Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hluti af eign Eskifjarðarbæjar í Hraðfrystihúsinu til sölu Heimamönnum boðin bréf á lægra verði BÆJARSTJÓRN Eskifjarðar ákvað á aukafundi í gærmorgun að selja 40% af hlutafjáreign sinni í Hrað- frystihúsi Eskiflarðar. Söluandvirðið, sem áætlað er að nemi að minnsta kosti 80 milljónum kr., fer m.a. til byggingar leikskóla. Heimafólki á Eskifirði verður boðið að kaupa bréf- in á verði sem er nokkru lægra en gengi bréfanna á Opna tilboðsmark- aðnum. Bæjarsjóður Eskifjarðar á 6,61% hlutafjár í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar hf., langstærsta atvinnufyrirtæki bæjarins, og hafnarsjóður á 1,11% til viðbótar. Sigurður Freysson, for- seti bæjarsjórnar, segir að málið hafi verið til umræðu frá því í mars að bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins lögðu til að bærinn seldi hluta af eign sinni. í byrjun mánaðarins lögðu fulltrúar meirihlutans í bæjar- stjóm fram tillögu í bæjarráði um sölu á 40% hlut af eign bæjarsjóðs til þess að fjármagna byggingu nýs leikskóla sem áætlað er að taka í notkun í lok næsta árs og kosta mun um 50 milljónir kr. að sögn Sigurð- ar. Málið mætti andstöðu í bæjar- stjóm og var vísað aftur til bæjar- ráðs og loks samþykkt á aukafundi bæjarstjómar í gærmorgun. Fulltrú- ar meirihlutaflokkanna, Framsókn- arflokks, Alþýðubandalags og Al- þýðuflokks, greiddu atkvæði með sölunni, fulltrúi E-lista var á móti og tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokks sátu hjá. „Við viljum losa þetta fé þegar atvinnulífíð er í góðum gangi og lag til að draga sveitarfélagið aðeins til hliðar, og nota peninga til að byggja aðstöðu fyrir fólkið," segir Sigurður. Emil Thorarensen, bæjarfulltrúi E-listans, segist ávallt hafa verið á móti því að selja hlutabréf bæjarins í Hraðfrystihúsinu. Fyrirtækið sé burðarás atvinnulífsins og mikilvægt að bærinn hafí þar ítök. Segir hann að bygging leikskólans sé ákveðin í fljótræði og án undangenginnar eðli- legrar umræðu og nefnir hann ýmis önnur brýn verkefni bæjarfélagsins sem ekki væri síður ástæða til að líta á. Þá segist hann telja að ekki sé rétti tíminn til að selja því margt bendi til þess að hlutabréfin muni hækka í verði. Sjálfstæðismenn létu bóka að þeir væru fylgjandi sölu en vildu fara hægar í sakimar. Landsbréf og Landsbankinn hafa tekið að sér sölu hlutabréfanna. Fyrst verður einstaklingum og fyr- irtækjum á Eskifirði gefinn kostur á að kaupa bréf á genginu 8,35 en gengi þeirra á Opna tilboðsmark- aðnum hefur verið 8,69 síðustu daga. Söluverð umrædds eignar- hluta yrði 79,3 milljónir á forkaups- réttargenginu en 82,5 milljónir á markaðsgenginu og munar þar 3,2 milljónum kr. Einstaklingur á kost á að kaupa fyrir 600 þúsund og hjón fyrir tvöfalda þá fjárhæð. Fyr- irtækjum á staðnum gefst kostur á að kaupa hlutabréf fyrir 3 milljónir á umræddu gengi. Sigurður Freys- son segir að ef bréfin seljist ekki heima muni Landsbréf setja þau á markað með viðurkenndum hætti. Morgunblaðið/Árni Sæberg Herferð vegna mann- réttindabrota í Nígeríu ÞANN 10. nóvember var ár liðið frá aftöku Ken Saro-Wiwa í Nígeríu og hafa mannréttindasamtökin Amn- esty Intemational hrundið af stað herferð til að vekja athygli á ömur- legu ástandi mannaréttindamála í Nígeríu og fylgja eftir kröfum sam- takanna um umbætur á því sviði, segir í frétt frá Islandsdeild Amensty. Þrír félagar í Amnesty Intemati- onal vora handteknir í Lagos 8. nóv- ember sl. en leystir úr haldi 12 klst. síðar. Patrice Vahard, starfsmaður í aðalstöðvum samtakanna, sem ber ábyrgð á uppbyggingu deilda í Vest- ur- og Mið-Afríku var vísað úr landi, en Eke Ubije, framkvæmdastjóra nígerísku deildarinnar, og David Omounzuafo, félaga í nígerísku deildinni, er gert að tilkynna sig til lögreglunnar daglega. Skrifstofu Amnesty International í Lagos hefur verið lokað með lögregluvaldi. Sam- tökin fara fram á stöðvum linnu- lausra árása á félaga í Amensty Int- emational og aðra sem vinna á frið- samlegan hátt að umbótum í mann- réttindamálum. FRAMKVÆMDIR við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar eru nú á loka- stigp og verður Reykjanesbrautin opnuð á laugardag, en áætlað er að hleypa umferð undir brúna á Fífuhvammsveg þann 21. þessa mánaðar, að sögn Braga V. Jóns- sonar, hjá JVJ hf., verktakanum sem sér um framkvæmdirnar. Um 15 manns hafa unnið við þetta verkefni frá því í vor en Brúí Kópavogi áætlaður kostnaður við það var um 60 m.kr. Mislægum gatnamótum á Fífuhvammsvegi er ætlað að bæta samgöngur milli Lindarhverfis og annarra byggða í Kópavogi auk þess að bæta tengingar úr Kópa- vogi inn á Reykjanesbraut. Brúin hefur verið steypt og malbikuð og er nú unnið að lokafrágangi við lýsingu á henni að sögn Braga. Frostakaflinn á dögunum tafði verkið nokkuð en engu að síður er stefnt að því að malbikun veg- arkaflanna undir brúna verði lokið fyrir 21. nóvember og að þá verði mannvirkið í heild sinni tekið í notkun. Endurskoðun LÍN Menntamála- ráðherra andsnúinn samtíma- greiðslum BJÖRN Bjarnason, menntamála- ráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni í umræðum um málefni Lánasjóðs íslenzkra námsmanna á Alþingi á þriðjudag, að fjárveitingar til sjóðsins skyldu auknar, einkum til að létta endurgreiðslubyrði náms- lána. Ráðherra lýsti sig hins vegar andsnúinn því að samtímagreiðsl- ur námslána yrðu teknar upp á ný, eins og háværar raddir hafa verið uppi um, ekki sízt frá nokkr- um þingmönnum Framsóknar- flokksins. Ágreiningur stjómarflokkanna um endurskoðun Lánasjóðsregln- anna virðist valda því, að sérstök nefnd sem skipuð var í þeim til- gangi fyrir 15 mánuðum hefur enn ekki komizt að niðurstöðu. Nefnd menntamálaráðherra vinnur að tillögum í Degi-Tímanum í gær er haft eftir Ólafi Erni Haraldssyni, þing- manni Framsóknarflokksins sem ítrekað hefur lýsti yfir stuðningi við samtímagreiðslur, að hin af- dráttarlausa andstaða mennta- málaráðherra við samtímagreiðsl- urnar hefði komið sér á óvart, þar sem vinna stjórnarflokkanna að endurskoðun reglna LÍN sé nú á viðkvæmu stigi. Fimm manna nefnd, sem menntamálaráðherra skipaði í ágúst í fyrra til að vinna að tillögum um þessa endurskoð- un, hefur enn ekki skilað af sér. Svavar Gestsson, sem mælti á þriðjudag fyrir frumvarpi Alþýðu- bandalagsþingmanna um breyt- ingar á Lánasjóðnum, gekk hart eftir því að menntamálaráðherra svaraði því hvenær niðurstöður nefndarinnar lægju fyrir og hvort stjórnarflokkarnir hefðu náð sam- komulagi um endurskoðunina. Ráðherra sagði starf nefndarinnar vera á lokastigi og myndu niður- stöður hennar verða kynntar á Alþingi. Hann vildi þó ekki gefa. neina nánari tímasetningu á því hvenær það yrði gert. Talsmenn gleraugnaverslana vísa á bug fullyrðingum um óhóflega álagningu Telja Hagkaup jafn- vel greiða með vöru TALSMENN gleraugnaverslana segja að verð í verslunum þeirra sé sambærilegt við verð í nágrannalönd- um. Hagkaup bjóði líklega gleraugu á mjög lágu verði með því að sleppa álagningu eða greiða með vörunni til að ná hlutdeild í markaðinum. Þá segja talsmennimir, að sala Hag- kaups á gleraugum muni líklega höggva einhver skörð í raðir gler- augnaverslana. Eftir samanburð treysti þeir því að viðskiptavinir muni líta til gæða vörunnar og þjónustu. Hagkaup að hasla sér völl Gunnar Þór Benjamínsson í versl- uninni Áuganu í Kringlunni sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að ekki þyrfti að líta lengra en til Norðurlanda í verðsamanburði og kæmi þá í ljós að íslenskar verslan- ir gætu yfírleitt boðið lægra verð en nágrannaþjóðir. „Það ætti að svara fullyrðingum forstjóra Hag- kaups um óheyrilega álagningu ís- lenskra verslana,“ sagði hann. „Ég held að Hagkaup bjóði ódýrustu gleraugun á svo lágu verði sem raun ber vitni til að komast inn á markaðinn. Það eru dæmi um að verslanir greiði með vöru til að ná markaðshlutdeild og það held ég að sé á ferðinni hér.“ Gunnar Þór sagði að eflaust myndi gleraugnasala Hagkaups breyta einhverju fyrir gleraugna- verslanir. „Það er sífellt verið að reyna einhveijar heildsöluverslanir, en ég held að fagmennska eigenda gleraugnaverslana skipti miklu. Þar stöndum við framarlegá og höfum ekkert að óttast. Það er hins vegar eðlilegt að Hagkaup fari inn á markaðinn með látum til að reyna að ná hluta hans til sín.“ Góður brandari „Mér finnst þetta góður brand- ari. Það er ekki hægt að standa undir fagmennsku á þennan hátt,“ sagði Helmout Kreidler, eigandi Gleraugnabúðarinnar við Lauga- veg, þegar hann var inntur álits á gleraugnasölu Hagkaups. Helmout sagði auðvelt að hrópa hátt um lágt verð, en fólk yrði að huga að gæðum. „Sjálfsagt þurfa margir að velta fyrir sér hverri krónu, en þeir verða þá að gera sér grein fyrir að verð og gæði haldast í hendur. Það er hægt að fá arm- bandsúr á nokkur þúsund krónur eða Rolex á tugi eða hundruð þús- unda. Það er líka hægt að kaupa jakkaföt í Hagkaupi og hjá Sævari Karli. Auðvitað er verðmunur, en hann skýrist af misjöfnum gæðum." Engin hækkun í 4 ár Hans Herbertsson í gleraugna- versluninni Optik við Lækjartorg kvaðst sannfærður um að Hagkaup seldi gleraugu rétt við eða undir kostnaðarverði. „Ummæli forstjóra Hagkaups um álagningu íslenskra gleraugnaverslana áttu kannski rétt á sér fyrir einhverjum áratug- um, en nú er samkeppnin svo mikil að menn geta ekki leyft sér óhóf- lega álagningu, Til marks um sam- keppnina get ég bent á, að ég hef ekki hækkað verð í minni verslun í fjögur ár.“ Hans sagði að verð í íslenskum verslunum væri fyllilega sambæri- legt við verð í nágrannalöndum. „Hagkaup getur ef til vill fengið gleraugun eitthvað ódýrari með því að kaupa mikið magn í einu, en ég held að verðið sé svona lágt meðan þeir eru að koma sér inn á markað- inn. Bæði Adidas og Cartier, tvö þeirra merkja sem Hagkaup selur, eru dýr merki og ekki hægt að selja þau á útsöluverði. Það má vera að Hagkaup nái að hafa reksturinn í járnum með því að selja 40 gler- augu af ódýrustu gerð á dag og bæta það upp með því að selja 10 dýrari.“ Hans sagði að einhverjar gler- augnaverslananna myndu ekki þola samkeppni við Hagkaup. „Það er auðvitað spurning hvort Hagkaup ætlar að drepa sérvöruverslanir i krafti máttar síns. Hvenær byrjar Hagkaup að selja myndavélar og aðra skylda hluti“ spurði Hans Herbertsson. Gæði og þjónusta Sigrún Bergsteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Linsunnar í Aðal- stræti, tekur undir þau ummæli að verð í íslenskum gleraugnaverslun- um sé sambærilegt við verð í versl- unum nágrannalanda. „í g|er" augnaverslunum bjóðum við sér- þekkingu og þjónustu, sem er nauð- synleg þegar fólk velur sér gler' augu. Ég er viss um að fólk heldur áfram að sækjast eftir gæðum og þjónustu." Sigrún sagði að Hagkaup gæt’ lækkað verð eitthvað með magninn- kaupum. „Minni verslanir geta ekki keypt eitt þúsund umgerðir af sömu tegund, heldur aðeins örfáar. Við náum hins vegar oft þannig samn- ingum að við getum verið með ýmiss konar tilboð." Sigrún kvaðst vonast til að Sam- keppnisstofnun, sem nú væri að vinna verðkönnun um verð á gler- augum, myndi kanna verðið hjá Hagkaupi. „Ég hvet fólk til að bera saman verð og gæði,“ sagði hún. < I i I : 4 í 4 i i i i < i 1 i ! ( 1 <
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.