Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 8
8 B FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Á síðasta ári nefndi Nomura-rannsóknastofnunin 11 vaxtarbrodda í iðnaðinum og spáði því, að sala viðkomandi fyrirtækja myndi þrefaldast fram til 2010 ÞAÐ er fremur þungt hljóð- ið í Japönum um þessar mundir. Japanski fram- leiðslurisinn, sem valtaði einu sinni yfir Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu og skildi keppi- nautana eftir í valnum, er orðinn eitthvað svo óstyrkur á fótunum og veit ekki lengur hvert leiðin liggur. Japönsk fyrirtæki, sem áður höfðu ótvíræða forystu á heimsmarkaði, í sjóntækjum, raf- eindavörum og jafnvel bílum, eru í óða önn að flytja framleiðsluna erlendis og í Japan brennur sú spurning á vörum manna hvað við muni taka. Hvaða atvinnugreinar muni bera uppi hróður lands og þjóðar á næstu öld? Skriffinnarnir í iðnaðar- og ut- anríkisviðskiptaráðuneytinu í Tókýó telja sig hafa svarið. Þeir hreykja sér af því að hafa ráðið mestu um þær iðngreinar, sem Japanir lögðu megináherslu á sjötta og sjöunda áratugnum, og segjast nú tilbúnir til að endurtaka leikinn. í væntanlegum fjárlögum jap- önsku stjórnarinnar fyrir næsta ár er boðaður mikill niðurskurður hjá öllum ráðuneytum nema einu, iðnaðar- og utanríkisviðskipta- ráðuneytinu. Framlög til þess eiga að hækka um 17% milli ára og sýnir það best hvaða vonir eru bundnar við leiðsögn þess inn í framtíðina. Undanhald á ýmsum sviðum Af 14 helstu framleiðslugrein- unum hafa Japanir lengi reitt sig aðeins á íjórar, bílaframleiðslu, rafeindavörur, ýmsan nákvæmnis- búnað og stál. Gengishækkun jens- ins og aukin samkeppni við ná- grannaríkin í Asíu hafa hins vegar neytt mörg fyrirtæki í þessum greinum til að flytja verksmiðjurn- ar úr landi. Iðnframleiðslan, sem samsvaraði 30% þjóðarframleiðsl- unnar í Japan fyrir 20 árum, stend- ur nú aðeins undir 22%. Það er rafeindavöruframleiðsl- an, sem hefur staðið sig best, en jafnvel þar er undanhaldið byijað. Stórfyrirtækin á þessu sviði, Hitac- hi, Toshiba, Mitsubishi Electric, NEC og Fujitsu, eru aðeins með 10-20% heildarsölunnar í hálfleið- urum en tölvukubbar --------------- hafa staðið undir allt að 80% hagnaðarins. Nú er offramboð af tölvukubb- um á heimsmarkaði og verðið hefur hrunið. JAPANIR Á KROSSGÖTUM Þeir tímar eru liðnir er japönsk framleiðsla fór sigurför um heims- byggðina og fyrirtækin í landi hinnar rísandi sólar fá nú að reyna sömu samkeppnina og þau veittu öðrum áður Fjögurra megabæta minniskubbur, sjálf uppsprettulindin í þessari framleiðslu, kostaði um 860 ísl. kr. í janúar sl. en er nú kominn niður í rúmar 200 kr. Brottflutningur japanskra fyrir- tækja úr landi hefur að sjálfsögðu valdið því, að störfunum heima fyrir hefur fækkað. Úti á lands- byggðinni hafa smáframleiðendur og undirverktakar séð viðskiptin hverfa og það, sem verra er, sam- keppnin við ódýran innflutning frá Kína og öðrum Asíulöndum, stund- um frá japönskum útibúum erlend- --------------- is, hefur harðnað með Störfunum hveiju árinu. heima fyrir Plástur á sárið hefur fækkað __________ Hugmyndir íðnaðar- og utanríkisviðskipta- ráðuneytisins eru meðal annars þær, að framleiðendur á lands- byggðinni verði styrktir til að end- urnýja verksmiðjurnar og hefja framleiðslu á nýjum vamingi. Það er þó líklegt, að aðgerðir af þessu tagi yrðu aðeins plástur á sárið og gerðu ekki annað en að lengja í snörunni. Auknar niðurgreiðslur frá atvinnumálaráðuneytinu, sem greiðir helming launa starfsmanna þegar störfin eru í hættu, yrðu aðeins til að japönsk fyrirtæki vikju sér undan því að horfast í augu við veruleikann í stað þess að ráð- ast gegn vandanum með miklum niðurskurði. Talið er, í Japan séu um 600.000 manns í nokkurs kon- ar atvinnubótavinnu af þessum toga. Sem betur fyrir Japani hafa þó önnur störf orðið til í landinu og það er ekki að þakka ráðuneytinu. Á síðasta ári nefndi Nomura-rann- sóknastofnunin 11 vaxtarbrodda í iðnaðinum og spáði því, að sala viðkomandi fyrirtækja myndi þre- faldast fram til 2010. Er búist við, að vöxturinn í þessum greinum verði 6,6% árlega eða næstum fjór- um prósentustigum meiri en áætl- aður, árlegur hagvöxtur í landinu á sama tíma. Vaxtarbroddarnir Iðnaðarráðuneytið virðist byggja mikið á þessi ----------- rannsókn Nomura og það vekur athygli, að vaxtarbroddamir eru yf- irleitt á sviðum þar sem _______ Japanir eru enn á eftir mörgum öðrum þjóðum. Þeir eru meðal annars: ■ Upplýsingaiðnaður. Japan er að minnsta kosti fimm árum á eft- ir Bandaríkjunum hvað varðar einkatölvunotkun og nettengingu í fyrirtækjum og vegna þess er Ekki skortur á áhættu- fjármagni gífurleg eftirspum eftir betri hug- búnaði og beinlínuþjónustu. Búist er við, veltan í þessari starfsemi áttfaldist fram til 2010. ■ Bætt dreifing. Afsláttar- og lagerverslanir, sem byltu smásölu- verlsuninni í Bandaríkjunum á áttunda áratugnum, hafa haldið innreið sína í Japan síðan stjórn- völd slökuðu á reglugerðum um stórverslanir 1992. Dreifingin, sem áður var aðallega með smáum flutningbílum, er nú að færast meira yfir á lestimar og skipafé- lögin og búist er við, að veltan í þessari grein fjórfaldist til 2010. ■ Sorpeyðing. Landið er að drukkna í sorpi, meðal annars vegna ofuráherslu Japana á miklar umbúðir. Nú sjá 70.000 fyrirtæki um sorphirðu og -eyðingu, yfirleitt fjölskyldufyrirtæki og ekkert með meira en 1% markaðarins. Með aukinni sameiningu fyrirtækja er búist við, að sorpeyðingariðnaður- inn vaxi um 6,1% á ári. ■ íbúðabyggingar. íbúðaverð í Japan er á niðurleið og ekki aðeins vegna þess, að verðið fyrir landið hefur lækkað. Japanir hafa tekið upp bandarískar byggingaraðferð- ir og vegna þess og aukins inn- flutnings á ódýru byggingarefni er gert ráð fyrir, að framleiðsla í byggingariðnaði aukist um 75% fram til 2010. ■ Tómstundir. Vinnutími hefur verið að styttast í Japan og sú þróun mun halda áfram enn um sinn. Búist er við, að veltan í grein- um, sem lúta að tómstundaiðkun hvers konar, meira en tvöfaldist fram til 2010. Reglugerðafargan Japanska iðnaðarráðuneytið er vant því að fást við tiltölulega fá en mjög stór fyrirtæki en líklegt er, að flest fyrirtækin í ofannefnd- um greinum verði fremur smá í þeim samanburði. Ætla starfs- menn ráðuneytisins að sjá til, að eins og í Kaliforníu hafi þessir vaxtarbroddar góðan aðgang að áhættufjármagni en þeir nefna hins vegar ekki annað mál, sem þeir í Kaliforníu uppgötvuðu fyrir löngu. Það er ekki skortur á áhættufjármagni, sem stendur nýiðnaði mest fyrir þrifum, heldur --------- reglugerðafarganið. Umkvartanir japanskra smáfyrirtækja eru ein- mitt í þeim dúr. Hvers vegna er svo erfitt fyrir hátæknifyrirtæki að afla hlutabréfamarkaði? Hvers gildi sérstök lög um fjár á vegna eru það hvernig á að smíða hurð? Það er oftar en ekki iðnaðarráðuneyt- ið, sem hefur sett lög af þessu tagi. (Heimild: The Economist) Sundurleitni (Fragmentation) gagna á diskum er hægfara en öruggur fylgifískur næstum allrar tölvuvinnslu. Smám saman getur svartími vegna sundurleitni orðið mjög slakur. Þessi þróun getur blekkt menn til að kaupa hraðvirkari diska til að ná upp svartima, en oftar en ekki er hægt að lagfæra þetta með sérstökum hugbúnaði sem endurraðar gögnum disksins. Við kynnum nú til sögunnar, Diskkeeper, fyrsta endurröðunar- hugbúnaðinn fyrir Windows NT miðiara. Diskkeeper getur í bestu tilvikum 5-faldað afköst disks sem hefur mjög sundurleit gögn. Hringdu í sölumenn okkar og fáðu nánari upplýsingar um hvemig þú getur lagfært svartíma NT miðlarans hjá þér. DIGITALÁ ISLANDI Vatnagaróar 14 - 104 Reykjavík Sími 533-S05C ■ Fax 533-5060 Frakkar koma á fót næst- stærsta tryggingafélagi heims París. Reuter. FRÖNSKU tryggingafélögin Axa and UAP hafa skýrt frá miklum samruna, sem mun leiða til þess að komið verður á fót næststærsta tryggingafélagi heims. Reyndar virðist samruninn í því fólginn að Axa taki við rekstri keppinautsins Union des Assur- ances de Paris, sem er stærra fé- lag en ekki eins harðfylgið. Eftir samrunann verður Allianz í Þýzka- landi ekki lengur stærsta trygg- ingafélag Evrópu og Nippon Life í Japan er eina tryggingarfélag heims sem verður stærrra en nýja félagið. Þegar samrunanum lýkur um mitt næsta ár verður mun heildar- velta nýja risans nema 313 millj- örðum franka eða 62 milljörðum dollara. Starfsmenn verða um 107.000 og eigið fé fyrirtækisins verður 100 milljarðar franka. „Viðskipti aldarinnar“ „Þetta eru viðskipti aldarinnar í franska tryggingageiranum," sagði Claude Bebear, stjómarfor- maður Axam sem verður aðal- framkvæmdastjóri hins nýja fyrir- tækis. Bebear sagði frétta- mönnum að hann hefði alltaf verið sannfærður um að til þess að halda velli á 21. öld yrði fyrirtæki að starfa á alþjóðavísu og skipta við risana. Nú muni nýr risi koma til sögunnar. Margir telja Axa eitt bezta tryggingafélag Evrópu. Stjórnar- formaður UAP, Jacques Fried- mann, verður yfirmaður eftirlits- stjórnar hins nýja fyrirtækis. Axa stendur vel að vígi í Norð- ur-Ameríku og Asíu, en UAP í Evrópu, einkum Þýzkalandi, þar sem Colonia deild félagsins starf- ar. Nettóhagnaður Axa jókst um 20% 1995 í 2.73 milljarða franka og um 51% á fyrri árshelmingi 1996 í 1.977 milljarða franka. UAP hefur reynt að rétta úr kútnum síðan félagið tapaði 2.065 milljörðum franka 1995, aðallega vegna hruns á fast- eignamarkaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.