Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.11.1996, Blaðsíða 4
mmmmmmmmmmmmmm Skemmtun ÞAÐ hefur lengi verið talin góð skemmtun að fara á völlinn, til að sjá fjörugan knattspyrnuleik. Veita knattspyrnumenn áhorfend- um ekki eins mikla skemmt- un og áður - hefur átak KSÍ, „Allir á völlinn“, misheppnast? Leikur með áhorf- endur jt Iþróttir hafa alla tíð verið talnaleikur, þar sem tölur skipta mikiu máli til að ná árangri. Það er aftur á móti orðið alvarlegt umhugsunarefni þegar menn eru byijaðir að fara fqálslega með tölur. Þær voru sláandi tölumar um áhorfendafjölda á leikjum 1. deildar í knattspymu, sem félögin hafa sent til Knattspymusambands íslands. Undanfarín ár hafa forráðamenn 1. deildar- liða í knattspymu leikið sér með áhorfendatöl- ur á kappleilqum. Sigmundur O. Steinars- son telur að sá leikur skaði knattspymuna á íslandi og að tími sé kominn til að KSÍ gerí allt sem hægt er til að flauta hann af, Ljóst er að áhorfendum hefur snarfækkað á undanfömum ámm - og ef tölumar era réttar, þá er ís- lensk knattspyma ekki eins vinsæl og af er látið. Áhorfendum hefur fækkað um tæplega 15 þús. á 90 leikjum í 1. deild frá tölum ársins 1989. Það ár ríkti mikil bjartsýni hjá knattspymuforystunni - 67.518 áhorfendur sáu leiki í 1. deild. Þá töluðu menn um að stutt væri í að 100 þús. áhorfenda múrinn félli. Það var eðlilegt því að íjölgun áhorfenda var mikil hér á landi, eins og víða í Evrópu. Uppsveiflan hefur haldið áfram í Evrópu, en það er ekki svo gott hér á landi, þar sem niðursveifia hefur verið mjög mikil. Ef ekki hefði kom- ið 5.801 áhorfandi á síðasta leik 1. deildar - leik ÍA og KR á Akra- nesi, hefði áhorfendaíjöldi farið nið- ur fyrir 50 þús., alls komu 52.726 áhorfendur á leiki 1. deildar í ár ef marka má upp gefnar tölur. Það er erfitt að trúa þessari þróun á íslandi, en hún er kannski vel skiljanleg, þegar að er gáð. Síðan félögin fóra að selja svokallaða árs- miða, hafa fæst þeirra talið ársmiða- hafa með þegar áhorfendatölur eru gefnar upp. Þessi vinnubrögð sam- svara því að lið eins og t.d. Manch- ester United og Dortmund, sem selja mikið af ársmiðum, gæfu upp 5.000 áhorfendur, þó svo að uppselt væri á leiki, í um 50.000 sæti. Það er Ijóst að þessi hvimleiði leik- ur, eða réttara sagt óleikur, með áhorfendatölur gerir ekkert annað en skaða íslenska knattspymu. Auð- vitað á að telja alla sem mæta á völlinn, jafnt þá sem era með ár- smiða og þá sem kaupa sér miða við hliðið. Ef það er ekki gert, er fölsk mynd gefin af aðsókn að kapp- leikjum. Það er óþolandi þegar menn leika sér með áhorfendatölur, ekki veitir af að hafa þær tölur réttar. Hvað yrði sagt ef Þjóðleikhúsið auglýsti tíu sýningar á gamanleiknum „Áhorf- andinn" og uppselt yrði á allar sýn- ingamar en eftir þær kæmi yfirlýsing frá íjóðleikhúsinu um að aðeins þijár sýningar hefðu farið fram, þar sem sýningamar fyrir áhorfendur með gul, rauð, græn og blá afsláttarkort væra ekki taldar með? Það er ekki hægt að þola lengur óvönduð vinnubrögð, eins og tíðkast með áhorfendatölur á kappleikjum í knattspymu, handknattleik og körfuknattleik. Það gefur augaleið, að það hlýtur að vera íþróttum til góðs að rétt sé farið með tölumar. Þessi „leikur" hefur orðið til þess að fréttamenn geta ekki fengið upp gefnar trúverðugar áhorfendatölur á heimaleikjum liða. í blöðum má lesa fyrir aftan upplýsingar um áhorfendur á leikjum: Um 700, um 550 og botninum var náð á einum leiknum i sumar, þegar stóð: Kunn- ugir segja að þeir séu um 600. Ef tölumar era réttar, er áhuginn á íslenskri knattspyrnu alltaf að minnka. Knattspymumenn veita ekki áhorfendum eins mikla skemmtun og áður - átak KSÍ í fyrra, „Allir á völlinn", hefur mis- heppnast. Það tók áhorfendur aðeins fjórar umferðir í sumar, eða 20 leiki, að sjá að það var ekki mjög ánægju- legt að fara á knattspymuvelli. Með- altal á leikjum í 1. umferð var 722 áhorfendur, á leikjum í 2. umferð 826, á leikjum í 3. umferð 669, á leikjum í 4. umferð 664, meðaltal á öllum níutíu leikjunum var 586. Ef leikir KR-ÍA (2.881 áhorfandi) og ÍA-KR (5.801) era teknir frá, var meðaltalið á hinum 88 leikjunum 500 áhorfendur. Ég veit með vissu að forráðamenn KSÍ eru ekki ánægðir með „talna- leik“ 1. deildarliðanna. Það er kom- inn tími til að flauta þennan óleik af, það er knattspyrnunni á íslandi fyrir bestu. Engum kemur það við þó félögin láti félagsmenn sína hafa rauð, gul, fjölskyldukort eða boðsmiða. Þeir sem vilja veg knattspyrnunnar sem mestan ættu að sjá sóma sinn í að gefa rétta mynd af áhorfendafjölda á kappleikjum, með því að telja einn- ig þá sem koma með ársmiða eða boðsmiða á völlinn. Stutt er í ársþing KSÍ. Er ekki kominn tími til að ræða í alvöru um að skylda lið, sem leika í 1. deild, til að vera með hlið sem telja áhorf- endur, eins og tíðkast í flestum lönd- um í Evrópu? Það verður ekki fyrr en þannig hlið verða sett upp á völl- unum, að hægt verður að taka áhorf- endatölur trúanlegar. Þangað til halda menn áfram hinum hvimleiða „talnaleik" með áhorfendur, sem gerir ekkert annað en skaða knatt- spymuna á íslandi. Mikil fækkun á áhorfendum á leikina í 1. deildinni í knattspyrnu I cs | co o ■ to 1 CM ■C I CM in ■ lt» 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1996 Alllr leikir liðsins Meðaltal áalla leiki Heima- leikir liðsins Meðalt. áheima- leiki Uti- leikir liðsins Meðalt. áúti- leiki KR 21.740 1.288 8.978 998 12.762 1.418 IA 20.481 1.138 11.590 1.288 8.000 889 Leiftur 9.447 525 4.881 542 4.190 466 ÍBV 8.923 496 5.257 584 4.042 449 Breiðablik 8.596 478 4.497 500 4.099 455 ] Valur 8.132 452 3.958 440 4.174 464 Keflavík 7.984 444 4.194 466 3.790 421 Fylkir 7.890 438 3.150 350 4.740 527 Stjarnan 7.132 396 3.818 424 3.314 368 Grindavík 6.018 334 2.403 267 3.615 482

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.