Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR * Avextir hækka en grænmeti lækkar VERÐ á innfluttum ávöxtum hækkaði um 4,8% í síðasta mán- uði, en verð á grænmeti lækkaði hins vegar um 2,4% á sama tíma. Að hluta til er hér um árstíða- bundna verðsveiflu að ræða. Verð á eplum og vínberjum hefur hækkað, en verð t.d. á paprikum og kartöfium hefur lækkað. Neysluverðsvísitala, sem kynnt var í gær, sýndi að grænmeti, ávextir og ber hækkuðu um 2,4% og átti það sinn þátt í að vísital- an hækkaði í október um 0,1%. Rósmundur Guðnason, deildar- stjóri hjá Hagstofunni, sagði að þessi tala segði ekki alla sögu um þær breytingar sem hefðu orðið á þessu lið. Ávextir hefðu hækkað í verði, en grænmeti lækkað. Hann sagði að búast mætti við að grænmeti héldi áfram að lækka á næstu mánuð- um enda væri fijáls innflutningur á inniræktuðu grænmeti yfir vetrartímann. Rósmundur sagði að landbún- aðarráðuneytið hefði að undan- förnu lækkað tollvernd á paprik- um og það hefði leitt til verðlækk- unar á þeim. Tómatar hefðu hins vegar hækkað í verði í síðasta mánuði án þess á því væri aug- ljós skýring. Rósmundur sagði að það lága verð á kartöflum, sem verið hefur undanfarna daga, væri ekki enn komið fram í neysluverðsvísitölu. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn í Laugardal Rekstrarfélag taki við í ársbyrjun 1998 TILLAGA nefndar um breytt rekstr- arfyrirkomulag á Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal gerir ráð fyrir að rekstrarfélag verði stofnað um garðinn, sem taki við rekstrinum í ársbyijun 1998. Lagt er til að megináhersla verði lögð á uppeldis- og kynningarstarf, sem tengist innlendri matvælafram- leiðslu, vistvænu umhverfi og endur- vinnslu og að samstarfsaðilar borg- arinnar um rekstur garðsins verði valdir með tilliti til þess. í tillögu nefndarinnar er gert ráð fyrir að helstu markhópar verði börn og unglingar meðal annars á leik- skólum, skólum og sumarnámskeið- um. Rekstrarstjórn skipuð Nefndin leggur til að hið fyrsta verði skipuð þriggja manna rekstrar- stjórn fyrir garðinn, er starfi til árs- loka 1997. Stjórnin hafi umsjón með rekstri garðsins og umboð til breyt- inga á starfsfyrirkomulagi. Hún skal þó starfa innan ramma fjárhagsáætl- unar fyrir árið 1997 og í samræmi við starfsmannastefnu borgarinnar. Rekstrarstjórninni er jafnframt ætlað að undirbúa samninga við samstarfsaðila borgarinnar í rekstra'rfélagi, sem ætlað er að reka garðinn frá ársbyijun 1998 og að undirbúa samninga við styrktarað- ila. Stjórnin skal kanna sérstaklega hvort núverandi starfsmenn garðsins óski eftir að gerast þátttakendur í rekstri hans og þá með hvaða móti. Lagt er til að samningsdrög verði lögð fyrir borgarráð fyrir lok ágúst árið 1997. Tillagan hefur verið lögð fram í borgarráði og var vísað þaðan til íþrótta- og tómstundaráðs. Fyrrum starfsmenn Ungiingaheimilis ríkisins héldu málþing um unglinga í vanda og úrlausnir M -ALÞINGIÐ var haldið af nokkrum fyrrverandi starfsmönnum Ungl- ingaheimilis ríkisins í samstarfi við Barnavemdarstofu. í upphafi þingsins stikluðu fyrirlesar- ar á stóru um meðferðarúrræði unglinga í sögulegu samhengi, allt frá fimmtándu öld og fram til dags- ins í dag. Auk þess var velt upp heimspekilegri sýn á unglinga í vanda. Síðari hluti þingsins fjallaði að mestu um stöðuna eins og hún er nú og hvert stefna skuli í framtíð- inni. Um þau málefni var sá háttur hafður á að sérfræðingar frá hinum ýmsu meðferðarstofnunum samfé- lagsins fluttu erindi, en strax á eft- ir var komið með andsvar. Á málþinginu varð fundarmönn- um tíðrætt um nauðsyn þess að gott samstarf ríkti milli hinna ýmsu stofnana sem sinntu uppeldismálum barna og unglinga, en auk þess komu fram skiptar skoðanir á því hvort hækka bæri sjálfræðisaldur unglinga úr 16 árum í 18 ár. í formála að þinginu sagði Árni Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri, að Kristján Sigurðsson hefði unnið brautryðjandastarf í þjónustu fyrir börn og unglinga í vanda og for- eldra þeirra. „Áhugi Kristjáns og elja hefur einnig verið öðrum mikil- væg hvatning á þessum vettvangi. Margir þeir sem starfa að velferðar- málum barna og unglinga í dag stigu sín fyrstu skref undir hand- leiðslu hans,“ sagði Árni Stefán. ísland án ólöglegra fíkniefna um aldamótin Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, ávarpaði þingið og ræddi meðal annars um fíkniefnavanda unglinga. Hann lagði áherslu á að fréttir um fíkniefnaneyslu ung- menna væru vandmeðfarnar og að rangar og yfirdrifnar upplýsingar gætu orðið til þess að krakkar fari að líta á vímuefnaneyslu sem hvers- dagslegan hlut. Hann nefndi einnig að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, hefði leitað samstarfs við ríkisstjórnina og ECAD (Evr- ópskar borgir gegn eiturlyfjum) um samstarfsverkefnið Island án ólög- legra fíkniefna árið 2002. Hann sagðist fagna þessu frumkvæði borgarstjóra og lýsti sig fúsan til að taka þátt í þessu verkefni. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, velti fyrir sér stöðu unglingsins al- mennt í nútímasamfélagi. Hún sagði mikilvægt að gott samstarf og sam- staða væri Marka þarf skýra stefnu sljómvalda BORGARSTJÓRI og félags- málaráðherra fluttu ávörp. Morgunblaðið/Jón Svavarsson FJÖLMENNT var á málþinginu um unglinga í vanda. Málþing sem bar yfírskríftina Unglingar í vanda, sögulegsýn og framtíðarsýn var haldið nýlega. Arna Schram sat málþingið sem var haldið til heiðurs Krístjáni Sigurðssyni, fyrrverandi forstöðumanni Unglingaheimilis ríkisins (UHR), í tilefni af 70 ára afmæli hans fyrr á þessu ári. fellt um þau sem vandamál, heldur sem kraftmikla, skapandi einstakl- inga sem bera ábyrgð á sjálfum sér og framtíðinni,“ sagði hún. Nýjar leiðir reyndar fyrir aldarfjórðungi Sveinn Allan Morthens, fram- kvæmdastjóri, og Snjólaug Stefáns- dóttir, verkefnastjóri, fjölluðu um þróun meðferðar- og sérúrræða fyr- ir unglinga á íslandi, allt frá fimmt- ándu öld og fram til dagsins í dag. ------------------- Meðal annars kom fram Samhæfa þarf að þjónusta og meðferð alla þjónustu fyrir unglinga hefði um fyrir unglinga marfft l)reysl á milli allra þeirra stofnana samfélagsins sem koma að uppeldi ungs fólks, allt frá fjölskyldunni og upp í stjómvöld. Skilaboðin til unga fólksins þyrftu að vera skýr og nauðsynlegt væri að auka ábyrgðartilfínningu þeirra og styrkja sjálfsímyndina. „Þetta gerum við ekki með því að tala sí- á síðast- liðnum 25 árum, en á seinni hluta sjöunda ára- tugarins jókst eftirspurn og fram- boð á sérmenntuðu fólki, sem hafði með sér til íslands nýjar kenningar og hugmyndir um velferðarmál barna og unglinga. Jón Kalmansson, heimspekingur, gerði að umtalsefni þá almennu þætti sem þyrftu að vera til staðar til að skapa ungu fólki sem best og heilladrýgst lífsskilyrði. Hann lagði áherslu á að þau skilyrði verði að miða að því að ungt fólk fái trausta sjálfsmynd og læri að bera virðingu fyrir sjálfu sér. „Til þess að svo megi verða þurfa skilyrði innan fjölskyldunnar, í skólanum og í samfélaginu öllu að vera með þeim hætti að þau skapi ungu fólki öryggi og hafí á það örvandi áhrif. Hér tel ég að ábyrgðin deilist á milli aðstandenda og fagfólks, svo sem kennara og hins opinbera." Fjárveitingar til meðferðarmála aukast Forstjóri Bamavemdarstofu, Bragi Guðbrandsson, fjallaði um þær breytingar sem hafa orðið á skipu- lagi og stjórnsýslu í bamavemdar- málum og rekstri meðferðarstofn- ana ríkisins fyrir börn og unglinga á undanfömum árum. Hann sagði að fjárveitingar til meðferðarmála ungmenna hefðu aukist undanfarin ár og að meðferðarrýmum í notkun hafí fjölgað um 10% árlega sl. fjög- ur ár. Rými væm nú rúmlega 40. Bragi sagði hins vegar að þrátt fyrir eflingu langtímameðferðar sé ljóst að enn sé ekki unnt að anna eftirspurn og á biðlistum Barna- verndarstofu væru nú hátt í 20 unglingar. Mikilvægt að reynslan nýtist Lára Björnsdóttir, félagsmála- stjóri, ræddi m.a. þær breytingar sem nú eiga sér stað innan Félags- málastofnunar Reykjavík- urborgar, en þær miði t.d. að því að bæta þjónustu við fjölskyldur með börn og unglinga í vanda. Hug- myndafræðin að baki sé fyrst og fremst að ná ákveðinni heildarsýn yfír líf og vanda hvers einstaklings sem og þá þjónustu sem stofnunin veiti. Sigurður Ragnarsson, sálfræð- ingur, svaraði Láru og benti til að mynda á að sérháefmg væri ekki endilega á kostnað heildarsýnar, Boð til unga fóiksins þurfa að vera skýr eins og Lára héldi fram í erindi sínu. Áskell Kárason, forstöðumaður hjá Stuðlum, meðferðarstöð fyrir unglinga, skýrði frá helstu þjón- ustuþáttum Stuðla, en þar er fyrst og fremst einblínt á skammtíma- meðferð. Hann sagði einnig að þeir sem vinna að meðferðarmálum ættu kröfu á viðurkenningu og jákvæðri athygli. Helgi Kristbjamarson, geðlækn- ir, sagði að meðférðarstefnan á Stuðlum væri nákvæmlega eins og sú sem hefði verið viðhöfð á Tindum og spurði hvers vegna verið væri að stofna nýja meðferðarstöð ef gera ætti nákvæmlega sömu hluti. Hann lagði áherslu á að nýta bæri betur reynslu fyrri kynslóða í með- ferðarmálum fyrir unglinga. Samhæfing og samvinna Valgerður Baldursdóttir, yfir- læknir á barna- og unglingageð- deild, gerði að umræðuefni í erindi sínu að samhæfa bæri alla þjónustu við unglinga þannig að allir njóti sama réttar. „Þetta grundvallar- atriði er ekki sjálfgefið í þjónustu við unglinga hér á landi, þar sem þjónustan er klofin milli tveggja kerfa, þ.e. stofnana sem heyra und- ir félagsmálaráðuneytið, eins og meginhluti þjónustu við unglinga gerir, og svo aftur heilbrigðisráðu- neytið, eins og barna- og unglinga- geðdeild gerir. Við þurfum að tryggja að gæði þjónustunnar í heild séu sambærileg hvaðan sem hún kemur og ég held að við ættum ekki að missa sjónar á því mark- miði, þó við þurfum að brúa nokkr- ar brýr á leiðinni." Unnur V. Ingólfsdóttir sagði m.a. í andsvari sínu að svo virtist sem uppbygging þjónustu fyrir unglinga á íslandi hafi fremur ráðist af handahófskenndum þörfum ákveð- inna hagsmunahópa en markaðri stefnu stjórnvalda. „Þessi barátta gerir það að verkum að í stað sam- vinnu ríkir sundrung og þjónustan verður óaðgengileg fyrir þá sem þurfa á henni að halda,“ sagði hún. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlækn- ir SÁÁ, sagði m.a. að meðferðar- umhverfið á Vogi væri ekki slæmt fyrir unglinga eins og margir héldu fram. Hann sagði að yfirleitt væri það undanfari bata hjá unglingum að þeir tengdust fullorðnu fólki, annaðhvort foreldrum sínum eða fullorðnum einstaklingum sem væru í vímuefnameð- ferð. Hann áréttaði þó að hann væri ekki þar með að segja að þetta ________ væri eina rétta leiðin tii meðferðar. Drífa Kristjánsdóttir, forstöðu- maður, gerði m.a. að umtalsefni í erindi sínu að börn og unglingar í vanda þyrftu allt öðruvísi með- höndlun en fullorðnir. Auk þess lagði hún áherslu á að brýnt væri að byggja upp meðferðarstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.