Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA Fylkisliðin töpuðu bæði nokkuð stórt Lárus Orri glímir á ný við Wright og Bergkamp iHHHHnHi WBEBBSM Aldridge hættur f RSKI knattspyrnumaðurinn John Aldridge hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í landsliðið framar og einbeita sér þess í stað að starfi sínu sem leikmaður og knatt- spyrnustjóri hjá Tranmere. Þetta staðfesti Mick McCarthy þjálfari írska landsliðsins í gær. Það fór ekki vel í hinn 38 ára gamia framheija að þurfa að sitja á varamannabekknum gegn íslandi á sunnudaginn. Hann hafði gert sér vonir um að leika með og reyna um leið að jafna markamet Franks Stapletons með landsliðinu - það er 20 mörk, en Aldridge hefur gert 19. „Ég er ekki ánægður með þessa ákvörðun hans en ég hef fullan skilning á henni eigi að síður,“ sagði McCarthy. Hann neitaði samt þeim orðrómi að komið hafi til orðaskaks milli hans og Aldridge að leikslokum. „Aidridge sagði mér að hann gæti ekki sætt sig við að vera vikum saman með liðinu en fá ekki að reyna sig þegar á hólminn væri komið. Hann hefur þjónað írska liðinu lengi og því er slæmt að missa hann og ég er leiður yfir þessari ákvörðun.“ Aldridge, sem lék 69 lands- leiki, sagði ákvörðun sína byggða á því að nú vildi hann einbeita sér að því að leika nieð og þjálfa hjá Tranmere. „Ég hafði gert mér vonir um að vera með næsta árið hið minnsta og fylgja landsliðinu í gegnum undankeppnina og eiga þátt i að koma því í úrslitakeppni ILM í Frakk- landi árið 1998. Af því verður ekki.“ Reuter ROBERT Horry hjá Phoenix slær boltann frá Luc Longley, lelkmannl Chicago, en Joe Kleine heldur mótherjanum og Danny Manning fylgist með. HHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHHH^ byrjun Chicago Bulls fráupphafi Við erum betri en í fyrra,“ sagði körfuknattleikssnillingurinn Michael Jordan eftir að lið hans Chicago Bulls hafði lagt Phoenix að velli á heimvelli í fyrrakvöld 97:79. Þar með sigraði liðið í sjö- unda leik sínum á leiktíðinni af sjö mögulegum og hefur liðið aldrei byijað betur en nú. I fyrra þegar Chicago bar höfuð og herðar yfir önnur lið í deildinni bar liðið sigur úr býtum í fyrstu sex leikjunum. Jordan skoraði 26 stig og Scottie Pippen gerði 18. Dennis Rodman gaf ekkert eftir við fráköstin fremur en fyrri daginn og tók 22 að þessu sinni. „Það er óneitanlega sérstakt að koma og leika í heimabænum," sagði Michael Finley sem skoraði flest stig Phoenix, 17 talsins, en hann er frá Chicago. „Vonandi verð ég í vinningsliði hér einn góðan veðurdag. Við vissum að það yrði við ramman reip að draga í leiknum, ekki hvað síst í þriðja leikhluta en þá leika þeir yfirleitt best. Enda kom það á daginn, þeir gerðu út um leik- inn í þriðja leikhluta,“ bætti Finley við. Gengi Phoenix-liðsins hefur verið afleitt það sem af er tímabilinu og hefur það þurft að bíta í það súra epli að tapa sex fyrstu leikjun- um. Er það lakasta byijun í 11 ár. Shawn Kemp skoraði 31 stig og Gary Payton 21 fyrir Seattle er fé- lagið sótti Sacramento heim og hafði sigur, lokatölur 110:94. Þetta var þriðji sigur Seattle á útivelli í röð. Kemp gerði 16 af stigum sínum í fyrsta leikhluta en auk þess tók hann 9 fráköst og Payton átti 9 stoðsendingar, en þetta var í fimmta sinn sem Seattle leggur Sacramento á heimavelli þess síðarnefnda. Mitch Richmond var stigahæstur heima- manna með 28. Dale Ellis fór á kostum og skor- aði 37 stig, þar af 21 stig í fyrri hálfleik er Denver hafði betur í við- ureign við Toronto - 104:93. Ellis skoraði m.a. úr sex af ellefu þriggja stiga skotum sínum í leiknum og hefur nú verið stigahæsti maður liðsins í fjórum að sjö viðureignum á þessari leiktíð. Rookie Marcus Camby var í fyrsta sinn í byijunar- liði Toronto og svaraði kalli þjálfar- ans á viðeigandi hátt - gerði 26 stig, þar af 20 í síðari hálfleik. KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR Leikur Arsenal og Stoke verður sýndur beint á Stöð 3 Fyrsti leikurinn í 32 liða úrslitum bikarkeppni Handknattleiks- sambandsins fór fram í gærkvöldi en þá tóku Fylkismenn á móti Breiðabliki. Kópavogsliðið átti ekki í teljandi erfiðleikum og sigraði með tíu marka mun, 23:33. Áður en karlaliðin mættust tóku Fylkisstúlkur á móti Haukum í fyrstu umferð bikarkeppni kvenna. Þeim leik lauk með stórsigri Hafn- firðinga, 15:33. Það má því segja að Fyikisliðin séu samstíga því bæði karla- og kvennaliðið fékk á sig 33 mörk í gærkvöldi. Stúdentar byijuðu leik sinn gegn Þrótti R. í 1. deild karla í blaki af miklum krafti og flugu allhátt um stund, náðu 12:6 forskoti og það virtist einungis formsatriði að klára hrinuna en annað átti eftir að koma á daginn. Leikur Stúdenta tók kúvendingu til hins verra og það ótrúlega gerðist að leikmenn Þróttar skoruðu níu stig í röð án þess að andstæðingarnir næðu að svara fyrir sig og unnu hrinuna Harpa Melsted var markahæst í liði Hauka í gærkvöldi, gerði sex mörk en fyrir heimamenn gerði Helga Birna Brynjólfsdóttir fimm mörk. Keppni verður fram haldið í kvöld í bikarkeppninni og þá mætast meðal annars í Hafnarfirði lið Hauka og Aftureldingar og verður vafalaust hart barist þar. Annar leikur sem hugsanlega gæti orðið athyglisverður er viðureign Vík- inga, sem hafa leikið vel í annarri deildinni í vetur, og Gróttu, í Vík- inni. 15:12. Skellurinn var líka mikill í framhaldinu hjá Stúdentum sem voru kafsigldir á öllum sviðum leiksins, töpuðu annarri hrinunni 15:4 og andleysið var algert. Lengsta hrina leiksins, 30 mínútur, tók síðan við og þar náðu Stúdent- ar að klóra í bakkann, unnu 16:14 eftir að jafnt hafði verið á öllum tölum seinni hluta hrinunnar. Þróttarar sýndu síðan klærnar í fjórðu hrinunni, léku þá við hvern Lárus Orri Sigurðsson og samheij- ar í 1. deildarliði Stoke City mæta í kvöld úrvalsdeildarliði Arsenal í ensku deildarbikarkeppninni. Leikið verður á heimavelli Arsenal, Highbury í London, en um er að ræða aukaleik þar sem viðureign liðanna í Stoke lyktaði með jafntefli, 1:1. Leikurinn hefst kl. 19.40 og verður í beinni útsendingu á Stöð 3 og einn- ig á bresku sjónvarpsstöðinni Sky. Lárus Orri fékk frábæra dóma fyr- ir fyrri leikinn, var í fjölmiðlum talinn sinn fingur og skelltu Stúdentum 15:7. Miðjusmassararnir, þeir Áki Thoroddsen og Magnús Áðalsteins- son, voru allt í öllu hjá Þrótti en hávörn Stúdenta náði ekki að stoppa þá allan leikinn. Stúdentar hafa tapað fjórum af fimm fyrstu leikjum sínum það sem af er en lið Þróttar fylgir nöfnum sínum úr Neskaupstað eftir eins og skugginn. Þróttur mætir Stjörnunni í Hagaskóla í kvöld. besti maður vallarins, og sagður hafa tekið enska landsliðsmiðheijann Ian Wright algjörlega úr umferð. Wright skoraði reyndar jöfnunarmark Ars- enal seint í leiknum, þegar Islending- urinn þurfti að sleppa af honum hend- inni eitt augnablik til að freista þess að stöðva Paul Merson. „Það gekk mjög vel í fyrri leiknum gegn þeim Ian Wright og [hollenska landsliðsmiðheijanum] Dennis Berg- kamp og við hefðum ekki þurft að spila við þá aftur ef við hefðum náð að halda hreinu," sagði Lárus Orri við Morgunblaðið. En þó svo hann hefði auðvitað viljað fagna sigri í fyrri Ieiknum, eins og möguleiki var á, hlakkar Lárus Orri til leiksins í kvöld og gamall draumur rætist. Hann hélt nefnilega alltaf með Arsenal á yngri árum, hefur lengi haft áhuga á að leika á Highbury og gerir það fyrsta sinni í kvöld. „Ég held að þetta verði að mörgu leyti mjög svipaður leikur og með landsliðinu gegn Irum á sunnudag. Við erum litla liðið, en maður veit aldrei hvað getur gerst. Við spiluðum mjög vel í fyrri leiknum á Victoria Ground en þessi leikur verður allt öðru vísi þó aftur verði hart barist. Við erum með beitta sókn- armenn og vonandi verður vörnin þétt, þó eitthvað virðist nú hafa vant- að í hana upp á síðkastið. Það er nýbúið að selja þann sem mest hefur spilað með mér í vöminni, John Dry- ar sem fór til Bradford, Nigel Wort- hington er meiddur og Ian Cranson, fyrirliði, er líka meiddur og hefur reyndar verið lengi, og jafnvel er ótt- ast að hann þurfi að hætta. Við töpuð- um illa fyrir Oxford um daginn, 4:1 - vörnin var þá mjög léleg, þar á meðal ég, en svo gerðum við 1:1 jafn- tefli við QPR í London í síðasta leik, sem við hefðum átt að vinna, þannig að hlutimir virðast vera að lagast aftur,“ sagði Lárus Orri. Framlengt í Luton WIMBLEDON sigraði Luton 2:1 í þriðju umferð deildarbik- arsins í gærkvöldi eftir fram- lengingu og Southampton lagði Lincoln 3:1. í 1, deild vann Barnsley Norwich 3:1. Á Ítalíu var einn leikur í undanúrslitum bikai'keppn- innar. AC Milan og Vicenza gerðu 1:1 jafntefli, en þetta var fyrri leikur liðanna. Am- brosetti kom gestunum yfir á 10. mínútu en Baggio jafnaði tíu mínútum síðar. Þetta var hörkuleikur og voru gestirnir betri. Giovanni Lopez, fyrir- liði Vicenza, var rekinn af velli skömmu fyrir leikhlé. BLAK Átakalaust hjá Þrótti I I HBHH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.