Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ____________VIÐSKIPTl_ ABC/ABM - TILAÐ BÆTA VERKFERLA Sjónarhorn Hvemig á að skipta kostnaði við gæðakerfí á afurðir eða kostnaði við rekstur upplýs- ingakerfa? Hver er kostnaður tiltekinna að- gerða eða legu sjúklinga á spítölum, spyr Páll Rúnar Pálsson m.a. í þessari framhaldsgrein, og segir kostnaðarstjómun geta veitt svörin. í GREIN minni um kostnaðarstjórnun - ABC/ABM, sem birtist í Morgunblaðinu þann 31. október síðastliðinn, ræddi ég um þarfímar fyrir nýjar og markviss- ari aðferðir í rekstri fyr- irtækja og stofnana. Megináhersla var lögð á breytta kostnaðar- samsetningu, aukna samkeppni og iang- tímaaðgerðir í stað skammtímalausna. Meginástæða þess að nýjar aðferðir hafa fengið hljómgrunn er sú, að óbeinn kostnaður hefur vaxið og erfitt hefur verið að skipta honum á vörur og þjónustu með hefðbundnum verðlagningarað- ferðum svo gott sé. Vandamálin geta t.d. verið: Hvernig á að skipta kostnaði við gæðakerfi á afurðir eða kostnaði við rekstur upplýsinga- kerfa? Hver er kostnaður tiltekinna aðgerða eða legu sjúklinga á spí- tölum svo eitthvað sé nefnt? Áhrif tekjuskorts Sumir kunna að spyija hvers vegna sé rétt að beina athyglinni að kostnaði. Svarið liggur í tvennu. Annars vegar í því, að kostnaður er verðmæti, þ.e. það sem við borgum fyrir notkun aðfanga og hins vegar að tekjur eru takmark- aðar eins og allt annað í efnahagsstarfsem- inni. Með aukinni sam- keppni minnka mögu- leikar manna til þess að hækka markaðsverð á vöru og þjónustu utan opinbera geirans, því verðhækkunin er auðsæ. Stjómandi op- inbera fyrirtækisins stendur einnig frammi fyrir því að framlagið úr ríkissjóði hækkar ekki þó svo að kostnað- ur aukist. Munurinn er þó sá, að verðhækkunin í opinbera geiranum er ekki eins auðsæ, því framlagið er tekið af skatttekjum ríkisins. Stjórnendur einkafyrirtækja og opinberra standa nefnilega oft í sömu sporum: erfitt eða ógjörningur er að auka tekjurn- ar eða að auka framalagið úr ríkis- sjóði. Báðir búa við tekjutakmarkan- ir. Þetta er hin harða staðreynd lífs- ins. En hvaða er þá til ráða? Jú, svar- ið liggur í augum uppi. Menn snúa sér að kostnaðinum. Betri upplýs- ingar skila sér í betra skipulagi, bættri nýtingu aðfanga og mark- vissri kostnaðarlækkun. Á þann hátt er unnt að auka arðsemi fyrirtækja eða halda sig innan fjárlaga, hvert Páll Rúnar Pálsson svo sem markmiðið er. Þetta er nán- ast eina færa leiðin til þess að búa sig undir framtíðina. Sambærilegt dæmi er til um áhrif tekjutakmark- ana með kvótakerfi í sjávarútvegi. Tekjutakmörkunin rekur menn til að huga að betri nýtingu aðfanga. Þannig eykst hagkvæmni til fram- búðar og það er einmitt það sem við höfum séð í sjávarútveginum. Mikilvægi réttra upplýsinga Það er því miður alltof algengt, bæði í einka- og opinbera geiranum, að stjórnendur séu að kljást við vandaniál líðandi stundar með mi- sjöfnum árangri í stað þess að beina kröftunum að langtímastefnumótun og oftar en ekki er það vegna ónógra upplýsinga um innri málefni sem og rekstrarumhverfi. Með kostnaðar- stjórnun er unnt að fá upplýsingar um innviðina, þannig að samhengi rekstrar- og fjárhagsstærða verður augljóst. Þess háttar vitneskja ætti að auka áreiðanleika ákvarðana og minnka óvissu. Eitt geta menn haft að leiðarljósi við mat á mikilvægi upplýsinga: nægar upplýsingar þurfa ekki endilega að leiða til þess að menn taki réttar ákvarðanir. Hitt er þó víst, að ónógar upplýsingar leiða til rangra ákvarðana. Með tilkomu nýs hugbúnaðar hef- ur kostnaðarstjórnun orðið auðveld- ari. Öll greining af þessu tagi bygg- ir á líkönum, sem sett eru fram á myndrænan hátt og gefa upplýs- ingar m.a. um kostnaðarvalda, nýt- ingu aðfanga, hliðarskilyrði (tak- markandi þætti) framleiðslunnar eða þjónustunnar, betri og nákvæmari verðlagningu, skiptingu alls kostn- aðar í fastan og breytilegan, feril- greiningu athafna og afkomumæl- ingar með breyttum forsendum. Það er engum vafa undirorpið, að notkun ABC/ABM aðferða veitir stjómendum forskotið sem þeir þurfa og eykur þekkingu þeirra á eigin rekstri til muna. ABC/ABM aðferðir er unnt að nota með marg- víslegum hætti. Markaðsstjórinn getur notað aðferðirnar m.a. til þess auðvelda ákvörðun um verðlagningu nýrra afurða, kanna arðsemi við- skiptavina og dreifingu á markaði. Fjármálastjórinn nýtir aðferðirnar við áætlanagerð, nákvæmari kostn- aðarskiptingu og til þess að finna og eyða kostnaði sem engu skilar. Rekstrarstjórinn nýtir sér aðferðirn- ar við aðfangastýringu og skipu- lagningu á nýtingu fjármuna. Þetta eru einungis dæmi um notkunar- möguleikana. En kostnaðarstjórnun er ekki bundin við tiltekinn rekstur eða tilteknar athafnir, heldur er unnt að beita aðferðunum alls stað- ar. Með því að beina athyglinni að athöfnum (verkefnum) sem nota aðföng og eru kostnaðarvaldar er nær öruggt að unnt er að ryðja leið- ina frá ánauð til úrbóta. Þekking og vald Þrátt fyrir hæfileika og reynslu sem stjórnendur geta búið yfir, þurfa þeir á þekkingu að halda til þess að ná árangri. Eg gat þess í greininni sem birtist þann 31. október síðast- liðinn, að það getur verið erfiðleikum háð að koma í framkvæmd ABC/ABM verkefnum innan fyrir- tækja og stofnana. Þar veldur mestu mannlegi þátturinn og tregða mann- aflans gegn breytingum. Til þess að lýsa þessu er unnt að virða fyrir sér mynd af sambandi valds og þekking- ar. Reynsla starfsfólks er dýrmæt. Góðir starfsmenn þekkja vel til verka og hafa góða yfirsýn yfir verkefnin sem þeir annast, t.d. innan sinnar deildar. Þá skortir hins vegar yfirsýn yfir flæði verkefna innan fyrirtækis- heildarinnar, sem þeir eiga hlutdeild í. Þó svo að starfsmaður hafi yfirsýn um gangverkið hefur hann ekki vald til þess að breyta. Aðeins stjórnend- ur hafa það. Með auknum starfsframa minnk- • ar sérhæfð þekking á verkefnum innan fyrirtækja. Þess í stað kemur yfirsýnin og valdið til þess að breyta og bæta. Einungis yfirstjóm getur breytt gangverki innan fyrirtækja, en skortir að sama skapi þekkingu til þess að útfæra breytingarnar í einstökum liðum á hagkvæman hátt. Því vill oft á tíðum myndast múr á milli starfsmanna og stjórnenda. í heimi þar sem hraðar breytingar í rekstrarumhverfi og aukin sam- keppni um tekjur eru burðarásar framfara ætti eitt af forgangsmálum stjórnenda að vera, að bæta verk- ferla innan fyrirtækjanna. Þetta er unnt með ABC/ABM aðferðum. Bætt skipulag leiðir til betri árang- urs. Til þess að virkja þekkingu og efla samstöðu ættu stjórnendur að: (1) Nýta og efla þekkingu starfs- fólks og virkja frumkvæði þess. (2) Efla samskipti milli deilda, þ.a. allir séu meðvitaðir um gang- verkið. (3 Eyða samskiptahræðslu, þ.e. að fella múrinn á milli stjórnenda og starfsmanna. (4) Skipuleggja fyrirtækin með verkefnin (athafnir) í huga. Með notkun kostnaðarstjórnunar - ABC/ABM er unnt ná markmiði um betri árangur til lengri tíma Iitið. Höfundur er starfsmaður Skýrr hf. íslenskur hugbúnað- urfærgóða dóma Tölvur MENNIRNIR að baki QuickDNS Pro, Sigurður Ásgeirsson, Sig- urður Ragnarsson, Pétur Pétursson og Snorri Guðmundsson. ALNETIÐ gerir ýmislegt mögulegt og ekki síst einfaldar það og auð- veldar fyrirtækjum að koma fram- leiðslu sinni á framfæri. Það sann- ast áþreifanlega á fyrirtækinu Mönnum og músum, sem hefur meðal annars skotið Apple ref fyr- ir rass með nafnamiðlara sínum, QuickDNS Pro. Reyndar fór svo á endanum að Apple-liðar gáfust upp á samkeppninni og tóku að gefa sinn hugbúnað. í nýjasta tölublaði MacWEEK er itarleg umfjöllun um QuickDNS Pro og fær það góða einkunn, fjór- ar stjörnur af fimm mögulegum. QuickDNS Pro er nafnamiðlari og vinnur sem nokkurs konar alnets- símaskrá. Hverri tölvu er úthlutað númeri og nafni. Tölvurnar nota númerin í samskiptum sín á milli, en það er ekki fyrir mennska að leggja þau á minnið. Notendur al- netsins kalla því á tölvur eftir nafni (t.d. www.menandmice.com) og nafnamiðlararnir fletta upp tilsvar- andi númerum. Allir sem setja upp miðlara á alnetinu, t.d. seljendur alnetsþjónustu, þurfa á nafnamiðl- ara að halda og til eru nafnamiðlar- ar fyrir flestar gerðir tölva. Eins og nafnið ber með sér sér- hæfir MaeWEEK sig í umfjöllun um Macintosh samhæfðan búnað og kemur út vikulega í 110.000 eintökum. í greininni er QuickDNS Pro borið saman við aðra nafna- miðlara fyrir Macintosh tölvur og m.a. greint frá því að það vinni að Alnetið er góður liðs- auki íslenskum tölvufyr- irtækjum sem koma vilja varningi sínum á framfæri. Arni Matthí- asson komst yfir lof- samlegan dóm um ís- lenskan hugbúnað í MacWEEK, en sá bygg- ist á alnetinu í fleiri en einum skilningi. jafnaði 15-20 sinnum hraðar en MacDNS, samskonar forrit frá Apple Computer. Auk þess hafi QuickDNS tæknilega yfirburði og sé eina forritið sem búi yfir öllum lykileiginleikum sem prýða þurfi nafnamiðlara. Pétur Pétursson, annar eigenda Manna og músa, segir að umsögn blaðsins hafi verið heldur betri en hann átti von á. „Við vissum að við værum með besta nafnamiðlar- ann en við áttum ekki von á að koma svona vel út í samanburðin- um. Þetta mun auka verulega sölu hjá okkur og gera okkur að þekkt- ara nafni erlendis. Það er gott veganesti fyrir markaðssetningu á nýjum hugbúnaði sem við erum að þróa.“ Fyrirtækið Menn og mýs ehf. var stofnað fyrir 6 árum. Eig- endur þess eru Pétur Pétursson og Jón Georg Aðalsteinsson, tölvunar- fræðingar. í upphafi einbeitti fyrir- tækið sér að smíði á Stundvísi, en fyrir tveimur árum hóf fyrirtækið sókn sína á erlendan markað, fyrst með forritinu Desktop Strip og síð- ar QuiekDNS Pro. Pétur segir að fyrirtækið hafi frá upphafi nýtt sér alnetið við alla markaðssetningu og sölu á Qu- ickDNS Pro. „Þótt við höfum selt á annað þúsund pakka til þrjátíu landa höfum við aðeins einu sinni þurft að fara til útlanda í viðskipta- erindum. Þetta er því gott dæmi um það hvernig Alnetið gerir litlum fyrirtækjum kleift að keppa við stór fjölþjóðafyrirtæki með góðum árangri." Pétur segir að næstu mánuði verði höfuðáhersla lögð á að nýta þessa umfjöllun sem best í mark- aðssetningu á QuickDNS Pro, en fyrirtækið sé einnig með ný verk- efni á pijónunum sem nýti sömu viðskiptahugmynd en hann vill ekki útlista þau frekar að svo stöddu. Abendingum um efni og at- hugasemdir má koma til arn- im@mbl.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.