúðin sé í jaðarhverfi. Þetta viðhorf er orðið mjög áberandi á markaðnum nú. Fólk setur slíka staði ekki fyrir sig í sama mæli og áður. Þar við bætist, að nú er hægt að fá húsbréfalán fyrir 70% af kaup- verðinu, þegar keypt er í fyrsta sinn og þá þarf ekki að fjármagna nema 30%. Þegar verð á nýju íbúðum er 6,6 millj. kr., fær fólk hámarkslán, svo framarlega sem það fær greiðslumat fyrir slíku láni. Eigið fé þarf því ekki að vera mjög mikið til viðbótar til þess að kaupa slíka íbúð, enda þótt hún sé kannski ekki fullbú- in. Við kaup á nýju húsnæði á ekki að þurfa að huga að viðhaldi, að minnsta kosti fyrstu árin. Þegar eldra húsnæði er keypt, þarf gjarnan að lagfæra eitthvað eða breyta ein- hverju, þegar flutt er inn, sem kallar á útgjöld til viðbótar kaupverðinu. í eldra húsnæði er líka miklu styttra í viðhald og í mörgum fjölbýlishúsum er framkvæmdasjóður, sem greiða þarf í reglulega til þess að standa undir komandi viðhaldsframkvæmd- um. Þær greiðslur bætast við afborg- anir af lánum. í nýju húsnæði er ekki sama þörf á að safna fé til slíkra framkvæmda. Greiðslubyrðin af hverri millj. kr. í húsbréfum er nú um 6.000 kr. á mánuði og því um 36.000 kr. miðað við 6 millj. kr. — Þessi fjárhæð er sennilega ekki miklu hærri en sú húsaleiga, sem greiða þarf fyrir þriggja herb. íbúð, segir Elías. — Nú eru nýjar íbúðir mjög gjarnan auglýstar til sölu án gólf- efna og auðvitað munar þetta ein- hverju í kaupverði, segir Elías Har- aldsson að lokum. — Margir láta sér nægja í fyrstu að hafa filter- teppi eða mála bara gólfin. Það má því segja, að verðið sé þá orðið endanlegt, þannig að kaupendur þurfa ekki að leggja út meira fé vegna íbúðarkaupanna. Þetta skipt- ir vissulega máli og sýnir glöggt, hve meðvitaðir kaupendur nýrra íbúða eru gagnvart verði. Smiðjan Búum til jólagjafir Þær gjafir eru öðrum gjöfum dýrmætari, sem gefandinn hefur sjálfur búið til, segir Bjarni Olafsson. Að baki þeim liggur góður vilji. ÞEIR eru ófáir, sem þegar hafa unnið nokkuð að slíkum gjöf- um, þótt enn séu sex vikur til jóla. En nú kann einhver að spyrja sem svo: Hvað get ég búið til? Eg er svo hugmyndasnauður, mér kemur aldr- ei neitt skemmtilegt í hug. Engin vandræði ættu að vera með að fínna hentug verkefni. Ég nefni fáeinar hugmyndir: Þeir sem kunna að prjóna eða sauma geta t.d. prjón- að vettlinga, sokka, hosur, leppa í skó, trefla, eyrnaskjól, húfur eða jafnvel stærri flíkur. Þeir sem kunna t.d. bótasaum geta saumað ýmiskonar smámyndir, púða, smádúka eða bakkadúk. Önnur efni Síðan vil ég nefna harðari efni svo sem tré, málma, pappa og leður. Auðvitað veltur mikið á því, að við höfum verkfæri til að vinna efnið með. Úr tré getum við hugsað okkur ýmsa smáhluti svo sem leikföng handa litlum börnum: rúm, kerrur og vagna fyrir brúður, trébíla, báta og flugvélar, barnastóla og borð. Sem gjafír handa fullorðnum má nefna: skeið og gaffal í hrásalat, ostabretti, brauðbretti, ef möguleiki er að kom- ast að rennibekk fjölgar verkefnum og nefni ég pipar og salt-sett, eggja- bikara, skopparakringlur o.fl. Málmvinna er e.t.v. erfiðari, nema fyrir þá sem hafa lært eitthvað þess háttar. Auðvelt getur þó verið að vinna litla fallega hluti úr grönnum vír. Eirþráður er sérstaklega mjúk- ur. Hann fáum við með því að taka einangrun utanaf rafmagnsvír. Ný- silfurvír er hægt að kaupa og mess- ingvír. Álþynnur, eir og messingplöt- ur er einnig hægt að kaupa t.d., í blikksmiðjum. Ég nefni sem dæmi hengiskraut á jólatré, men, eyrna- lokka, kertastjaka o.fl. Úr bylgjupappa má búa til lítil hús, verslunarhús, brúðuleikhús, hús sem geta verið dótakassar, t.d. með því að lyfta þakinu af. Leður er gott efni til þess að búa til gjafir, buddur, punga og veski og margt fleira. Trésmíði Nú mun ég segja betur frá fáein- um verkefnum og ætla ég að nota tvær smiðjugreinar fyrir smávægi- legar leiðbeiningar, þessa grein og næstu. Brúðurúm úr furu getur verið samsett úr fimm hlutum, 2 stk. gafl- ar, br. 165 mm x h. 140 mm x þ. 11 mm. 2 stk. stokkar, lengd 320 mm x br. 45 mm x þ. 11 mm, og 1 stk. botn, lengd 320 mm x br. 143 mm x þ. 11 mm. Skemmtileg- ast er að hver og einn móti útlit hlutarins að eigin vali. Með þeim hætti verður gjöfin persónulegri. Þarna er gott að vinna gafla rúms- ins að ofanverðu með laufskurði,- útsögun, mála mynd, eða skera út. Að lokinni formun og pússningu er best að byrja á að líma stokkana utan á botninn. Auk límsins má nota granna nagla eða skrúfur. Á eftir má svo festa gaflana á enda botns og stokka á sama hátt. Bátur úr furu: lengd 140 mm x br. 90 mm x þ. 30 mm. Gott ráð er að klippa snið bátsins út úr pappírs- örk sem er jafnstór og efniviðurinn. Til þess að fá sniðið rétt er gott a£ brjóta örkina saman eftir miðlínu og klippa báðar hliðarlínurnar sam- NOKKRAR einfaldar pennateikningar að jólagjöf- um fylgja með, ef þær mættu koma hugmyndafluginu á skrið. an, líma svo pappírinn ofan á efnið og saga bátinn síðan út eftir snið- inu. Að því loknu þarf að tálga, raspa og hefla bátinn til og pússa hann vel sléttan. Brú og stromp, ef þurfa þykir, verði mastur sett á bátinn er best að það sé fremur lágt og ekki oddmjótt að ofanverðu. Kerra fyrir brúðuna kann að verða kærkomin réttum aldurshópi. I kerru þarf 2 furubúta lengd 160 mm x br. 140 mm x þ. 11 mm, og í kjálk- ana 2 stk. lengd 540 mm x br. 22 mm x þ. 11 mm, 2 stk. lengd 250 mm x br. 22 mm x þ. 11 mm, og í 1 handfang lengd 182 mm, sívalt, að gildleika eins og kústskaft, 4 tré- hjól. Smærri gjafir Vel má hugsa sér að búa til enn minni gjafir, þær gleðja engu síður. Flögg eru vel fallin til skrauts á jóla- tré, en það getur á sama hátt verið fallegt að nota lítil flögg til skrauts á borð. Finna má hæfilega gilda trjá- grein, þvermál 30-35 mm, og saga hana niður í 6-7 mm þykkar sneið- ar og pússa þær vel. Það gerir mað- ur með því að leggja sandpappír á slétt borð og halda honum föstum með annarri hendinni en nota hina höndina til þess að strjúka sneiðinni nokkrum sinnum yfir sandpappírinn. Síðan þarf að bora gat fyrir fána- stöngina í miðju sneiðanna. í sjálfa fánastöngina má nota niðurklipptan logsuðutein um 1,5 mm gildan og 90 mm langan bút í hverja stöng. I flögg má nota samskonar flögg og notuð eru til skrauts á jólatré. Einn- ig er hægt að búa til flögg af þeirri stærð með því að klippa niður papp- ír með réttum fánalitum og líma þá saman. Einnig er hentugt að búa til lítil dýr úr furu í þeim tilgangi að hengja þau á jólatré til skrauts. Litla fugla, fiska, jólaketti, stjörnur, engla nefni ég sem dæmi um hugmyndir. Smá- gerðar myndir úr furu fara vel við grænan lit jólatrés. Svona skraíit getur orðið kærkomin jólagjöf. FINNBOGI KRISTJANSSON LOGG. FASTEIGNASALI SIÐUMULI 1 SIMI 533 1313 FAX 533 1314 Félag íf5 fasteignasala Opið frá kl. 9-18 virka daga. Netfang: fron@mmedia.is Atvinnuhúsnæði Skrífstofuhúsnæði óskast. Höfum verið beðnir að útvega til kaups eða leigu 150-200 fm skrifstofuhús- næði með 3-5 herbergjum. Brekkubær. Um 255 fm vandað rað- hús á þessum rólega stað. Sex svefnher- bergi, rúmgóðar stofur og tvö böð. Auð- velt að breyta í tveggja íbúða hús. 23 fm sérbílskúr fylgir. Skipti á minni eign möguleg. Hæðir Hlíðar. Mjög falleg 139 fm sérhæð með bíiskúr á þessum vinsæla stað, stórar stofur, parket, flísar og arinn. Herbergi, snyrting og eldhús í kj. Skipti á stærra möguleg SíðumÚH. Rúml. 155 fm atvinnuhúsnæði á 3ju hæð í risi, sem hentar vel fyrir teiknistof- ur, verkfræðistofur og aðra snyrtilega starf- semi. Plássið er einn óinnréttaður salur. Rnn- bogi á Fróni veitir allar frekari uppl. Einbvlishus Sérhæð óskast. 120 - 150 fm hæð í Hlíðunum og vesturbæ, óskast. Staðgreiðsla f boði fyrir rétta eígn. Haholt Gb. Um 300 fm hús á tveim- ur hæðum og sér svefnherbergisálma. Geta verið tvær íbúðir. 66 fm tvöfaldur bíl- skúr. Fimm svefnherbergi, tvær stofur og arinn. Feikimikið útsýini, frá „Jökli" og suður með sjó. Óbyggt svæði i austur. Skipti á minni eign. 4ra herb. Kopavogur. 95 fm ibúðá 1. hæð, litil sameign. Aukaherbergi á jarðhæð með snyrtingu sem er leigt út. Útsýni yfir Fossv. Nýtt parket og lítið viðhald á húsi. Eskihlíð. 101 fm íbúð á 3ju hæð á þessum vinsæla stað. Nýtt parket á stofu og gangi. Útb. 2.625 og 23 á mán. Háaleitisbraut. 122 fm ib. á 3ju hæð með þvottarhúsi og geymslu innan ibúðar. Tvennar svalir, fallegt parket, fjög- ur svefnherbergi og vel standsett hús. Góð lán áhvílandi. Skipti á sérhæð í sama hverfi. Vesturbær-Melar. Faiieg 3-4 herb. ibúð í góðu fjölb. Parket, suðursval- ir, verðlaunalóð. Hús og sameign nýtekið í gegn. Útb. 2,1 m og 25þ á mán. Vogar. Hæð í góðu þríþýli í þessu nota- legu umhverfi með 25 fm bílskúr, suður- svalir. Áhv. 3,7 millj. góð lán. 2ja herb. HáaleÍtÍSbraut. Falleg 70 fm rúm- góð ibúð á jarðhæð. Stór stofa, parket og flísar á gólfum. Þvottaaðstaða í íþúð. Áhv. 2,4 millj. í byggsj. Þú bætir við 1,6 út- borgun. Afb. um 18 þús. á mánuði. Hlíðarhjalli. Um 70 fm stórglæsileg íbúð á 3ju hæð. Ibúðin er með sérsmíðuð- um innréttingum. Handgerðar flísar í eld- húsi. Þvottahús og geymsla inn af eldhúsi. Verðlaunalóð og sameign sérlega snyrti- leg. Áhv. 4,2. Skipti á stærra. Við Hringbraut. 53 fm skemmtileg íbúð í nýlegu húsi, hátt til lofts. Parket og flísar. Bílskýli. örstutt í alla þjónustu. Laus strax. Útb. 1,5 og afb. 18 þús. á mánuði. Við Brekkulæk. 55 fm góð íbúð á 3ju hæð. Svalir í suðvestur. Fallegt útsýni yfir borgina. Útb. 1,6 mill]. og afb. 19 þús. á mánuði. KÓngsbakkÍ. Skemmtileg íbúð með sér garði í suður í þessu barnvæna hverfi. Parket á gólfi, nýjar innréttingar. Húsið ný- málað að utan. Útb. 1,4 og afb. 18 á mánuði. 3ja herb. Einbýli ÓSkaSt Traustur kaupandi óskar eftir góðu einbýli. Góðar greiðslur i boði. Nánari upplýsingar á Fróni. Rað- og parhús Nýlegt raðhús í Mosfb. Um uofm nýtt fullbúið raðhús á þremur hasðum. Falleg- ar stofur, 4 svefnherb. og vandaðar innrétting- ar. 27 frn bílskúr'fylgir. Ahv 7,2 Góð kjör. Óskast Strax. 3ja til 4ra herb. íbúð í Vesturbæ eða Hlíðum fyrir ungt fólk með góða útborgun. Hafðu sam- band. Við Ránargötu. 88 fm íbúð á 3ju hæð i nýlegu húsi í gamla góða vestur- bænum. Vandaðar innréttingar. Bílskúr fylgir með. Áhv. 4,3 afb. 30 þús. á mán. Snorrabraut, fyrir aldraða. 56 fm ný íbúð á 1. hæð, parket og sér geymsla ínnan íbúðar. Suðurverönd. Skemmtileg sameing, stutt í miðbæinn og alla þjónustu. Gott verð. Laus stax. Seljahverfi. Um 70 fm sérhæð á jarð- hæð í þribýli með sérgarði. Ágætar inn- réttingar. Áhv. 3,0 millj. Byggingasjóður. EKKERT GREIÐSLUMAT. Hentugt fyrir byrjendur. Efra Breiðholt. Rúmgóð 63 fm íbúð á 4. hæð í nýstandsettu lyftuhúsi. Vönduð sameign. Stórar svalir. Húsvörður. Útb. 1,6 millj. og afb. 20 þús. á mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.