Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 1996 D 3 RAÐSTEFNUR Frá ársfundi Hafnarsambands sveitarfélga Á ÁRSFUNDI Hafnarsambands sveitarfélaga, sem haldinn var ný- lega á ísafirði, kom fram ályktun þess efnis að óeðlilegt sé að setja löndunarbann á erlend fiskiskip vegna deilna um nýtingu fiski- stofna nema slík aðgerð sé hluti víðtækara viðskiptabanns, sem nærliggjandi þjóðir tækju þátt í. Bann á viðskipti hafnanna eitt og sér skilaði ekki árangri ef unnt væri að fá sömu þjónustu í öðrum nálægum löndum eða hjá flutn- ingaskipum á hafi úti. Löndunar- bann dragi einnig úr þeirri yfirsýn, sem ella væri unnt að fá, yfir veið- ar hinna erlendu aðila. Það hljóti einnig að skjóta skökku við að stjórnvöld amist ekki við annarri þjónustu íslenskra aðila í þessu sambandi, svo sem sölu veiðarfæra eða markaðssetningar afurða. Ályktunin fékkst ekki samþykkt á fundinum, en málinu var vísað til stjórnar til frekari skoðunar. Að baki ályktuninni stóðu þeir Árni Þór Sigurðsson, formaður hafnarnefndar Reykjavíkur, Ey- jólfur Sæmundsson í hafnarstjórn Hafnarfjarðar og Guðmundur Sig- urbjörnsson, hafnarstjóri á Akur- eyri. i samtali við Verið sagði Guðmundur ljóst að miklir við- skiptahagsmunir væru fyrir bí. Hann nefndi sem dæmi Samheija hf., sem ætti hlut í þýsku útgerðar- fyrirtæki, sem hefði leyfi til veiða í grænlenskri lögsögu. Aftur á móti hefðu íslendingar og Græn- lendingar ekki enn samið sín í milli um veiðar úr þeim stofni og þess vegna þyrftu þýsku skip Sam- heija að sigla fram hjá íslandi til löndunar í Færeyjum. Það segði sig sjálft að bæði íslensku hafnim- ar og íslenskir seljendur vöru og þjónustu yrðu fyrir umtalsverðri tekjuskerðingu af þessum sökum. „Ymist sigla skipin til næstu hafn- ar, sem þau hafa leyfi til að koma Bann við löndun fiskiskipa skilar ekki árangri eitt og sér * „Ohugsandi að ná veiðistjórn án alþjóðlegs banns,“ segir ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu í, eða kaupa þjónustuna af þar til gerðum birgðaskipum á miðunum, eins og algengt er t.d. orðið á Reykjaneshrygg. Skipin þurfa þar með ekkert endilega að hafa fyrir því að koma til hafnar svo vikum og mánuðum skiptir.“ Samræming aðgerða gegn hentifánaskipum Árni Kolbeinsson, ráðuneytis- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, segir lög um löndunarbann er- lendra skipa hafa gilt hér á landi allt frá aldamótum, en núverandi lög séu frá 1992. Efnislega kveða þau á um að erlendum skipum, sem stunda veiðar úr stofnum sem að hluta til veiðast í íslenskri lög- sögu, sé ekki heimilt að landa afla sínum hér ef ekki hefur sam- ist um nýtingu þessara stofna. Þeim er heldur ekki heimilt að leita hér hafnar nema í neyðartil- vikum. Ráðherra er heimilt að víkja frá þessu ef sérstaklega stendur á, að sögn Árna, sem tel- ur rökin að baki lögunum ansi augljós. Árni segir bannið fyrst og fremst gilda um skip frá þjóðum, HÖFNIN Á KÓPASKERI • Á KÓPASKERI var í sumar unnið að byggingu smábáta- hafnar en Iítið sbjól hefur ver- íð fyrir þá þegar veður gerast válynd. Áformað hefur verið að byggja brimbrjót til skjóls fyrir höfn og bryggju en til athugunar er hvort hinn mikli grjótgarður, sem myndar gmá- bátahöfnina, veitir nægilega vörn. Jafnframt myndast með þessum framkvæmdum mun meira athafnasvæði víð höfn- ína, sem ekki hefur veitt af því undanfarin ár hefur verið vax- andi útgerð frá Kópaskeri sem áður fyrr var aðeins þjónustu- Morgunblaðið/Silli miðstöð fyrir nærliggjandi sveitir, en nú hefur meirihlutí íbúanna atvinnu af sjófangi. Nú með haustinu hefjast rækjuveiðar í Öxarfírði og hef- ur Kópaskeri verið úthlutaður 900 tonna kvóti £ upphafí kom- andi veiðitimabils. Samkvæmt upplýsingum sveitarstjórans, Ingunnar St. Svavarsdóttur, eratvinnu- ástand í Oxarfjarðarhreppí gott og segja má að svo hafi verið frá því Presthóla- og Öxarfjarðarhreppar voru sam- einaðir árið 1990. í sumar var nokkuð um það að aðkomufóik fengi þar atvinnu. sem stunda veiðar í andstöðu við þá samninga sem ísland er aðili að. „Frá mínum sjónarhóli séð held ég að það sé óhugsandi að ná stjórn á alþjóðlegum veiðisvæðum nema því aðeins að þjóðir heims komi sér saman um sameiginlega lög- gjöf í anda þeirrar, sem við höfum ásamt nokkrum nágrannalöndum, t.d. Noregi, Færeyjum og Kanada. Með þeim hætti einum yrðu menn knúnir til þess að gerast aðilar að þeim samningum, sem gerðir hafa verið um veiðar á alþjóðlegum haf- svæðum. Ég tel að okkar hags- munum sé best borgið með því að berjast fyrir því að slík löggjöf verði samræmd alþjóðlega. Ef við gefumst upp og heimilum erlend- um skipum að stunda óheftar veið- ar úr þessum stofnum með bæki- stöðvar á Islandi tel ég að okkur sé ekki stætt á því að gera samn- inga sem binda okkar eigin skip við bryggju á miðju ári án þess að neitt hamli óheftum veiðum annarra, eins og gerðist t.d. í karf- anum á Reykjaneshrygg í sumar. íslenskar útgerðir munu ekki sætta sig við þetta.“ Rýmri mögulelkar útlenskra sklpa Aðspurður hvaða þjóðum löndunarbannið lúti nú að, nefndi Árni að þar sem ESB hefði neitað að taka þátt í samningum um norsk-íslensku síldina væri skipum ESB bannað að landa hér síld eða leita hér þjónustu fyrir sinn síldar- flota. Þá hafi samkomulag náðst á vettvangi Norðaustur-Atlants- hafsfiskveiðinefndarinnar, NE- AFC, um nýtingu úthafskarfa- stofnsins á Reykjaneshrygg í mars sl. Að þeim samningi standi ESB, Island, Noregur, Færeyjar og Grænland, en Rússland hafi hins vegar andmælt samningnum og standi þar með utan NEAFC auk Eystrasaltsríkjanna og ýmissa hentifánaríkja. Frá samkomulag- inu, hefur þessum þjóðum verið óheimilt að gera út frá íslandi til karfaveiða á Reykjaneshrygg. „Ef okkur tekst að ná samningum, sem Robertson AP 45 sjálfstýríng *Einföld í notkun *Gób reynsla * Hagstætt verð WFriörik A Jónsson hf Fiskislóö 90, Reykjavik, Sími 552 2111. við erum bundnir af og þurfum að takmarka veiðar okkar skipa, líð- um við ekki öðrum þjóðum, sem kjósa að vera óbundnar af samn- ingum, að hafa^ rýmri möguleika til útgerðar frá íslandi á þessi mið en okkar skip hafa,“ segir Árni. Hann segir mikla alþjóðlega umræðu vera í gangi um samræm- ingu aðgerða gegn hentifánaskip- um og skipum ríkja, sem ekki eru aðilar að alþjóða samningum. „Menn virðast nokkuð sammála um að löndunarbann sé aðgerð, sem hægt er að sameinast um, en skiptar skoðanir eru um hversu hart eigi að ganga fram í hafn- banni. Islendingar, Norðmenn og Kanadamenn hafa t.d. farið hafn- bannsleiðina á meðan að ESB hef- ur heldur viljað beita pólitískum þrýstingi til þess að fá þessar þjóð- ir til samstarfs." Að mati Áma er forsendan fyrir því að fiskveiði- stjórnun á alþjóðlegum hafsvæðum gangi upp sú að þjóðir heimsins komi sér saman um löndunarbann. „Því aðeins að okkur takist að ná fram almennri fylgni við það má hugsa sér að hægt sé að koma böndum yfir hentifánaskipin. Við myndum fagna því mjög að bannið yrði víðtækara enda höfum við reyndar verið meðmælendur þess á alþjóðavettvangi. Þetta hefur m.a. töluvert borið á góma innan Norðvestur-Atlantshafsfiskveiði- nefndarinnar, NAFO, en sérstök nefnd er starfandi innan hennar sem fjallar um það hvernig bregð- ast skuli við veiðum þeirra, sem standa utan samtakanna," segir Ámi. Þjóðarbúið verður af hellings tekjum Kristján Þór Júlíusson, formaður Hafnarsambands sveitarfélaga og bæjarstjóri á ísafirði, á von á því að stjómin muni ræða það á næst- unni með hvaða hætti tekið verður á málinu. Persónulega segist hann hafa verið á sama máli og flutnings- menn, að óeðlilegt sé að taka einn þátt út úr án víðtækara samráðs um viðskiptabann. Það hafi ekkert upp á sig að loka bara höfnunum á meðan skipin geti landað yfir í önnur skip stutt frá landi og fengið vöru og þjónustu flutta til sín. „Ekki bara hafnimar, heldur þjóðarbúið allt verður af miklum tekjum með því að meina skipunum að koma að landi. Það getur vel verið réttlæt- anlegt að banna viðskipti við þessar þjóðir, en mér fmnst ekki rétt að taka einn þátt viðskiptanna svona út. Ég geri ráð fyrir að stjómin muni skoða þetta mál næst þegar hún kemur saman og ef okkur sýn- ist svo, munum við knýja á um að þessu hafnbanni verði aflétt," segir Kristján Þór Júlíusson. „Heildarlausn" Gólf- og veggefni fyrir matvælaiðnað Maxi5000 G Ó L F E F N I Gólfefnið inniheldur litað afar sterkt bindiefni með dynagrip fylliefni. Hentar vel þar sem álag er mikið svo sem á móttökur, vinnslusali o.fl. PP± Ó L E G III N N Maxi-1000 G Ö L F E F V E G G E F Henta vel á pökkunarsali, snyrtingar o.fl. Einnig sem veggefni upp í 1,8 m hæð, þar sem álag er mikið. Maxíiooo V E G G E F N I Veggefnið samanstendur af epoxyspartli og vatnsuppleysan- legri háglansandi epoxy málningu. TQPpsuooo G Ó L F E F N I Gólfefnið inniheldur litað Efnin uppfylla ströngustu kröfur bindiefni með kvartssandi. sem gerðar eru til vinnusvaeða Hentar vel á vélasali, verkstseði, í matvælaiðnaði. vörugeymslur o.fl. n Gólflaaiir JÐNAÐAROÓLF •Steac 5*4 fvnaœi 83t2 4170 (teiSiMtTfið MALLAND vocAumx mojumoam StaW4»tl» * «533401

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.