Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GÍSLI, Eiríkur, Helgi, faðir vor er lagður í einelti . . . FATATISKA SKARTGRIPIR UNDIRFOT HARGREIÐSLA FORÐUN í fevöld fimmtudagsfevöld verður haldin glæsileg hönnunar- og tíshusýning á Kaffi Reykjavík. Verslunin Misty sýnir hvenlegan undirfatnað. María Lovísa fatahönnuður feynnir nýja fatalínu og Lára gullsmiður sýnir shartgripi. Hárgreiðslustofan ValhöII sér um hárið og sýnir nýja línu í greiðslu og strípum en snyrtistofan Guerlain sýnir nýjustu línuna í förðun. Verslunin Brúðkaupsskreytingar töfrar fram blómin. Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari feoma fram í hléi. Kynnir kvöldsins verður Bryndís Schram. Viðskiptavinir og velunnarar boðnir velkomnir. LARA' Óöinsgötu 2. s 551 3577 María Lovísa iiiiiiinaBaai Sbólavörðustíg 8, s 562 6999 tí.SMlÐ' Sbólavöröustíg 10, s 561 1300 Guerlain gft rúðkaupsskreytingar Óðinsgötu 1, s 562 3220 Hverfisgötu 63. s 562 6006 VALHOLL Hm Óðinsgötu 2, s 522 2138 Kaffi Reykjavík, 14. nóvember kl. 21. - kjarni málsins! Rannsóknir á hlaupvatni Skeiðarár Langur með- göngntími haft jákvæð áhrif EGAR gos hófst í Vatnajökli í okt- óberbyqun hófu jarðfræðingar strax að meta magn og tegundir gosefna og með hvaða hætti þau bærust frá gos- stöðvunum niður Skeiðar- ársand og til sjávar. Sig- urður R. Gíslason jarð- fræðingur hefur starfað við þessar mælingar. Hann segir að áhrifin af gosefnum, sem berast út í lífríkið, geti verið já- kvæð en þau geti einnig verið neikvæð ef magn þeirra er mikið. Sigurður segir að það hafi e.t.v. skipt sköpum fyrir lífríkið hve langur meðgöngutími hlaupsins var. Sigurður segir að nú sé verið að kanna þau efni sem komu upp í gosinu. Tekin voru snjósýni uppi á jökli þar sem gjósk- an féll. Ekki náðist að taka sýni úr gjánni sjálfri þar sem gaus. Einnig er verið að athuga efnin í hlaupvatninu á Skeiðarársandi. Hvað er sérstakt við gosið í Vatnajökli? „í Lakagígagosinu 1783-1784 varð mikið tjón vegna mengunar. Á Norðvesturlandi drapst fiskur í ám þegar gjóska úr Heklugosinu 1980 kom þar yfir. Einnig mældum við mikið af mengandi efnum í snjónum sem féll í kringum eld- stöðina í Heklugosinu 1991. Það sem gerir þetta gos sérstakt er að það byrjar undir jökli og það bræð- ir vatn sem heldur utan um þessi efni. Venjulega fara efnin út í andrúmsloft svo erfitt er að henda reiður á þeim. Núna leystust efnin upp í vatninu og bárust síðan niður á sand þar sem við getum rannsak- að þau. Við mælum styrkinn á þessum efnum í vatninu og vatna- mælingar Orkustofnunar mæla rennslið. Við getum teflt þessu tvennu saman þegar við leggjum mat á það hve mikið hafi komið upp af gosefnum." Hvaðan koma þessi efni? „Efnin berast sem lofttegundir úr kvikunni og leysast upp í vatn- inu eða þéttast í sölt sem síðar leysast upp í vatninu. Þegar svo háttar til að lofttegundir úr kviku fara upp í andrúmsloftið þéttast þær í miklum kulda og verða að litlum saltögnum sem berast vítt og breitt um andrúmsloftið og úr- koma getur borið þær niður til jarð- ar,‘‘ segir Sigurður. í hverju felast rannsóknirnar? „í fyrsta lagi könnum við þau efni sem koma upp í gosinu. Þetta eru gastegundir sem þéttast í kulda í andrúmslofti eða þegar þau komast í snertingu við vatn. Efnin geta verið skaðleg náttúrunni, eins og ál. En efnin geta líka verið mjög jákvæð fyrir náttúruna eins og t.d. næringarsöltin fos- fór og ammóníum. Einnig eru þarna sölt af málmum, eins og járn og mangan, sem geta stundum verið mjög jákvæð fyrir umhverfið en ef styrkur þeirra er mjög mik- ill geta myndast eituráhrif vegna þeirra í umhverfmu. Því er mikil- vægt að skilgreina hver styrkur þeirra er.“ Hveijar eru líkumar á því að gosefnin hafi verið skaðleg? „Við hefðum haft áhuga á því að rannsaka gastegundir úr kvik- unni sem hafa leyst upp í vatninu í kringum eldstöðvarnar. Þær hafa eflaust gert vatnið súrt, með pH ► Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur er fæddur 9. október 1957. Hann lauk BS- prófi í jarðfræði frá Háskóla ís- iands árið 1980 og doktorsprófi í jarðefnafræði frá Johns Hopk- ins háskólanum í Bandaríkjununi 1985. Hann hefur starfað sem sérfræðingur á Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands frá 1985 og stundað rannsóknir í Banda- rílyunum, Portúgal og Frakk- landi. Hann er kvæntur Málfríði Klöru Kristiansen arkitekt og þau eiga tvö börn. gildi frá 2-6 en eðlilegt pH gildi vatns á íslandi er á bilinu 6-9. Þetta súra vatn ræðst strax á ösku- komin og byijar að leysa þau upp. Við höfum því miður engin sýni af gjávatninu en miðað við snjóinn í Heklu 1991 og tiltölulega lítinn styrk koltvíoxíðs og brennisteins- vetnis í hlaupvatninu mætti draga þá ályktun að pH gildi vatnsins hafi verið á bilinu 2-6. Ef þetta vatn hefði komið strax niður á sand, eins og búist var við í fyrstu, eru líkur til þess að það hefði orð- ið skaðlegt umhverfínu. Líklegt er að ál hefði verið í miklum mæli í vatninu. Vatnið situr hins vegar í um einn mánuð í Grímsvötnum og hvarfast við gjóskuna og er um leið að bræða Grímsvatnahelluna og þynnast. Við þetta hækkaði pH gildi vatnsins í 7 sem leiðir til þess að skaðleg efni í vatninu falla út. Hvað varðar efnasamsetningu vatnsins hefur langur meðgöngu- tími hlaupsins þvi eflaust verið mjög jákvæður fyrir lífríkið," segir Sigurður. Hvaða lærdóm' annan er hægt að draga af rannsóknum ykkar? „Þær geta meðal annars sagt okkur hve hratt móberg myndast í náttúrunni. Móberg er í raun aska sem límist saman vegna efna- skipta vatns og bergs. Vatnið við gosstöðvarnar var heitt og súrt og efnaskipti því hröð. Þetta getur skýrt að hluta hvers vegna móbrg myndast svo hratt. Þetta eru nýjar upplýsingar. Til- gangurinn með sýnatökunni í Skeiðarárhlaupinu og að tefla nið- urstöðum hennar saman við rennslismælingar er sá að leggja mat á magn þess gruggs sem berst með hlaupinu og styrk og heildar- magn efna sem berast í vatnslausn með hlaupinu, t.d. gastegundir eins og koltvíoxíð, brennisteinsvetni og sterkar sýrugastegundir eins og HCl. Styrkur þeirra í vatninu getur sagt fýrir um aðstæður við eld- stöðvarnar í Grímsvötnum og ef til vill eitthvað um eðli hlaupsins." Súrt vatn ræðst á ösku- kornin og leysir þau upp
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.