Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 B 5 VIÐSKIPTI FJórar nýjar sjálf- virkar veðurstöðvar VERKFRÆÐISTOFAN Vista hefur nýlega lokið við uppsetn- ingu á 4 sjálfvirkum veðurstöðv- um. Tvær þeirra eru settar upp í samráði við gatnamálastjórann í Reykjavík. Önnur þeirra er stað- sett við Einarsnes í Skerjafirði og er í kerfi veðurstöðva sem gefa upplýsingar til þeirra sem annast snjómokstur og saltdreif- ingu á götum Reykjavíkur. Hin er við Úlfarsá og er ætluð til þess að rannsaka veðurlag á nýju byggingarsvæði. Þriðja veðurstöðin er sett upp fyrir bæjarverkfræðinginn í Garðabæ og er staðsett á mótum Vífilsstaðavegar og Reykjanes- brautar. Þessar 3 veðurstöðvar eru í kerfi sjálfvirkra veður- og mælistöðva í Reykjavík. Upplýs- ingar berast þráðlaust frá öllum stöðvunum á 15 mínútna fresti allan sólarhringinn og er dreift sjálfvirkt til fjölda aðila, að því er segir í frétt frá Verkfræðistof- Dagbók Málstofa í viðskipta- fræði VIÐSKIPTA- og hagfræðideild býður til málstofu um eigna- stýringu föstudaginn 15. nóv- ember nk. Frummælendur verða: Gunnar Baldvinsson, frá VIB sem íjallar um efnið: Eigna- stýringu og rekstur lífeyris- sjóðs; Hreiðar Már Sigurðsson, frá Kaupþingi, fjallar um Virka stýringu innlends hlutabréfa- safns, og Hreinn Jakobsson, Þróunarfélagi Íslands, fjallar um Áhættuijármögnun og eignastýringu. Auk þess munu nokkrir nem- endur á lokaári í viðskipta- og hagfræðideild kynna verkefni sem þeir hafa unnið um efnið. Fundarstaður verður í fyrir- lestrarsal í Þjóðarbókhlöðu og stendur frá kl. 13-16. VEÐURSTOÐIN í Garðabæ unni Vista. Þá var sett upp sjálf- virk veðurstöð í Kerlingarskarði á Snæfellsnesi fyrir Vegagerðina. Sú stöð er í kerfi veðurstöðva sem Vegagerðin hefur byggt upp á sl. árum. Að sögn Andrésar Þórarinsson- ar, framkvæmdastjóra Verk- fræðistofunnar Vista, var fyrir tveimur árum sett upp veðurstöð á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Veð- urstöðin er á þaki skíðaskála Breiðabliks og sendir veðurupp- lýsingar stöðugt á 15 mínútna fresti. „Nú er verið að athuga, hvort ekki megi koma upplýsing- um frá henni á textavarp sjón- varpsins og að setja veðrið á al- netið, þannig að sjá megi línurit yfir breytilegt veður, sem og að skoða eldra veður.“ Verkfræðistofan Vista var stofnuð 1984 og hefur sérhæft sig í hvers konar sjálfvirkni og iðnaðarstýringum. - Islandsviku frestað FYRIRHUGAÐRI íslandsviku í Þýskalandi hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Að sögn Magnúsar Aspelund, eins af skipuleggjendum sýningarinnar, eru það eigendur verslunarmiðstöðvarinnar Saar bas- ar í Saarbrucken, þar sem sýningin átti að fara fram nú í nóvember, sem frestuðu sýningunni. Ekki er ljóst hvenær af sýningunni verður en seg- ist Magnús vonast til þess að hún verði haldin snemma á næsta ári. TÆKNIVAL hf. hefur tekið að sér umboð og dreifíngu á Toshiba far- tölvum hér á landi. Toshiba fartölvur eru mest seldu fartölvur í heiminum og eru í efstu sætum á sölulistum bæði vestan hafs og austan, segir í frétt. Toshiba hefur um langt árabil verið leiðandi framleiðandi á fartölv- um. Markaðshlutdeild Toshiba á heimsmarkaði er um 18,8% og um 23,7% fartölva, sem seldar eru í Bandarikjunum, eru frá Toshiba. Fyrirtækið framleiðir ekki aðrar tölv- ur en fartölvur en því er þó spáð að Toshiba verði fimmti stærsti tölvu- framleiðandi í heiminum um næstu aldamót. Fartölvur frá Toshiba eru til í AGRESSO Haföu samband viö AGRESSO ráögjafana hjá Skýrr hf. Síminn er 569 5100. Hió virta tímarit PC-User veitti fjármálastjórnunar- kerfinu AGRESSO gullverðlaun og segir aó kerfió henti sérstaklega vel millistórum og stórum fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum. Skýrr hf. og AGRESSO - samstarf sem skilar þér árangri PC-User veitti AGRESSO gullverðlaunin TOSHIBA 420 fartölva með geisladrifi og möguleikum til margmiðlunar. Tæknival hf. fær umboð fyrir Toshiba fartölvur nokkrum mismunandi gerðum, allt frá einfaldri útfærslu til fullkominna margmiðlunartölva með geisladrifí, innbyggðu fax- og símtæki og teng- ingu við tölvupóst og alnetið. Toshiba fartölvur bjóða upp á háþróaða tengi- möguleika við netkerfi á vinnustað. Tölvurnar eru með alþjóðlegu ábyrgðarskírteini sem býður upp á viðgerðarþjónustu hvar sem er í. heiminum. Fartölvur ryðja sér nú hratt til rúms og um þriðjungur allra tölva, sem seldur eru til manna í viðskipta- lífinu, er fartölvur. Enda er bilið milli fartölva og annarra einkatölva sífellt að minnka, bæði hvað snertir skjái og iyklaborð, fjölhæfni og af- köst. Öflugt bókhuhisktrfi fyrii Miu iiitosh og Wiiuiows • Hentar vel fyrir lítil og meðdlstór fyrirtæki • Ótrúlega þœgilegt í notkun • Fyrir Madntosh- og Windows 95 stýrikerfi • Margra ára gagnagrunnur • Hœgt að fá sem fjölnotenda kerfi (biðlara/miðlara). • Hugbúnaður sem seldur erí 19 löndum • Allar skipanir og vandaðar handbækur að sjálfsögðu á íslensku • Öflugt aðgangskerfi • Verð frá 22.000.- Nánari upplýsingar í síma 511-5111 og 511-5112 Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Heimasíöa: http://www.apple.is Navssion Financials Stöð ugar Hannaö fyrir Microsoft' Wíndows‘95 Navision Financials bókhalds- og upplýsingakerfið er einfalt í öllum sínum hölbreytileika og notkun þess nánast leikur einn. Það hlaut gullverðlaun hins virta fagtímarits PC. User. Navision Financials — stöðug framför! Navision Financials hefur hlotið góðar viðtökur og er fyrsta viðskiptaforritið í heiminum sem viðurkennt er fyrir Windows 95. Sölumenn okkar veita allar nánari upplýsingar. Umboðs- og dreifingaraðili: STRENGUR ÁRMÚLA7 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 • FAX 550 9010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.