Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 35 STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. KAUPMATTUR OG SAMKEPPNI REYNSLAN hefur fært okkur heim sanninn um að sölu- samkeppni er forsenda góðrar þjónustu, fjölbreytts vöruúrvals og hagstæðs verðs. Harðnandi samkeppni í smá- söluverzlun, sem stórmarkaðir eiga dijúgan hlut að, hefur styrkt almennan kaupmátt í landinu betur en flest annað. Neytendur fagna um þessar mundir nýjum dæmum um verð- lækkanir, sem rekja rætur beint til harðnandi samkeppni. Annars vegar í lyfsölu. Hins vegar í gleraugnasölu. í marzmánuði síðastliðnum gengu í gildi ákvæði nýrra laga um stóraukið frelsi á lyfsölumarkaði. Fram að þeim tíma var sala á lyfjum háð einkaleyfum sem úthlutað var af ríkisvaldinu. Breytingin, sem var meir en tímabær, hefur þegar leitt til harðnandi samkeppni á þessum markaði og lægra verðs. Nokkrar nýjar lyfsölur hafa verið opnaðar á höfuðborgar- svæðinu á árinu, m.a. í tengslum við stórmarkaði. Apótek, sem fyrir voru, hafa síðan, sem vænta mátti, brugðizt við hinni auknu samkeppni. Neytandinn uppsker bætta þjón- ustu og hagstæðara verð. Fólk hefur einnig orðið vart við harðnandi samkeppni í gleraugnaverzlun, sem einnig var tímabært. Þannig opnaði Hagkaup í gær gleraugnaverzlun í Skeifunni. Væntanlega leiðir sú framvinda einnig til lækkandi verðs fyrir neytendur. Harðnandi sölusamkeppni í smásölu hefur, ásamt stöðug- leikanum í efnahagslífinu síðustu árin, eflt verðskyn íslend- inga á nýjan leik, en það sljóvgaðist verulega á verðbólguár- unum. Það er fagnaðarefni. Þroskað almennt verðskyn er mikilvæg verðbólguvörn. UMGENGNI VIÐ FORNMINJAR FRAM kom í grein í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag að ástand fornminja frá tímum Snorra Sturlusonar í Reykholti væri afar bágborið. Er þar vitnað til skýrslu forn- leifafræðings sem kannaði fornminjarnar í sumar. Fram kemur í greininni að vegna heimsókna ferðamanna, sem koma í Reykholt í tuga þúsunda tali, hafi umhverfi Snorra- laugar mjög látið á sjá og göngin frá lauginni eru að hruni komin. í greininni tilfærir sr. Geir Waage, staðarhaldari í Reyk- holti, jafnframt dæmi um það hvernig valdið hefur verið spjöllum á fornminjum á staðnum í hugsunarleysi. Annars vegar hafi forn öskuhaugur verið fjarlægður er gamla skóla- húsið var byggt árið 1930. Hins vegar hafi fornar gufu- leiðslur, sem hugsanlega séu frá tíma Snorra, verið grafnar í sundur á löngum kafla er grafið var fyrir skolplögn á síð- asta áratug. „Það var vitað hvar leiðslan var en vitneskja og teikningar af henni voru suður í Þjóðminjasafni," segir Geir. Ástandið í Reykholti er aðeins eitt dæmi um það hvernig umgengni við merkar fornminjar er víða ábótavant hér á landi. Bráðnauðsynlegt er að brugðizt verði við með réttum hætti. Frásögnin af eyðileggingu á fornminjum vegna þekking- arskorts er sláandi, en engan veginn einsdæmi. Skýrar regl- ur þurfa að gilda un það, að leitað sé til réttra yfirvalda áður en ráðizt er í framkvæmdir á sögustöðum. Þjóðminja- safnið mætti sennilega einnig standa sig betur við að veita heimamönnum á hverjum stað réttar upplýsingar. Vaxandi fjöldi ferðamanna er víðar vandamál en í Reyk- holti. Menn hljóta að velta fyrir sér þeim möguleika að inn- heimta í auknum mæli hóflegt gjald af ferðamönnum, sem skoða fornminjar, í því skyni að standa straum af viðhaldi þeirra, upplýsingagjöf og þjónustu. Jafnframt þarf að af- marka skýrt þá hluta fornra mannvirkja, sem ferðamenn mega fara um, og bæta þeim hugsanlega upp takmarkaðan aðgang með meiri og vandaðri upplýsingum um þá hluta fornminjanna sem ekki má skoða í návígi. Mörg dæmi eru um það erlendis frá að merkum minjum hefur verið bjargað og þær verndaðar með þessum hætti. Nefna mætti verndun Stonehenge í Englandi sem margir íslendingar hafa skoðað. Skortur á fé til fornleifarannsókna er viðvarandi hér á landi. Framlög úr sameiginlegum sjóðum til þeirra hluta eru nauðsynleg. Ekkert mælir hins vegar gegn því að vinsæl- ustu sögustaðirnir með merkustu minjunum standi undir sér sjálfir, ef svo má að orði komast, fremur en að þeir, sem bera hag þeirra fyrir bijósti, þurfi sífellt að fara bónar- veg að fjárveitingarvaldinu. JARÐGÖNG á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar hafa lítið ver- ið í umræðunni undanfarin ár. Almennt hefur verið talið að Austfirðirnir væru næstir í röð- inni. Þó flutti Sverrir Sveinsson veitu- stjóri á Siglufirði þingsályktunartil- lögai árið 1989 og aftur 1990 um að könnuð yrði gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um Héð- insfjörð. Nú hafa sveitarstjórnarmenn við utanverðan Eyjafjörð tekið málið upp á sína arma og vinna að því að gera göngin að raunhæfum valkosti við hlið Austfjarðaganga. Lágheiðin slæmur kostur Aðaltenging Siglufjarðar við Eyja- fjarðarsvæðið er um Lágheiði. Vegur- inn þar er hins vegar lélegur og venju- lega lokaður vegna snjóa langt fram eftir vori. Leiðin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er 62 km þegar hægt er að fara Lágheiðina en 240 km þegar fara þarf Óxnadalsheiðina. Siglfirð- ingar hafa lengi óskað eftir bættum samgöngum við Eyjafjarðarsvæðið og undanfarin ár hefur starfshópur Vegagerðarinnar og sveitarfélaganna unnið að athugun málsins. Hópurinn gerði grein fyrir stöðunni með skýrslu í vor og stefnir að því að skila af sér bráðabirgðaáliti fyrir árslok. Kristján Möller, forseti bæjar- stjórnar á Siglufirði, segir að við vinnu starfshópsins hafi það sífeilt komið skýrar í ljós hvað nýr vegur um Lág- heiði er slæmur kostur og jarðganga- hugmyndin sótt sífellt meira á. Með jarðgöngum um Héðinsfjörð yrðu 19 km á milli bæjanna í Siglufirði og Ólafsfirði í stað um 240 km meiri- hluta ársins eins og nú er. Forsenda sameiningar Sveitarstjórnirnar sex við utan- verðan Eyjafjörð hafa undanfarna mánuði rætt um aukna samvinnu eða sameiningu. Þær létu ráðgjafarfyrir- tækið Rekstur og ráðgjöf ehf. taka saman greinargerð um kosti og galla sameiningar eða samstarfs. Niður- staðan varð sú að sameining væri hagkvæmur kostur. Það var jafnframt niðurstaða skýrslunnar og þurfti svo sem enginn að segja heimamönnum það að jarðgöng væru nauðsynleg forsenda þess að Siglufjörður væri með í sameiningunni. Bæjarstjórnir Dalvíkur, Ólafsíjarðar og Siglufjarðar hafa nú samþykkt viljayfirlýsingu um sameiningu ef það mætti verða til þess að flýta fyrir jarðgangagerð. Nýja sveitarfélagið er stundum nefnt Tröllabær manna á meðal. Stöðugt fólksfækkun hefur verið á Siglufirði og búa þar nú innan við 1.700 manns. Björn Valdimarsson bæjarstjóri segir að til þess að snúa búsetuþróun við sé nauðsynlegt að tengjast stærri einingu og þá skipti vegalengdimar höfuðmáli. „Mestu máli skiptir að hægt sé að veita íbúun- um þá þjónustu sem krafist er í dag og vera i stakk búin til að mæta sí- fellt meiri kröfum. Við viljum tengj- ast Eyjafjarðarsvæðinu og það verður ekki gert á varanlegan hátt nema með jarðgöngum," segir Björn. Samvinna í sjávarútvegi Kristján bendir á að „Tröllabær" yrði einn af öflugustu sjávarútvegs- bæjum landsins. Mögulegt yrði að auka samvinnu sjávarútvegsfyrir- tækja sem þegar væri hafin. Þá myndi hringtenging fyrir Tröllaskaga skapa mikla möguleika í þjónustu við ferða- fólk, ekki aðeins fyrir þá mörgu staði sem nú eru endastöðvar á veginum heldur allar byggðirnar á Trölla- skaga, bæði við Eyjafjörð og Skaga- fjörð. Sjávarútvegsfyrirtækin á Siglufirði og Olafsfirði hafa haft með sér tölu- vert samstarf, þrátt fyrir erfiðar sam- göngur, og Þormóður rammi hf. á Siglufirði hefur keypt 20% hlut í Sæbergi hf. sem er stærsta atvinnu- fyrirtækið á Ólafsfírði. „Göng myndu stækka mjög atvinnusvæðið og auka möguleikana á hagræðingu með nán- ari samvinnu í sjávarútvegi og í raun og veru opna nýjar víddir fyrir fyrir- tækin,“ segir Ölafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma hf. Hann segir að möguleikar á miðl- un hráefnis myndu aukast. Þormóður rammi kaupir töluvert af frystri rækju frá Ólafsfirði og er hún flutt á milli Morgunblaðið/Helgi Bjamason SIGLFIRÐINGAR við Strákagöng, f.v. Kristján Möller forseti bæjarsljórnar, Sverrir Sveinsson veitustjóri og Björn Valdimarsson bæjarstjóri. ÓLAFSFIRÐINGAR við Múlagöng, f.v. Hálfdán Kristjánsson bæjarsljóri og Þorsteinn Ásgeirsson forseti bæjarstjórnar. Jarðgöng í Tröllabæ í gámum sjó- eða landleiðina. Þá seg- ir Ólafur að með göngum yrði mögu- legt _að flytja ferska rækju til vinnslu frá_ Ólafsfirði. Ólafur sér ekki síður möguleika skapast fyrir þjónustufyrirtæki með tengingu við Eyjafjarðarsvæðið og það myndi koma notendum þjón- ustunnar til góða með fjölbreyttara þjónustuframboði og meiri sam- keppni. Fyrirtækin gætu sérhæft sig. Nefnir hann að öflugar smiðjur á Siglufirði ættu að geta náð sér í verk- efni á Eyjafjarðarsvæðinu og svo gætu fyrirtæki á Siglufirði sótt þjón- ustu til Akureyrar eða annarra bæja á Eyjafjarðarsvæðinu í stað þess að fara til Reykjavíkur. Eyjafjörður öflugt mótvægi Ólafsfirðingar hafa kynnst því hvernig það er að losna úr álögum einangrunarinnar með tilkomu Múla- ganga. Þeir skilja því vel aðstöðu Sigl- firðinga. „Göngin gjörbreyttu viðhorfi fólks. Það er opnara, getur alltaf skot- ist tii Akureyrar án þess að eiga á hættu að festast á leiðinni og er ekki eins stressað að búa hér,“ segir Þor- steinn Ásgeirsson, forseti bæjar- stjórnar Ólafsfjarðar, og bætir því við að fólk finni til meira öryggis. Hálf- dán Kristjánsson bæjarstjóri segir að Ólafsfjörður sé áfram jaðarbyggð en það muni breytast með jarðgöngum til Siglufjarðar og hafa mikil áhrif fyrir byggðarlagið að öðru leyti. Fleiri landshlutar eru í biðröð eftir jarðgöngum. Hvað á að ráða ákvörðun um forgangsröð? Því svarar Björn Valdimarsson: „Stækkun eininganna. Við erum ekki að biðja um styttri veg til Reykjavíkur, við viljum tengingu við Akureyri og bæina út með Eyja- firði. Jarðgöng myndu skapa grund- völl fyrir liðlega 5.000 manna bæjar- félag. Með Akureyri og öðrum byggð- um Eyjafjarðar yrði hér 23-25 þúsund manna byggðarlag sem ég sé fyrir mér að verði að einu sveitarfélagi innan fárra ára. Þetta yrði næst stærsta sveitarfélag landsins og lang öflugasti byggðakjarninn utan höfuð- borgarsvæðisins. Það yrði fært um að veita þá þjónustu sem fólkið krefst," segir Bjöm. „Ég tel að Eyja- fjarðarsvæðið sé eina raunhæfa mót- vægið við höfuðborgarsvæðið. Bættar samgöngur milli Austurlands og Norðurlands styrkja svæðið. Jarð- göng til Siglufjarðar myndi styrkja það enn frekar og hamla á móti brott- flutningi fólks,“ segir Þorsteinn Ás- geirsson. Hagkvæmni á ýmsum sviðum Áætlað er að tengingin milli Siglu- fjarðar kosti 3,1 milljarð kr., að því er fram kemur í greinargerð starfs- Sveitarstjómarmenn við utanverðan Eyjafjörð hafa tekið hugmyndir um göng milli Siglu- fjarðar og Ólafsflarðar um Héðinsfjörð upp á sína arma. Þeir segja Helga Bjarnasyni að engin önnur framkvæmd í samgöngumálum geti náð fram jafn miklum félagslegum breyt- ingum. Þau myndu styrkja Eyj afj arðarsvæðið sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið og yrðu hæfíleg framkvæmd að fara í strax að loknum Hvalfj arðargöngum. Austfírðingar segjast aftur á móti ekki taka í mál að missa frum- burðarréttinn að jarðgöngum í annað sinn. Klippt á borðann KRISTJÁN Möller, forseti bæjar- sljórnar á Siglufirði, bauð upp á gangatertu þegar bæjarsljórnir Siglufjarðar og Ólafsfjarðar áttu fund með Halldóri Blöndal sam- gönguráðherra til að kynna fyrir honum hugmyndir um jarðgöng milli staðanna. Þetta er í samræmi við þann sið forsetans að fara með tertu um borð í fyrsta skipið sem kemur með loðnu til Siglufjarðar á hverri vertíð. Að sjálfsögðu voru búin til göng úr tertunni og bílar hafðir inni í þeim. Samgönguráðherra fékk að klippa á borða sem strengdur var fyrir gangaopið. Hann hirti bút af borðanum eins og hann er van- ur og forsetar bæjarstjórnar ÓI- afsfjarðar og Siglufjarðar fengu einnig sinn hluta af borðnum enda hjálpuðu þeir við borðaklipping- una. Þessi vísa hraut af vörum sam- gönguráðherra við þetta tækifæri: Gangaopið er gott að sjá vor gefi Herra að verði fleiri. Borða hef ég aldrei á annan klippt með gleði meiri. hóps Vegagerðarinnar. Gert er ráð fyrir tvennum göngum, samtals 6,2 km að lengd auk forskála og 13,5 km tengivegum. Siglfirðingar vilja draga frá kostnaðinn við endurbætur á Lágheiðinni sem til stendur að byrja á 1998, 600-700 milljónir kr., og segja að þá standi 2,5 milljarðar útaf. „Ver- ið er að undirbúa 20-30 milljarða kr. framkvæmdir við virkjanir og álver á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Ef við ætlum ekki að sporðreisa landinu þarf stórframkvæmdir á landsbyggðinni til mótvægis. Ég tel mig geta borið höfuðið hátt þegar ég tala um framkvæmd upp á 2,5 millj- arða í því sambandi,“ segir Kristján Möller og bendir á að flestir eða allir stjórnmálaflokkar landsins hafi lýst því yfir að stórframkvæmdir í vega- gerð séu réttlætanlegar, jafnvel með erlendum lántökum, þegar þær hafi í för með sér þær breytingar sem menn sjá fyrir sér á Eyjafjarðarsvæð- inu. Ekki hafa verið gerðir útreikningar á arðsemi jarðganga og nýs vegar um Lágheiði og í skýrslu Vegagerðar- innar segir að niðurstöður úr slíkum útreikningum hafi yfirleitt ekki verið grundvöllur ákvarðana um fram- kvæmdir af þessu tagi. Kristján og Björn vilja einnig taka það sem þeir nefna félagslega hagkvæmni inn í dæmið. Og þeir segja að íbúatalan á Siglufirði segi ekki alla söguna, því útflutningsverðmæti staðarins verði um 4,6 milljarðar kr. í ár, eða 2,7 milljónir á íbúa að jafnaði á meðan meðaltalið yfir landið sé um 450 þús- und kr. á íbúa. í skýrslu Rekstrar og ráðgjafar ehf. er áætlað að aukin hagkvæmni í rekstri með sameiningu sveitarfélag- anna sex gæti skilað 30 milljóna kr. sparnaði á ári. Björn segir að nýja sveitarfélagið muni geta bætt þjón- ustu við íbúana, svo sem á sviði fé- lagsþjónustu, fræðslu-, menningar-, æskulýðs- og íþróttamála. Þorsteinn Ásgeirsson nefnir í því sambandi hugsanlegan grundvöll fyrir fram- haldsskóla fyrir út-Eyjafjarðarsvæð- ið. „Ríkisvaldið mun einnig geta skipulagt þjónustu sína öðruvísi og náð fram sparnaði. Þjónustan mun færast til, einn þáttur eflist kannski hjá okkur og annar minnkar. Við þurfum til dæmis að búa okkur undir að sækja ýmsa þjónustu til Olafsfjarð- ar, Dalvíkur og Akureyrar, sem við höfum lagt áherslu á að hafa hér heima vegna erfiðra samgangna," segir Björn Valdimarsson. Þeir Krist- ján Möller nefna þátttöku í hafnasam- lagi sem þegar er komið á við utan- verðan Eyjafjörð og síðast en ekki síst hagræðingu í sjávarútvegi sem sé þjóðhagslega mikilvæg. Verkefni innan kjördæma hafa haft forgang Siglfirðingurinn Sverrir Sveinsson, varaþingmaður Framsóknarflokksins, flutti á sínum tíma tillögu um athug- un á jarðgangagerð á Islandi með Steingrími J. Sigfússyni. Hann segir að þá hafi áhugi sinn á jarðgöngum milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar ver- ið vakinn. I skýrslu jarðgangahópsins var lagt til að farið yrði í Vestfjarða- göng að framkvæmdum við Múlagöng loknum og síðan átti að koma að Austfjarðagöngum. Göng til Siglu- fjarðar voru ekki nefnd á nafn og telur Sverrir að á því hafi verið sú einfalda skýring að Austfirðingar og Vestfirðingar hafi átt fulltrúa í nefnd- inni en ekki Norðlendingar. Á árunum 1989 og 1990 flutti Sverrir þingsá- lyktunartillögur um athugun á jarð- gangagerð milli Siglufjarðar og Ólafs- fjarðar. Halldór Blöndal sem nú er samgönguráðherra var meðflutnings- maður ásamt nokkrum þingmönnum úr báðum kjördæmum Norðurlands. Tillögunni var vísað til ríkisstjórnar- innar. Sverrir fylgdi málinu eftir á þingi, meðal annars með fyrirspurnum, og er ánægður með yfirlýsingar sam- gönguráðherra um að möguleikar á gerð jarðganga verði skoðaðir áður en endanleg ákvörðun um gerð vega verður tekin. Segir Sverrir að þetta mál hafi orðið útundan vegna þess að það snerist um að tengja saman kjördæmi. Þingmenn teldu alltaf verk- efni innan kjördæmanna brýnni þegar þeir skiptu vegafé kjördæma sinna. Sverrir er ánægður með að sveit- arstjórnarmenn skuli nú loksins hafa tekið málið að sér og telur að flestir þingmenn beggja kjördæmanna séu því velviljaðir. Þess ber þó að geta að einhverrar tortryggni gætir í Norð- urlandskjördæmi vestra, menn þar hafa efasemdir um að leggja vegafé kjördæmisins í að tengja Siglufjörð við Eyjafjörð sem svo verði til þess að Siglfirðingar yfirgefi kjördæmið. Þá lýsir Sverrir yfir ánægju með áhuga Halldórs Blöndals samgöngu- ráðherra sem sagði m.a. þegar hann svaraði fyrirspurn Sverris á þingi í febrúar 1995: „Ég tel af þeim sökum að þetta mál sé eitthvert hið mikil- vægasta í sambandi við byggðamál á Norðurlandi í heild sinni og vil eftir því sem í mínu valdi stendur flýta fyrir því að þessi athugun geti orðið og reyna að greiða fyrir því að gott vegasamband verði milli Olafsfjarðar og Siglufjarðar." „Ég tel að það henti vel fyrir þjóðfé- lagið að ráðast í þetta verkefni, það er af hæfilegri stærð," segir Sverrir. „Það er gott til að vega upp á móti þeirri spennu sem er að myndast á höfuðborgarsvæðinu og gæti dregið úr fólksflóttanum. Vinnuflokkarnir geta komið beint úr Hvalfjarðar- göngum, annar byijað Ólafsfjarðar- megin og hinn Siglufjarðarmegin." Gefum ekki aftur frá okkur frumburðarréttinn Jónas Hallgrímsson, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði og varaþingmaður Fram- sóknarflokksins, hefur lengi átt mikil samskipti við Færeyinga vegna starfs síns sem umboðsmaður Norrænu og gerðist einn af frumkvöðlum jarð- gangaumræðu hér á landi. Að hans frumkvæði var ráðist í rannsóknir fyrir austan og niðurstöður sýndu að hægt væri að bora göt á fjöllin og þar með tókst að eyða þeirri vantrú á jarðgangagerð sem ríkt hafði frá því göngin um Oddsskarð voru sprengd. Austfirðingar töldu sig eiga rétt á fyrstu framkvæmdunum en Jónas segir að þeir hafi gefið þau eftir til Vestfirðinga. „Það var allt svo aumt fyrir vestan svo við lögðumst á sveifina með þeim og sættumst á að fara vestur fyrst. Eg sé ekki eftir því, þó sárt hafi verið á sínum tíma, enda eins og að gefa frá sér frumburð- arréttinn. Og það gerum við ekki aft- ur,“ segir Jónas. Gríðarleg verkefni eru í jarðganga- gerð á Austfjörðum en þeim hefur ekki verið raðað í forgangsröð. Jónas er formaður samgöngunefndar Sam- taka sveitarfélaga á Austurlandi. Hann segir að samstaða sé í nefnd- inni um að við ákvörðun um fram- kvæmdaröð skuli einkum litið til þess að með jarðgöngum verði rofin vetra- reinangrun byggðarlaga í fjórðungn- um og stuðlað að atvinnuuppbygg- ingu. Það sé síðan þingmanna að ákveða hvað liggi mest á að gera og menn verði að sætta sig við niður- stöðu þeirra. Nefnd sem samgönguráðherra skipaði til að vinna að undirbúningi jarðgangagerðar á Austurlandi lagði til árið 1993 að framkvæmdum yrði skipt í þtjá áfanga. Jarðgöng sem leysa vetrareinangrun Seyðisfjarðar og Norðfjarðar og stuðla jafnframT að myndun allþétts byggðakjama á Mið-Austurlandi með um 7.000 íbúum voru sett efst á listann. Reiknað er með þrennum jarðgöngum, frá Seyðisfirði og Norðfirði til Mjóafjarð- ar og þaðan til Héraðs, alls 16-18 km að lengd. Heildarkostnaður er áætlaður 6-7 milljarðar kr. Jónas færir svipuð rök fyrir þessum fram- kvæmdum og Norðlendingar færa fyrir Siglufjarðargöngum, um hag- ræðingu í yfirstjórn sveitarfélaga með sameiningu og einni félagslegri og atvinnulegri heild. í öðmm áfanga er gert ráð fyrir jarðgöngum sem tengja Vopnafjörð og Fáskrúðsfjörð við Mið-Austurland- Kostnaður gæti orðið 4-8 milijarðar- kr. í þriðja áfanga yrðu tvenn jarð- göng sem stytt gætu leiðina milli Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur og kostað gætu 3,5 til 4 milljarða kr. Hér er því lagt til ai ráðist verði í framkvæmdir samtal: upp á 14 til 19 milljarða kr. I umræddu nefndaráliti er gengii út frá því að byijað verði á fram kvæmdum árið 1998 og er í því efm vísað til draga að langtímaáætlun i vegamálum sem gerði ráð fyrir verk- byrjun síðast í öðru tímabili áætluní** innar. Þessi áætlun var ekki sam- þykkt á þingi. Nefndin vísar einnig til þess að fjárveitingar til undirbún- ings Austfjarðaganga hafi verið í vegaáætlun ailt frá 1989 og sérstak- lega tilgreint að þar sé miðað við göng sem leysi vetrareinangrun Norðfjarðar og Seyðisfjarðar. Rifist um götin Kristján Möller á Siglufirði segii enga samþykkt fyrir þvi að ráðist verði í Austfjarðagöng á undan öðr- um. „Þetta hlýtur að verða að skoða út frá hagkvæmni og þeim samfélags- legu breytingum sem viðkomandi framkvæmd hefur í för með sér. Ég sé ekki að önnur framkvæmd ha&L för með sér jafn jákvæð samfélagsleg áhrif og göng sem tengja Siglufjörf við Eyjafjarðarsvæðið. En ég sé held- ur ekki af hveiju ekki er hægt ac hugsa sér að byggja jarðgöng í tveim- ur landshlutum á sama tíma, þegai litið er til þeirra stórkostlegu fram- kvæmda sem eru á höfuðborgarsvæð- inu,“ segir Kristján. „Ég skil Austfirð- inga vel en ég heid að þeir búi vic aðrar aðstæður. Veturnir eru snjólétt- ari og göngin þar stytta ekki vega- lengdir með sama hætti og hér gerist og eru auk þess miklu dýrari fram- kvæmd. Það hlýtur að vera mun hag- kvæmara að fara fyrst út í jarðganga- gerð hér,“ segir Þorsteinn Asgeirsson Jónas á Seyðisfirði segir ekki óeípii legt að gera jarðgöng til Siglufjarðar Norðlendingar verði hins vegar ac bíða. Hvergi annars staðar en á Aust- fjörðum sé mögulegt að mynda 7.00C manna byggðakjarna með jarð- göngum og raunar 9-10 þúsunc manna byggðarlag ef Eskifjörður op Reyðarfjörður eru taldir með. Bæði Norðlendingar og Austfirð- ingar herja á að fá fjármagn til al vöru undirbúnings jarðgangagerðar hvenær svo sem hægt verður að byija Sumir eru bjartsýnir um að hafis verði handa í beinu framhaldi af verk lokum Hvalfjarðarganga 1999 en aðr ir skilja yfirlýsingar ráðamanna þann ig að nokkurt hlé verði þá á fram kvæmdum. Vegaáætlun verður end urskoðuð á þinginu í vetur og telj: margir að þá verði að taka af skari< með framkvæmdaröð. Má því búas við að hart verði tekist á um götin þinginu í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.