Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 68
OPIN KERFI HF. Sími: 56? KKX) <S> AS/400 er... ,..þar sem grafísk notendaskil eru í fyrirrúmi <33> WÝHERJ} MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SlMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUBCENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Fiskaflinn aldrei meiri á einu ári Fiskaflinn tæplega 1,9 milljónir tonna Vinnslu- stöðin í Eyj- um kaupir Hersi AR Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. VINNSLUSTÖÐIN í Vestmannaeyj- um hefur skrifað undir samning um kaup á Hersi ÁR 4 af Ljósavík í Þorlákshöfn, en með skipinu fylgir loðnukvóti sem nemur 1,9% af heildarloðnukvótanum. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, sagði í samtali við Morgunblaðið að skrifað hefði verið undir samning um kaup á skip- inu á þriðjudaginn, með fyrirvara um samþykki stjórnar fyrirtækisins. Hersir, sem áður hét Jón Finns- son, er 1041 brúttótonn að stærð, 57 metrar á lengd og 11 metrar á breidd, búinn 2.446 hestafla Wick- mann aðalvél. Skipið var smíðað í Póllandi árið 1987 sem fjölveiðiskip og hefur verið gert út á rækju und- anfarin misseri. Sighvatur sagði að Vinnslustöðin fengi skipið afhent 1. apríl á næsta ári en loðnukvótann, sem fylgdi skipinu, fengju þeir strax. Hann sagði að sá kvóti væri 1,9% af heildarloðnukvóta landsins sem væru um 22.000 tonn miðað við það sem búið væri að gefa út að kvótinn yrði í vetur. Sighvatur vildi ekki gefa upp kaupverð skipsins en sagði að Vinnslustöðin myndi selja einhveijar eignir til að fjármagna kaupin en á þessari stundu væri óákveðið hvaða eignir yrðu seldar. Hvasst og stór- streymt VEÐURSTOFA Islands sendi í gærkvöldi frá sér viðvörun til almannavarnanefnda og hafna allt frá Reykjanesi að Isafjarð- ardjúpi vegna mikils hvassviðris og stórstraumsflóðs nú í morg- un. Djúp lægð var á leið norð- austur um Grænlandssund í nótt og í morgun og í kjölfar hennar var gert ráð fyrir suð- vestan 9 til 10 vindstigum vest- ur af landinu. Stórstreymt er um þessar mundir og á morgun- flóðinu nú í morgun leit út fyr- ir að suðvestanalda yrði úti fyr- ir vestanverðu landinu. Gert var ráð fyrir að ölduhæðin gæti farið í 10 til 12 metra. Kópar flúðu Skeiðarár- hlaupið KÓPAR úr sellátrum við Skaftárós, Nýjaós og víðar á sama svæði virðast hafa flúið Skeiðarárhlaupið og fært sig vestar á sandinn um skeið. „Við vorum á ferðinni austur á Skarðsfjörum stuttu eftir hlaupið og sáum þá för eftir kópa mjög víða í fjörunni. Með- al annars hafði einn farið um fimm hundruð metra frá sjón- um,“ segir Reynir Ragnarsson, lögreglumaður í Vík í Mýrdal. FISKAFLI íslendinga var orðinn tæplega 1,9 milljónir tonna í lok október. Svo mikill hefur aflinn aldrei fyrr orðið á heilu ári, en mest hafa veiðzt rúmlega 1,75 millj- ónir tonna á einu ári áður. Það var 1988, en þá veiddust rúmlega 900.000 tonn af loðnu og 375.000 tonn af þorski. Þar sem tveir mán- uðir eru enn eftir af árinu og vel hefur veiðzt af síld og loðnu má fastlega gera ráð fyrir að heildarafl- inn fari yfir tvær milljónir tonna á árinu. Fiskafli utan landhelginnar var að loknum 10 mánuðum orðinn tæplega 260.000 tonn. Þar munar mestu um veiðar á norsk-íslenzku „Við fundum þá líka vestar, allt undir Víkurfjöru. Kóparnir hafa einfaldlega verið orðnir villtir. Þeir fara yfirleitt ekkert Afli utan land- helgi um 260.000 tonn síldinni, sem skiluðu 165.000 tonn- um. Úthafskarfaafli er um 52.500 tonn, en þar af eru 6.000 tonn veidd innan lögsögu Grænlands. Þorskafli úr Smugunni er tæp 22.000 tonn og rækjuafli af Flæmska hattinum er um 20.000 tonn. Heildarafli innan lögsögunnar var á þessum tíma orðinn 1,6 millj- ónir tonna. Loðnuafli hefur aldrei verið meiri eða 1,1 milljón tonna. Þorskafli er tæplega 140.000 tonn, í sjóinn meðan þeir eru svona ungir og þetta eru ekki þær slóðir sem þeir eru vanir að vera á.“ af sfld hafa veiðzt um 55.000 tonn, sem er svipað magn og veiðzt hefur af karfa innan landhelgi og rækju sömuleiðis. Heildarafli innan lög- sögu á sama tíma í fyrra var um 1,1 milljón tonna. Veiðin í október nú varð alls um 125.000 tonn, sem er aukning um 20.000 tonn miðað við sama mánuð í fyrra. Þorskafli hefur aukizt mik- ið, er nú 14.400 tonn, en var 9.003 tonn í október í fyrra. Það eru ann- ars síld og loðna, sem standa undir aflanum nú. Af síld veiddust rúm- lega 32.000 tonn og 52.000 tonn af síld. í október í fyrra varð síld- arflinn um 66.000 tonn, en þá veiddist engin loðna. Einn kópurinn var enn í fjör- unni þegar komið var að. „Við tókum hann með okkur og hann er núna í fóstri heima hjá mér og býr í litlu garðhúsi. Hann hvæsti dálítið og glefsaði fyrst, en nú er hann orðinn gæfur og eltir krakkana um blettinn þegar hann fær að fara út. Við höfum reynt að setja hann í vatn en hann kemur strax aftur. Ætli við reynum ekki að ala hann þangað til hann getur bjargað sér sjálf- ur,“ segir Reynir. Henry A. Hálfdánsson og Gísli D. Ragnarsson í Vík gefa kópn- um Kobba mjólk úr pela og heimilishundurinn Glúmur fylg- ist ánægður með enda hefur þeim Kobba orðið vel til vina. Morgunblaðið/RAX Hjuggu mynd- ir úr ísjökum HÓPUR nemenda í Myndlista- og handíðaskóla Islands fór í gær austur á Skeiðarársand til að skoða aðstæður eftir hlaupið, auk þess sem nemarnir hjuggu myndir úr ísjökum á sandinum. Ymis verkfæri voru notuð við mótun þessa efniviðar, auk ax- anna sem hér eru í notkun, þeirra öflugust keðjusagir, en einnig viðarsagir, hamrar, meitlar og logsuðutæki af ýmsu tagi. ■ Listaverk úr ís/4 Allt fór úr- skeiðis hjá ökumanni LÖGREGLAN í Reykjavík þurfti að hafa snör handtök þegar kviknaði í bíl á Snorra- braut síðdegis á þriðjudag. Áður en eldurinn gaus upp hafði flest annað farið úrskeið- is hjá ökumanninum. Ökumaðurinn virti ekki ein- stefnumerki á mótum Skúla- götu og Snorrabrautar og stöðvaði lögreglan för hans. Þá kom í ljós, að hann var ekki með ökuskírteinið á sér. Lög- reglan kannaði málið betur og reyndist bifreiðin ekki hafa verið færð til skoðunar. Hún virtist einnig í fremur lélegu ástandi. Lögreglan var ekki lengra komin í athugunum sínum þeg- ar eldur blossaði upp undir vél- arhlíf bílsins. Hann var slökkt- ur hið snarasta, en hafi ástand bifreiðarinnar verið lélegt fyrir þá var það nú með öllu óviðun- andi. Númerin voru því klippt af bílnum. Eftir sat ökumaðurinn sem hafði ekki virt einstefnumerki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.