Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.11.1996, Qupperneq 1
h B L A Ð A L L R A L / \ N [ ) S M A N W A I 1 4 i m 1996 FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER BLAD C Geir fertil Moskvu GEIR Sveinsson, fyrírliði íslenska landsliðsins í hand- knattleik, heldur i dag til Moskvu með liði sinu Montpellier, en franska liðið og CESKA Moskva leika síðari leik sinn i EHF keppninni á laugardag. Geir meiddistí bakií fyrri leik liðanna um siðustu helgi og lengi vel var útlit fyrir að hann yrði ekki með i siðarí leiknum. í gær ákvað læknir liðsins að Geir færí með til Moskvu. „Heilsan er nú svona og svona,“ sagði Geir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. „Ég er byrjaður að pakka og það eru sprautur, bólgueyðandi lyf og vetrarfatnaður sem einkennir það sem fer í töskumar. Ég er ekkert viss um að ég geti leikið, en það eru enn tveir dagar i leik og vonandi verð ég búinn að ná mér þegar að leikn- um kemur. Það er þó erfitt að spila þegar maður hefur ekki æft i heila viku,“ sagði Guðni. KORFUKNATTLEIKUR Morgunblaðið/Golli Fyrsti sigur Grindvíkinga í Seljaskóla í tvö ár HELGI Jónas Guðflnnsson og félagar hans í iiði Grindvíkinga höfðu betur eftir fram- lengdan leik í viðurelgnlnni við ÍR í úrvarlsdelldinni í körfuknattleik í gærkvöldi. Þetta var fyrstl slgur Grindvíkinga á ÍR í íþróttahúsi Seljaskóla í tvö ár. Á myndinni rennlr Helgi Jónas sér framhjá Márusi Arnarssynl áður en hann leggur boltann í körfuna. Leikirnir í úrvalsdeildinni / C2 KNATTSPYRNA Körfulandsliðið á sterkt mót í Danmörku LANDSLIÐI íslands í körfuknattleik hefur verið boðið á sterkt mót í Danmörku á milli jóla og nýárs og hefur Körfuknattleikssam- bandið þekkst boðið. Landsliðið heldur til Kaupmannahafnar 27. desember og verður leikið í höfuðstað Danmerkur 28., 29. og 30. desember og komið heim á gamlársdag. Auk íslendinga verður danska landsliðið með I mótinu og hin sterku landslið Frakklands og Litháens. Úrslitaleikur HM verður í Japan SEPP Blatter, framkvæmdastjóri FIFA, sagði í gær að úrslitaieikurinn IHM í knattspymu árið 2002 yrði í Japan. Tveir leikir verða leikn- ir í Suður-Kóreu, fyrsti leikur mótsins og leik- urinn um þriðja sætið. Þing Alþjóða knatt- spymusambandsins, sem er haldið í tenglsum við HM, verður haldið í Suður-Kóreu. „Fyrst þetta er farið að spyijast út, þrátt fyrir sam- komulag um að halda þessu leyndu, er engin ástæða til að neita þessu,“ sagði Blatter í gær. Hann tók þó skýrt fram að ennþá væm þetta tíllögur sem framkvæmdastjóm FIFA ættí eft- ir að ræða um, en nefndin kemur saman í Barcelona 7. desember. Emerson lætur ekki sjá sig BRYAN Robson, knattspyrnustjóri Middlesbro- ugh, er ekki ánægður með framkomu Brasilíu- mannsins Emersons, sem hefur verið í frii í Brasilíu síðan í síðustu viku og ekki látíð heyra í sér né mætt á æfingar hjá enska liðinu eins og hann áttí að gera. „Ég skal láta ykkur vita um leið og ég heyri frá honum,“ sagði Robson við blaðamenn eftir æfingu liðsins í gær. „Frænka hans er veik og hann fór til að heim- sækja hana. Það er það siðasta sem ég fréttí af honum. Hann er alla vega enn í Brasilíu.“ Steve Gibson, sljómarformaður Middlesbro- ugh, segist ætla að fara með málið til FIFA ef Emerson skOi sér ekki og fara fram á að hann verði settur í leikbann. Emerson er með fjögurra ára samning upp á fjórar milljónir punda við félagið. Hann áttí að koma tíl Eng- lands á miðvikudag en hefur enn ekki látíð sjá sig. Hann fékk fri í nokkra daga tíl að fara heim, en síðan var haft eftír honum að hann ætlaði ekki að snúa aftur tíl Englands og óskaði eftír að vera leystur undan samningi. Hann sagði ástæðuna vera mikla heimþrá, en ástæðan gætí einnig verið sú að Barcelona hefur sýnt honum áhuga. i Svíinn Blomqvist seldurtil Milan Sænski landsliðsmiðheijinn Je- sper Blomqvist var í gær seld- ur frá IFK Gautaborg og er talið að kaupverðið á hinum 22 ára gamla leikmanni hafi verið um 300 milljónir íslenskra króna, en for- ráðamenn félaganna vildu ekki segja hversu mikið Milan greiddi fyrir hann. Formaður Gautaborgar sagði þó að hann væri dýrasti leik- maður sem félagið hefði selt. Blomqvist vakti fyrst athygli fyrir rúmum tveimur árum er Gautaborg sigraði Manchester United og hafa mörg stórlið borið víurnar í pilt en hann vildi bíða eftir réttu tilboði og nú er það komið. Hann verður fímmti Svíinn sem leikur með Milan, en Qórir landar hans léku með lið- inu fyrir mörgum árum, þeir Gunn- ar Gren, Gunnar Nordahl, Nils Lied- holm og Kurt Hamrin. Síðasti leikur Blomqvist með Gautaborg verður væntanlega 4. desember er Svíarnir taka á móti Portó í Meistaradeild- inni. Þess má til gamans geta að hann er níundi erlendi leikmaðurinn sem leikur með Milan í vetur. AIK hefur áhuga áaðfáRúnar AIK frá Solna í Svíþjóð, sem sló KR-inga út úr Evrópukeppni bikarhafa, hefur sýnt áhuga á að fá Rúnar Kristinsson til félagsins. „Ég veit af áhuga AIK og félagið hefur sett sig í samband við Or- gryte. Ég bíð spenntur eftir að heyra hvað það hefur upp á að bjóða. Ég hitti forráðamenn Ör- gíyte á morgun [í dag] til að ræða um áframhaldandi samning við fé- lagið,“ sagði Rúnar. Hann segist hafa áhuga á að breyta til, enda hefur hann ekki verið ánægður með það sem félagið hefur verið að bjóða honum. „Hing- að til hef ég ekki verið sáttur. Það verður að styrkja liðið með tveimur til þremur leikmönnum fyrir næsta tímabil ef þetta á að ganga betur og enn hefur enginn verið keyptur. Ég hef áhuga á að breyta til og komast í sterkara lið. Ég hef ekki fengið að spija „mína“ stöðu á miðj- unni með Örgryte - annaðhvort verið bakvörður eða kantmaður. Leikaðferð þjálfarans er heldur ekki uppörvandi því það er yfirleitt lagt upp með stífan varnarleik og byggt á skyndisóknum," sagði Rúnar. KNATTSPYRNA: ÁHORFENDUM FÆKKAR ENN A KNATTSPYRNULEIKJUM HÉRLENDIS / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.