Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Friðbjörn Guð- brandsson fæddist í Önundar- holti í Villingaholts- hreppi 8. apríl 1902. Hann andað- ist á hjúkrun- arheimilinu Eir hinn 4. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Hólmfríður Hjartardóttir, f. 10. maí 1875 á Hlemmi- skeiði, d. 11. febr- úar 1945, og Guð- brandur Tómasson, f. 18. mars 1863 í Auðsholti í Biskupstungum, d. 17. febrúar 1941. Þau hjón hófu búskap á Bolafæti (1893-1901), svo í Ón- undarholti (1901-1906) og loks í Skálmholti, einnig í Villinga- holtshreppi. Þar bjuggu þau þar til þau létu af búsforráðum 1931 og Tómas, sonur þeirra, tók við. Þau hjónin áttu 13 böm. Þau vom Hjörleifur, bóndi í Reykjavík, f. 1894, d. 1979; Kristín, húsmóðir í Reykjavík, f. 1895, d. 1991; Tómas, bóndi í Skálmholti, f. 1897, d. 1984; Guðrún (eldri), húsmóðir í Reykjavík, f. 1899, d. 1954; Þorsteinn, iðnrekandi á Sel- ijamarnesi, f. 1900, d. 1981; Friðbjöra, yfirverkstjóri bygg- ingafyrirtækisins Goða hf.; Halldór, bóndi í Heiðarbæ, f. 1903, d. 1976; Ólafur, f. 1905, d. 1916; Þorbjöra, fv. bóndi í Glóru, f. 1906; Guðrún, húsmóð- ir fyrst í Ketilhúshaga á Rang- árvöllum en síðan á Selfossi, f. 1908, d. 1996; Guðfríður, hús- móðir í Kílhrauni á Skeiðum, f. 1909, d. 1996; Kristinn, verkamaður í Reykjavík, f. 1911, d. 1983, og Guðni, f. 1913, d. 1914. Þar að auki ólu þau upp 14. baraið, fósturdótturina Lilju M. Fransdótt- ur, f. 1922. Hinn 9. júní 1834 kvæntist Friðbjörn Guðmundu Mar- gréti Guðjónsdótt- ur frá Dísarstöðum í Sandvíkurhreppi, f. 8. ágúst 1909. Hún lést á heimili þeirra á Hofteigi 34 í Reykjavík hinn 28. júní 1994. Foreldr- ar Guðmundu voru Guðjón Tómasson frá Auðsholti í Bisk- upstungum, bóndi á Dísarstöðum, og kona hans, Þuríður Hannesdóttir frá Skip- um við Stokkseyri. Börn þeirra Guðmundu og Friðbjöras eru Hólfríður Birna, starfsmaður Kennaraháskóla Islands, f. 1934, gift Herði Vilhjálmssyni, fjármálastjóra ríkisútvarpsins, Gíslína Guðrún, myndlistar- maður, f. 1935, gift Bjarna Ein- arssyni, hagfræðingi, og Gunn- ar Kristinn, arkitekt, kvæntur Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur, dósent við Háskóla Islands. Baraabörn Friðbjöras og Guð- mundu eru tíu og barnabarna- böra sex. Friðbjörn stundaði sjóinn um árabil, fyrst á áraskipi frá Þor- lákshöfn og síðan á skútu, á vélbátum, línuveiðara og loks um árabO á togara. Hann fór í land um 1940 til þess að hefja störf hjá nýju byggingarfélagi, Goða hf. Hjá því fyrirtæki starfaði hann svo sem yfirverk- stjóri þar til fyrirtækið hætti byggingastarfsemi. Eftir það vann Friðbjörn umsjónarstörf og fleira á meðan aldur og heijsa leyfðu. Utför Friðjörns verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekkert fær stöðvað straum tímans. Fyrir tæpum 40 árum kom ég ungur maður á heimilið á Hof- teigi 34. Yngri dóttir húsráðanda kynnti mig fyrir föður sínum, snaggaralegum, snyrtilega klædd- um manni á besta aldri. Aldrei þessu vant fann ég til dálítillar feimni, því mér fannst húsráðandi horfa á mig gagnrýnum augum. Eg vildi gjarna koma honum vel fyrir sjónir, því ég hafði áhuga á nánari og lengri kynnum. En ég hefði getað sparað mér áhyggjurn- ar. Með mér og tengdaföður mínum, Friðbirni Guðbrandssyni, tókst smám saman vinátta, sem varð stöðugt traustari. Þegar að loka- kafla ævi hans á hjúkrunarheimil- inu Eir kom urðu samskipti okkar einlægari. Þá ræddum við um ævi Friðbjörns, um Skálmholt, þar sem hann ólst upp í hópi 13 systkina auk fóstursystur, um vertíðirnar í Þorlákshöfn með Bjarna Grímssyni, Stokkseyrarbónda, á tólfæringnum hans, um skólaárin á Laugarvatni og margt fleira. Einnig ræddum við hispurslaust um eilífðarmálin, um dauðann og lífið sem þá tæki við. Hann Friðbjörn var merkilegur maður og frábær fulltrúi kynslóðar sinnar, sem ég hef gjarna kallað fullveldiskynslóðina, börn alda- mótafólksins, unga fólkið, sem fór að láta til sín taka í kringum og eftir 1920. Aldamótakynslóðin kom á heimastjóm, byggði upp hug- myndafræði, vélbáta- og togara- flota og háskóla og hún studdi lista- menn til dáða og margt gerði hún fleira. Samt var mikið ógert ög unga fólkið, sem tók við fullveldinu, ein- setti sér að bæta úr því og byggja á fullveldinu þjóðfélag frelsis og framfara, þjóðfélag framtíðarinnar, og það gekk til verks fullt af bjart- sýni. Þetta bjartsýna unga fólk hafði ekki að skipulögðu menntakerfí að ganga öðru en því sem það ólst upp við í baðstofum sveitanna. Því varð það verkefni þeirra að byggja það upp. Ekki var heilbrigðiskerfíð held- ur beysið og berklamir vom land- lægir og fjölmörg ungmenni féllu fyrir þeim. Úr þessu varð einnig að bæta. Þau, sem eftir lifðu stofnuðu fjölskyldur og heimili í skugga kreppu og atvinnuleysis. En þetta fólk vann hörðum höndum, karlar sem konur, hvort kynið á sinn hátt, og þrátt fyrir allt í bjargfastri, bjart- sýnni og sterkri von og trú á land og þjóð. En það merkilega sem gerðist var að dæmin gengu upp, bjartsýnin reyndist raunsæ og draumarnir rættust. Því fengu þau, flest kannski sem roskið eða gam- alt fólk, að njóta ávaxta erfiðisins. Þetta er eitt af þessum mörgu ís- lensku ævintýrum. Friðbjöm ólst upp á góðu sveita- býli, Skálmholti í Villingaholts- hreppi, í hópi 13 systkina og einnar fóstursystur. Foreldrar þeirra, Guð- brandur Tómasson frá Auðsholti í Biskupstungum og Hólmfríður Hjartardóttir frá Hlemmiskeiði, vora hæfileikafólk og þeim búnaðist vel. Þrátt fyrir mikla ómegð var nóg að bíta og brenna handa öllum. Engu að síður byggðist velferð fjöl- skyldu og hjúa á mikilli vinnu og á útsjónarsemi og stjómunarhæfileik- um, sem hæft gætu þörfum nútíma- fyrirtækis. Bömin fengu að sjálf- sögðu sín verk að vinna strax og þau gátu valdið vettlingi en auk þess var heimilið á sinn hátt mennta- og menningarstofnun, sem sá bömunum og fleirum fyrir nauð- synlegri kunnáttu_ og þekkingu á ýmsum sviðum. A þessum árum fylgdist fólk náið með ungu skáld- Erfidrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í símum 568 9000 og 588 3550 unum, sem hvert á fætur öðra létu til sín heyra, og mjög margir, sér- staklega fólk í sveitum, lærði ótrú- legan fjölda ljóða utanbókar. Um þetta leyti var söngurinn einnig að nema land á íslandi í meira mæli en verið hafði. Allir urðu fyrir snert- ingu frá þessum menningarstraum- um og áreiðanlega Skálmholtsfólkið einnig í ríkum mæli. Öflug menn- ingarleg áhrif heimilisins komu fram hjá Friðbimi þegar hann stundaði nám við héraðsskólann á Laugavatni. Til era ritgerðir og stíl- ar eftir hann, og það sem þar er áberandi er fegurð íslenskunnar, sem Friðbjöm áreiðanlega hafði tekið með sér úr foreldragarði. Að sjálfsögðu urðu þau Friðbjörn og systkin hans, eins og langflest íslensk ungmenni á þessum áram, að taka til hendi við búskapinn og við önnur sveitastörf. Sem ungling- ur vann Friðbjörn hjá „Sigurði í Görðunum", þar sem nú er Ægisíða í Reykjavík. Síðan fór hann að stunda sjómennsku með Bjama Grímssyni, Stokkseyrarbónda, en hann gerði tólfæring út frá Þoríáks- höfn. I áhöfninni var sonur Bjama, Haraldur B. Bjarnason, síðar múrarameistari, en með honum og Friðbimi varð mikill vinskapur. Þetta var ugphaf sjómennskuferils Friðbjöms. Á því tímabili stundaði hann sjó á skútu, á vélbátum og á línuveiðara en þó lengst á togurum, mest á b.v. Arinbirni hersi þar sem hann var bátsmaður. Það er til marks um dugnað Friðbjörns og alla fæmi, að aldrei vantaði hann skipsrúm öll kreppuárin. Það mun hafa verið 1940, sem Byggingarfélagið Goði hf. var stofnað af nokkram mönnum. For- maður stjómar var Oddur í Glæsi en framkvæmdastjóri Haraldur B. Bjamason. Haraldur fékk Friðbjörn til að fara í land sér til fulltingis, og sá hann um verklegu hlið bygg- ingarframkvæmdanna. Goði hf. varð vel útbúið og af- kastamikið fyrirtæki, sem byggði umtalsverðan hluta þeirra bygg- inga, sem byggðar voru í Reykjavík á 25-30 ára tímibili. Friðbjörn starfaði sem yfirverkstjóri Goða öll árin sem fyrirtækið stundaði bygg- ingarstarfsemi. Síðan var Friðbjörn umsjónarmaður við byggingu Hót- els Esju og eins við Holtagarða. En nú fannst mönnum aldurinn orðinn of hár til þess að Friðbjörn stundaði fasta vinnu. Hann lét sér þó ekki segjast og hóf eigin atvinnu- rekstur í skúmum sínum. Þar fram- leiddi hann það, sem hann kallaði ijarlægðarsteina, úr steinsteypu, sem notaðir vora til að halda steypustyrktaijárni frá mótunum. Þessi rekstur gekk vel, en ekki mun Friðbjörn hafa selt steinana dýrt. Jafnmikils virði mun það hafa verið honum að hitta kunningja og það að fylgjast með framkvæmdum. Þann 9. júní 1934 steig Friðbjörn mikið gæfuspor þegar hann gekk að eiga Guðmundu Margréti Guð- jónsdóttur frá Dísarstöðum í Sand- víkurhreppi. Guðmunda fæddist 8. ágúst 1909 og hún lést á heimili þeirra að Hofteigi 34 í Reykjavík hinn 28. júní 1994. Foreldrar Guð- mundu vora hjónin Guðjón Tómas- son frá Auðsholti í Biskupstungum, bóndi á Dísarstöðum, og kona hans, Þuríður Hannesdóttir frá Skipum við Stokkseyri. Böm þeirra era þijú, Hólmfríður Bima, starfsmaður Kennaraháskóla íslands, sem gift er Herði Vilhjálmssyni, fjármála- stjóra Ríkisútvarpsins, Gíslína Guð- rún myndlistarmaður, gift Bjarna Einarssyni hagfræðingi og Gunnar Kristinn arkitekt, kvæntur Ellu Kolbrúnu Kristinsdóttur, dósent við Háskóla íslands. Bamabörnin era tíu, öll með háskólapróf, og bama- bamabömin era sex. Þau Friðbjöm og Guðmunda voru, eins og góðu sveitafólki sæmdi afar gestrisin. Bæði komu þau úr nær jafnstórum systkinahóp- um og austur í sveitum áttu þau bæði að auki mikinn frændgarð. Auk þessa var heimilið ávallt opið kunningjum bamanna. Það var mér, sem á tvö systkini, nýmæli og mikið verk að kynnast þessum stóra ættingjahópi en allt tókst það enda t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR EGGERTSSON, Þinghólsbraut 65, Kópavogi, lést á heimili sínu 12. nóvember sl. Þrúður Guðmundsdóttir, Hraf nhildur Gunnarsdóttir, Hugrún Gunnarsdóttir, Gylfi Guðnason, Eggert Gautur Gunnarsson, Svanhildur Skaftadóttir, Gerður Helena Gunnarsdóttir, Joel Ohlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA JÓNSDÓTTIR, Höfðabraut 8, Akranesi, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. nóvember kl. 14.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness. Börn, tengdabörn, barnabörn og iangömmubörn. t Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma, GUÐRÚN H. ÁRNADÓTTIR, Meistaravöllum 31, verður jarðsett frá Fríkirkjunni í Reykja- vík föstudaginn 15. nóvemberkl. 15.00. Edda Runólfsdóttir, Einar Sigurþórsson, Guðrún Edda Einarsdóttir, Sunna Halla Einarsdóttir, Hrefna Lind Einarsdóttir. FRIÐBJÖRN GUÐBRANDSSON allt fólk sem eftirsóknarvert var að kynnast og vera með. Minnisstæð- ast af öllu er þó tímabilið frá jólum fram yfír nýár á Hofteignum. Þá var sjónvarpið ekki komið og því varð maður að vera mannsgaman. Þá komu systkin Hofteigshjónanna í jólaheimsóknir og þáðu veitingar, spilað var á spil og rætt um heima og geima. Fyrir mig voru þetta frá- bærar stundir því á heimaslóðum mínum í Reykholti í Borgarfírði komu staðarfjölskyldurnar saman á sama hátt. Ekkert stöðvar straum tímans og öll verðum við að taka því að nánasta umhverfí okkar breytist og að ástvinir hverfí okkur sjónum. Þetta era lögmál lífsins. Hið óvænta og skyndilega fráfall Guðmundu var Friðbimi og okkur öllum mikið áfall en jafnvel þessu áfalli tók hann með æðraleysi. Þetta lýsir mannin- um Friðbirni Guðbrandssyni afar vel. Með sama æðraleysi tók hann hrörnun elliáranna þótt þessum ork- umikla manni sviði sáran að geta ekki lengur valdið ýmsu því, sem hann hafði átt auðvelt með áður. Hins vegar kveið Friðbjörn ekki sín- um eigin vistaskiptum. Hann var ekki í vafa um að Guðmunda og systkinahópurinn mundi taka á móti honum þegar til fyrirheitna landsins kæmi og til þess hlakkaði hann. Friðbjörn Guðbrandsson var mjög vel gefínn og afar virðingar- verður maður. Vinnuævi hans varð mjög löng og öll störf vann hann af stakri natni og samviskusemi. Auk þess var hann afar hjálpsamur og á meðan hann gat var hann ávallt fús til að eyða hluta af hvíld- artíma sínum til að hjálpa ættingja eða kunningja með ýmis verk. Frið- björn skipaði stórt rúm í undirstöðu- atvinnuvegum þjóðar okkar og þar lá hann aldrei á liði sínu og víst er að hlutur hans í uppbyggingu sam- félagsins okkar er stór. Hann hafði kannski ekki mörg orð um tilfinn- ingamál en hann var afar hjartahlýr maður og algjörlega vammlaus. Hann var mjög barngóður og nutu bamaböm hans og barnabarnaböm þess í ríkum mæli. Einnig elskaði hann innilega allt það smáa f nátt- úranni svo sem blómin og lömbin. Við, sem stóðum Friðbimi næst, eigum honum mikið að þakka, og öll söknum við hans mikið. Hann var einlægur í trú sinni á algóðan guð og á framhaldslífíð og hann var á allan hátt ferðbúinn þegar hann lagði af stað í ferðina miklu. Við hjónin og börnin sameinumst í að biðja almáttugan guð að gæta Friðbjöms vel fyrir okkur og að leiða hann um ljóssins vegu þar sem hann á heima. Guð blessi þig um eilífð alla. Bjarni Einarsson. Þeim fækkar óðum sem lifað hafa frá upphafí aldarinnar. Margir ætla, að „sín“ kynslóð hafí bætt stöðu og hag þjóðarinnar meir en nokkur kynslóð önnur. Úrskurður um þetta bíður dóms sögunnar sem löngum reynist annar en samtíma- matið. Það er margra skoðun að aldamótakynslóðin hafí fært þjóð- inni nýja og bjartari lífssýn, jafnvel nýja lífsvon eftir armæðutímabil undangenginna áratuga. Fyrir síð- ustu aldamót rikti hér hálfgert upp- gjafarástand með vantrú á landið og framtíð þess. Upphaf nýrrar ald- ar varð ungum íslendingum mikil hvatning til dáða og framfarahugur greip um sig vítt um landið. Við eigum aldamótakynslóðinni að þakka endumýjað sjálfstraust, trú á landsins gæði, kjark, dugnað og framsýni sem fært hefur þjóðinni þau lífskjör sem hún nú býr við. Friðbjöm Guðbrandsson var aldamótabam, fæddur í Önundar- holti í Flóa á vordögum 1902. Hann sagði það sína fyrstu bemskuminn- ingu er faðir hans reiddi hann sum- arið 1906, þá á 5. ári, á hnakknef- inu fyrir framan sig frá Önundar- holti að Skálmholti austur undir Þjórsá, en foreldrar hans höfðu þá keypt þá jörð. í Skálmholti ólst Friðbjörn upp í stórum systkinahópi og við landið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.