Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 45 JÖRUNDURÁRMANN GUÐLA UGSSON + Jörundur Ár- mann Guð- laugsson var fædd- ur 20. október 1932. Hann lést 8. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Jörund- ar voru Guðlaugur Jónsson, verkam., f. 3.6. 1906 að Fossi á Húsavík, d. 12. sept. 1982, á Húsa- vík, og Gratíana Sigríður Jörunds- dóttir, f. 29.6. 1905 á Flateyri, d. 28.4. 1972 á Húsavík. Systkini: Karen, f. 22.11. 1929, Guðbjartur, f. 28.6. 1934, Dagný Jóna, f. 28.6. 1929, Rak- el, f. 12.6. 1939, Kristjana, f. 18.12. 1944. Kona Jörundar er Katrín Valgerður, f. 14.12. 1931, Ás- grímsdóttir útgerðarmanns, f. 10.8. 1904, d. 19.3. 1982, og Margrétar Gróu Sigurðardótt- ur, f. 8.12. 1896, d. 6.6. 1996. Börn þeirra: Ásgrímur Grétar, f. 30.3. 1957, verktaki, Guðlaugur, f. 15.7. 1959, múrari, Sunneva, f. 20.1. 1964, húsmóðir, Sigríður Vala, f. 14.9. 1967, húsmóð- ir. Jörundur lauk sveinsprófi í Múraraiðn í Reykja- vík 1960 undir handleiðslu Arna Guðmundssonar. Jörundur var virkur félagi í Múrarafélagi Reylqavíkur. Ritari félagsins 1962-66, formaður taxtanefnd- ar 1964-66. Meistararéttindi 17. apríl 1967. Félagi í Múrara- meistarfélagi Reykjavíkur. Utför Jörundar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ég vil minnast góðs manns, Jör- undar Guðlaugssonar, er ég var svo lánsamur að kynnast fyrir all nokkr- um árum vegna vinskapar við fjöl- skylduna. Jörundur var af þeirri manngerð sem nú er orðin alltof fát- íð. Hann var ljúfmenni sem aldrei haggaðist á hveiju sem gekk í lífi eða starfi. Hann var múrari að mennt og starfaði við það uns veikindin lögðust að fyrir nokkrum árum. Hann var harðgerður maður og hraustur svo af bar og kom það sér vel í starfi sem oft er mönnum erfitt og slítandi. Jafnaðargeð og blítt við- mót einkenndu hann í öllu lífi, ásamt mikilli umhyggju fyrir fjölskyldunni. Hann byggði fjölskyldu sinni veglegt hús á fögrum stað við Lyngheiðina í Kópavogi. Þar áttu Jörundur og Katrín yndislegt heimili þar sem fjöl- skyldan og vinir komu oftlega sam- an, að ógleymdum hópi barnabarna sem nú sakna síns hlýja og góða afa. Jörundur giftist eftirlifandi konu sinni, Katrínu 20.10. 1956. Þau áttu sitt fyrsta heimili að Ljósheimum 8 í Reykjavík. Er Jörundur hafði lokið námi á árinu 1960 hófst hann handa við að byggja nýtt hús að Hjalla- brekku 7, í Kópavogi. Þangað flutti svo íjölskyldan árið 1965. Jörundur varð sjálfstæður atvinnurekandi í iðn sinni að afloknu meistaraprófi. Hann var mjög afkastamikill verktaki og byggði fjölda húsa víða á Reykjavík- ursvæðinu. Hann var oft með fjölda manna í vinnu við þessa starfsemi og menntaði hóp ungra manna í iðn- inni. Má því trúa að þeim mönnum hafi verið vel kennt. Hann dró ekki af eigin atorkusemi og vann öll þau verk sem til féllu svo verkum mætti miða. Jörundur byggði svo nýtt hús er fjölskyldan flutti í að Lyngheiði 6, á árinu 1978. Þar bjó hann ásamt konu sinni og bömum og einu barna- bami þar til hann lést. Fundum okkar bar saman í gegn- um árin af ýmsum tilefnum. Tvö ber þar hæst. Um Jónsmessuna 1995 kom fjölskyldan saman til að vera við brúðkaup eldri dóttur þeirra hjóna, Sunnevu. Það var öllum sem þar komu alveg sérstakt gleðiefni að Jörundur skyldi sjálfur vera þar mitt á meðal, þrátt fyrir erfíð veik- indi, og fylgja dóttur sinni upp að altarinu. Þessi atburður var öllum er viðstaddir voru alveg einstaklega gleðilegur og dró það ekki úr að hitt- ast svo á fögmm stað er dagur var að kveldi kominn, með fjölskyldu og vinum og gleðjast á góðri stund. Við fengum þar tækifæri til að skiptast á vinarkveðjum og hlýjum óskum. Mig langar einnig til að minnast gleðistundar á heimili þeirra Jörund- ar og Katrínar, en það var er Sunneva, dóttir þeirra lauk stúdents- prófí. Við komum saman á Lyngheið- inni þennan fallega vordag og nutum góðs félagsskapar. Jörundur var þar mitt á meðal og áttum við langt sam- tal um ýmislegt úr æsku hans og uppvexti. Það er þeim er á hlýddu algerlega ógleymanlegt hvernig hann lýsti veru sinni og vinnu sem fjármaður í Möðrudal á Fjöllum er hann var ÞORBJÖRG RAGNA PÁLSDÓTTIR + Þorbjörg Ragna Pálsdóttir fædd- ist í Reykjavík 9. ágúst 1904. Hún lést í Reykjavík 5. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Margrét Árna- dóttir Þorvaldsson- ar hins merka at- hafnamanns við Faxaflóa og Páll Friðriksson, stýri- maður og sjósókn- ari af hinni al- þekktu sjómanns- ætt, Bergsætt. Systkini hennar eru: Friðrik vörubílstjóri; Magnús versl- unarmaður, Helga Fjóla hús- móðir og Ragnar verkamaður, sem nú eru látin, en á lífi eru Þóra húsmóðir á Akranesi, Bára húsmóðir á Akranesi og Horfín er yfir móðuna miklu aldr- aður Reykvíkingur, Þorbjörg Ragna sem ætíð var nefnd Ragna á seinni Sólveig húsmóðir í Neskaupstað. Hinn 22. apríl 1936 giftist Þor- björg Ragna Geir- harði Jónssyni og átti með honum dótturina Sonju, fædda 20. nóv- ember 1936. Þau slitu samvistir. Hinn 12. október 1954 giftist hún Frí- manni Sigurðssyni sem andaðist 26. febrúar 1979. Barnabömin em: Páll, búsettur í Danmörku, Bjami, sem lést 1978, og Ragn- ar, búsettur i Danmörku. Langömmubörnin em sjö. Utför Þorbjargar Rögnu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. árum. Bemskuheimili hennar var á Grettisgötu 33 og þar fæddust öll bömin nema þau elstu, Friðrik og MINIMINGAR ungur maður. Myndin sem hann dró upp af löngum vetrarnóttum í kyrrð og frosti er hann stóð yfír mörgu fé bænda þar og hélt til beitar, vík- ur mér aldrei úr huga. Sagan af góða fjárhirðinum er ekki fjarlæg. Sá sem gengur um fjöllin i kyrrð vetrarnæturinnar fær margs að gæta og hann er aldrei einn. Al- mættið vakir yfir og sá sem ekki æðrast mun aldrei skorta neitt. Þessi lífsreynsla hefur örugglega markað hinn unga mann er þarna dvaldi langar nætur og gekk um öræfin. Þetta var það sem snart svo djúpt í framkomu og fari þessa hlýja manns; þroski, æðruleysi og góður vilji er aldrei bognaði. Þeim sem eftir lifa er þetta gefíð sem leiðarljós um það hvemig ber að taka burtköllun manns er tók öllu sem að höndum bar af styrk og æðruleysi og láta ekki bugast þó sorgin sé mikil og skarð hins sterka manns sé vandfyllt. Ég óska vinum mínum, Katrínu, Ásgrími, Guðlaugi, Sunnevu, Sigríði, mökum þeirra og bömum allrar blessunar og styrks á erfíðri stund. Eftir lifir minningin um góðan dreng sem aldrei æðraðist og axlaði byrðar vanheilsu af styrk sem fáum er gef- inn. Guðmundur Kjartansson. Elsku Jömndur! Um leið og ég kveð þig hinstu kveðju vil ég þakka þér fyrir okkar góðu kynni sl. 15 ár. „Eitt sinn skal hver maður deyja“ segir máltækið, en hversu ljós sem þessi lífsins staðreynd er kemur hún samt alltaf á óvart og er í augum okkar sem eftir lifa með öllu ótíma- bær. Baráttan er búin að vera löng og ströng, en aldrei kvartaðir þú heldur tókst því sem koma skyldi og mættir örlögum þínum. Minningamar koma hver af ann- arri í hugann. Þú varst mikið nátt- úrubam og einstaklega fróður um marga hluti. Mér er það minnisstætt fyrst eftir að ég tengdist fjölskyld- unni að í dagskrárlok sjónvarpsins tíðkaðist að birta landslagsmynd og var þá sama hvaða þúfa eða lækj- arspræna var sýnd, alltaf varst þú búinn að nefna staðinn áður en heiti hans birtist á skjánum. Þegar við keyptum húsið okkar í Skipasundinu og eignuðumst garðinn okkar varst þú alltaf með svör á reiðum höndum við því hvað þessi og hin plantan hétu og þurfti oft að minna okkur á oftar en einu sinni. Fingur þínir voru svo sannarlega „grænir“ og ber garðurinn í Lyng- heiðinni þess fagurt vitni. Sögumar þínar voru frábærar og oft náðist þú á slíkt flug að þær urðu æði langar enda var i þær lögð nákvæmni og frásagnargleði. Þær komu líka oft á óvart eins og sú síð- asta þegar þú sagðir okkur að þú sem ungur drengur hefðir æft box um tíma. hún. Foreldramir og sytkinin voru stór og sameinuð fjölskylda þar sem allir hjálpuðust við að komast af. Faðirinn var stýrimaður, mikill sjó- sóknari og duglegur að afla heimilinu tekna. Móðirin var heima og stóð vörð um hag heimilisins og þar var alltaf rúm fyrir gesti og gangandi. Hlýja, glaðværð og sú hugsun að vera sjálfbjarga var það veganesti sem börnin fengu. Frænka mín var elst af dætrunum og því kom í henn- ar hlut hin mikla ábyrgð að hjálpa foreldrum sínum strax ung að ámm. Hún var dugleg og vel vinnandi og ekki var aldurinn hár þegar hún var farin að sauma fötin á systkini sín og fleiri í fjölskyldunni. Aldrei minntist frænka á óskir sín- ar og væntingar á yngri ámm en oft hef ég haft það á tilfinningunni að hún hafí fórnað æskudraumum sínum fyrir hag og velferð Q'ölskyld- unnar, án þess að nokkum tíma lægi biturð þar að baki. Tobba, eins og hún var nefnd í æsku var vel gefín kona, fríð og lág- vaxin. Hún var einstaklega snyrtileg og gekk ævinlega svo smekklega til fara. Allt sem hún gerði og allt sem hún keypti var efnismikið og vel vandað. Hún var „dama“ í þess orðs fyllstu og jákvæðustu merkingu. Með fyrri eiginmanni sínum, Geir- harði, eignaðist hún einkadótturina Þegar þú varst á spítalanum í sumar fengu stelpurnar að keyra þig um gangana í hjólastól og þá var allt í lagi að fara svolítið greitt. Þú pass- aðir líka alltaf að skipta jafnt á milli bamabamanna þegar þú gafst þeim sælgæti og oft lumaðir þú á ein- hveiju góðgæti handa litlum sálum þegar komið var í heimsókn í Kópa- voginn. Oft bar æskustöðvarnar á góma, en bæði Húsavík og Möðrudalur voru þér mjög kærir staðir. Hestamennsk- an varð þinn fylgifiskur alla tíð og er sárt til þess að hugsa að núna þegar synir þínir eru báðir komnir í hestamennskuna getir þú ekki notið þess með þeim. Samt er ég þess full- viss að þar eigir þú eftir að fylgjast með sem og annars staðar. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.I.H.) Söknuður okkar er mikill og sér- staklega Katrínar sem misst hefur svo mikið á stuttum tíma og sem alltaf stóð svo sterk eins og klettur með þér. Blessuð sé minning þín, hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín tengdadóttir, Rannveig. Nú er þrautin á enda, elsku afí. Allt okkar líf varstu veikur og því þótti okkur eðlilegt að þitt hlutverk væri bara að taka ætíð svo vel á móti okkur er við komum í heimsókn til ykkar ömmu, sem þú og gerðir. Þú kallaðir okkur „vinan hans afa“ og „vinurinn hans afa“ enda varstu vinur, ekki bara afí. Þú hvattir okkur ætíð til dáða og stóðst með okkur ef þér þótti við beitt óréttlæti. Svo áttir þú líka alltaf eitthvað bragðg- ott uppi í eldhússkáp sem þú gafst okkur. Stundum fengum við nesti heim og þá hvíslaðir þú að okkur að gæta þess að mamma og pabbi kæm- ust ekki í pokana okkar. Yfírleitt tókst það ekki en þú vissir það og hafðir gaman af. Fróðleik þínum um mannfólkið, náttúruna, hestana og hin dýrin deild- ir þú með okkur. Þú varst handverks- maður mikill og listrænn. Gast útbúið og lagað hvað sem var. Þú hafðir mikla söngrödd og söngst ekki fyrir okkur bara bamavísur heldur ekki síst allskyns ættjarðarlög með alls- kyns tónum svo við fylgdumst með með undrunarsvip og aðdáun. Ef einhvers staðar var erfítt þá varst þú fyrstur til að hjálpa og hug- hreysta; sagðir að þetta væri allt í lagi og allt myndi lagast. Og það var nóg því á skein sólin því þú varst kletturinn okkar og bjargið. Heiðarleiki og traust voru þín að- alsmerki og kærðir þú þig ekki um nein „húmbúkk", en svo kallaðir þú allan óþarfa. Svo varstu stoltur mað- ur. Svo ánægður með það sem þú Sonju. Þeirra samleið var stutt og stóð frænka mín uppi einstæð móðir með yndislega litla stúlku sem hún vildi allt gera fyrir er í hennar valdi stóð og væri baminu fyrir bestu. Hún kom henni í fóstur til systkinanna Guðrúnar Guðmundsdóttur og Gunn- ars Guðmundssonar bónda á Akur- tröðum í Eyrarsveit við Grundarflörð. f fóstri hjá þessari fjölskyldu leið telp- unni hennar vel og Tobba gat unnið myrkranna á milli og séð sér og henni farboða, en lengst af vann hún í Öl- gerð Egils Skallagrímssonar. Jólaundirbúningurinn hófst oft snemma hjá frænku minni á þessum árum, því þá sendi hún alls konar jólapakka og glaðning til allra á Akurtröðum. Ég aðstoðaði hana oft þá og við nutum þess að pakka inn jólaglaðningnum sem við vissum að myndi setja svip á jólin vestur á Akurtröðum. En þegar Sonja var tiu ára gömul sameinuðust þær mæðgur aftur því þá kom hún til móður sinnar á vetuma og gekk í skóla í Reykjavík. Árið 1954, 12. október, giftist Tobba Frímanni Sigurðssyni. Bjuggu þau sér fallegt heimili, því hann var handlaginn vel og handavinna henn- ar fékk að njóta sín innan veggja heimilisins en hún var mikil hann- yrðakona. Enn i dag prýða mörg verk hennar heimili ættingja og vina. Með Frímanni átti hún hamingjusöm áttir og sérstaklega hana ömmu. Þú naustu þess þegar hún puntaði sig og fannst svo gaman að því hversu fín hún var alltaf. Enda gerði hún það fyrir þig. Einnig hafðir þú lúmskt , gaman að því þegar hún var að punta þig. En hún naut þess að hugsa um þig og gerði það svo vel, því er miss- ir hennar mestur. Þú varst svo mikil hetja. Hugsan- lega munum við ekki skilja hversu mikil fyrr en við eldumst og þroskumst þvf lífíð hjá okkur í dag er svo einfalt. Þú reyndir svo margt en alltaf stóðst þú upp teinréttur til síðasta dags. Aldrei kvörtunartónn, öllu tekið með æðmleysi. Þetta haust er búið að vera svo erfítt en enginn á skilið þær þjáning- ar sem þú hefur gengið í gegnum. _ Öll hjálpuðumst við að við að aðstoða þig ásamt vinkonum okkar í heima- hjúkran „Karitas“ svo þú gætir verið heima með okkur og dáið í faðmi okkar. Þetta vora mánuðir sem skiptu okkur svo miklu máli. Nú er þrautin á enda og núna líð- ur þér vel, getur gert allt sem þú hefur ekki getað gert svo lengi en langað að gera, hefur hitt langömmu Margréti og Palla frænda og alla hina sem þú þekktir og era farnir líka. Hjá Guði ertu fallegur engill og er við hugsum um þig þá lítum við til himins og fínnum stjömur.a þína og sjáum þig er þú blikkar okkur og brosir til okkar brosinu þínu blíða. r _ Elsku amma, þakka þér fyrir hversu góð þú varst honum afa, aldr- ei bugaðist þú. Guð veri með þér og okkur öllum í sorg okkar. Afí fylgist með okkur og veit að við huggum hvert annað. Hann gaf okkur svo mikið. Þín bamabörn, Nína Margrét og Tómas Daði. Elsku Jörandur, við kveðjum þig í dag, með þökk fyrir allt. Haustið ^ - þitt var langt og strangt, en loksins fékkstu frið. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með táram. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta, ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfír lífínu." (Ók. höf.) Elsku Katrín frænka, Jósep, Ási, Gulli, Sunneva, Sigga Vala og fíöl- skyldur ykkar, við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Það gleymist margt í sorginni, en vonum við að þessar örfáum ljóðlínur gefí ykkur styrk til að takast á við sorg- ina. Margrét, Ásgrímur, Sigurður, Þorgeir og fjölskyldur. ár og hann virti hana og unni og hún endurgalt í sömu mynt. Þau ferð- uðust mikið um landið, - áttu góðan bíl og viðleguútbúnað. Og kærkomn- ir gestir vora þau í Skarði er þau renndu í hlað, ávallt færandi hendi. Enn dúka ég borð með hekluðum dúkum eftir hana og minnist hennar þegar ég bregð á mig svuntu sem hún saumaði og gaf mér. Árið 1979 andaðist Frímann ogW' þá keyptu þær mæðgur saman hús og skildust ekki að eftir það. Nú á seinni áram bjuggu þær í Mos- fellsbæ, og hjá Sonju og Guðmundi manni hennar átti hún gott skjól og athvarf en gat þó verið sjálfstæð og hugsað um sig sjálf, og það var henni fyrir mestu. Þegar ég að leiðarlokum hugleiði líf og starf frænku minnar, flyt ég kveðju og þakkir okkar frændfólks- ins fyrir kynnin og samfylgdina á lífsleiðinni með ljóðlínum æskulýðs- leiðtogans og mannvinarins sr. Frið- riks Friðrikssonar sem var þeim öll- um svo kæn Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar. Megi minning um mæta konu lifa. Sigríður Th. Sæmundsdóttir, Skarði á Landi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.