Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.1996, Blaðsíða 4
IHQWIK _ ■ RONNIE Whelan, fyrrum mið- vörður hjá Liverpool og í írska landsliðinu en nú knattspyrnustjóri hjá Southend í ensku 1. deildinni, tilkynnti í gær að hann væri hættur að leika knattspymu vegna meiðsla. „Þetta er mikið áfall en minning- amar em góðar,“ sagði hann og sagðist ætla að einbeita sér aifarið að stjórnuninni. ■ FORRÁÐAMENN enska knatt- spymuliðsins Blackburn em enn að leita að knattspyrnustjóra í stað Rays Harfords sem sagði starfí sínu lausu fyrir skömmu. „Við emm enn að horfa í kringum okkur, en ' það hefur ekki enn leitt til þess að við höfum fundið rétta manninn," sagði talsmaður félagsins í gær. Sögur hafa bórist af því að Black- burn hafi áhuga á að fá annnað hvort Svíann Sven Göran Eriks- son, þjálfara Sampdoria, eða Roy Hodgson, þjálfara Inter Milan, og fyrrum landsliðsþjálfara Sviss. ■ ERIKSSON sagði að Black- bum hefði aldrei haft samband við sig enda væri hann samningsbund- inn Sampdoria til vors og ætlaði að virða þann samning. ■ TOMAS Brolin fer ekki til Sampdoria sem lánsmaður eins og félagið hafði komist að samkomu- lagi um við Leeds. Læknar ítalska liðsins sættu sig ekki við læknis- meðferð á sænska miðheijanum sem fram fór í Svíþjóð sl. vor og úrskurður þeirra kom í veg fyrri undirritun samkomulagsins. ■ GEORGE Graham, knatt- spymustjóri Leeds, hefur reynt að fá Brolin til að koma aftur til Le- eds en Svíinn hefur ekki áhuga á því. ■ BARCELONA neitar með öllu að hafa verið að bera víumar í franska knattspyrnumanninn David Ginola hjá Newcastle. „Það er ekkert hæft í því,“ sagði einn forsvarsmanna liðsins í vikunni. „Við höfðum hug á Ginola áður en keppnistímabilið hófst en þegar allt kom til alls var of hátt verð sett upp fyrir hann.“. Fréttin varð til eftir að nokkur spænsk dagblöð þóttust hafa séð umboðsmann Gin- ola í heiðursstúkunni á Nou Camp er leikur Barcelona og Atletico Madrid fór fram á laugardags- kvöldið. ■ TERRY Venables hefur verið nefndur sem næsti landsliðsþjálfari Ástralíu, en þarlendir hafa mikinn áhuga á að fá hann til liðs við sig. „Við emm að ræða við nokkra þjálf- ara, bæði innlenda og erlenda, og Venables er einn þeirra sem koma til greina,“ sagði talsmaður ástr- alska knattspymusambandsins. Ástralíumenn ætla að leggja allt í sölumar til að komast í úrslita- keppni HM í Frakklandi að tveim- ur árum liðnum. ■ RYAN Giggs leikur í fyrsta sinn í langan tíma með Manchester United er liðið mætir Arsenal á laugardaginn. Hann hefur átt í þrá- látum meiðslum í kálfa og aðeins leikið í 10 mínútur í úrvalsdeildinni síðan 29. september. Viðureign United og Arsenal fer fram á Old Trafford. ■ SABRI Lamouchi, fyrirliði Auxerre, verður af viðureign við Ajax í Meistaradeild Evrópu í næstu viku vegna meiðsla í ökkla. ■ LEVSKI Sofia, sem er í 2. sæti í 1. deild í Búlgaríu, sætti sig ekki við dómarann á fyrsta leik liðsins í deildarbikarkeppninni - forráða- menn liðsins sögðu hann hlutdræg- an - og mætti þvi ekki tii leiks en var vikið úr keppninni í gær. For- maður Levski sagði að spilling væri ríkjandi í knattspymunni í Búlgaríu og stjóm Knattspymu- sambandsins ætti að segja af sér. Reuter Vöm SHAQUILLE O’Neal fór á kostum þegar Los Angeles stöðvaði sigurgöngu Houston Rockets. Hann skoraöl 34 stlg og tók 15 frðköst en hér reynlr hann aö koma í veg fyrir að Charles Barkley nái skotl. Sean Rooks, samherjl O’Neals, er við öllu búinn. LA Lakers stöðvaði sigur göngu Houston Rockets Shaquille O’Neal skoraði 34 stig og tók 15 fráköst fyrir Los Angeles Lakers þegar liðið stöðvaði sigurgöngu Houston Rockets í NBA-deildinni i körfuknattleik í fyrrinótt. Hann lenti í villuvandræð- um og varð að fara af velli þegar 17 sekúndur vom eftir í fjórða leik- hluta en gestimir létu það ekki á sig fá og unnu 126:115 í tvífram- lengdqm leik. Nick Van Exel var með 29 stig fyrir Lakers og þar af níu í framlengingu en Lakers vann þá seinni 13:2. Cadric Ceballos skoraði 22 stig og tók 10 fráköst og Eddie Jones var með 18 stig en villumar gerðu það að verkum að hann varð að fara í bað þegar tæp- lega 10 mínútur vom eftir af flórða leikhluta. „Við lékum mjög vel,“ sagði O’Neal. „Við knúðum fram tvær framlengingar þrátt fyrir að tveir úr byijunarliðinu væm famir af velli. Sigurinn þjappar okkur enn frekar saman og ef allir leika eins og að þessu sinni getum við sigrað hvaða lið sem er hvenær sem er.“ . Charles Barkley skoraði 33 stig fyrir heimamenn og Hakeem Olajuwon var með 31 stig í fyrsta tapleik liðsins á tímabilinu en fyrir leikinn var Houston eina taplausa liðið í Vesturdeild. „Við lékum eins vel og við gátum en svona er körfu- boltinn," sagði Barkley. „Ég átti ekki von á að við fæmm taplausir í gegnum tímabilið, ynnum 82:0. Þetta verður stöðug barátta við Utah, Seattle og Lakers í allan vet- ur og við verðum að vera tilbúnir þegar við mætum þessum liðurn." „Þetta var góður leikur sem gat farið á hvorn veginn sem var,“ sagði Olajuwon sem gerði 13 stig í fyrri framlengingunni. Lakers lék mjög vel en í lokin hittum við ekki úr nokkmm opnum fæmm sem við þurftum að skora úr. Við sköpuðum okkur færi en nýttum þau ekki.“ Langþráður sigur Philadelphia fagnaði fyrsta sigr- inum í Madison Square Garden í fyrsta sinn í tæplega þijú ár þegar liðið tók New York 101:97. Allen Iverson skoraði 25 af 35 stigum sínum í seinni hálfleik, kom báðum bakvörðum New York út af í fjórða leikhluta og „stal“ boltanum á loka- mínútunni sem skipti sköpum. „Ég held að ég hafi sýnt að ég eigi heima í þessari deild,“ sagði kappinn, sem var fyrstur í vali liðanna fyrir tíma- bilið. „Nú reyni ég að sigra. Ég reyni að gera það sem er liðinu fyrir bestu og það sem þjálfarinn vill að ég geri en þarf ekki lengur að sanna mig.“ Larry Johnson var stigahæstur hjá New York með 28 stig en hitti ekki úr tveimur af þremur þriggja stiga skotum á lokasekúndunum. Patrick Ewing skoraði 26 stig og tók 15 fráköst. Liðið hefur sigrað í öllum fjórum útileikjunum til þessa en þetta var fyrsta tapið í þremur leikjum á heimavelli. Besta byrjun Miami Miami hefur aldrei byijað betur en liðið fékk Charlotte í heimsókn og vann 105:97, fimmti sigurinn á tímabilinu í sex leikjum. Tim Hardaway skoraði 22 stig og átti 11 stoðsendingar, Dan Majerie var með 20 stig og Alonzo Mouming 14 stig auk þess sem hann tók níu fráköst fyrir heimamenn. Vancouver hefur ekki enn unnið leik og tapaði að þessu sinni 99:92 fyrir Los Angeles Clippers í tví- framlengdum leik á heimavelli. Malik Sealy skoraði 22 stig fyrir gestina og Pooh Richardson gerði fimm af 15 stigum sínum í seinni framlengingunni. Stanley Roberts var einnig með 15 stig en þetta var í fyrsta sinn sem Clippers sigr- aði í tveimur leikjum í röð á tíma- bilinu. Heimamenn voru ávallt yfir þar til Richardson jafnaði 81:81 á síðustu sekúndu í fjórða leikhluta. Bryant Reves setti persónulegt met þegar hann skoraði 30 stig fyrir heimamenn en hann tók líka 11 fráköst. Seattle sigraði í fjórða leiknum í röð, vann Golden State Warriors 121:102. Shawn Kemp skoraði 33 stig og Detlef Schrempf 27 fyrir heimamennn en Latrell Sprewell var með 27 stig fyrir Warriors sem tapaði fjórða leiknum í röð. Minnesota vann Portland 100:97 og var Tom Gugliotta í aðalhlut- verki, skoraði 26 stig, tók 11 frá- köst og hitti úr vítaskoti átta sek- úndum fyrir leikslok. Kevin Gar- nett var með 20 stig og 11 fráköst og Terry Porter 18 stig og átta stoðsendingar. Þetta var fyrsti sig- ur Minnesota á Portland í síðustu 16 leikjum. Persónuleg met Atlanta vann Cleveland 87:83 og setti Mookie Blaylock persónulegt met, skoraði 39 stig, þar af sex þriggja stiga körfur og þá síðustu fjórum sekúndum fyrir leikslok. Hann tók átta fráköst og átti átta stoðsendingar. Armon Gilliam tók 22 fráköst, sem er persónulegt met, þegar Milwaukee vann Phoenix 99:89 eft- ir framlengingu. Þetta var fyrsti sigur liðsins á Phoenix síðan 5. mars 1991 en síðan hafa liðin mæst 11 sinnum. KORFUKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.