Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 B 9 VIÐSKIPTI Proton í Malajsíu tekur við Lotus Hethel, Englandi. Reuter. PROTON, bílaframleiðandi í Malajsíu, hefur keypt 80% hlut í Lotus Group, hinu bágstadda brezka sportbílafyrirtæki. Yahaya Ahmad, stjórnarfor- maður móðurfyrirtækis Prot- ons, DRB-HICOM, og einn áhrifamesti kaupsýslumaður Malajsíu, fær 16,25% eigin hlut í Lotus Group International auk þess sem Proton fær 63,75%. „Lotus er goðsögn — nafn sem vekur spenning um allan heim,“ sagði Ahmad í Lotus- verksmiðju á Austur-Englandi. „Það gefur Proton færi á sð sýna framleiðslu sína í sýning- arsölum sem hafa Lotus ímyndina.“ Fyrirframgreiðsla er 51 millj- ón punda og lánað verður 13 milljóna punda hreint veltufé. Með samkomulaginu lýkur margra mánaða vangaveltum um framtíð fyrirtækisins. It- alskur eigandi þess, Romano Artioli, hefur leitað að öflug- um fjárfesti mestallt þetta ár. Bíll heimsmeistara Colin Chapman stofnaði fyrirtækið upp ár 1950 og Lotus stóð lengi framarlega í Grand Prix kappakstri. Með- al kappa sem urðu heims- meistarar í Lotus voru Gra- ham Hill, Jim Clark, Jochen Rindt, Emerson Fittipaldi og Mario Andretti. Meðal bíla sem fyrirtækið hef- ur framleitt eru Lotus Seven, Lotus Elan, Elite og nýja mód- elið, Elise. General Motors tók við sljórn Lotus 1986 og fyrirtækið safn- aði skuldum að upphæð 50 milljónir punda á fimm árum áður en það var selt. Yahaya sagði að Proton hygð- ist auka nú þegar framleiðslu Lotus Elise sportbílsins á Eng- landi og auk þess hefja fram- leiðslu í Malajsíu. Fyrirtækið vonast til að auka framleiðsluna í 10 bíla á dag úr fimm. Auk þess vill það koma sér upp aðstöðu til að framleiða fyrir Austur-Asíu- markað í verksmiðjum Protons í Malajsíu þannig að hægt verði að framleiða 5000 Lotus Elise á ári. Boðið ífar- símakerfi íKína Peking. Reuter. MOTOROLA, AT&T og §ögur önn- ur erlend fyrirtæki keppa um að fá að hjálpa kínverska alþýðuhern- um að koma á fót farsímakerfi, sem á að ná til alls Kína og verður þriðja fjarskiptakerfi landsins. Hin fyrirtækin eru bandaríska farsímafyrirtækið Qualcomm Inc, fjarskiptasvið Samsung fyrirtækis- ins, LG Group í Suður-Kóreu og Northem Telecom Ltd í Kanada. Kínverska póst- og fjarskipta- ráðuneytið takmarkar erlenda að- ild að kínverska farsímamarkaðn- um. Spáð er að kínverskum farsí- manotendum fjölgi í 7 milljónir fyrir árslok og í 22 milljónir fyrir aldamót. Alþýðuherinn er aðaldriffjöður nýja farsímakerfisins og fagnar allri erlendri aðstoð við uppbygg- ingu þess að sögn sérfræðinga. Fyrirtækin hafa boðið í tilrauna- kerfi í fjórum borgum Kína að sögn kínverska póst- og fjarskiptamála- ráðuneytisins. Tilkynnt verður eftir tvo eða þijá mánuði hvaða boði verður tekið. \ \ ' \ ^Pj-entuð 9jafavara, Áprentaðir hlutir til gjafafyrir starfsfólk og viðskiptavini. Leitið upplýsinga og fáið bækling - Yfir 500 vörunúmer. Stuttur afgreiðslutími. 11 nu Auglýsingar - Skiltagerð Silkiprentun - Bolaprentun Skeifunni 3c • 108 Reykjavík Sími 5680020 • Fax 5680021 - kjarni málsins! Aldamóta-vírus leikurlausum hala Cannes. Reuter. MÖRG evrópsk fyrirtæki gera sér ekki enn grein fyrir því að þau geta misst minnið vegna alda- mótavírussins, sem gera mun mik- inn usla í ýmsum tölvum í heimin- um á miðnætti 31. desember 1999 að því er fram kom nýlega á ráð- stefnu kaupsýslumanna. Þegar nýr aldatugur hefst munu tölvur um allan heim hrynja eða senda frá sér rangar upplýsingar. Þótt hættan hafi vakið mikla at- hygli hefur mörgum fyrirtækjum láðst að gera ráðstafanir í tíma og mun kerfí margra þeirra springa — sem getur leitt til þess að fyrirtækið verði gjaldþrota. Rugl frá helmingi fyrirtækja „í árslok 1999 verður rúmlega helmingur upplýsingatæknifyrir- tækja búinn tækjum sem senda frá sér kolrangar niðurstöður vegna aldamótadraugsins,“ sagði sérfræðingur Gartner Group, Pet- er Sondergaard, á ráðstefnunni. Vandinn stafar af vinnuhagræð- ingu á áttunda og níunda áratugn- um, þegar höfundar forrita gripu til þess ráðs til að spara minni tölva að stytta ártöl með því að nota aðeins tvo öftustu tölustafina. Sú stytting verður í lagi þar til 20. öldinni lýkur, en árið 2000 verður 00 í minni tölvunnar og það getur haft ískyggilegar afleiðingar í för með sér. Til að leysa vandann þarf heilan her tölvusérfræðinga. Leiðtogar evrópskra upplýs- ingatæknifyrirtækja (IT) á ráð- stefnunni létu í ljós áhyggjur af þeirri alþjóðlegu hættu, sem staf- aði af vírusnum, en sum fyrirtæki eru núna fyrst að gera sér grein fyrir henni. „Við verðum að vekja athygli á 2000 vandanum til að tryggja að öll fyrirtæki geri sér grein fyrir honum,“ sagði Lucio Stanca, fram- kvæmdastjóri IBM. Stanca tók þátt í pallborðsum- ræðum ásamt forystumönnum COMPAQ tölvufyrirtækisins, franska töluframleiðandans Gro- upe Bull, Siemens Nixdorf í Þýzka- landi og þýzka hugbúnaðarrisans SAP AG um áhrif upplýsinga- tækni í Evrópu. Ráðstefnuna hélt bandaríska tækniráðgjafafyrir- tækið Gartner Group. „Þetta er tröllaukið vandamál,“ sagði Stanca. „Tíminn er naumur, þegar hann styttist verður kröfur um viðgerð geysiöflugar og óvíst er hvort greinin ræður við vand- ann.“ Stanca sagði að viðskiptavinir IBM yrðu ekki í þessum hópi. „Við höfum heitið því að öll tæki okkar verði viðbúin árinu 2000.“ Sérfræðingar í upplýsingatækni óttast að þótt gífurlegt átak verði gert til að leysa vandann fyrir 2000 séu mörg forrit frá áttunda áratugnum grafin langt inni í tölvukerfum og að erfitt muni reynast að finna þau. Nokkrir hafa spáð því að vand- inn geti orðið svo alvarlegur að hann muni ekki aðeins valda gjald- þroti fyrirtækja heldur koma af stað heimskreppu. Fyrirtæki heita vernd Forystumenn í greininni segja að þeir muni standa við hlið við- skiptavina sinan. „Okkur ber skylda til að vernda viðskiptavini okkar,“ sagði Jean Marie Descarpentries, forstjóri Groupe Bull, „og allir viðskiptavin- ir okkar verða verndaðir árið 2000. Þetta er gífurleg íjárfesting, risa- stórt verkefni. Hjá okkur vinna 300 manns að þessu máli. Gerhard Schulmeyer, forstjóri Siemens Nixdorf, sagði að fyrir- tæki sitt mundi ekki bregðast við- skiptavinum sínum, en gera yrði sameiginlegt átak. Schulmeyer minnti á að einnig þyrfti að vinna mikla tölvuvinnu fyrir fyrirtæki til undirbúnings efnahags- og peningakerfi Evrópu 1. janúar 1999. SIEMENS S4-P0WER Góður fapsími—enn betri! S4-P0WER er ný og betri útgáfa hins vinsæla farsíma S4frá Siemens. Hann hefur m.a. nýja rafhlöðu með 70 klst. viðbragðstíma og allt að 10 klst. taltíma Einkaumboð fyrir Siemens á íslandi Við bjóðum þennan farsíma á mjög hagstæðu verði ásamt ýmsum öðrum símabúnaði. Njótið faglegrar ráðgjafar og þjónustu hjá okkur. ðsfiu isilinl! SMITH & NORLAND Nóatúni 4 • Sími 511 3000 Færri brezkir stjórar styðja John Major London. Reuter. FÆRRI brezkir stjórnendur styðja íhaldsflokkinn nú en í síðustu þing- kosningum 1992 samkvæmt könnun stjórnunarstofnunar í Bretlandi, Institute of Management. Aðeins 42% stjórnenda styðja íhaldsmenn að þessu sinni, saman- borið við 62% í síðustu kosningum. Stuðningur við Verkamannaflokkinn hefur aukizt úr 13% í 25%. Samkvæmt könnuninni telur þriðjungur brezkra stjórnenda ekki að þeir búi við atvinnuöryggi. A.GUÐMUNDSSON ehf. húsgagnaverksmiðja Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 557 3100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.