Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 13.11.1996, Síða 1
SÉRBLAÐ UM SJÁVARÚTVEG PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 BLAÐ Aflabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipa Markaðsmál 0 Kínverjar sækjast eftir fiski og erlendum fjárfestingum Þing 5 Sjómannasam- band íslands Aðalfundir 7 Landssamband smábátaeigenda SKELIN FLOKKUÐ í FISKIÐJUNNI í Grundarfirði er nú unnið hörðum höndum við skelfiskvinnslu, en hér er það svoköliuð Brjáuslækjarskel sem fer í gegnutn vinnsluna. Starfs- stúlkurnar máttu vart vera að þvi að lita upp frá vinnu sinni á MorgunblaðW/Guðlaugur Alberl63on dögunum er fréttaritari Morgun- blaðsins mundaði myndavélina fyrir framan þær enda kiukkan að verða 12.00 á hádegi, eins og sjá má á vinnuklukkunni, og eins gott að hafa klárað af bandinu fyrir matarhié. Tangi hf. eykur vinnslu á síld og loðnu stöðugt Um 60% veltunnar verða af síld og loðnu á næsta ári TANGI hf. á Vopnafirði eykur nú stöðugt vinnslu á síld og loðnu til manneldis. Fyrirtæk- ið hefur ákveðið að leggja í fjárfestingu upp á 270 milljónir króna til að meira en fjórfalda frysti- getu sína, en hún er nú um 60 tonn á sólarhring. Sett verður upp sjálfvirkt frystikerfi, sem annar um 190 tonnum á sólarhring og frystigeymsla verður stækkuð. Fiystigetan verður því alls 250 tonn. Á síðasta ári komu 7% af veltu fyrirtækisins af síldar- og ioðnuvinnslu, um 45% af veltunni á þessu ári og á því næsta er áætlað að þessi vinnsla skili um 60% veltunnar. Rekstur Tanga og dótturfyrirtækj- anna Lóns hf. og Bjarnareyjar hefur gengið mjög vel á árinu. Eftir fyrstu 8 mánuði ársins er veltan orðin 807 milljónir króna, en var allt árið í fyrra um 642 milljónir. Veltufé frá rekstri eftir sama tímabil er nú 53 milljónir króna en var 12 milljónir allt síðasta ár. Nú er hagnaður 21 milljón, en var tvær milljónir í árslok í fyrra. 2.300 tonn fryst á þessu ári Búið er að frysta alls um 2.300 tonn af síld og loðnu á þessu ári, en þessar afurðir eru seldar á markaði í Rúss- Iandi og austur í Asíu. Auk þess stund- ar Tangi bolfiskvinnslu, einkum á rússaþorski og rekur fískimjölsverk- smiðjuna Lón. Fyrirtækið gerir út skip- in Bretting, Eyvind vopna og Sunnu- berg. „Við höfum gjörbreytt tekjugrunni fyrirtækisins á milli ára og hefur það þegar skilað sér í bættri afkomu," seg- ir framkvæmdastjóri Tanga, Friðrik Guðmundsson. „Veiðar og vinnsla á síld og loðnu er orðinn grunnurinn hjá okkur, en auk fyrstingarinnar er físki- mjölsverksmiðjan hjá okkar búin að- taka á móti tæpum 50.000 tonnum til bræðslu í ár.“ Lægrf umbúðakostnaður Friðrik segir að tiltölulega stutt sé síðan menn litu ekki við að frysta loðnu fyrir Rússa fyrir 23 krónur kílóið. Til þess hafi vinnulaun og umbúðakostn- aður verið of mikill. „Nú fást reyndar 29 krónur fyrir kílóið, en það sem ríð- ur baggamuninn er að tekizt hefur að lækka umbúðakostnaðinn verulega og aukin sjálfvirkni í frystingu hefur dregið úr launakostnaði. Þá skiptir miklu máli að keyra sem mest í gegn um tækin til að nýta fjárfestinguna. Áætla 6.700 tonna fyrstlngu á næsta ári Þegar breytingunum verður lokið fyrsta febrúar á næsta ári, stefnum við að því að frysta loðnu í viku fyrir markaðinn í Japan og 33 daga til við- bótar munum við frysta síld og loðnu fyrir aðra markaði í Asíu og Rúss- landi. Á þessum dagafjölda áætlum við að frysta um 6.700 tonn af síld og loðnu. Þá getur norsk-íslenzki síldarstofninn komið inn í myndina líka, gangi síldin nær landinu. Þar eru miklir möguleikar. Það er eitt grundvallaratriði, sem framleiðendur verða að gæta. Þótt verið sé að framleiða fyrir markaði, sem borga lágt verð, verður að vanda til framleiðslunnar. Lendi menn í því að senda frá sér lélega vöru, getur það ekki aðeins bitnað á þeim sjálfum, heldur öllum íslenzkum framleiðend- um,“ segir Friðrik Guðmundsson. Fréttir Bjartsýni á Barentshafið • RÁÐGJAFANEFND Al- þjóðahafrannsóknaráðsins um stjórnun fiskveiða telur að stærð hrygningarstofns þorsks verði yfir milljón tonn í Barentshafi á næsta ári og yrði hann þar með stærri en hann hefur verið í 40 ár. Að mati nefndar- manna virðist sem vel heppnað þorskklak og var- færni í nýtingu þorskstofns- ins sé nú að skila þessum árangri, en gripið var til róttækra friðunaraðgerða í Barentshafi á árunum í kringum 1990./2 Löndunarbann á erlend skip • STJÓRN Hafnarsam- bands sveitarfélaga mun á næstunni fjalla um hvort óeðlilegt sé að selja lönd- unarbann á erlend fiskiskip vegna deilna um nýtingu fiskistofna nema slík aðgerð sé hluti víðtækara viðskipta- banns, sem nærliggjandi þjóðir tækju þátt í. Að sögn ráðuneytisstjóra í sjávarút- vegsráðuneytinu gildir bannið fyrst og fremst um skip frá þjóðum, sem stunda veiðar í andstöðu við þá samninga, sem ísland er aðiii að./3 Risahol í þorski •„ÞAÐ er nóg af þorski og ekkert vandamál að ná í hann. Þeir eru að fá risahol eftir aðeins örfáar mínútur. Maður hefur ekki heyrt aðr- ar eins lýsingar í langan tíma. Menn hafa bara rétt þurft að dýfa trollinu í sjó- inn,“ sagði Árni Bjarnason, skipstjóri á Akureyrinni í gær, en þessi mokþorskveiði hefur verið m.a. á Halanum, Kögurgrunni, Þverál og Þverálshorni./4 Möguleikar í Lettlandi • RÁÐGJAFAFYRIRTÆK- IÐ Nýsir hf. hefur nú í rúmt ár verið að kanna möguleika á samstarfi við Letta á sviði sjávarútvegs. Að sögn Sig- fúsar Jónssonar, fram- kvæmdastjóra Nýsis, hefur miðað hægt þótt komin séu á samskipti við ákveðið fyr- irtæki í Lettlandi sem hugs- anlegt er að íslenskir aðilar muni kaupa sig inn í eða yfirtaka með einhverjum hætti og endurskipuleggja frá grunni./8 Markaðir Minna tjón á fiskiskipum • TJÓNAHLUTFALL með- al íslenzkra fiskiskipa hefur farið mikið lækkandi undanfarin ár. Iðngjöld vegna trygginga hafa enn- framur lækkað í samræmi við minni tjón. Iðgjöld á síð- asta ári námu meira en milljarði króna, en tjón námu aðeins rúmlega 400 milljónum króna. Langmest tjón undanfarin ár urðu 1991, en þau námu um ein- um milljarði króna, örlitlu minna en heildariðgjöld. í ársbyijun voru 420 vá- tryggð fiskiskip undir 100 tonnumað stærð hjá Sam- ábyrgð Islands á fiskiskip- um og var vátryggingaverð- mæti þeirra rúmir 5 millj- arðar króna. Saltsíldin fer til Rússlands Útflutningur á saltsfld vertíðin 1995/1996 Rússland tunnur 46.766 Svíþjóð 34.751 Finnland 14.923 Þýskaland 5.448 Eistland 4.464 Danmörk 3.275 Bandarikin 1.299 Kazakhstan 936 Kanada 420 Pólland 288 Lettland 288 Litháen 288 Færeviar 19 Samtals tunnur 113.165 • ÚTFLUTNINGUR á salt- síld af síðustu vertíð varð alls um 113.000 tunnur og fór mest til Rússlands eða tæplega 47.000 tunnur. Önn- ur stór markaðslönd fyrir saltsíld eru Svíþjóð er 35.000 tunnur og Finnland með 15.000 tunnur. Alls voru söltuð 22.873 tonn, 36.169 tonn fóru í frystingu og rúmlega 66.000 tonn í bræðslu. Mun meira fer nú af síld til vinnslu á rnanna- mat en á sama tíma í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.