Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA + :w ft I £ w C 1996 MIDVIKUDAGUR 13. NOVEMBER BLAD KNATTSPYRNA Mikill gróði varð á Evrópukeppni landsliða í Englandi KSI fær rúmar 25 millj. króna Heppnin ekki með Guðmundi Benediktssyni GUÐMUNDUR Benediktsson, leikmaður KR-liðs- ins í knattspyrnu, hefur ekki haft heppnina með sér. Hann var skorinn upp vegna meiðsla í hné á dögunum. Fljótlega eftir að Guðmundur kom heim, fann hann til verkja í hnénu. Við skoðun kom í ljós að sýking hafði komist í skurðinn og var Guðmundur lagður á ný inn á sjúkrahús, þar sem hann hefur verið og verður að vera í tólf daga. Byrjað að selja miða á HM 1998 eftirtværvikur FYRSTU miðarnir á leiki Heimsmeistarakeppn- innar í knattspyrnu í Frakklandi 1998 verða sett- ir í sölu eftir hálfan mánuð. Til að byija með verða seldir passar, miðar á fimm eða sex leiki í riðlakeppninni og næstu umferð þar á eftir, en í febrúar á næsta ári verður byrjað að selja miða á einstaka leiki í riðlakeppninni. í lok næsta árs hefst sala á miðum á fyrsta leikinn, sem verður á nýjum þjóðarleikvangi í París 10. júní 1998, á leikina í átta liða úrslitum, undanúrslitum og leiki um sæti en úrslitaleikurinn verður 12. júlí. Alls verða 2,5 milljónir miða í umferð og hefur franska framkvæmdanefndin þegar selt 525.000 passa til fólks innan knattspyrnuhreyfingarinnar s.s. leikmanna, stjórnarmanna, dómara og við- skiptamanna sem tengjast keppninni. Miði á leik í riðlakeppninni kostar frá 145 til 350 franka (um 1.885 kr. til 4.550 kr.) en 350 til 2.950 franka (um 38.350 kr.) á úrslitaleikinn. EVRÓPUKEPPNI landsliðs íknatt- spyrnu, sem fór fram í Englandi í sum- ar, heppnaðist mjög vel og var mikili gróði á keppninni. Knattspyrnusam- band Evrópu, UEFA, hefur fengið hluta af gróðanum til umráða. UEFA ákvað í gær að verja 6,4 milljörðum ísl. króna til úthlutunar til aðildarþjóða sam- bandsins. Knattspyrnusamband ís- land nýtur góðs af - sambandið fær rúmar 25 milljónir ísl. króna í kassann. Peningunum verður skipt á milli þeirra sextán þjóða sem tóku þátt i EM - 4,7 milljarða - annars vegar og hins vegar 1,7 milljörðum skipt á milli þeirra þjóða sem eru meðlimir í UEFA en þær eru fímmtíu og ein. Hver Evrópuþjóð á von á 25 millj. kr., sem greiðast með fjórum jöfnum greiðslum - 6,3 millj. kr. árlega næstu fjög- ur árin. Skiptingin á milli þjóðanna sextán, sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða, er þann- ig að Þjóðverjar fá 572,4 milljónir fyrir fyrsta sætið, Tékkar 524,7 milljónir fyrir annað sætið. Englendingar og Frakkar fá 405,4 millj. fyrir að komast í undanúrslit. Króat- ar, Portúgalir, Spánveijar og Hollendingar fá 286,2 millj. fyrir að komast í 8-liða úr- slit, Skotar, Búlgarar, ítalir og Danir fá 238,5 millj. fyrir að hafna í þriðja sæti í riðlakeppninni og Svisslendingar, Rúmenar, Rússar og Tyrkir 190,8 millj. fyrir að verða í fjórða og neðsta sæti í riðlakeppninni. Sigurjón á parinu SIGURJÓN Arnarsson, kylfingur úr GR, keppti á móti í Tommy Armour-mótaröðinni í Bandaríkj- unum á mánudaginn og varð í 3. sæti af 56 keppendum. Leikið var á Harbor Hills-vellinum sem er par 72 og á mánudaginn var erfiðleik- astuðullinn 73. Veður var ekki hag- stætt, kalt og hvasst, en Sigurjón lét það ekki á sig fá heldur lék af miklu öryggi á parinu og það dugði í 3. sætið en sigurvegarinn lék á 69 höggum. SKIPTING í Evrópuleik gegn Svíum. Þorvaldur Örlygsson kemur af leikvelli, Bjarkl Gunnlaugsson (16) tekur stöðu hans. Hvítlaukur gegn mörkum ANDONI Cedrun markvörður Logrones í 1. deildar keppninni í knattspyrnu á Spáni beitti nýstárlegri aðferð til að koma í veg fyrir að skorað yrði hjá honum um helgina, er hann ásamt félögum sótti Real Madrid heim. Cedrun hefur fengið á sig fjórtán mörk á leiktíðinni. Fyrir viðureignina dreifði hann hvítlauk viðsvegar um markteiginn, en það er göm- ul þjóðtrú víða við Miðjarðarhafið að hægt sé að bægja illum öndum frá með hvítlauk. Hvort sem það var hvítlauknum að þakka eða öðru þá fékk Cedrun ekki á sig mark í leiknum. Spurningin er hvort að Peter Schmeichel, markvörður Man. Utd., fer að ráðum Cedrun fyrir leik gegn Arsenal á laug- ardaginn? Guiterrez til liðs við KR RAY Guiterrez, kúb- anskur handknattleiks- markvörður, sem hefur verið hjá KA, hefur verið lánaður til 2. deildarliðs KR. Helga Orms- dóttir úr leik HELGA Ormsdóttir, handknattleikskona úr KR fer í uppskurð í vikunni og mun líklega ekki verða með fyrr en á næsta ári. Sigurganga Frakka rofin FRAKKAR töpuðu fyr- ir Dönum í vináttu- landsleik í knattspymu um sl. helgi í Kaup- mannahöfn, 1:0. Fyrir leikinn höfðu Frakkar leikið 30 landsleiki og ekki tapað neinum þeirra. Klinsmann skoraði tvö JÍÍRGEN Klinsmann skoraði tvö mörk fyrir Bayem Miinchen, sem lagði Werder Bremen í 8-liða úrslitum bikar- keppninnar í Þýska- landi í gærkvöldi, 3:1. Bayem er í fyrsta skipti komið í undanúrslit síð- an 1988. „Ég tel að við höfum leikið okkar besta heimaleik í vet- ur,“ sagði Lothar Matt- háus, fyrirliði Bayem. KÖRFUKNATTLEIKUR: CHICAGO BULLS HEFUR ALDREIBYRJAÐ EINS VEL / C8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.