Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 HEILBRIGÐISMÁL MORGUNBLAÐIÐ Grindarlos hvað er það? GRINDARLOS er hreyfihamlandi verkjaástand sem getur háð konum á meðgöngu og eftir fæðingu. Sum- um virðist sem þetta vandamál sé vaxandi að tíðni og alvarleika en erfitt er að vita hvort um raunveru- lega aukningu eða sýndaraukningu er að ræða. Til dæmis gæti verið um betri greiningaraðferðir að ræða, konur séu komnar meira út á vinnumarkaðinn en áður var og fleiri menningarlega þætti. Flestir kannast við eða hafa heyrt um kon- ur sem þjást af grindarlosi en fáir vita hvað grindarlos er í raun. I mjaðmagrindinni eru þrír stórir liðir; tveir spjaldliðir að aftan og lífbeinið sem er brjóskliður, að framan. Þessir liðir eru festir saman með sterkum liðböndum sem koma í veg fyrir að liðirnir hreyfist en leyfa þeim að dúa þannig að mjaðmagrindin virki sem dempari fyrir hrygginn. Hjá óléttum konum xer aukin framleiðsla á kvenhormón- unum relaxín, östrógen og prógest- erón sem leiðir til þess að liðbönd og bijósk þessara liða verða mýkri og grindin verður þessvegna hreyf- anlegri. Sumar konur fá samhliða þessu verki. Séu verkirnir svo mikl- ir að þeir trufli daglegt líf konunn- ar er ekki lengur um eðlilegt ástand að ræða. Norska læknafélagið skilgreindi 3 hugtök þessu viðkomandi árið 1990 sem ég hef lauslega þýtt: 1) Lífeðlisfræðilegt grindarlos: yeðlilegt ferli sem allar konur ganga i gegnum á meðgöngu, fram að fæðingu barns. Þetta grindarlos er einkennalaust. 2) Grindarlos með einkennum: ferli sem er oftast kallað grindarlos og fylgja því miklir eða litlir verkir og mismunandi mikil hreyfihömlun á meðgöngunni. 3) Grindarliðasyndrom: ástand sem litið er á sem fylgiástand eftir grindarlos þegar meðgöngu er lokið. Alþóðleg skammstöfun fyrir bæði grindarlos og verki eftir meðgöngu er PPPP - Peri-partum- pelvic-pain. Á íslandi eru ekki til skilgreiningar á hugtökum þessa efnis en orðin grindarlos og grindargliðnun eru notuð jöfnum höndum. Ég kýs að nota grindarlos meðal annars vegna þess að mér fínnst það þjálla. Ég nota það hér yfír verkina bæði fyrir og eftir fæðingu. Hvað orsakar grindarlos? Enn er ekki vitað hver orsök grindarloss er. Rannsókn MacLenn- an (1991) sýndi jákvæða fylgni milli magns hormónsins relaxíns á meðgöngu og verkja og flestar kon- ur sem fundu til verkja á meðgöngu höfðu relaxínmagn yfir meðallagi (sumar langt yfir). Einnig sýndi hún að þær konur sem höfðu mest relax- ínmagn voru lengstan tíma að ná ?sér eftir meðgönguna. Þess ber þó að gæta að einungis voru 35 konur með grindarlos í þessari rannsókn og þarf því fleiri rannóknir til að staðfesta þessar niðurstöður. Hansen og Nielsen segja (1995) að oft sé því haldið fram að grindar- los geti komið eftir 5. mánuð með- göngu vegna framleiðslu relaxíns og að þessir verkir hverfu stuttu eftir fæðingu. En nýrri rannsóknir bæði MacLennans og R. Vandelens hafi sýnt relaxín fyrr á með- göngunni, og líka utan meðgöngu- tíma. í rannsókn Hansen og Nielsen kom í ljós að einkennin byija oftar snemma á meðgöngunni en áður var talið. Á fyrstu meðgöngu fengu 30% kvennanna verki á fyrsta þriðj- ungi meðgöngu, 45% á öðrum þriðj- ungi og 25% á síðasta þriðjungi meðgöngu. Rannsóknin beindist að því að reyna að finna aðra þætti en hormónalega sem gætu verið sameiginlegir konum sem fá lang- varandi grindarloss- verki. í Ijós kom að konur sem fá grindar- los eru meðalkonur, t.d. hvað varðar hæð, þyngd, aldur, reyking- ar, hreyfingu, athafna- semi, þunglyndi, bak- verki fyrir meðgöngu og aðra sjúkdóma. Það er þó alls ekki útilokað að um sé að ræða sam- verkandi þætti, t.d. hormónalega og bygg- ingalega. Það hefur ekki verið rannsakað hvort konum með ákveðna byggingu í mjaðmagrind sé hætt- ara við að fá grindarlos en öðrum. Sumir sjúkraþjálfarar sem með- höndla bakverkjasjúklinga hafa tekið eftir slíkum tengslum. Einnig Flestir kannast við eða hafa heyrt um konur sem þjást af grindarlosi en fáir vita hvað grind- arlos er í raun. Þóra Bryndís Þórisdóttir gerir hér grein fyrir þessu fyrirbæri og boð- ar stofnun íslensks félags fyrir konur með Þóra Bryndís Þórisdóttir grindarlos. voru enn með verki ári eftir fæðingu. Hver eru einkennin? Rannsókn Hansen og Nielsen sýndi að verk- irnir aukast við stöður, göngu, almenna vinnu, setu og legu. Þeir auk- ast yfir tíma (því leng- ur sem eitthvað er gert, t.d. ef setið er lengi því meiri verða verkirnir), án sér- stakra dægursveiflna. Verkirnir eru aðallega á mótum mjóbaks og spjaldbeins, í lífbeininu og i spjaldliðunum. Þeir eru í minna mæli á rassvöðvasvæðinu, á aftan- verðum lærum og í nára. Hjá konum með grindarlos er hægt að tala um álagsþröskuld, þær þola ákveðið álag áður en verkir fara að síga á. Ef þær hvíla sig ekki þegar verkirnir koma eða áður en þeir koma heldur keyra sig áfram lækkar þröskuldurinn. Það er því nauðsynlegt að taka tillit til verkj- anna og þekkja sinn þröskuld. Grethe Skylv sem er danskur álag á mjaðmagrind eða skakkar hreyfingar, svo sem að ryksuga, þvo gólf, ekki standa lengi við upp- þvott, og ekki sitja í skakkri stöðu t.d. við bijóstagjöf. Hvernig er hægt að fyrirbyggja langvarandi verki vegna grindarloss? Hjá þeim konum sem fá ekki grindarverki á meðgöngu og hjá þeim sem fá verki en fá viðeigandi meðferð á meðgöngu og eftir fæð- ingu, fer hreyfanleiki vöðva og liða- móta aftur í eðlilegt ástand, þannig að grindin verður stöðug á ný. En þær konur sem þjást af grindar- verkjum í meira en 3-4 mánuði eft- ir fæðingu, hafa enn of mikinn hreyfanleika í liðamótum mjaðma- grindar vegna þess að liðbönd og liðpokar verða sífellt fyrir röngu álagi, að hluta til vegna þess að vöðvarnir kringum mjaðmagrindina vinna óeðlilega, að hluta til vegna þess að grindin læsist í spjaldliðun- um eða liðimir renna til. Ef ein liðamót mjaðmagrindar virka ekki eðlilega er hætta á ofreynslu á hin liðamótin vegna aukins átaks á liðpoka og liðbönd. Það myndast þá slit í vefjaþráðum, jafnvel við smávægilegar venjuleg- ar hreyfingar, sem væru algerlga hættulausar hjá heilbrigðu fólki. Þetta slit á vefjaþráðum veldur sársauka sem hamlar notkun að- liggjandi vöðva svo þeir verða veik- ari og síður til þess fallnir að halda mjaðmagrindinni stöðugri. Þar með er hafin hin óheillavænlega hring- rás sem getur haldið áfram árum saman ef hún er ekki stöðvuð með viðhlítandi meðferð. Líkja má því Lífbein er hugsanlegt að konur sem eru almennt ofhreyfanlegar í liðamót- um líkamans séu í meiri hættu en aðrar (constitutional hypermobi- lity). Hve margar konur fá grindarlos? Norskar rannsóknir benda til að á milli 25% og 33% allra kvenna í Noregi fái grindarlos. Flestar ná sér að fullu eftir meðgönguna. Sum- ar ná sér smám saman á mjög löng- um tíma, en aðrar eiga við verki að stríða í mörg ár eftir meðgöngu. Spurningakönnun sem Kogstad birti árið 1988 (sjá Hansen og Niels- en 1995) sýndi að 23% kvenna sögð- ust hafa haft grindarlos. Hann fann grindarlos hjá 8% þessara kvenna 4 mánuðum eftir fæðingu, og 3% sérfræðingur í gigtarlækningum og endurhæfíngu, hefur sérhæft sig í greiningu og meðferð grindarloss. Hún ritar: „Einkenni sjúkdómsins koma fram sem verkir í mjaðma- grind og fótum og geta verkirnir færst mjög til, jafnvel á sama degin- um, sem ruglar bæði konuna og meðhöndlarann í ríminu. Þetta er vegna þess að verkirnir eiga upptök sín á mismunandi stöðum í mjaðma- grindinni - á lífbeinsmótum, spjald- liðum, liðböndum, liðpokum og vöðvum, og verkirnir fara eftir því hvar ertingin er mest hveiju sinni. Verkjunum fylgir oft dofi eða sting- andi tilfinning. Stundum láta vöðv- arnir allt í einu undan þannig að konan hefur á tilfinningunni að hún geti ekki hreyft annan fótinn fram fyrir hinn, að bakið láti undan, eða mjaðmagrindin sé að gliðna þegar hún ætlar að snúa sér við eða hreyfa sig. Sjúkdómseinkennin segja til sín við allar hreyfingar sem hafa áhrif á liðamót í mjaðmagrind, s.s. við gang, einkum stigagang, þegar breytt er um stöðu t.d. frá sitjandi í liggjandi stöðu og eins við snúning í rúmi. Sumar konur þurfa á hjálp að halda við þessar hreyfingar sem verður þess valdandi að þær eru upp á aðra komnar, t.d. ef þær þurfa að fara á salerni að nóttu til. I mörgum tilvikum getur sjúkling- urinn ekki lyft eða borið t.d. barnið sitt eða innkaupatösku og ekki framkvæmt vinnu sem felur í sér sem gerist í liðamótum mjaðma- grindar við snúinn ökkla og tala um snúna mjaðmagrind. Slit á vefjaþráðum (fibersprængninger) gerir liðinn óstöðugri þannig að meiri hætta er á að maður snúi sig aftur sem skapar ný slit á vefja- þráðum. Þar sem við vitum að auki að vefjaþræðir í liðpoka og liðbönd- um eru 6-8 mánuði að ná sér á ný eftir að hafa orðið fyrir röngu álagi, er ekki skrýtið að kona með ómeð- höndlað grindarlos geti verið með einkenni í marga mánuði, eða ár eftir fæðingu." Flestir sérfræðingar ráðleggja notkun hjálpartækja á meðgöngunni og eftir hana eins og þörf er á til að koma í veg fyrir of mikið álag á liðböndin og slit sem getur orðið að varanlegum skaða. Þetta eru t.d. veltilak til að eiga auðveldara með að snúa sér í rúminu, hækjur, grip- töng til að þurfa ekki að beygja sig eftir smáhlutum, stuðningsbelti o.fl. Best væri ef hægt væri að koma upp lánskerfí á slíkum hlutum fyrir konur með grindarlos því langflestar þurfa aðeins á þeim að halda í nokkra mánuði. Hvernig er líf kvenna með grindarlos? Rannsókn Hansen og Nielsen leiddi í Ijós að í mörgum tilvikum koma verkirnir í veg fyrir að konur geti sinnt athöfnum daglegs lífs. Verkirnir hafa mikil áhrif á fé- lags-, atvinnu- og menningarlíf og virðast hafa í för með sér mikla örvæntingu, minnkaða sjálfsvirð- ingu og tímabundið þunglyndi. Ungar konur með smábörn eru í þeirri aðstöðu að geta lítið eða ekk- ert annast bam sitt/böm sín, geta ekki tekið þátt í leikfimi, skokki eða stundað neina þá hreyfingu sem þær vom vanar, geta jafnvel bara farið í 5-10 mínútna gönguferð á jafnsléttu. Þær geta ekki þrifíð heima hjá sér og lítið tekið til, þvottakarfan, burðarrúmið, kerran og tröppumar verða illyfirstígan- legar hindranir sem valda kviða. Þær eiga erfitt með að versla og geta ekki setið nema mjög stuttan tíma í einu. Þær eru hræddar í mannþröng af því að það er sárt þegar einhver rekst í þær. Islenskar konur em flestar sam- viskusamar og vilja standa sig. Þær eru vanar að vinna mikið, taka sér svo frí frá erli dagsins, helst þegar þær hafa verið duglegar og eru ánægðar með árangurinn. En konu með grindarverki tekst aldrei að klára það sem kallast eðlilegt dags- verk! Hvenær á hún þá skilið að fá sér frí, fara í Heiðmörk, fjölskyldu- garðinn eða út að skemmta sér? Við bætist að ef hún gerir þetta er heill dagur með skylduverkum fyrir bí, verkirnir leyfa ekki nema ákveðið mikið álag, sama hvort það er skemmtilegt sem konan tekur sér fyrir hendur eða ekki. Konurnar hafa um tvennt að velja. Að pína sig áfram í vinnu, halda sér gangandi á verkjalyfjum og eyðileggja líklega þannig mögu- leika sína á að ná sér nokkurn tíma, eða taka tillit til verkjanna, hlusta á eigin líkama. Ef þær velja síðar- nefnda kostinn, sem er nauðsynlegt ef þær vilja einhvern tímann ná sér eða verða skárri, þýðir það gífurleg áhrif á fjárhag fjölskyldunnar. Áhrifin á fjárhaginn eru á þrenna vegu: 1) Beinn kostnaður svo sem við kaup á hjálpartækjum, þyngdar- dreifandi sessu, stól, grindarbelti, hækjum, griptöng, veltilaki, hjóla- stól og skóm, leikskólapláss, heimil- ishjálp, sjúkraþjálfun, nudd eða aðrar meðferðir, kaup og rekstur bíls eða leigubíll. 2) Skertir möguleikar á að afla tekna. 3) Skertir möguleikar á að drýgja tekjur svo sem með því að sauma föt á börnin, taka slátur, tína ber og sulta, rækta grænmeti í garðin- um o.s.frv. Hvernig eru aðstæður kvenna með grindarlos á íslandi? Á íslandi er enginn læknir sér- hæfður í greiningu og meðferð grindarloss. Margir virðast hafa þá trú að það sé ekkert við grindarlosi að gera nema bíða og láta tímann lækna meinin. Þegar konur fá lang- varandi verki vegna grindarloss eru margir læknar sem senda þær í röntgenmyndatöku og segulómun en láta þær undantekningalítið liggja við myndatökuna. í liggjandi stöðu sést ekki hvort grindin er skökk. Slík myndataka getur einnig leitt til rangrar sjúkdómsgreiningar því stundum sést slit í liðum og er þá hætta á að konan verði greind með slitgigt og haldið að verkirnir stafi af því. Verkir flestra kvenna eru vegna rangrar starfsemi grind- arinnar. Til þess að starfsemin sjá- ist þarf að taka mynd af konunni standandi og standandi á hvorum fæti fyrir sig. Orfáir sjúkraþjálfarar hér kunna að greina starfsemi mjaðmagrindar nákvæmlega og meðferðir þeirra eru misgóðar. Flestir segja konunni að styrkja sig á einhvern hátt, en þegar læsing er í einhveijum liða mjaðmagrindarinnar er ekki hægt að þjálfa vöðvana upp hvern í sam- ræmi við annan. í slíkum tilfellum verður að losa um liðina fyrst með aðferðum sem valda sem minnstu álagi á þá. Það er að miklu leyti tilviljun háð hvaða leiðbeiningar konur með grindarverki fá, hvernig þær eru meðhöndlaðar og hverskon- ar æfingar þeim er sagt að gera. Vegna þess hve fáir kunna að greina vandamálið hér geta konur gengið á milli lækna og sjúkraþjálf-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.