Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 53 ARNI PÉTURSSON + Árni Pétursson fæddist í Vestmannaeyjum 4. febr- úar 1941. Hann lést á heimili sínu í Garðabæ 9. október síð- astliðinn og fór útför hans fram frá Háteigskirkju 18. október. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það gæti virst svo, að það væri að bera í bakkafullan lækinn að rita enn eina minningargrein um Árna Pétursson, en við sem eftir erum og stóðum honum svo nærri, getum ekki annað en minnst hans með fáeinum orðum. Ekki að við getum með því fengið hann aftur, eða að söknuðurinn verði minni, heldur viljum við einfaldlega minn- ast hans og að það verði vitað hve mikla þýðingu hann hafði fyrir okkur. Við dauðsfall myndast skarð í þá heild sem áður hafði verið. Þetta skarð er okkur stórt því Ámi var ekki bara einn af mörgum, heldur var hann ómetanleg stoð og stytta; burðarstólpi í fjölskyldunni. Minn- ingar streyma upp daglega og fækkar ekki er dagarnir líða. Þá uppgötvar maður hve óendanlega mikið við upplifðum saman. Árni kom inn í fjölskylduna þeg- ar við systkinin vorum á mjög ólík- um aldri; sum varla byrjuð í skóla, en önnur orðin hálf-fullorðin. Þó tókst honum að móta okkur öll á sinn hátt með stórbrotnum per- sónuleika sínum. Enginn var sem Árni, svo til- komumikill og rismikill persónu- leiki. Hvort sem fólk var sammála honum eða ósammála, komst það ekki hjá að virða og meta skoðanir hans og hreinskilni. Hann var ekki maður sem skipti um skoðun eftir því hvernig vindur- inn blés, heldur stóð fastur af sér bæði veður og vinda, hvort sem það voru kenningavindar eða tísku- straumar. En hann stóð ekki aðeins fastur á skoðunum sínum, því ef erfiðleik- ar steðjuðu að eða eitthvað bjátaði á var hann sem klettur. Þá stóð hann fastur fyrir og lét ekkert mótlæti hrófla við sér. Nemendur sem vinir vissu að hann stóð með þeim þegar á reyndi og þessir eigin- leikar gerðu hann ómissandi í okk- ar fjölskyldu. Ekki aðeins þessi styrkur hans, heldur bjó hann líka yfir raunsæi og hæfileika til að horfa fram á við, lengra en til til- finninga líðandi stundar. Öll reyndum við þetta, bæði sem einstaklingar og sameinuð ijöl- skylda. Ef eitthvað bjátaði á var gott að leita til Áma. Sannur og hreinskilinn gaf hann ráð af sinni miklu reynslu og eigin sannfæringu. Hann var röggsamur, drífandi og forðaðist að mikla fyrir sér hlut- ina; vildi heldur drífa þá af. Það átti ekki aðeins við um aðra, eins og svo oft vill verða, heldur var hann ekkert að tvínóna við hlutina sjálfur. Við sem eftir erum fáum vart lýst því tómarúmi og skarði sem Árni skilur eftir sig. Við eigum erfítt með að lýsa þeim tilfinningum sem bærast innra með okkur. Óendanlegur fjöldi minninga stend- ur eftir; söngvar sem hann söng, óvæntar uppákomur, en þó fyrst og fremst gleðin yfir því að hafa fengið að kynnast honum og njóta samvista við hann þessi ár. Otíma- bært fráfall hans var reiðarslag fýrir okkur öll í fjölskyldunni en þó auðvitað mest fyrir eiginkonu hans og böm. Elsku Lára, Þórunn og Þor- steinn; þegar engin orð eru til að mæla, stöndum við ykkur við hlið og reynum að vera ykkur sú stoð og styrkur sem við fengum sem fyrirmynd frá honum. Fjölskyldan Nesvegi 76. ELINBORG ÓLADÓTTIR + Elínborg Óladóttir fæddist í Reykjavík 25. nóvember 1928. Hún lést á Landspítalan- um 28. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík 5. nóvem- ber. Kæra Bogga. Þegar þú ert nú kvödd af okkur sem enn erum í jarðvist okkar lang- ar mig til að rifja upp hugleiðingar mínar í gegnum árin. Ég ólst upp í næsta húsi við hús fjölskyldunnar. Ég var bam enn þegar þú varst orðin ung, glæsileg kona sem ég dáðist mjög að. Ég þekkti enga aðra flugfreyju en þig og veit nú að þú varst fyrsta flug- freyja Loftleiða á þessum tíma. Enginn átti eins falleg föt og þú og voru þau valin saman á mjög flottan hátt. Þú varst sem sagt fyrsta „karrier“-konan sem ég kynntist. Ég man þegar þú gekkst með fyrsta barn þitt, Öddu Höm. Þú komst í heimsókn og mamma spáði í framtíð þína. Þú barst harm í hjarta og löngun þín til lífsins gekk ekki alveg upp. Ég man hversu fáránlegt okkur fannst þegar móðir mín spáði þér að þú ættir eftir að eiga tíu böm í viðbót með Hermanni þínum. Eng- um datt í hug að þessi fallega kona í stórbrotnu starfi mundi kjósa að lifa lífi sínu í þágu ástarinnar og tileinka líf sitt manni sem hún elsk- aði. Þú varst tilbúin til að ganga þann veg án skilyrða. Líf þitt var tileinkað börnum og eiginmanni fyrst og fremst. Spádómurinn gekk eftir. Guð gaf þér ellefu dásamleg börn með Hermanni þínum. Lífið var langt frá því að vera dans á rósum en vegur þinn var mér sem ævintýri. Mér fannst þú nú vera ímynd ástar og móðurkærleika. Aldrei vissi ég til að þú kvartaðir. Þú gekkst þennan veg með því sama stolti og ég sá þegar þú varst ímynd velgengninnar í flugfreyjustarfínu. Á þessum tíma kom fram hversu listfeng þú varst í huga og höndum því alltaf voru börnin vel klædd, mestmegnis vegna þinna verka. Ennþá skarta niðjar þínir fötum sem þú hefur gert á þá. Síðasta tímabil jarðarævi þinnar var mjög erfitt þar sem illvígur sjúkdómur herjaði á líkamann. Ég fékk að vera við hlið þér síð- asta tímabilið og fékk þá að fylgjast enn einu sinni með hve stoltið, dugn- aðurinn og tígulleikinn stjómaði öll- um gjörðum þínum. Ég þakka inni- lega fyrir að hafa fengið að fýlgjast með þessum ótrúlega sálarstyrk og reisn sem einkenndi baráttu þína. Vegir Guðs eru órannsakanlegir en fyrst að ekki var hægt að sigra sjúk- dóminn held ég að það hafí verið Guðs hjálp að þú þurftir ekki að þjást lengur. Að mínu mati skilur þú eftir mikinn auð tii íslands. 11 dugleg böm munu halda nafni ykkar Hermanns og ævisögu lifandi um ókomin ár og þeirra niðjar. Þetta er ástarsaga sem mun jafn- vel lýsa þeim um aldir. Guð gefi Hermanni þínum styrk um ókomin ár og niðjum þínum og honum huggun á þessum vegamótum. . Selma frá Sóliieimatungu. MYNDIN er tekin þegar Bridsfélag Hafnarfjarðar spilaði gegn Bridsfélagi Selfoss í 51. skipti. Þarna má sjá marga kunna bridsmenn, bæði þá og nú, samankomna. BRIPS U m s j ó n Arnór G. Ragnarsson 50 ára afmæli Bridsfélags Hafnarfjarðar ÞÆTTINUM hefir borist efirfarandi bréf frá Ásgeiri Ásbjörnssyni í tilefni 50 ára afmæli Bridsfélags Hafnar- fjarðar: Bridsfélag Hafnarfjarðar varð ný- lega 50 ára og er þar með orðið eitt af elstu starfandi bridsfélögum á land- inu. Að sjálfsögðu er haldið upp á afmælið með ýmsu móti, en helst er það að nefna að við fórum með fríðu föruneyti í víking til írlands og skoruð- um þarienda kappa á hólm. Eitthvað vafðist þeim tunga um tönn við að sjá svo vaskan hóp og færðust undan hólmgöngunni en eftir harða viðureign stóðum við íslendingar uppi sem sigur- vegarar og höfðum á brott með okkur herfang gott. Sættir tókust þó um síð- ir og hófust þá þegar viðskipti allnokk- ur. Erfiðastur viðureignar reyndist Íri sá biksvartur og göldróttur er Guiness nefndist. Sótti hann gjarnan að mönn- um í svefni og olli þeim búkhljóðum og ólofti svo mögnuðu að margir urðu svefnvana og ekki síst aðrir þeir sem í sama herbergi sváfu. Við brottför höfðu þó flestir á orði að gott væri íra heim að sækja. Bók um sögu féiagsins hefur verið gefin út og spannar hún allt tímabilið frá 1946 til dagins í dag. Að þessari útgáfu hafa þeir Guðni Þorsteinsson og Trausti Harðarson unnið mikið og óeigingjarnt starf og viljum við nota tækifærið og þakka þeim fyrir þá vinnu alla. Um næstu áramóti verður svo jóla- mót félagins enn veglegra en fyrr og verður um leið afmælismót þess. Allt um það síðar. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Mánudaginn 4. nóvember spiluðu 24 pör í tveimur riðlum. Og var þetta síðasti dagurinn í minningarmótinu um Jón Hermannsson. A-riðill Júlíus Guðmundsson - Jón Magnússon 131 MagnúsHalldórsson - Baldur Asgeirsson 117 Ingunn K. Bernburg - Vigdís Guðjónsdóttir 114 Meðalskor 108. B-riðill RagnarHalldórsson-HjálmarGíslason 205 ÞórarinnÁmason-BergurÞorvaldsson 200 Sigurleifur Guðjónsson - Lárus Hermannsson 197 Meðalskor 165. Urslit í minningannótinu eru þá þessi: MagnúsHalldórsson-BaldurÁsgeirsson 558 JúlíusGuðmundsson-JónMagnússon 553 Ólafur Ingvarsson - Jóhann Lútersson 537 Og er þetta annað árið í röð sem Magnús og Baldur vinna. Fimmtudaginn 7. nóvember spiluðu 18 pör í Mitchell. N/S Gunnþórunn Erlingsdóttir - Elín Jónsdóttir 241 EggertEinarsson-KarlAdólfsson 239 Ingibjörg Stefánsdóttir - Þorsteinn Davíðsson 226 A/V Ólafurlngvarsson-KristinnMagnússon 268 Sigurleifur Guðjónsson - Oliver Kristófersson 253 GunnarBjartmarz-SólveigBjartmarz 241 Meðalskor 216. Bridsdeild Barðstrendinga og Bridsfélag kvenna Eftir 9 umferðir í Butler tvímenn- ingi þar sem 36 pör taka þátt, er staða efstu para eftirfarandi: Eðvarð Hallgrímsson - Mapús Sverrisson 86 Sigrún Pétursdóttir - Guðrún Jörgensen 48 Aðalheiður Torfad. - Rapar Ásmundss. 44 Jóhannes Guðmundss. - Aðalbj. Benidiktss. 43 Halldór Svanbergss. - Óli M. Guðmundss. 41 Jónína Pálsd. -RagnheiðurTómasd. 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.