Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX Listaverk úr ís á Skeiðarársandi HÓPUR nemenda í Myndlista- og handíðaskóla íslands fór í gær austur á Skeiðarársand til að skoða aðstæður eftir hlaup- ið, auk þess sem nemarnir hjuggu myndir úr ísjökum á sandinum fram í myrkur. Ferðin er skipulögð af háifu nemenda en hún er farin með vitund og samþykki skólans, þótt ekki sé veitt formlegt leyfi að sögn Halldórs Eiríkssonar, nemenda í grafíkdeild og eins skipuleggjenda ferðarinnar. Keðjusagir og hamrar Fimmtíu manns skráðu sig í ferðina eða um fjórðungur nemenda í MHÍ. Margir þeirra unnu í jakana, en þeir sem ekki gerðu það mynduðu þá í bak og fyrir og notfærðu sér ferðina á annan hátt. Halldór sagði ýmis verkfæri notuð við mótun þessa efnivið- ar, þeirra öflugastar keðju- sagir, en einnig viðarsagir, hamrar, meitlar og logsuðu- tæki af ýmsu tagi. „Einnig var unnið með jakana á margan hátt annan, svo sem að skrúfa inn í þá, mála, binda í kringum og reisa við þá timburverk, svo eitthvð sé nefnt,“ segir hann. Halldór sagði hugmyndina að ferðinni hafa kviknað við Skeiðarársand þegar hann skoðaði verksummerki flóðsins seinasta miðvikudag og hafi aðrir nemendur tekið hana upp á sína arma og veitt henni nauðsynlegt brautargengi. Skólinn hafi einnig sýnt hug- myndinni áhuga og voru m.a. nokkrir kennarar með í för. NEYÐARSOFNUN fyrir flóttafólkið í Saír Gfróseðlar Hjálparsjóðs í bönkum og sparisjóðum. Blað allra landsmanna! fftorgtsnblaþtb -kjarni málsins! Tilkynntum ofbeldisverk- um unglinga ekki fjölgað JÓN GUÐMUNDSSON, starfsmað- ur forvamadeildar lögreglunnar í Reykjavík, segir að tilkynntum of- beldisverkum meðal unglinga hafi ekki fjölgað upp á síðkastið, en svo virðist sem ofbeldið sé orðið harðara en var. „Það er sparkað meira og kýlt lengur en áður fyrr. Við fömm að sjá þessa breytingu rétt fyrir 1990 en ofbeldið hefur komið í öld- um.“ Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslu- stjóri Reykjavíkur, segir að íslend- ingar séu að nálgast það ofbeldis- stig sem tíðkast í öðrum þjóðfélög- um. „Ég bjó í nokkur ár í Bandaríkj- unum fyrir nokkuð löngu. Þar blasti ofbeldið við en maður hugsaði með sér að svona yrði þetta aldrei á ís- landi en það er bara að verða hér líka. Þetta er þjóðfélagsbreyting sem við verðum að horfast í augu við.“ Skólarnir geta ekki leyst málið „Það hefur mjög margt verið gert í skólum á undanfömum ámm til að mæta þessari breytingu. Til dæmis hefur alls kyns stuðningur við börn í vanda aukist, til dæmis sérkennsla og námsráðgjöf. Þessi vandi verður samt ekki til í skólun- um og hann verður ekki leystur þar. Að minnsta kosti getur skólinn ekki gert það einn.“ Gerður segir það enga lausn að reka nemendur úr skóla. „Það hjálp- ar stundum að færa þá til, til að losa þá við ákveðna félaga og um- hverfi. Það kemur fyrir að menn hafa áunnið sér sess sem gerir þeim kleift að vaða yfir þá sem em í kring. En það eru líka til einstakl- ingar sem eru svo óagaðir í hegðun að þeir geta ekki verið í venjulegum bekk vegna þess að þeir eyðileggja í kringum sig. Við emm með ýmis úrræði, til dæmis lítinn sérskóla, sem er fyrir böm í vanda af öllu landinu en upp á síðkastið höfum við verið að ræða hvað eigi að gera við einstaklinga sem í raun er ógern- ingur að hafa innan um aðra nem- endur. Það er skortur á úrræðum utan skólans, ýmiss konar félagsleg- um úrræðum og meðferð á geð- deild.“ Langholtskirkja Séra Jón Helgi kjörinn SÉRA Jón Helgi Þórarinsson, sókn- arprestur á Dalvík, hlaut meira en helming atkvæða og þar með bind- andi kosningu í fyrstu umferð á kjörfundi í sókn- arnefnd Lang- holtskirkju í gærkvöldi. Til fundarins var boðað til að kjósa sókninni prest í stað séra Flóka Kristins- sonar. Tólf sókn- amefndarmenn Séra Jón Helgi Þórarinsson. og varamenn sóknamefnd áttu atkvæðisrétt á fundinum sem séra Ragnar Fjalar Lámsson prófastur stýrði. Sjö sóttu um embættið, Bára Friðriksdóttir, Sveinbjörn R. Ein- arsson og Hans Markús Hafsteins- son guðfræðingar og prestarnir sr. Guðný Hallgrímsdóttir, sem unnið hefur m.a. sem prestur fatlaðra, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir, aðstoð- arprestur í Háteigsprestakalli, og sr. Pjetur Þorsteinn Maack, sem hefur starfað hjá SÁÁ, auk séra Jóns Helga. Ekki fengust í gær upplýsingar um hvernig atkvæði hefðu fallið á sóknarnefndarfundinum að öðru leyti en því að séra Jón Helgi hefði hlotið bindandi kosningu í fyrstu umferð. Sætti fjórðungur sóknarbarna sig ekki við þessa niðurstöðu getur hann krafist þess að gengið verði til kosninga um embættið. Slíka ósk þarf að setja fram innan viku. Séra Jón Helgi var meðal um- sækjenda um embætti sóknarprests í Langholtskirkju þegar það var veitt séra Flóka Kristinssyni en dró sig í hlé áður en embættið var veitt. „Ég er glaður yfir þessari niður- stöðu og þessu trausti sem kjör- nefndin hefur sýnt mér,“ sagði séra Jón Helgi. „Mér finnst gott til þess að hugsa að meirihlutinn kom strax í fyrstu umferð. Ég er að sjálfsögðu þakklátur fyrir það. Ég hef lengi haft tilfinningar til þessa safnaðar. Ég söng í kómum um eins árs skeið og kannst við fólkið og staðinn." -------» ♦ ♦-------- Isafjarðarbær Samþykkja sameiningu í Básafell ísafirði. Morgunblaðið. Á HLUTHAFAFUNDINUM í fyrir- tækjunum Útgerðarfélagið Slétta- nes hf. á Þingeyri, Ritur hf., Bása- fell hf. og Tog-araútgerð ísafjarðar hf., sem haldnir vom í gærdag og í fyrrakvöld var samþykkt að fyrir- tækin rynnu inn í hið nýja sjávarút- vegsfyrirtæki á ísafirði sem gengið hefði undir vinnuheitinu: Nýja Bása- fell. Með samþykktinni hefur rekstur fyrirtækjanna verið sameinaður og mun stjórn Básafells hf. sjá um rekstur þeirra þar til fyrsti hluthafa- fundur í hinu nýja fyrirtæki hefur verið haldinn en til hans hefur verið boðað föstudaginn 22. nóvember nk. Á þeim fundi verður kjörin fyrsta stjórn fyrirtækisins og fram- kvæmdastjóri auk þess sem tekin verður ákvörðun um nafn fyrir- tækisins. Hraðfrystihúsið Norðurtanginn hf. mun sameinast hinu nýja félagi um áramót. % 6 I 1 I « - í I \ K \ % N \ í \ \ N l\ \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.