Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C/D 261. TBL. 84.ÁRG. FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Árekstur Boeing 747 breiðþotu og Ilyushin-flutningavélar skammt frá Nýju Delhi Engu slegið föstuum orsök slyssins Charkhi Dadri, London. Reuter. RANNSÓKNARMENN á Indlandi fundu í gær svörtu kassana úr báð- um flugvélunum sem rákust saman í lofti skammt frá Nýju Delhi á þriðjudag og segja yfirvöld að ekk- ert sé hægt að segja með vissu um orsök slyssins fyrr en búið sé að vinna úr upplýsingum í kössunum. Skýrt var frá því að sérfræðingar í Moskvu myndu kanna kassann úr Ilyushin-þotunni frá Kasakstan. Um 350 manns fórust í slysinu, flestir þeirra voru farþegar í Bo- eing-breiðþotu flugfélags Saudi- Árabíu. íbúar á svæðinu, þar sem breið- þotan hrapaði til jarðar og sundrað- ist, sögðu að hún hefði flogið log- andi tvo hringi. Sögðust þeir sann- færðir um að flugmanninum hefði tekist að stýra henni frá þorpum þeirra og þannig koma í veg fyrir manntjón á jörðu niðri. Margt hefur verið nefnt sem hugsanleg orsök slyssins en tekið getur tvær vikur að rannsaka kass- ana þar sem m.a. eru upptökur af samtölum áhafnar. Bent hefur verið á að indverskir flugmenn hafi lengi gagnrýnt lélegt loftferðaeftirlit í landinu og flugslys séu þar mjög tíð, ennfremur að tungumálaörðug- leikar í samskiptum flugmanna Ily- ushin-þotunnar og flugumferðar- stjóra geti hafa valdið misskilningi. Helsti embættismaður flugmála í Reuter INDVERSKIR lögreglumenn fjarlægja líkamsleifar þeirra sem fórust með Ilyushin 11-76 flutninga- þotu KazAir er hún rakst á Boeing 747 breiðþotu flugfélags Saudi-Arabíu. Indlandi vísaði slíkum tilgátum þó á bug, sagði að samtöl flugturnsins og flugmanna sýndu að hinir síðar- nefndu hefðu skilið allar fyrirskip- anir og það væri „alrangt" að úrelt tæki í flugturni hefðu valdið slysinu. Flugvélin frá Kasakstan var upp- runalega hluti af flugflota sovéska félagsins Aeroflot sem leyst var upp við hrun Sovétríkjanna. Margar vélar frá fyrrverandi sovétlýðveld- um hafa farist undanfarin ár og er slæmu viðhaldi einkum kennt um. ■ Brunnin Iík/22 Landskjálfti í Perú ÞRETTÁN manns biðu bana og rúmlega 500 meiddust í öflugum landskjálfta sem reið yfir suðurhluta Perú í fyrradag. Skjálftinn mældist 7,3 stig á Richters-kvarða og gerði 25.000 hús óíbúðarhæf í bænum Nazca, þar sem myndin var tekin. Flestir íbúar Nazca, sem eru um 40.000, urðu að sofa á götun- um eftir landskjálftann. 200 minni eftirskjálftar höfðu riðið yfir svæðið í gær. ■ Þúsundir manna/24 Reuter Zaire-stjórn liðkar fyrir neyðaraðstoð við flóttafólk Bandaríkin boða þátt- töku í friðargæslu Washingfton, Kinshasa, Addis Ababa. Reuter. WILLIAM Perry, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, sagði í gær- kvöldi að Bill Clinton forseti hefði „í grundvallaratriðum" fallist á að bandarískt herlið tæki þátt í fyrir- hugaðri friðargæslu í Zaire. Þykir nú Ijóst að takast muni að skipu- leggja aðgerðir af þessu tagi og þær verði samþykktar á næstu dögum í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Sjö Afríkuríki hafa boðist til að leggja fram mannafla. Kengo wa Dondo, forsætisráð- herra Zaire, ræddi í gær við sendi- mann SÞ, Kanadamanninn Ray- mond Chretien, um flóttamanna- vandann en Zaire-menn hafa krafist þess að flóttafólkið, Hútúar frá Rú- anda, snúi aftur heim. Sagði Dondo stjórn sína vilja sýna „sveigjanleika" til að hægt yrði að aðstoða nauð- stadda í austurhéruðum landsins. Perry sagði að Bandaríkin myndu senda 1.000 menn til borgarinnar Goma til að tryggja yfirráð flugvall- arins þar sem miðstöð dreifingar á neyðargögnum er. Kanadamaður myndi stjórna gæsluliðinu en næstur að völdum yrði Bandaríkjamaður. Kanadastjórn er sögð vilja að 10.000 manns verði í liðinu öllu. Bandaríkjamenn vilja að markmið og starfssvið gæsluliðsins sé vand- lega skilgreint, Bretar hafa tekið í sama streng en þeir hétu einnig lið- veislu í gær. Frakkar og Kanadamenn hafa beitt sér mjög fyrir því að friðar- gæslulið verði sent á vettvang enda talin hætta á að hundruð þúsunda manna láti lífið úr hungri og sjúk- dómum ef ekki tekst að koma neyð- argögnum til flóttafólksins. Fulltrúi Afríkuréttinda, mann- réttindastofnunar í London, gagn- rýndi í gær talsmenn ýmissa al- þjóðlegra hjálparstofnana í Mið- Afríkulöndunum og sagði þá ýkja mjög þörfina fyrir neyðargögn og reyna þannig að fá aukin framlög. „Sú skoðun að milljón manns muni láta lífið á nokkrum vikum er út í hött,“ sagði fulltrúinn, Alex de Waal. Iliescu sakaður um valdarán Búkarest. Reuter. MIKIL harka hefur færst í kosn- ingabaráttuna í Rúmeníu og Emil Constantinescu, forsetaefni stjórn- arandstæðinga, sakar Ion Iliescu forseta um að hafa rænt völdum eftir fall kommúnistastjómarinnar árið 1989 og reynt að æsa til borg- arastyrjaldar með hjálp náma- manna á árunum 1990-91. Frambjóðendurnir háðu annað sjónvarpseinvígi sitt á þriðjudags- kvöld og Constantinescu sakaði for- setann og fleiri fyrrverandi komm- únista um að hafa notfært sér upp- reisnina 1989 gegn Nicolae Ceau- sescu til að bijótast til valda. „Sannkölluð bylting" „Þetta var sannkölluð bylting sem byggðist á óánægju og mark- miðið var að leysa upp sjúkt kerfi,“ sagði Iliescu þegar hann vísaði ásökunum keppinautarins á bug. „Ég veit ekki hvar Cpnstantinescu var á þessum tíma. Ég tók þátt í atburðunum og hefði getað verið á meðal þeirra sem fóru í gröfina." Constantinescu svaraði að enn hefði ekki verið upplýst hvers vegna 1.500 manns hefðu beðið bana í uppreisninni, flestir eftir að Ceau- sescu var tekinn af lífi, og hvetjir hefðu verið að verki. „Við munum komast að sannleikanum þótt okkur hafi ekki tekist það í sjö ár,“ sagði hann. „Réttlætið verður að hafa sinn gang. Sannleikurinn er eins og loftið sem við öndum að okkur. Við getum ekki byggt framtíð okk- ar á lygum.“ Constantinescu sakaði forsetann ennfremur um að hafa reynt að einangra andstæðinga sína og hægja á efnahagsumbótum með hjálp námamanna, sem réðust inn í opinberar byggingar og börðu hundruð manna í Búkarest á árun- um 1990-91. „Þetta var smánarleg- asti þátturinn á valdatíma Iliescus," sagði hann. „Öll mannréttindi voru fótum troðin. ' „Ég bað aldrei um aðstoð náma- mannanna," svaraði forsetinn. „Þvert á móti skarst ég í leikinn til að stilla til friðar." „Sannleikurinn er sá að þú reynd- ir að æsa til borgarastyijaldar," sagði þá Constantinescu. „Verði ég forseti mun slíkt aldrei gerast. Ég tala aldrei við óeirðaseggi sem ráð- ast á opinberar stofnanir." Til ryskinga kom við sjónvarps- húsið eftir einvígið og aðstoðarmað- ur Iliescus meiddist lítilsháttar. Hebron-borg Samningar í vændum? Jerúsalem. Reuter. BENJAMIN Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, frestaði skyndilega för sinni til Banda- ríkjanna í gær en ætlunin var að hann legði af stað síðdegis. Talsmaður ísraelsstjórnar gaf í skyn að samningar væru að takast um herlið ísraela í Hebron á Vesturbakkanum. Palestínumenn sögðu að Israelar krefðust þess enn að hermenn þeirra mættu fara inn í hverfi undir stjórn Palest- ínumanna til að elta uppi meinta árásarseggi. Talsmað- ur ísraelsstjórnar, Moshe Fog- el, sagði að „mikill árangur" hefði náðst í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.