Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 12.11.1996, Blaðsíða 24
24 E ÞRIÐJUDAGUR 12. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sumarhús og ferða- miðstöð á Mýrum Húsin í ferðamiðstöðinni verða hlaðin úr gijóti, sem til er á staðnum. Yfirbragð þeirra verður því all sérstætt en markmiðið er, að þau falli vel að umhverfinu. Hönnuður skipulagsins og ferðamið- stöðvarinnar er Páll Björgvinsson arkitekt. Uppdráttur af skipulagssvæðinu, en það er í landi Urriðaár við Brókarvatn á Mýrum í 14 km. fjarlægð frá Borgarnesi. Innan hring- Iaga svæðisins er ferðamiðstöðin með 7 orlofshúsum og 25 svefnskálum ásamt hestaleigu, tjaldstæði og sameiginlegu leik- og útivistar- svæði. Þá er gert ráð fyrir 51 leigulóð til almennings fyrir sumarhús en auk þess fyrir sameiginlegum leik- og útivistarsvæðum og bílastæðum fyrir lóðirnar. Hver lóð er um 2500 ferm. BÚIÐ er að samþykkja skipulag sumarhúsasvæðis og ferðamiðstöðv- ar í landi Urriðaár við Brókarvatn á Mýrum í Borgarfírði, sem er í 14 km. fjarlægð frá Borgamesi. Ferða- miðstöðin hefur hlotið nafnið Mýra- sól og á að rísa við þjóðveg 54, sem liggur til Ólafsvíkur. Hönnuður skipulagsins og ferðamiðstöðvarinn- ar er Páil Björgvinsson arkitekt. Ferðamiðstöðin verður eins konar þorp, sem skipist í 7 orlofshús og 25 svefnskála ásamt hestaleigu, tjaldstæði og sameiginlegu leik-og útivistarsvæði. Á svæðinu er enn- fremur gert ráð fyrir 51 leigulóð til almennings fyrir sumarhús en auk þess fyrir sameiginlegum leik- og ■átivistarsvæðum og bflastæðum fyr- ir lóðimar. Hver lóð er um 2500 ferm. Landið er melar eða mýrlendi, klettótt og kjarri vaxið, en saman- lagt er allt skipulagssvæðið um 14 hektarar og í eigu hjónanna Guð- rúnar Sigurðardóttur og Sigur- björns Garðarssonar á Urriðaá og Leirulæk. Sumarhúsalóðirnar liggja austan megin við Ólafsvíkurveg og sunnan megin við Brókarvatn. Vegaframkvæmdir eru þegar hafn- ar og farið að leigja út lóðir. Hestar teknir í hagagöngu Að sögn Sigurbjörns Garðarsson- ar hafa undirtektir verið góðar og þegar búið að leigja sjö lóðir undir sumarhús og líklegt að fleiri fari á næstunni. — Samt er ekki nema stutt síðan skipulagið var samþykkt, segir hann. — Eg geri mér því von- ir um, að lóðirnar fari fljótt. Fólk virðist ekki setja fjarlægðina fyrir sig, enda er hún ekkert tiltökumál og þegar Hvalfjarðargöngin koma, styttist leiðin hingað frá Reykjavík enn um 40 km. Það var raunar ásókn í þetta svæði, áður en farið var að skipu- ieggja það og æ fleiri virðast hafa áhuga á þessum lóðum, eftir því sem þetta spyrst út. Að mínu mati hefur landið mikla kosti. Þarna eru kletta- borgir og kjarr frá náttúrunnar hendi og mjög skjólsælt. Það er far- ið frá Ölafsvíkurvegi inn á svæðið, þannig að það er alltaf opið, jafnt vetur sem sumar. Svæðið ætti að hafa mikið að- dráttarafl fyrir hestamenn, en þarna er m. a. stutt í skemmtilegar fjörur, bæði fyrir hestamenn og aðra. Ég mun taka að mér hesta í hagagöngu fyrir hestamenn, þannig að þeir geta komið á hestum sínum. Lóðirnar eru misdýrar eftir því hvar á svæðinu þær eru. Vegur um svæðið er vel á veg kominn, en Sigurbjörn annast sjálfur vegagerð- ina. Ennfremur verður borað eftir vatni á svæðinu. — Það er stefnt að því að ljúka öllum slíkum fram- kvæmdum fyrir vorið, segir Sigur- björn. Vegghleðsla úr staðargrjóti Húsin í ferðamiðstöðinni verða hlaðin úr grjóti á staðnum. — Þetta grjót er munstrað frá náttúrunnar hendi og mjög gott að hlaða úr því, segir Sigurbjörn. — í timburverkið verður svo notaður rekaviður frá Vestfjörðum. Yfírbragð húsanna verður því nokkuð óvenjulegt, en þetta verða íslenzk hús og í stíl við umhverfið. Það hefur alltaf verið draumur minn að koma upp smáhýsum fyrir ferðalanga, sem vilja stoppa stutt við, kannski eina til tvær nætur, enda þótt þeir geti að sjálfsögðu dvalizt lengur, ef vill. Á þessu svæði er ekkert af því tagi, en hér er mikill ferðamannastraumur á sumr- in. Að sögn Sigurbjörns hefur af- rakstur af hefðbundnum búskap dregizt saman og því ákvað hann að leita nýrra leiða. — Við hjónin bjuggum áður á Urriðaá og vorum þar með sauðfé, en ákváðum síðan að kaupa Leirulæk og sameina kvótana á þessum tveimur jörðum, segir hann að lokum. — Sjálf búum við á Leirulæk, en ætlum að nota Urriðaá fyrir þessa starfsemi. m A tímamótum Lagnafréttir Steinrör í frárennslislögnum í grunnum nær 50 ára gamalla húsa eru orðin brotin og morkin, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Það þýðir ekki annað en horfast í augu við þann veruleika. Flestar þjóðir eiga sér langa bygg- ingasögu og langa hefð, fjöldi aldagamalla bygginga prýðir borgir, margir búa í húsum sem eru allt að tvö hundruð ára gömul. Hérlendis er þessu öðruvísi farið, byggingar frá síðustu öld, sem hafa staðist tímans tönn, eru fágætar. Skortur á varanlegu byggingarefni, skortur á verkkunnáttu og skortur á þori og dug gerði það að verkum að með hverri öld urðu hýbýli almenn- ings ömurlegri, minni og lélegri. Þótt íslenski torfbærinn sé nú í hávegum hafður sem minjar og reynt að halda við nokkrum þeirra, voru þeir ekki holl né þægileg hýbýli. í dag er öldin önnur, flestir búa í vönduðum og háreistum húsum sem rafmagn frá vatnsaflsvirkjunum sér um að lýsa hátt og lágt og heita vatnið úr jörðinni sér um að halda heitum á hveiju sem gengur utan- húss. Byggingaöldin ' Það er ekki fyrr en á tuttugustu öldinni sem íslendingar fara almennt að byggja sér hús sem stóðu undir nafni, þá hefst saga bárujámshús- anna sem mörg hver standa enn og er efalaust merkasta og kannski það eina markverða sem við höfum lagt fram til byggingasögu heimsins. En um miðja öldina þegar hildar- leikur seinni heimstyijaldarinnar skekur veröldina hefst byggingaöldin á íslandi og steinsteypan, efnið sem allir héldu að væri kraftaverkaefni sem þyldi allt, hóf innreið sína. Þessvegna er ekki út í hött að segja að fyrsta kynslóð bygginga steinsteypualdarinnar sé hálfrar ald- ar gömul, það er ailt og sumt, sann- arlega ekki hár aldur. Lagnir komnar á aldur En nú standa eigendur þessara húsa frammi fyrir nýjum hlut; lagnir í húsunum eru komnar á aldur en ekki er sama hvaða lagnir það eru. Eirrör í hitakerfum og lögnum fyrir heitt kranavatn eru flestar u. þ. b. 30 - 40 ára gamlar, það var á sjötta áratugnum sem eiröldin gekk yfir. Á höfuðborgarsvæðinu eru þessi kerfi mörg hver á fallanda fæti þó ekki séu þau eldri. Svört stálrör í hitakerfum, snittuð og skrúfuð, hafa víða staðið sig vel þar sem utanaðkomandi raki hefur ekki náð að tæra þau en spurningar- merki má setja við galvaniseruð stál- rör frá þessum tíma og yngri. En það eru fyrst og fremst frá- rennslislagnir í grunnum, í flestum tilfellum steinrör, sem eru að hrynja. Það þykir Iíklega fast að orði kveðið að þau séu að hrynja, hér sé verið að mála skrattann á vegginn, en svo er alls ekki. Hús sem eru að nálgast fimmtugsafmælið eða eldri eru flest þessu marki brennd, steinrörin eru brotin og morkin, það þýðir ekki annað en horfast í augu við raunveru- leikann. Þetta kemur mörgum í opna skjöldu, það er eðlilegt, þetta er fyrsta kynslóðin sem stendur frammi fyrir þessu. Það er ekki víst að þetta bytji með stíflu í frárennsli, þetta getur byijað með raka í gólfi og ekki ólíklegt að dýralífið aukist jafnvel á parkettlögð- um gólfum. Niðri í lögnunum er að ganga í garð gósentíð hjá húsamaur- um og öðrum smákvikindum, _ þeir braggast vel og tímgast ört. Ólykt er enn eitt einkennið og stíflur að sjálfsögðu þó ótrúlegt sé hvað grunn- urinn tekur stundum lengi við þó rör séu brotin og fallin saman. Hvað er til ráða? Umfram allt: ekki fá mann og loft- pressu og byija að brjóta og bramla, það er að fara inn í öngstræti. Þijár meginreglur er rétt að hafa í huga þegar endurnýjuð er frárennsl- islögn í grunni: a) Fundin sé besta tæknileg heildarlausn sem ekki aðeins geri brotnar og gamlar frárennsli- slagnir í grunni óskaðlegar, held- ur allar aðrar lagnir í grunni sem skapað geta skaða og útgjöld síð- ar. b) Gætt skal ýtrustu hagsýni og ætíð reynt að finna ódýrustu lausnina án þess að slaka á tækni- legum kröfum. c) Vanda skal hönnun og undir- búning ejns og auðið er til að framkvæmdin verði íbúum húss- ins til eins lítilla óþæginda og nokkur er kostur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.