Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 21 ÚRVERINU Neskaupstaður: Nýja frystihúsið að rísa af grunni Neskaupstað. Morgunblaðið FRAMKVÆMDIR standa nú sem hæst við byggingu hins nýja frysti- húss Síldarvinnslunnar í Neskaup- stað. Hið 4.500 fermetra stálgrind- arhús er nú orðið svo til fokhelt. Þá er búið að byggja um 300 fermetra við frystigeymsluna, sem húsið tengist og þar er hafin upp- setning á frystivélum fyrir húsið. Þrátt fyrir að smá seinkun hafi orðið á afhendingu hússins frá selj- endum að utan, er stefnt að því að hefja vinnslu í húsinu upp úr miðj- um janúar. Með byggingu nýja hússins eykst frystigeta Síldarvinnslunnar veru- lega, en áherzla verður lög á mikla frystingu síldar og loðnu til mann- eldis, bæði á markaði í Rússlandi og Austurlöndum fjær. Morgunblaðið/Ágúst Vilja úttekt á aðbúnaði í fiskiskipum BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalags, mælti á þriðjudag fyrir þingsályktunartil- lögu um aðbúnað um borð í fiski- skipum. Tillagan miðar að því að ríkisstjómin skipi nefnd, sem geri úttekt á aðbúnaði og starfsum- hverfi skipveija um borð í íslenzk- um fískiskipum og geri tillögur um útbætur í þeim efnum. Flutningsmenn tillögunnar, sem eru auk Bryndísar Sigurður Hlöð- vesson og Steingrímur J. Sigfússon, segja hana vera tímabæra nú, þar sem á undanförnum mánuðum hafí komið fram alvarleg gagnrýni á aðbúnað skipveija um borð í fiski- skipum og því verið haldið fram að hann standist í mörgum tilvikum ekki nútímakröfur. Gagnrýnin hörðust á úthafsveiðiskip Bryndís sagði í framsögu sinni að einkum hafí þessi umræða snú- ist um úthafsveiðiskip, þ.e. þau skip sem eru vikum saman á fjar- lægum fískimiðum. Því hafi verið haldið fram að skipin sem send séu til úthafsveiða séu mörg hver illa búin til langrar útiveru hvað varðar aðbúnað skipveija, vistarverur séu þröngar, aðstaða til tómstundaiðk- unar fábrotin ef nokkur, aðstaða til líkamsræktar ófullnægjandi og samband við umheiminn takmark- að, hvort sem er við fjölskyldu eða almennt. Þá bætist það ofan á að útiveru- tími sé óöruggur í mörgum tilvikum og dvalartími í landi sömuleiðis, en allir þessir þættir hafi áhrif á and- lega og líkamlega líðan skipveija. Nýjustu skipin betur hönnuð „Rétt er þó,“ sagði Bryndís, „að taka fram að nýjustu skip flotans eru flest hönnuð með það í huga að gera lífíð um borð sem eðlileg- ast eftir því sem hægt er, en aðstað- an er mjög mismunandi eftir skip- um.“ Þess vegna sé tillagan lögð fram um að úttekt verði gerð á þessum málum og tillögur gerðar til úrbóta. -----»...4 4--- Fiskneyzla í Póllandi lítið breytt FISKNEYZLA í Póllandi á síðasta ári var svipuð og árið 1994, eða tæp 6 kíló á hvert mannsbam. Um 220.000 tonn af físki til manneldis voru á boðstólum í landinu. Helm- ingur þess eru innfluttar afurðir, en helminginn veiddu Pólveijar sjálfir í Eystrasalti eða á fjarlægari slóðum. Síldin er lang vinsælust, en af henni borðar hvert mannsbarn um 2,2 kíló árlega, sem er rúmur þriðjungur heilarneyzlu á mann. Næst koma alaskaufsi og makríll. Utisena 40 ljósa m. straumbreyti Kr. 869,- i 25 jolakort í pakka Kr. 499,- Nú er allt komið á fulla ferð í Jólalandinu. Undraveröld fyrir böm á öllum aldri. Ltka á Akureyri Grenilengjur 4,75 m Tcr. 1090 2,70 m kr. 699 •Jé L/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.