Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Sátt um nýjan lánasjóð UNDANFARIN misseri hefur nefnd á vegum menntamála- ráðherra unnið að end- urskoðun á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Lítið ból- ar á tillögum nefnd- arinnar og er náms- menn farið að lengja eftir frumvarpi til nýrra og námsmanna- vænna laga um sjóð- inn. En hveiju vilja námsmenn breyta? Allt frá árinu 1992 hafa námsmenn þurft að búa við það órétt- læti að fá námslán sín greidd út eftir á, þ.e. þegar þeir hafa sýnt fram á tilskilinn námsár- angur á misseri. En er ekki eðlilegt að fólk sýni eðlilega framvindu í námi áður en það fær lán sitt greitt úr ríkissjóði? gæti margur spurt. Jú, að vissu leyti. Það er þó harla ólíklegt að námsmenn sem einu sinni hafa sýnt fram á tilskilinn námsárangur sýni slakan árangur þegar lengra dregur, það er m.a.s. líklegra að árangur batni þegar líð- ur á. Krafa námsmanna hlýtur því að vera sú að eftir fyrsta misseri verði námslán greidd út mánaðar- lega, líkt og laun og framfærslu- styrkir. Hinum vinnandi manni þætti það eflaust harla óásættan- legt að fá laun sín greidd út tvisvar á ári, hvað þá að þurfa að taka bankalán til að framfleyta sér og sinum á milli útborgunardaga. Mikið hefur verið rætt um skuldasöfnun heimilanna að undan- fömu og þá streitu sem slæm fjár- hagsstaða hefur á fólk. Þar em námsmenn ekki undanskildir. Við núverandi lánasjóðskerfí er fjöldi námsmanna settur í þá stöðu að þeir beinlínis neyðast til að taka HUSGAGNAHOLUN Bildshöföi 20 - 112 Rvik ■ S:587 1199 2H2 kr. 152.320,- 2H3 kr. 158.640,- Ef vill pá er hægt að snúa Valby hornsofanum íhvora átt sem er. -Láttu það eftir þér- og komdu og sxoðaðu Valby strax í dag. Við tökum vel á móti þér. VERIÐ VELKOMIN Verðdæmi á Valby 3-1-1 j eða Valby 2H3 til 24 mán. Meðalafborgun Kr. 7.850,- á mánuði með vöxtum og kostnaði. y/SA Við opnum alltaf kl. 9 Efsvo er, þá skaltu koma og líta á Valby sófasettið því það er bæði vandað og þægilegt sófasett. Hátt bak og nautsterkt leður á slitflötum gerir það að verkum að Valby sófasettið er frábær kostur fyrir íslensk heimili. Margir leðurlitir. 3ja 2ja 1 stóll kr. 3ja 1 stóll 1 stóll kr. 158.640, bankalán ætli þeir að stunda nám sitt. Þegar kemur að prófdögum bíður þeirra síðan tvöfalt álag, í fyrsta lagi að standast prófín og í öðm lagi sá vemleiki að ef þeim mistekst bíða þeirra bankavextir og annar vanskilakostnaður. Að auki má benda á að námslán mið- ast við gmnnframfærslu og dregst þessi kostnaður bankanna frá henni. Þannig verður námslánið í raun verðminna en því er ætlað. Standist námsmaður ekki öll próf er honum jafnvel gert að lifa á 75% af gmnnframfærslu! En em námsmenn að krefjast þess að gamalt gallað kerfí verði tekið upp að nýju? Nei, þrátt fyrir að svo megi skilja af orðum mennta- Fólki þætti eflaust óásættanlegt, segja Reynir Þór Signrðs- son og Þórður Krist- leifsson, að fá laun að- eins greidd tvisvar á ári. málaráðherra á heimasíðu sinni. í tillögum námsmanna er reyndar gert ráð fyrir að samtímagreiðslur verði teknar upp að nýju en að áfram verði öflugt eftirlit með námsárangri. Verði samtíma- greiðslur teknar upp munu náms- menn losna við að taka dýr banka- lán og við það öðlast betri yfírsýn yfír íjármál sín. Standist þeir ekki lágmarkskröfur lenda þeir ekki í fjárskuld við bankann heldur í árangursskuld við lánasjóðinn sem leiðrétta þarf fyrir næsta skólaár ætli námsmaður að halda fullum samtímagreiðslum. Ofangreind atriði eru bara hluti af þeim tillögum sem námsmenn hafa sett fram í viðræðum um ný lánasjóðslög og um leið það sem brýnast er að verði lagfært. Teljum við kröfur þessar bæði sanngjamar og raunhæfar. Hvetjum við alþing- ismenn til að styðja fmmvarp um Lánasjóð íslenskra námsmanna þar sem kveðið er á um samtímagreiðsl- ur og lækkun endurgreiðsluhlutfalls. Aðeins þannig næst fullkomin sátt um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Höfundar eru nemar við KHÍ og sitja ístjórn BÍSN, Bandalags íslenskra sérskólanema. Nýkomin ódýr núttfatnaður, leikfóng og gjafavara. Vlœsimegjcm í leiðinni GUsibx, s. 553 3305 Aðventusöfnun Caritas Islands til styrktar Alzheimersjúklingum og aðstandendum þeirra GLAÐUR og hraustur í dag — far- lama og vesæll á morgun hafa orðið ör- lög margra. Elli og hrömun bíður okkar flestra. Síðasta áfangnn getum við átt undir högg að sækja. Sumir eru lamaðir af ýmsum sjúkdómum, aðrir illa áttaðir eins og heiðursmaður sem fannst um hánótt á náttfötunum úti á götu, enn aðrir búa í heilsuspillandi hjöllum og skúram. „Skiljið þið ekki að gamalt fólk hefur sál?“ æpti ung örvingluð kona sem brast í grát fyrir framan elskulegan félagsmálafulltrúa þeg- ar hún komst að því að kerfíð hafði engin úrræði til lausnar. Ungu fólki í blóma lífsins fínnst ellin óralangt í burtu og lítil ástæða til að gera sér ótímabærar grillur. En hratt líður stund og flest verð- um við einhvem tíma gömul. Auk þess er okkur hollt að leiða hugann að því að ekkert okkar veit eða fær nokkru ráðið um það hvað framtíð- in ber í skauti sér. Heilabilun eða elliglöp eru í dag greind sem eiginlegir sjúkdómar. Algengastur þessara sjúkdóma er Alzheimersjúkdómurinn sem oft hefur vérið nefndur sjúkdómur ald- arinnar. Hann getur heijað á fólk innan við fímmtugt. í Bandaríkjun- um er Alzheimersjúkdómurinn fjórða algengasta dánarorsökin. Sjúkdómurinn er ólæknandi og orsakimar eru óþekktar. Með vax- andi velmegun hækkar meðalaldur fólks. Því má gera ráð fyrir að í nánustu framtíð eigi Alzheimer- sjúklingum eftir að fjölga. Talið er að því yngri sem viðkomandi er þegar hann tekur sjúkdóminn því hraðar gangi þróun hans. Alz- heimersj úkdómurinn er einnig algengari hjá konum en körlum. Hvers vegna vita menn ekki. Það var árið 1906 að þýski læknirinn Alois Alzheimer kom fyrst fram með kenn- ingar sínar um sjúk- dóminn sem alla tíð síðan hefur verið við hann kenndur. í grein sinni lýsti hann Alz- heimersjúkdómstilfelli fimmtugrar konu sem hafði verið sjúklingur hans. Konan hafði þjáðst af sívaxandi minnisleysi og áttunarleysi, sem einna helst minnti á elliglöp þó hún væri enn á besta aldri. Sjúkdómur- inn leiddi til dauða konunnar. Við krafningu fundust óeðlilega sam- tvinnaðir taugakönglar í heila hennar. Taugaframum hafði fækk- að, heilinn hafði rýmað og víða oru svokallaðar elliskellur. Grein Linum þjáningar þess fólks, segir Sigríður Ingvarsdóttir, sem stendur höllum fæti í lífsbaráttunni. Alzheimers um þessar breytingar sem áður höfðu fundist hjá háöldr- uðu fólki, vakti mikla athygli. Sjúkdómurinn lýsir sér í hægt vax- andi minnistapi sem síðan ágerist. Viðkomandi verður gleymnari en eðlilegt getur talist og á erfitt með að tileinka sér nýja vitneskju eða ræður ekki við verkefni sem út- heimta skýra hugsun og útreikn- inga. Sjúklingurinn lendir í erfið- leikum í starfi. Seinna dregur úr hæfíleikum til að hreyfa sig og tala. Fyrst í stað á sjúklingurinn erfitt með að fínna rétta órðið yfir hlutina eða notar röng orð, en smám saman reynist honum erfitt að tjá sig. Hann hættir að skilja útskýringar, verk- efni sem áður vora auðveld verða smám erfið viðureignar eða óleys- anleg og rithöndin breytist. Sjúkl- ingurinn villist, gleymir að hann hefur kveikt á eldavélinni, misskil- ur það sem gerist og dómgreind skerðist. Persónuleikinn getur breyst, þunglyndi og kvíði geta sótt að. Að lokum verður sjúkling- urinn rúmliggjandi og sjúkdómur- inn leiðir hann til dauða. Sigríður Ingvarsdóttir Nýr útsölustaður með MARBERT í nýrri Kringlu. Heiðar Jónsson snyrtir. farðar viðskiptavini þeim að kostnaðarlausu fimmtudag og föstudag frá kl. 14-18. Muí \ca«Ptt #• Kringlunni, sími 5881001
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.