Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 1
COLDWATER ^P"* -JHj FYRIRTÆKI EFNAHAGSMAL U Japanir standa á Kg tímamótum /8 ! j^ P!B??£? - '1 Þaö er vandi að Árnes býst við Ifl^lfe. wby selja fisk /4 betri tíð /6 íhÆ • Jek3 I vmsEapn/ArviNNUiJF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 14. NOVEMBER 1996 BLAÐ B Kamtsjatka BRESKA viðskiptablaðið The Financial Times fjallar á lof- samlegan hátt um rússneska sjávarútvegsfyrirtækið á Kamt- sjatkaskaga í Rússlandi, sem Islenskar sjávarafurðir hf. eru í samstarfi við. Greint er frá baráttu rússneska fyrirtækisins við að aðlaga sig markaðsbú- iískap og takast á við framtíð- ina./2 Vífilfell YFIRSKATTANEFND hefur staðfest úrskurð Skattstjórans í í Reykjavík um að Vífilfelli hf. "hafi verið óheimilt að nýta ónot- íuð rekstrartöp til frádráttar frá tekjuskatti frá Fargi hf. (áður Nútímanum hf.) og Gamla Ála- fossi hf. á árunum 1989-93./2 Tangi vHAGNAÐUR Tanga hf. á Vopnafirði nam rúmlega 21 milljón króna samkvæmt milli- uppgjöri fyrir fyrstu átta mán- uði ársins. Þetta eru mikil um- skipti í rekstri fyrirtækisins frá fyrra ári en þá nam hagnaður- inn eftir allt árið rúmum tveim- ur milIjónum./2 ii n th SOLUGENGI DOLLARS Kr. Síðustu fjórar vikur 70,00 ,-------—-------— 69,50 69,00 68,50 68,00 67,50( 67,00 66,50 66,00 65,50 66,37 65,00 H 16.okt. 23. 30. 6. nóv. 13. ^^ Verðbólga í okkrum ríkiu I^Jnh Hækkun neysluverðsvísitölu frá september 1995 til september 1996 Bandaríkin ísland g Kanada ^ Noregur % Sviss M0,6% JapanU-0,4% Grikkland Spánn Portúgal ítalía* Danmörk Bretland Holland Belgía Austurríki* Frakkland Þýskaland írland** Lúxemborg Finnland Svíþjóð , 'Bráöabirgöatöh "Agúst'95tilágúst" MeðaltalESB* Viðskiptalönd ***¦ 2,3% Veribólgi í wMpfatö/Htam,. mælá Verðbólga á Islandi var 2,5% frá september í fyrra til jafnlengdar í ár, sem er nokkuð meiri verðbólga en var að meðaltali í helstu viðskipta- löndum íslendinga, þar sem verðbólgan sama tímabii var 1,9%. Lægst var verðbólgan í Svíþjóð 0,2% og í Finnlandi 0,5%. Verðbólgan í ríkjum Evrópusambandsins var 2,3% að meðaltali. Mest var hins vegar verð- bólgan í Grikklandt 8,5% og 3,4% og 3,5% á Spáni, ítaliu og í Portúgal. Breytingar á rekstrí Bifreiðaskoðunar Skráningar- stofan hf. fær einkaleyfi BIFREIÐASKOÐUN íslands hf. verður breytt í tvö sjálfstæð fyrir- tæki um næstu áramót. Jafnframt stefnir ríkissjóður að því að selja sinn hlut í fyrirtækinu á næsta ári. Skoðunarhlutinn verður áfram á Hesthálsi en skráningarhlutinn mun eftir breytingu heita Skráningarstof- an hf. og er stefnt að því að hún flytji í annað húsnæði um mitt næsta ár en allur rekstur fyrirtækjanna verður aðskilinn um næstu áramót. Að sögn Þórhalls Ólafssonár, að- stoðarmanns dóms- og kirkjumála- ráðherra, mun ríkið eiga helming í Skoðunarstofunni og aðrir núverandi eigendur Bifreiðaskoðunar munu eiga hinn helminginn í samræmi við núverandi eignaraðild að Bifreiða- skoðun íslands. Skráningarstofan mun taka við einkaleyfi Bifreiða- skoðunar íslands á skráningu bif- reiða hér á landi og segir Þórhallur að það hafi verið óframkvæmanlegt að einkavæða hana nú um áramót. Rikið selur allan hlutinn í skoðunarstöðinni í stefnuræðu forsætisráðherra kemur fram að stefnt skuli að því að selja hlut ríkisins í Bifreiðaskoðun íslands en ríkið hefur átt rúmlega 50% hlut í henni frá því að Bifreiða- eftirlit ríkisins var einkavætt árið 1988 og Bifreiðaskoðun íslands tók til starfa þann 1. janúar 1989. Svip- uð skoðun kom fram í máli Þorsteins Pálssonar, dóms- og kirkjumálaráð- herra, á Alþingi sl. vor. Að sögn Hreins Loftssonar, for- manns einkavæðingarnefndar, hefur engin ákvörðun verið tekin um hve- nær ríkið selur sinn hlut í Bifreiða- skoðun íslands en stefnt sé að sölu á næsta ári. „Það hefur ekki verið gengið frá neinum útfærslum né tímasetningum í því sambandi. Það er einungis skoðunarhlutinn sem verður seldur en ríkið mun eiga áfram sinn hlut í skráningarhlutan- um. Varðandi útboð á hlut ríkisins þá verður að öllum Iíkindum farið eftir gildandi verklagsreglum þar sem hlutabréf eru boðin út til al- mennings." Bíliðnafélagið selur 5,1% Rekstartekjur Bifreiðaskoðunar íslands hf. námu 443 milljónum króna á síðasta ári og hagnaður af rekstri nam 37 milljónum. Um síð- ustu áramót nam eiginfjárhlutfall fyrirtækisins 54%. í júlí sl. voru stærstu einstakir hluthafar í fyrirtækinu: Ríkissjóður með 50,7% hlut, Sjóvá-Almennar 10,8%, Vátryggingafélag íslands 7,6%, Bílaábyrgð 7% og Bíliðnafé- lagið 5,1% en það hefur nýverið selt Hannesi Guðmundssyni, fram- kvæmdastjóra Securitas, allan sinn hlut í fyrirtækinu á genginu 1,5. í gær voru skráð kauptilboð í hlutabréf Bifreiðaskoðunar á geng- inu 1,3 og 1,4. Aftur á móti eru engin skráð sölutilboð á Opna til- boðsmarkaðnum. m Glitnirhf "tu ctð hugsa utn að $Átfesto. Glitnir sérhæfir sig í fjármögnun atvinnutækja. Meö Kjörleiöum Glitnis bjóöast þér fjórar ólíkar leiöir til fjárfestingar í atvinnutækjum. "^ Hafðu samband og fáðu upplýsingar um flýtifymingar, skattfrestun og hvernig þú losnar við að binda rekstrarfé í tækjakosti. dótturfyrirtæki íslandsbanka Kirkjusandi, 155 Reykjavík Sími 560 88 00 og 560 88 20. Myndsími 560 88 10. Út er komið upplýsingarit um Kjörleiðir Glitnis. Þar er á einfaldan hátt fjallað um ólíkar gerðir fjármögnunar. Hringdu og fáðu eintak eða Kttu inn og spjallaðu við ráðgjafa okkar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.