Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINIMIIMGAR FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 49 ) ) ) ) ) I I I i I I s I I 9 s 9 9 « « « + þar tók hann ástfóstri sem entist ævina alla. Á unglingsaldri hóf Friðbjörn sjó- róðra hjá Bjarna Grímssyni, for- manni og síðasta sjálfseignarbónda á Stokkseyri, sem byggðin þar er síðan nefnd eftir. Margoft minntist Friðbjöm vertíðanna með Bjarna, en róið var á sexæringi frá Þorláks- höfn. Vistin þar var oft köld í óhit- aðri verbúðinni, en útgeislun Bjarna formanns jafnaði metin. Hann hafði mikil áhrif og varanleg á sjómann- inn unga, sem dáði létta lund Bjarna, farsæla skipstjóm og veð- urgleggri manni sagðist hann aldrei hafa verið með. Friðbjörn stundaði nám á Laug- arvatni tvo vetur árin 1930-1932. Með honum í skólanum var Halldór bróðir hans, sem alla tíð var honum sérstaklega kær, en Halldór reisti síðar nýbýlið Heiðarbæ í landi Skálmholts. Friðbjörn minntist ár- anna á Laugarvatni ekki síst fyrir öflugt kórstarf, sem þar var haldið uppi. Hann unni söng og tónlist og spilaði t.d. iðulega á munnhörpu fýrir barnabarnabörnin þegar þau heimsóttu hann á Hjúkrunarheimil- ið Eir, þótt kominn væri á tíræðis- aldur. Hinn 6. júní 1934 gekk Friðbjörn að eiga frændkonu sína, Guðmundu Margréti Guðjónsdóttur frá Dísar- stöðum í Flóa. Þau settust að í Reykjavík og búnaðist vel, en Guð- munda var einstaklega vel verki farin, saumaði flestar flíkur sem til þurfti og varð mikið úr því sem hún hafði handa á milli. Guðmunda lést fyrir rúmum tveimur árum og tók Friðbjöm þann missi ákaflega nærri sér. Árið 1935 réðst Friðbjöm til starfa við Ljósafossvirkjun í Soginu, fyrstu virkjunina þar, sem tekin var í notkun í október 1937. Vinnan við þessar virkjunarframkvæmdir varð Friðbirni hrein upplifun. Hann var ævina út þakklátur fýrir að fá að taka þátt í þessari uppbyggingu. Að eiga lítinn hlut að því ævintýri er skref var stigið til að vinna bug á skammdegismyrkri og til að fram- leiða orku sem létti mannshöndinni erfiðið. Þetta skildi hann og minnt- ist þess oft síðar á ævinni. í framhaldi af þessu stundaði Friðbjörn sjómennsku, lengst á tog- aranum Arinbirni hersi. Á stríðsámnum síðari keypti Haraldur Bjamason, áðumeftids Grímssonar frá Stokkseyri, Bygg- ingarfélagið Goða hf. Hann réð Friðbjörn þegar í upphafi sem verk- stjóra fyrirtækisins og áttu þeir síð- an farsælt samstarf í hartnær þijá áratugi. Þetta varð aðalstarfsvett- vangur Friðbjörns og þau eru ófá mannvirkin, fjölbýlishús, raðhús, einbýlishús og önnur, sem Goði hf. byggði. Þau mannvirki urðu ekki alkalí-tæringunni að bráð, þar sem aldrei var notað annað en holtaefni í steypuna hjá Goða hf. og þar töldu menn fráleitt að sækja steypuefni í fjörur eða sjó. Þeir eru ófáir ungu mennirnir, sem tóku hjólböruprófið sitt hjá Friðbimi í Goða. Friðbjöm naut alla tíð einstak- lega góðrar heilsu og var aldrei frá vinnu vegna veikinda. Hann var harðduglegur maður og kappsamur við verk og gekk ótrauður til starfa fram á níræðisaldur. Snemma árs 1993 flutti Frið- björn frá heimili sínu á Hofteigi 34 á Hjúkrunarheimilið Eir, sem þá var að taka til starfa. Á Hofteignum höfðu þau Guðmunda átt heimili Sitt og barna sinna í 47 ár svo þetta voru mikil umskipti fyrir þau þæði. Á Eir naut Friðbjörn einstakrar umönnunar og umhyggju og geta aðstandendur hans seint fullþakkað fórnfúst starf þeirra sem þar veita sína hljóðlátu þjónustu. Undirritaður þakkar rúmlega fjögurra áratuga samfylgd, sem aldrei bar skugga á. Tengdaforeldr- ar mínir á Hofteignum opnuðu á ýmsan hátt fyrir mér nýjar víddir, ný viðhorf, sem jafnframt staðfestu hið fornkveðna, að hver er sinnar gæfu smiður. í athyglisverðum eftirmælum, sem séra Magnús Helgason frá Birtingaholti skrifaði á sinni tíð um Tómas Guðbrandsson frá Auðs- holti, föðurafa Friðbjörns, segir meðal annars: „Hvar sem hann kom fram var hann yfírlætislaus, áreið- anlegur sæmdarmaður." Þessi eink- unn getur vel átt við þann sæmdar- mann, sem við kveðjum í dag. Hörður Vilhjálmsson. Elsku afi minn. í dag er tæplega vika síðan ég sat hjá þér inni á Eir og hélt í hönd þína. Þú sagðir lítið við mig en þess í stað hélstu þétt- ingsfast í mig og ornaðir mér með þinni sterku og hlýju hönd. Á þessu augnabliki streymdu minningarnar fram og þá minntist ég meðal ann- ars þess, að þegar ég var barn fannst mér þú vera með þær hlýj- ustu og sterkustu hendur, sem ég hafði séð. Þar sem ég sat rann það svo vel upp fyrir mér hversu hvíldar þurfi þú varst. Þú varst orðinn þreyttur og heftur af líkama, sem hafði staðið sig svo vel í rúmlega 94 ár en var núna líkami gamals manns. Þú saknaðir ömmu mikið, sem fór svo sviplega, okkur öllum að óvörum fyrir tveimur og hálfu ári. Þegar amma dó varst þú ósátt- ur við að hún skyldi fara á undan þér. Þú elskaðir hana mikið og barst mikla virðingu fyrir henni. Þú talað- ir oft um hana við mig, um hve falleg hún var, unga sveitastúlkan úr Flóanum, sem var sú fallegasta i allri sveitinni. Það var alltaf gam- an að heimsækja þig á Eir og þeg- ar vel lá á þér áttir þu það til að syngja fyrir mig eða spila fyrir mig á munnhörpuna þína lög sem þú spilaðir á sveitaböllum þegar þú varst ungur maður. Minningin um þig og ömmu er sterk og falleg og þar sem ég sit við skriftir hrannast upp fyrir mér ótal margar minningar, sem ég mun geyma á meðan ég lifi. Heimil- ið ykkar á Hofteigi 34 var öruggt athvarf fyrir mig og frændsystkin mín hvenær sem við vildum. Þang- að var gott að koma og þar fékk maður alla tíð að finna fyrir gest- risni ykkar og hlýju. Aldrei varst þú annað en góður og ljúfur við mig og ekki minnist ég þess að þú hafir nokkurn tíma sagt við mig styggðaryrði. Fyrir þér og ömmu var borin sú virðing, sem ekki er hægt að lýsa með orðum, virðing sem einkenndist af aðdáun og ástúð. Jólin á Hofteigi 34 voru einstök. Þangað kom öll fjölskyldan ykkar, börn og barnabörn, á aðfangadags- kvöld til að halda jólin saman. Þessar minningar eru mér dýrmæt- ur fjársjóður, sem ég mun alltaf varðveita. Barnsleg eftirvæntingin fyrir hver jól var mikil og þegar ég sofnaði á aðfangadagskvöld var ég leið yfir því að þurfa að bíða í heilt ár eftir öðru slíku kvöldi. Heimilið ykkar var svo fallegt og jólatréð var heill ævintýraheimur, sem þið amma bjugguð til fyrir hver jól. Þar var allt fullt af alls konar körlum og kerlingum og því auðvelt að gleyma sér þegar hver krókur og kimi af trénu var skoðað- ur. Eftir því sem árin liðu breyttist jólahaldið og voru þau að lokum færð heim í Brekkugerði til for- eldra minna. Þá fannst okkur öllum aðalatriðið að þið amma kæmuð til okkar í jólamatinn. En núna komið þið ekki oftar í eigin persónu heldur er ég þess fullviss að þið verðið í staðinn hjá okkur í ann- arri mynd. Allar þær stundir, sem við höfum átt saman, hafa verið svo einstakar að þeim verður aldr- ei gleymt. Elsku afi minn, það er alltaf erfitt að horfa á eftir þeim sem manni þykir vænt um, en ég hugga mig við það að nú hefur þú hitt ömmu að nýju, og ég veit að núna líður þér vel. Elsku afi minn, ég kveð þig með söknuði og þakka þér fyrir svo margt. Minningin um þig og ömmu mun lifa með mér þar til við hittumst að nýju í öðrum heimi. Guð blessi þig og varðveiti þig um alla eilífð. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Guðrún Þóra Bjarnadóttir. SIGRÐUR KRISTJAN BALDUR ÓLASON + Sigurður Krist- ján Baldur Óla- son röntgenlæknir fæddist á Svalbarðs- eyri 30.9 1918 og lést í Landspítal- anum þ. 6.11. 1996. Foreldrar: Óli P. Kristjánsson póst- meistari á Akureyri og k.h. Jósefina Pálsdóttir. Systir: Hjördís f. 26.12. 1922. Maki: Herdís Elín Steingrímsdótt- ir, f. 23.11. 1921, d. 17.12. 1995. For- eldrar hennar: Steingrimur Matthiasson læknir og k.h. Kristín Þórðardóttir Thorodds- en. Böm: 1) Sigríður, félagsráð- gjafi og tækniteiknari, f. 14.12. 1946, maki Bent Rasmussen, þau eiga 3 böm, 2) Kristín, lyúkrunarfræðingur, f. 5.6. 1949, maki Jón Baldvin Pálsson, þau eiga 3 böra, 3) Þóra, mynd- listarmaður, f. 27.5. 1954, maki Sumarliði Isleifsson, þau eiga 3 '1 Erfidrykkjur: M H P E R L A N H Sími 562 0200 Jiiiiimir böra, 4) Steingrím- ur Óli, tónlistar- maður, starfar í tölvudeild Reikni- stofu Háskólans, f. 11.3. 1961, hann á 2 böra. •Sigurður starf- aði sem aðstoðar- læknir við sjúkra- húsið á Akureyri snemma árs 1946, en stundaði síðan framhaldsnám i Danmörku og Sví- þjóð í rúmt ár. Hann var héraðs- Hólmavíkurhéraði 1947-1952 og þjónaði lengst af Áraeshéraði á sama tíma. Frá 1952 starfaði hann við sjúkra- húsið á Akureyri, sem síðar varð FSA, og var þar röntgenlæknir frá 1955-1990. Á þeim tíma fékk hann framhaldsmenntun á Landspítalanum og í Hollandi. Útförin fer fram fimmtudag- inn 14. nóv frá Fossvogskapellu kl. 13.30. læknir í Vinur okkar og félagi, Sigurður Ólason læknir, er látinn og lagður í mold í dag. Þar féll einn enn úr okkar hópi, sem fyrir um það bil hálfri öld tókum höndum saman um að stofna veiðineyti við Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Sumir okk- ar höfðu enga reynslu í iðkun þess- arar íþróttar, en aðrir - þar á meðal Sigurður hafði ungur verið að veiðum með föður sínum og lært af honum. Bytjun okkar tókst vel og skapaðist þegar í fyrstu veiðiferð samhugur og vinátta sem aldrei rofnaði. Eins og að líkum lætur varð Sigurður líflæknir hópsins enda mikils um vert að hafa til taks liprar læknishendur ef eitthvað bæri út af við veiðarn- ar, en þær eru oftlega stundaðar við varhugaverðar aðstæður og hættulegar ef gætni er ekki við höfð, en því betur var það sjald- gæft að kalla þyrfti lækni til þar sem þarna voru alla jafnan skyn- samir og varkárir menn. Það voru ekki eingöngu veiði- ferðirnar sem veittu hópnum ánægju. Á vetrum var oft komið saman og rifjaðir upp viðburðir lið- ins sumars og yndisstundirnar við ána og fljótt eftir að sól fór að hækka á lofti fór tilhlökkunin að gera vart við sig og jókst hún jafnt og þétt þar til lagt var af stað í langri bílalest austur yfír Vaðla- heiði, á áfangastað og byijað að kasta. Sigurður var snjall flugukast- ari. Hann var elskulegur félagi, hvers manns hugljúfi en jafnframt hafði hann ákveðnar skoðanir og hélt fast við þær. Hann var mjög hæfur læknir og virtur í starfi enda er það haft fyrir satt að Sig- urður, skólameistari í MA, hafi látið þau orð falla um nafna sinn - þegar hann var þar í skóla - að það skipti ekki miklu máli hvaða námsbraut hann veldi sér að loknu stúdentsprófi þar sem fjölhæfni hans væri slík að hann myndi ganga hveija þeirra með miklum sóma. Flestir félaga okkar eru nú horfnir yfir móðuna miklu og fagna væntanlega hveijum þeim sem bætist í hópinn þeim megin. Ef til vill eru þeir þegar búnir að finna glæsileg og gjöful veiðivötn í hinum nýju heimkynnum og bíða með opinn faðm til að bjóða Sigurð velkominn í nýtt veiðifélag. Vertu sæll, vinur, og góða ferð til endurfunda við elskaða eigin- konu, sem varð skömmu á undan þér yfir landamærin. Veiðifélagar frá Laxá. það kappsmál að þær yrðu fallegri hjá okkur en fyrir sunnan. Oft var hann harður í hom að taka en líka ljúfur, umhyggjusamur og skemmtilegur. Þegar umræður voru komnar í mát tók hann gjarn- * an um axlirnar á viðmælandanum (kvenfólkinu), hristi létt og kímdi á sinn einstaka hátt. Venjulega var það stórmál ef Strandamaður kom í myndatöku. Engu var líkara en að þar væri heiðursgestur á ferð því að Sigurður hafði þjónað íbúum Strandasýslu i nokkur ár og virtist eiga í þeim hvert bein. Ekki er hægt að minnast Sigurð- ar án þess að nefna eiginkonu hans, Herdísi Elínu Steingrimsdóttur, Dísellu, sem lét á síðastliðnu ári. Herdís vann hjá okkur sem lækna- ritari í nokkur ár og skilaði starfi sínu með mestu prýði. Hún sýndi okkur einstaka ræktarsemi, sendi okkur stundum fallegar skreyting- ar, heimatilbúið kerti fyrir jólin eða lét Sigurð færa okkur konf- ekt. Þau voru alltaf eins og ný- gift, það geislaði af þeim í nær- veru hvort annars. Það var ævin- týri líkast að skoða einstakt safn gamalla lækningatækja í eigu j þeirra hjóna, en það erfðu þau frá 1 föður Dísellu, Steingrími Matthí- assyni (Jochumssonar) lækni. Eitt af áhugamálum þeirra var katta- hald, þau voru alltaf með eina læðu, enda spurðum við reglulega frétta af Kisu. Langri og farsælli starfsævi er lokið. Minning þeirra verður höfð í heiðri hér á deildinni um alla fram- tíð. Við vottum börnum þeirra, tengdabömum, barnabörnum og öðrum aðstandendum fyllstu sam- úð okkar. Samstarfsfólkið á röntgendeild FSA. Eftir margra ára ánægjulegt samstarf er okkur bæði ljúft og skylt að minnast Sigurðar Ólasonar með nokkrum orðum. Hann hóf störf á röntgendeild FSA árið 1955, tveimur árum eftir að núverandi sjúkrahús við Eyrarlandsveg var tekið í notkun og starfaði allt til ársins 1990, þegar röntgendeildin var flutt í nýbygginguna. Á þessum tíma hafa orðið byltingarkenndar framfarir á öllum sviðum sérgrein- arinnar. Sigurði var alla tíð mjög annt um að deildin okkar fengi að halda í við þróunina og drægist ekki aftur úr. Oft varð hann að beijast harðri baráttu, einkum þegar verið var að skipuleggja nýju röntgendeildina. Ekki sló hann af í þeim efnum þótt komið væri fram undir starfslok. Vafa- samt er hvort nýja deildin hefði fengið tölvusneiðmyndatæki strax ef Sigurður hefði ekki verið ósveigjanlegur í þeirri kröfu. í rúma tvo áratugi var hann eini læknirinn á röntgendeildinni og var þar að auki heimilislæknir, svo að einstakan dugnað þurfti til að standa undir álaginu. Auk röntgen- rannsókna annaðist hann geisla- meðferðir, en þær lögðust af hér nyrðra snemma á 8. áratugnum. Greinilegt var að Sigurður hafði mikinn metnað gagnvart deildinni. Okkur er til dæmis minnisstætt hvað hann lagði mikla áherslu á fallegar beinamyndir. Honum var Hamingjan er afstætt hugtak. Sumt sem veitir einum unað getur verið öðrum einskis virði. Og oft- ast er hamingjan hverful, a.m.k. sú sem utan frá er fengin. Þessi orð eru mér efst í huga þá ég kveð Sigurð Ólason lækni, móður- bróður minn. Sigurður var mér ráðhollur alla tíð, sannur vinur, þó ekki bæri mér ætíð gæfa til að fara að orðum hans. Sumt fólk er kallað náttúrubörn. Sú nafngift skýrir sig sjálf. Það eru menn, sem fínna frið og hug- svölun í að ganga á vit náttúrunn- ar, dvelja á kyrrlátum stöðum, fjarri skarkala þéttbýlisins, kjósa fremur að hlusta á klið straum- ' vatnsins og vell spóans en villiæði í borg og bæjum. Frændi var náttúrubarn, stang- veiðimaður af guðs náð. Hann hlustaði á þytinn í vorsins veröld og vatnanna þunga straum. Hann var græðir, íslensk náttúra var samofin sálu hans. „Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta,“ segir í sálmi Davíðs. Mín vissa er að frændi á góða heim- komu. Römm taug dregur hann til friðsælla staða, til gömlu veiðifé- laganna, sem áður hafa gengið á vit feðranna. Lifið er stutt en Laxá, löng. Hvíl þú í friði, frændi. Óli G. Jóhannsson. Minnismerki úr steini Steinn ér kjörið efni í allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. 8iS. HELGAS0N HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.