Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Nýhöggvin jólatré og greinar A A Á Beint frá framleiðanda T.H. Thomasen a/s INTERNATIONALT HANDELSAKTIESELSKAB Sími 00 45 74 67 18 35. Fax. 00 45 74 67 42 56 OROBLU KYNNING 20% AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum fimmtudaginn 14. nóvember kl. 14.00-18.00. ■ PLAISIR 40 DEN ÍDAG SKÁK llmsjón Margeir Pctursson ÞETTA smellna dæmi er fengið úr „Litlu skák- dæmabókinni", sem er nýkomin út. í því er 101 skákdæmi sem Eyjólfur Ó. Eyjólfsson hefur valið. Þessi þraut er einmitt eftir hann og birtist fyrst í tíma- ritinu Skák árið eru Eggert ísólfsson og Hafsteinn Magnússon Ráðning þrautarinnar birtist á morgun. Atskákmót öðlinga, þ.e. 40 ára og eldri, hefst í kvöld í félagsheimili TR, Faxafeni 12, kl. 20. Það tekur þijú fimmtudagskvöld og alls verða tefldar níu umferðir. Unglingameistaramót Islands fyrir 20 ára og yngri fer fram um helgina og hefst annað kvöld í Faxafeni 12. 1983. Það fer ekki mikið fyrir þessu smáa en laglega kveri og það er kjörið til að ganga með í vasa. Þrautirnar eru vel valdar og margar eftir ís- lenska höfunda. Lausnir fylgja og jafnframt greint frá því hvaða þekkt stef koma fyrir. Útgefendur • b c d # | „ h HVÍTUR mátar í öðrum leik. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: laugaÞmbl.is Velaf sérvikið, Verslingar ÉG LEYFI mér að benda á afar vel unna og leikna sýningu Verslunarskóla íslands, þ.e. Leikfélags- ins Alls milli himins og jarðar, á The Breackfast Club. Þetta er sýning sem er öllum aðstand- endum til sóma og á skil- ið góða aðsókn. Til ham- ingju, Ví. SS Tapað/fundið Jakki tapaðist SVARGRÁR stuttur, frekar víður jakki, var tekinn í misgripum á Skuggabarnum sl. laug- ardagskvöld. í vasa jakkans var ökuskírteini ásamt lyklum. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 587-2480. Veski tapaðist SVART veski með rennilásum á hliðum tapaðist aðfaranótt sl. föstudags. I veskinu eru lyklar, seðlaveski, snyrtidót og debetkort. Lyklanna er sérstakl- elga sárt saknað. Ef ein- hver hefur hugmynd um hvar veskið er niður- komið er hann vinsam- lega beðinn að hringja í síma 567-4191. Með morgunkaffinu Frábærar lycra stuðnings/nudd- sokkabuxur - 40 den. Venjulegt verð 598 kr. - kynningarverð 478 kr. Munið nýtt VISA-tímabil. Ath. Leitið ekki langt yfir skammt - lægsta verðið á 0RQBLU sokkabuxunum er á íslandi MOSFELLS APÓTEK Þverholti - Sími 566-7123 D ra gti r 20% afsláttur fimmtudag • föstudag • laugardag BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson FÉLAGARNIR Neill og Walsh frá Ástralíu eru sannir íþróttamenn og lítið gefnir fyrir að ásaka mak- ker. Þeir spila mjög flókið heimasmíðað biðsagna- kerfi, sem kostar þá mikla orku við útskýringar. I leiknum gegn íslandi á Ródos. lentu þeir í misskiln- ingi í einu spilinu. Eftir um það bil 20 spurnarsagnir hafði svarhöndin sýnt skiptinguna 4-4-4-1, 9-11 punkta og sagt frá fyrir- stöðum og drottningum. Þá stökk spyrjandinn í sjö tígla, sem makker hans breytti óvænt í sjö grönd. Skýringin var skrifleg: „Hann hefur ruglast í svör- unum.“ Sjö grönd fóru tvo niður, en þeir voru ekkert að ergja sig yfir því. „Fyr- irgefðu makker," sagði sá sem hafði gefið rangt svar. „Hafðu ekki áhyggjur," sagði hinn, „þeir spila kannski sex tígla hinum megin og fara niður.“ Og það kom á daginn. Tveimur spilum síðar gáfu þeir Þor- láki Jónssyni níunda slag- inn í þremur gröndum: Norður ♦ ÁD986 ▼ 972 ♦ K962 ♦ 4 Vestur Austur ♦ 75 ♦ G1032 V 863 IIIIH f KDG4 ♦ D84 111111 ♦ G7 ♦ Á9763 ♦ D108 Suður ♦ K4 ♦ Á105 ♦ Á1053 ♦ KG52 Útspilið var lauf upp á drottningu og kóng suðurs. Þorlákur tók þijá efstu í spaða og spilaði svo litnum í Qórða sinn, enda tilgangs- laust að skipta um áætlun. Austur átti slaginn og spil- aði lauftíu. Þorlákur lagði gosann á í þeirri von að lit- urinn myndi stíflast. Vestur lagðist nú undir feld. Frá hans bæjardyrum snerist allt um laufáttuna. Hvar var hún? Ef suður hafði byrjað með KG8x var nauðsynlegt að gefa slaginn til að halda opnum sam- gangi við makker. Eftir langa umhugsun ákvað hann að spila upp á þennan möguleika og lét lítið lauf. „Fyrirgefðu makker,“ sagði austur eftir spilið, „ég hefði átt að sjá þessa hættu fyrir og spila hjarta." COSPER MAMMA þín var frekar fúl, en mér sýndist pabba þínum lítast vel á mig. Yíkverji skrifar... FRAMFARIR læknavísindanna koma Víkverja alltaf jafn mikið á óvart, enda virðast þeim engin takmörk sett. Skýrt var frá því hér í blaðinu að læknar á Landspítala hefðu hafið aðgerðir á lungnaþembusjúklingum. Sá hluti lungna þeirra, sem skemmd- astur er, er skorinn burt og batn- ar líðan sjúklinga verulega við þetta. Til að loka skurðinum á lungunum er notuð bót úr gollurs- húsi nautgripa eða svína. Islensk- ir læknar hafa með þessu enn á ný sýnt að þeir fylgjast vel með öllum nýjungum og eru þar í fremstu röð. Aðgerðir af þessu tagi var fyrst farið að gera í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum og er vart hægt að gera kröfu um skjótari viðbrögð ís- lenska heilbrigðiskerfisins. xxx BJÖRN Magnússon, lungnasér- fræðingur á Reykjalundi, sagði í samtali við Morgunblaðið að aðgerð vegna lungnaþembu væri ekkert kraftaverk og ekki tækist að iækna sjúkdóminn. Eftir sem áður væri mikilvægast að berjast gegn reykingum, sem í 99% tilvika væru orsök lungna- þembu. „Það er því slæmt að stjómvöld skuli slaka á klónni og auka frelsi í tóbakssölu, í stað þess að skera upp herör gegn tób- akinu, sem veldur svo miklum skaða,“ sagði Björn. Víkverji getur tekið undir þessi orð læknisins. Það skýtur skökku við að í hinu dýra heilbrigðiskerfi, þar sem sífellt er verið að reyna að spara, skuli kappkostað að létta þrautir þeirra sem tóbakið hefur náð heljartökum á, en um leið vinni stjórnvöld gegn því markmiði. Og tæpast á ástandið eftir að batna, því sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi notar tóbak í miklum mæli. Fjölmargir úr þeim hópi þurfa að leita til Reykjalundar þegar fram líða stundir. Læknarn- ir gera allt sem þeir geta til að lina þrautir þeirra og ekki nema von að þeim svíði sinnuleysi stjórn- valda í forvörnum. xxx EGAR Kringlan var opnuð fyrir tæpum áratug voru skiptar skoðanir um hvort miðbær- inn héldi velli í slíkri samkeppni. Verslanir við Laugaveginn virðast blómstra, en hins vegar eiga versl- anir í Kvosinni undir högg að sækja. Ástæðan virðist þó ekki vera samkeppni frá Kringlunni, sem nú stækkar enn. í fjölmiðlum hefur verið skýrt frá því að versl- unareigendur í Kvosinni hafi áhyggjur af að veitingahúsum, kaffihúsum og krám fjölgi sífellt og borgarbúar séu farnir að líta svo á, að þeir eigi ekki erindi í Kvosina nema á kvöldin. Víkveija þætti vissulega miður ef Kvosin hætti að vera vettvangur verslun- ar, en um leið er hann sáttur við fjölgun veitingastaða. Það verður víst ekki bæði sleppt og haldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.