Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ 7 LANDSFUNDIR MIÐVIKUDAGUR13. NÓVEMBER1996 D 7 Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda Ollum frekari álögum á smábátaútgerð hafnað AÐALFUNDUR Landssambands smábátaeigenda, sem haldinn var í liðinni viku, hafnar öllum frekari álögum á smábátaútgerðina í gegn- um þróunarsjóðs-, veiðileyfa- og veiðieftirlitsgjöld. „Smábátaútgerð- in greiðir um það bil 2% af veltu í Þróunarsjóð, veiðileyfi og veiðieftir- litsgjöld. Þessi gjöld eru ákveðin miðað við krónur á kíló. Með þessu móti er aðilum innan greinarinnar stórlega mismunað og má þar nefna að fiskverð er mjög breytilegt eftir landshlutum. Þá er sjófrystingin skattlögð eins og önnur fiskiskip, en ekki með tilliti til þess að hún gegnir jafnframt hlutverki land- vinnslunnar, atvinnugreinar sem hún á stærstan þátt í að koma í þann mikla vanda, sem við henni blasir," segir í ályktun LS. Ennfremur segir að skv. nýjustu fréttum sé búið að taka ákvörðun um að Þróunarsjóður fjármagni nýtt hafrannsóknarskip að mestu leyti. Einnig sé fullljóst að allar smugur úthafanna séu að lokast. „Það vekur ugg hvað varðar hinn stóra flota úthafsskipa sem verður verkefnalaus í kjölfar alþjóðlegra samninga. Það er nokkuð ljóst að Þróunarsjóði verður sendur reikn- ingurinn og það verða engir aðrir en starfandi aðilar inna sjávarút- vegsins sem verða látnir borga brúsann." Þorri fulltrúa á aðalfundi LS tel- ur að skuldir Þróunarsjóðs séu slík- ar að tekjur sjóðsins þurfi að hækka umtalsvert til að standa undir skuldbindingum. Það sé aftur á móti ljóst að peningar verði ekki sóttir í vasa trillukarla í þeim til- gangi. Aðalfundurinn fól formanni og framkvæmdastjóra að beita sér fyrir leiðréttingu á gjöldum þessum þannig að smábátar greiddu hlut- fallslega jafnt og önnur útgerð í landinu. Fiskur slægöur á löndunarstað Þeim tilmælum er beint til sjávar- útvegsráðherra og Fiskistofu að þegar í stað verði numinn úr gildi hluti reglugerðar nr. 684/1995 þar sem fjallað er um skilyrði fyrir því að fiski sé landað óslægðum. Skv. dreifibréfi, sem Fiskistofa sendi fiskmörkuðum, virðist túlkun Fiski- stofu vera sú að óheimilt sé að flytja fisk milli byggðarlaga óslægðan, heldur skuli hann vera slægður á löndunarstað og síðan fluttur á milli staðá. Fundurinn harmaði linkind stjórnvalda við hvers konar kvóta- svindl, hvaða nöfnum sem nefnast, og telur viðurlög við slíkum svikum nánast hlægileg. Fundurinn sam- þykkti að fela stjórn LS að gera leiðbeinandi samninga um launa- kjör og ráðningu manna á smábát- um. Studdar eru tillögur, sem Starfshópur um losunar- og sjósetn- ingarbúnað björgunarbáta leggur til, að smábátaeigendur hafí val um hvort þeir hafí fjarstýringu Lil losun- ar björgunarbáta eða losunarbúnað sem virkar fyrir áhrif sjávar. Óskað er eftir því að fá niðurstöður á til- raunaveiðum með snurvoð í Faxa- flóa og jafnframt upplýsingar um hvenær þeim lýkur. Einnig verði gerð athugun á áhrifum dragnótar- innar víða um landið hvað varðar áhrif á lífríki viðkomandi veiði- svæða. Fundurinn ályktaði að Veður- stofa íslands hraði uppsetningu sjálfvirkra veðurathugunarstöðva í Glettingi og Papey og þakkaði Veð- urstofu íslands það sem nú þegar hefur verið aðhafst í þessum mál- um. Skorað var á löggjafarvaldið að heimila smábátaeigendum að velja sjálfir vörsluaðila lífeyris- greiðslna sinna og LS vill leggja til við stjórnvöld að reynt verði til hins ýtrasta að sameina og hagræða eftirlitsiðnaði til að minnka megi kostnað útgerðanna. Stórútgerðlrnar aflögufærar Fundurinn samþykkti að beita sér fyrir því að eigendur aflamarks- báta fái leiðréttingu á þeirri skerð- ingu í aflaheimildum og þeirri mis- munun, sem þeir hafa mátt þola á undanförnum árum enda telur hann stórútgerðirnar, sem ekki hafa veitt aflaheimildir sínar innan íslenskrar lögsögu vegna úthafsveiða, aflögu- færar. Fundarmenn töldu úthlutun vegna afnáms línutvöföldunar al- gjört reiðarslag fyrir þennan gleymda flota og að afnámið valdi því að mun minni afli í hæsta gæða- flokki berist til fískvinnslunnar, fisksala og ekki síst í flug sem hef- ur verið mikil lyftistöng fyrir að halda uppi háu markaðsverði. Áréttað er að þingmenn standi við loforð sín varðandi línutvöföldun. Skorað er á stjórn LS að vinna í því við sjávarútvegsráðuneytið að svokallaður „Davíðssjóður" verði festur í sessi til frambúðar. Fundur- inn bendir á að fella beri niður út- hlutun í þorski úr jöfnunarsjóði til sérveiðiheimilda skipa, svo sem rækjuveiðiskipa í úthafs- og inn- fjarðarrækju, enn fremur loðnu- veiðiskipa. Þar af leiðir að meira verður til skiptanna fyrir þá, sem eftir eru, og mesta þörf hafa fyrir frekari veiðiheimildir. 500 tonnin tll aflamarksbáta Vegna þeirra gífurlegu skerðinga sem smábátar á aflamarki hafa mátt þola og þeirrar skerðingar sem kom til vegna tengingar aflahlut- deildar krókabáta við 155 þús. tonn, telur fundurinn að úthluta beri þeim 500 tonnum sem eyrnamerkt eru krókabátum á aflahámarki hjá Byggðastofnun til smábáta á afla- marki, en um þetta spunnust miklar umræður á aðalfundinum og sýnd- ist sitt hverjum. Einnig krefst fundurinn þess að allur annar afli en þorskur, sem veiddur er á króka, verði ekki und- ir kvóta. Þar er átt við ýsu, ufsa og steinbít. Sömuleiðis að smábát- ar á aflamarki fái að stunda ftjáls- ar handfæraveiðar síðustu þijá mánuði fiskveiðiársins, svo fremi að þeir hafi veitt sinn kvóta sjálf- ir. Fundurinn leggur til að sett verði á laggirnar nefnd, sem leiti eftir viðræðum við sjávarútvegs- ráðuneytið um vanda aflamarks- báta hið fyrsta auk þess sem vilji kom fram um að leyfa skuli ýsu- veiði í fimm og hálfs tommu net um allt land. Frjálsar handfæraveiðar fyrir alla smábáta Varðandi veiðar krókabáta á þorskaflahámarki, var samþykkt á fundinum tillaga um að hvergi verði kvikað frá kröfunni um fijálsar handfæraveiðar fyrir alla smábáta sem það kjósa. Með hliðsjón af þeirri umræðu, sem fram hefur farið á norðurhveli jarðar um vistvænar veiðar strandbúa og fyrirhugaða stofnun samtaka um það efni, telur fundurinn tillögu sem þessa fylli- lega raunhæfa. Meðan þetta tak- mark náist ekki fyllilega, verði unn- ið að eftirfarandi breytingum á ákvæðum núgildandi laga um stjórn fískveiða sem eiga við veiðikerfi þorskaflahámarksbáta. Að leyft verði fijálst varanlegt framsal þorskaflahámarks innan hópsins án þess að úrelda bátana. Að framsal á aflahámarki verði leyft innan árs- ins, en ekki verði leyft að flytja meira en 30% af aflaheimildum á ári og auk þess verði áfram heimilt að færa 20% heimilda milli ára. Fundurinn telur fráleitt að tvöfalda úreldingu þurfi til endurnýjunar krókabátum á þorskaflahámarki og gerir kröfu um að einföld úrelding nægi. Það varði öryggi sjómanna að eðlileg endurnýjun eigi sér stað. Fundurinn leggur til að eigendum báta á þorskaflahámarki sé gefinn kostur á að endurnýja bátana með því að nýta báta, sem búið er að úrelda. 84 sóknardagar að lágmarki Hvað veiðikerfi sóknardagabáta í línu- og handfærakerfi snertir, er lagt til að settir verði 84 lágmarks sóknardagar án potts og sóknar- dögum verði fjölgað í samræmi við auknar þorskveiðiheimildir. Hægt verði að færa daga á milli ára í línu- og handfærakerfinu allt að 20%. Leyft verði að færa sóknardaga innan fískveiðiársins á milli sóknar- dagabáta. Úreldingarreglum verði breytt þannig að ekki þurfi að úr- elda tvöfalt á móti nýsmíði. Sóknar- dagabátar njóti umbunar í sóknar- dögum ef 80% aflans er annað en þorskur. Hver sóknardagur á línu telji 1,35 allt árið. Vegna atvinnu- sköpunar og góðs hráefnis megi ekki leggja línuveiðar af. Ónýtt þorskaflahámark umfram 20% geymslurétts hvers liðins fískveiði- árs verði notað til aukningar afla- potts sóknardagabáta þess sama fískveiðiárs. Afli þeirra sóknar- dagabáta, sem verða úreltir á físk- veiðiárinu 1996/1997 telji ekki til fækkunar sóknardaga þeirra á næsta fískveiðiári. Fundurinn vakti einnig athygli á því að sóknardaga- kerfið væri sá útgerðarflokkur sem hvetur til að allur afli sé færður að landi. Sérveiðiheimildir til grásleppuvelða Aðalfundurinn samþykkti að bát- um, sem ekki hafa sérveiðiheimildir til grásleppuveiða, verði óheimilt að koma með grásleppu eða hrogn í land. Grásleppuveiðar á næstu vertíð verði háðar því að veiðar á hveiju svæði verði 90 dagar og framlenging ekki leyfð. Bannað verði að breyta svæðisskiptingu eft- ir að veiðitími hefst. Bátar, sem stunda rauðmaganetaveiðar, þurfi frá og með næstu vertíð 1997, að hafa grásleppuleyfi til að mega stunda rauðmaganetaveiðar. Grá- sleppuleyfi verði bundið þeim skil- yrðum að ekki sé búið að flytja all- an þorskkvótann af aflamarks- og aflahámarksbátum, sem rétt eiga til grásleppuveiða. Einnig að króka- bátar á dagatakmörkunum verði að eiga ákveðið marga daga eftir af sínum veiðidögum. Fundurinn krefst þess að stjórn- völd láti nú þegar Hafrannsókna- stofnun hefja rannsókn á stofn- stærð og nýliðun hrognkelsastofns- ins, eins og gert er við aðra físki- stofna hér við land. Niðurstöður ættu að gefa hvað heimilt er að veiða án þess að ganga á stofn- stærð hrognkelsa. Fundurinn bend- ir á að einhverra hluta vegna virð- ist stofninn vera í lágmarki því þrátt fyrir stóraukna sókn undanfarin ár, hefur heildarveiði yfír landið minnk- að. Einnig þegar miðað er við afla í hvert net, þá hefur afli stórlega minnkað og er aðeins smábrot mið- að við það sem áður var. Fundurinn gerir kröfu til þess að greiðslur fyrir leyfi til grásleppuveiða renni til Hafrannsóknastofnunar enda noti stofnunin umrædda fjármuni til rannsókna á hrognkelsastofnin- um við ísland. Samþykkt var tillaga um að grá- sleppuvertíð skuli hefjast í Faxaflóa á hefðbundnum tíma, þ.e. 20. apríl og aðeins sé um einn byijunardag að ræða, en grásleppuveiðar á E- svæði hefjist 20. mars. Ákvörðun Fiskistofu um meðafla í grásleppu- net upp að 4 tonnum hjá sóknar- dagabátum án skerðinga á dögum skuli einnig gilda fyrir aðra báta, sem grásleppuveiðar stunda hvort sem er um aflamarksbát eða aflahá- marksbát að ræða. HAEÞAUGL YSINGAR Matsvein vantar Matsvein og vanan netamann vantar á 250 lesta togskip frá Grindavík. Upplýsingar í símum 852 0298 og 892 2357. Vanur matsveinn óskar eftir plássi. Upplýsingar gefnar í síma 561 1764. TIL SÖLU KVUTABANKINN Vantar þorsk til leigu. Þorskur (aflahlutdeild) til sölu. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. BÁTAR — SKIP Bátar Óska eftir að kaupa báta, kvótalausa, með veiðileyfi. Svör sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „B - 2190“. Fiskiskiptilsölu 35 lesta eikarskip í mjög góðu standi, mikið endurnýjað og vel útbúið, selst með veiði- leyfi, en án heimilda. 60 lesta eikarskip með 500 hestafla vél, út- búið á net, línu, troll og snurvoð, selst með veiðileyfi, án aflaheimilda. Skipasalan-Ársalir, Lágmúla 5, sími 533 4200, heimas. 565 1943og852 0667. w Utgerðarmenn ath.l Höfum kaupendur að 100-150 tonna fjöl- veiðiskipi og 18-20 m rækjutogurum. Til sölu er 15 brl. eikarbátur, allur nýtekinn í gegn, í toppstandi. Selst með eða án veiðar- færa. 45 tonn af þorski til leigu. Góð kjör ef samið er strax. 22 feta Flugfiskur í toppstandi. Handfæri. Tekur 4 kör í lest. Volvo Penta 165 uppt. Mótun með ca 42 tonna aflahámarki. Höfum kaupendur að krókarúmmetrum í öll- um kerfum. Vantar aflamarksrúmmetra ca 200. Einnig vantar leigukvóta á skrá strax. Vantar úrelta piastbáta á skrá. Skipamiðlunin Bátar og kvóti, Erlingur Óskarsson hdl., Eggert Jóhannesson, Friðrik Ottósson, Síðumúla 33, símar 568 3330 og 898 6099, fax 568 3331. Opið mánudaga-föstudaga kl. 9.30-18.00 og laugdaga kl. 14.00-16.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.