Morgunblaðið - 15.11.1996, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1996 49
starfsævi á miklum umbreytinga-
tímum. Hann mun hafa átt aðal-
frumkvæðið að mörgum framförum
og nýjungum í kennsluaðferðum,
hagræðingu náms og má nefna
áfangakerfið, framhalds- og/eða
endurmenntun eldra fólks o.s.frv.
Eg veit að Guðmundur hafði mikið
og gott samstarf við skólafólk bæði
vestan hafs og austan og ekki síst
á Norðurlöndum. En ekki ætla ég
hér að reyna að rekja þá sögu frek-
ar, þar eru eflaust flestir mér færari.
Sem náskyldum vini, allt frá
bernskuárum, þykir mér sárt að sjá
eftir þessum öðlingsmanni, það
verður tómt í sál og sinni eftir hann
hjá mér - og mörgum - engin fróð-
leg bréf lengur væntanleg frá Guð-
mundi. Við vorum bræðrasynir, hitt-
umst í fyrsta skipti um áramótin
1921-1922, hann 8 ára, ég 9, og
síðan hefur vinátta okkar og gott
samband haldist óslitið, fyrst beint
sem börn og unglingar á Reykjavík-
ursvæðinu en seinna, þegar langt
varð á milli bæja hjá okkur, með
bréfum og heimsóknum. Ekki einu
sinni á stríðsárunum slitnaði sam-
band okkar með öllu þó stijálla yrði,
hann í Höfn en ég í Svíþjóð og lítið
sem ekkert leyft samband þar á
milli. Ég man að við komum þó
nokkrum bréfunum okkar á milli
og Guðmundur sendi mér öðru
hveiju stúdentatímaritið Frón, allt
eflaust vandlega skoðað af yfirvöld-
um þeirra tíma. Mörg hundruð bréf
hafa síðan farið okkar á milli. Við
héldum uppteknum hætti þó bréfa-
skriftir hafi varla verið í tísku á
seinni árum. Innihaldið í þessum
bréfum var af mörgu tagi, margt
bar á góma, eitthvað um daginn og
veginn, um ættingja og samferða-
fólk en ekki síður um ýmis almenn
mál, sem við hðfðum sameiginlegan
áhuga fyrir. Á þessum seinni árum
varð okkur lika oft tíðrætt um ýmis-
legt frá bernsku- og unglingsárun-
um sem títt er hjá gömlu fólki.
Guðmundur var Reykvíkingur,
fæddur og uppalinn í borginni en
átti hins vegar, sem kannski flestir
í Reykjavík á þeim tíma, rætur sín-
ar að rekja upp í sveitir bænda og
búliðs. Guðrún mamma hans frá
Múlastöðum í Flókadal en Amlaug-
ur faðir hans og Guðmundur faðir
minn úr Flóanum og Brekku við
Stokkseyri. Amlaugur og Guðrún
byijuðu búskap í húsnæði við Hverf-
isgötuna og þar fæddist Guðmundur
en litlu seinna festu þau hjón kaup
á litlum bæ, þá fyrir sunnan vest-
urbæinn en þar í nánd var Elliheimii-
ið Grund seinna byggt. Þessi bær
hét fallegu nafni, Akurgerði, þó akr-
ar væru takmarkaðir á þessum slóð-
um, en eitthvað var þó af túnum
þama, annars holt og melar. Þama
ólst Guðmundur upp þar til hann var
13 ára og systkinin vom orðin svo
mörg að of þröngt var í búi og nýtt
hús var byggt við Ljósvallagötuna
og þar bjó fjölskyldan næstu 7-8
árin, Guðmundur nú sem unglingur
og menntaskólanemi. Bömunum
fjölgaði enn og aftur fór að verða
þröngt í búi.
Þó Arniaugur sem verkamaður
hefði ekki að neinni fastri vinnu að
ganga réðst hann aftur í nýbygg-
ingu 1934, nú með mágkonunni
Helgu, sem rak saumastofu. Nýja
húsið var reist við Öldugötu 25 og
var á þeirra tíma mælikvarða þvi
sem næst stórhýsi og þar bjuggu
þau Arnlaugur og Guðrún til dauða-
dags. Ég bjó í þessu húsi um tíma,
leigði herbergi hjá þeim á jarðhæð-
inni. Guðmundur mun til að byija
með ekki hafa verið lengi í þessu
húsi. Hann var nú uppkominn, fjöl-
skyldan var enn á Ljósvallagötunni
þegar hann tók stúdentspróf með
hárri einkunn sem mun hafa leitt
til þess að hann fékk fljótt góðan
styrk til framhaldsnáms og hélt til
Hafnarháskóla og las þar stærð-
fræði og eðlisfræði sem aðalefni.
Guðmundur nefndi eitt sinn við mig
að hann um tíma hefði verið að
velta fyrir sér að fara í veðurfræði-
nám. Hann hafði leitað fyrir sér á
Veðurstofunni og þar verið meira
eða minna lofað að fá að praktisera
hjá þeim til að aðeins kynna sér
starfið áður en lengra væri farið.
En einhver misskilningur varð á og
Guðmundur fékk ekki plássið á þeim
tíma sem hentaði honum og hann
sló þessu frá sér og hélt inn á betur
rudda kennarabraut.
En sem ég að framan hef sagt
er ekki ástæða fyrir mig að fara
lengra út í náms- og starfsferil
hans, aðrir kunna á því betri skil.
Hins vegar vil ég bæta litlu við um
beina umgengni okkar Guðmundar
á bernsku- og unglingsárum og
seinna í lífinu, allt fram á síðustu
ár. Ég nefndi að framan okkar
fyrsta fund um áramótin 1921-
1922. Frá þeim fundi man ég það
helst að Guðmundur sýndi mér
kafbát sem hann hafði „smíðað“,.
það var rennileg spýta sem hann
hafði vafið dálitlum járnvír um svo
að þetta maraði að mestu undir
yfirborðinu án þess alveg að
sökkva. Þarna var eðlisfræðingur-
inn að stinga upp höfðinu í honum,
enn bara 8 ára! Þetta var í Akur-
gerði, eftir haustrigningarnar var
þar nóg af ágætum pollum fyrir
kafbáta!
Fáum árum seinna var okkar fjöl-
skylda komin að Austurhlíð, þá stór-
býli í Laugardalnum, sem faðir minn
stóð fyrir. Þangað kom Guðmundur
oft um helgar gangandi alla leið frá
Akurgerði. Þar vorum við þrír bræð-
ur fyrir á hans reki og þar til mann-
margt, gestir, böm og gamalmenni
og auðvitað mikið af skepnum, þar
á meðal fjöldi af svínum, sem mörg-
um þótti gaman að skoða.
Tíminn leið, Guðmundur kominn
í Menntaskólann - einn af okkar
ætt - og við hliðina á náminu far-
inn að stunda skák af kappi, ég
fluttur að heiman, kominn í iðnnám
og íþróttabrask. Við héldum þó tals-
verðu sambandi en kannski varð
eitthvað lengra á milli funda. Ég
man það helst frá þessum árum að
daginn sem Guðmundur hafði lokið
stúdentsprófí kom hann til mín um
kvöldið og við sátum fram á nótt,
ræddum hitt og þetta, glugguðum
í norsk íþróttablöð og annað slíkt
sem ég var með. Fyrir fjölskyldu
Guðmundar og okkar fólk yfirleitt
var nám eins og önnur vinna sem
varð að ljúka sómasamlega en ekki
ástæða til meiriháttar veisluhalda,
kannski drukkið kaffi í stofunni!
Enn liðu árin, Guðmundur kom-
inn til Hafnar, ég til Svíþjóðar og
við fórum á milli og hittumst öðru
hvoru. Ég man að eitt ár hélt ég jól
með Guðmundi og félögum hans í
Höfn. Svo kom stríðið og samgöng-
ur lokuðust en bréfaskipti héldust
að nokkru sem áður er nefnt. Eftir
stríðið, eða í lok þess, fór Guðmund-
ur heim, nú með konu, Halldóru,
og syni, Ólafi, en ég ílentist hér.
Eftir það var Guðmundur oft á
ferð hér, bæði prívat, og þá með
Halldóru, en oftast einn í sambandi
við námskeið og/eða fundahöld
skólamanna á vegum Norðurlanda-
ráðs eða annarra. Hann leit þá oft-
ast inn í okkar kot og staldraði oft
við í nokkra daga til hvíldar og/eða
til að ljúka einhverri ritgerð sem
hann hafði á pijónunum. Gott að
losna þá við síma og ys og þys dags-
ins heima við.
Eftir að Guðmundur var kominn
á eftirlaunaaldur urðu heimsóknir
hingað færri, en þó nokkrar, nú
með sambýliskonu sinni Öldu. Nú
má enginn halda að þessar heim-
sóknir okkar á milli hafí bara verið
í eina átt. Ég og konan mín Britt
höfðum hvað eftir annað heimsótt
Guðmund og hans fólk, alltaf verið
tekið jafnvel og rausnarlega á móti
okkur, keyrt með okkur víða um
land. Seinast þegar við fórum heim,
1994, lánaði Guðmundur okkur íbúð
sem hann átti með öllum þægindum,
síma og meira að segja mat í kæli-
skáp! Þau Alda og Guðmundur
sýndu okkur þá, sem að venju, mikla
umhyggju og tillitssemi.
Að lokum votta ég og mín fjöl-
skylda Öldu og börnum Guðmund-
ar, Guðrúnu, Arnlaugi og Ólafi, þá
og systkinunum samúð og hluttekn-
ingu okkar og þar með kveð ég
öðlingsmanninn, besta vininn, vel
vitandi að ekki getur verið langt til
stefnu hjá mér heldur.
Ólafur Guðmundsson.
Haustið 1980, þegar sá sem þetta
skráir settist í stól rektors í Mennta-
skólanum við Hamrahlíð, tók hann
við góðu búi. Jafnt nemendur sem
kennarar sóttust eftir vist í skól-
anum og komust færri að en vildu.
Skólinn var þekktur fyrir tvær nýj-
ungar sem báðar hafa mótað alla
þróun framhaldsskóla á íslandi,
áfangakerfíð og öldungadeildina.
Trúlega verður þetta tvennt í fram-
tíðinni talið merkustu áfangarnir í
sögu íslenskra framhaldsskóla á síð-
ari hluta tuttugustu aldar.
Þótt margir hafi lagt hönd á
plóginn var einn maður samt óum-
deildur verkstjóri og fremsti hug-
myndasmiður i þessu starfi, Guð-
mundur Arnlaugsson, fyrsti rektor
skólans.
Skömmu áður en Menntaskólinn
við Hamrahlíð tók til starfa losnaði
staða rektors í Menntaskólanum í
Reykjavík. Meðal umsækjenda voru
tveir reyndir kennarar skólans og
var Guðmundur annar þeirra.
Menntamálaráðherra leysti málið
þannig að hinn umsækjandinn, Ein-
ar Magnússon, varð rektor MR, en
Guðmundi var falin stjórn hins nýja
skóla, fyrsta menntaskólans sem
íslendingar reistu í höfuðborg sinni.
Þetta reyndist giftusamleg lausn.
Guðmundur var rektor Menntaskól-
ans við Hamrahlíð frá stofnun 1966
til 1980. Á þessum tíma mótaði
hann ekki aðeins þennan skóla,
heldur einnig allt kerfi framhalds-
skóla í landinu, og raunar út fyrir
landsteinana eins og síðar verður
vikið að. Nær allir eða allir fram-
haldsskólar sem stofnaðir voru eft-
ir 1966 tóku upp áfangakerfi. Án
þess hefði kostnaður og skipulag
allt við framhaldsskóla utan
stærstu þéttbýliskjarna farið úr
böndum.
í dreifðum byggðum Svíþjóðar
eru víða — eins og hér — vand-
kvæði á að halda uppi fjölbreyttu
skólastarfi með bekkjakerfi í ýmsum
sérhæfðum skólum og mun einfald-
ara og ódýrara er að leysa málið
með áfangakerfi. í nýjum lögum um
skólakerfí í Svíþjóð, sem nú eru að
koma til framkvæmda, eru ýmsar
kröfur um fjölbreytni náms sem
mun hagstæðara virðist að hrinda
í framkvæmd í áfangakerfí en í
hefðbundnu bekkjakerfí. Þess vegna
hefur áfangakerfi, að verulegu leyti
sniðið að íslenskri fyrirmynd, nú
verið tekið upp í ýmsum skólum þar
í landi.
Öldungadeild Menntaskólans við
Hamrahlíð, sem stofnuð var 1972,
bætti úr brýnni þörf. Fjölda fullorð-
inna manna, sem ekíci gat lokið
stúdentsprófí á venjulegum skóla-
aldri, bauðst nú tækifæri til þess.
Nú eru öldungadeildir hluti skóla-
starfs í framhaldsskólum víða á
landinu.
Kynni mín af Guðmundi Arn-
laugssyni hófust þegar hann kenndi
mér eðlisfræði til stúdentsprófs í
Menntaskólanum í Reykjavík vetur-
inn 1950-51. Síðar urðum við sam-
kennarar, fyrst í MR en síðan í
Hamrahlíð, þar sem ég starfaði
undir hans stjórn frá 1967 til 1980.
Og fyrst eftir að hann lét af skóla-
stjórn tengdist hann skólanum enn
formiega sem stundakennari í
stærðfræði.
Guðmundur var afburða kennari.
Komu þar bæði til ágæt þekking
SJÁ NÆSTU SÍÐU
t
SAMÚELÍNA PÉTURSDÓTTIR
frá Firði,
verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju á morgun, laugardaginn
16. nóvember, kl. 14.00.
Kristín Þorsteinsdóttir.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GESTUR I. JÓHANNESSON,
Þórsgötu 4,
Patreksfirði,
lést í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar þann 13. þessa mánaðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
EKHARDT THORSTENSEN,
er látinn.
Sverrir Thorstensen, Þórey Ketilsdóttir,
Karl Thorstensen, Ulrika Thorstensen,
Sigríður Thorstensen, Hörður Albertsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín og amma okkar,
DANfELÍNA
SVEINBJÖRNSDÓTTIR
(Lína),
lést á Hrafnistu í Hafnarfirði miðviku-
daginn 13. nóvember.
Hrafnhildur Ólafsdóttir,
Ólafur Hand,
Stephen Hand.
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
ALBERT INGIBJARTSSON,
Hlíf 1,
Isafirði,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á
ísafirði að morgni 11. nóvember.
Útför hans fer fram frá ísafjarðarkirkju
laugardaginn 16. nóvember kl. 14.00.
Bjarni Albertsson, Guðrún
Fríða K. Albertsdóttir, Hörður
og barnabörn.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vináttu við andlát og útför ástkærrar
móður minnar, tengdamóður, ömmu,
systur og mágkonu,
SIGRÍÐAR ÓLAFSDÓTTUR,
Stórholti 43,
Reykjavík.
Óskar Jóhann Björnsson, Zofia Bandel Óskarsdóttir,
Maria Öskarsdóttir,
Guðmundur Óli Ólafsson, Margrét Sigbjörnsdóttir.
t
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
er sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför
JÓNS SVEINSSONAR,
Hraunbæ 4,
Reykjavík.
Hanna K. Guðlaugsdóttir,
Stella Ragnheiður Sveinsdóttir,
Hallgrimur Sveinsson, Guðrún Steinþórsdóttir,
Rósa Björg Sveinsdóttir, Ragnar Haraldsson,
Pálmi Sveinsson, Alfa Malmquist.
Lokað
í dag frá kl. 13.00 vegna útfarar GUÐMUNDAR
ARNLAUGSSONAR, fyrsta rektors skólans.
Menntaskólinn við Hamrahlið.