Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 42
- 42 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
+ Guðný Þuríður
Guðnadóttir
fæddist á Norðflrði
28. febrúar 1911.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 9.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Þuríð-
ur Ásmundsdóttir,
fædd 7. október
1881, og Guðni Ei-
ríksson, fæddur 19.
desember 1880.
Guðný Þuríður var
yngst sex systkina
og átti einn fóstur-
bróður. Guðný giftist Svanbirni
Jónssyni 11. desember 1937.
Svanbjörn var fæddur 10. ágúst
1906, hann lést 2. febrúar, 1950.
Börn þeirra eru: Tvíburadreng-
ir, fæddir andvana, Halldóra
Hún amma er dáin. Já, það er
erfitt að kyngja þessu en svona
er jú lífið. Við systkinin teljum
okkur hafa verið heppin að hafa
fengið að kynnast henni ömmu.
Þegar við dvöldumst hjá henni á
—^Norðfirði á sumrin hér áður fyrr,
ýmist sitt í hvoru lagi eða öll fjöl-
skyldan, var hún alltaf á þönum
til að gera dvöl okkar sem ánægju-
legasta. Litla húsið hennar ömmu
á Melagötunni í Neskaupstað er
minnismerki í huga okkar allra um
hana, en þar bjó hún langstærsta
hluta ævi sinnar, í húsinu sem
Svanbjörn afi bjó henni. Síðastlið-
inn vetur dvaldi hún þó hér f
Reykjavík hjá dætrum sínum. Þeg-
ar voraði varð hún viðþolslaus af
iöngun til að komast aftur austur
í litla húsið sitt og þar var hún nú
í sumar í hinsta sinn.
Allt frá því við systkinin munum
eftir okkur hefur amma alltaf kvatt
okkur með orðunum: „Ætli við
sjáumst nokkuð aftur.“ Fyrir öll
þessi ár erum við þakklát ömmu
okkar sem alla tíð var mjög heilsu-
góð og þurfti aldrei að leggjast inn
á sjúkrahús fyrr en fyrir rétt tæp-
um tveimur vikum. Hún ætlaði
heim aftur og var staðráðin í því
að þegar hún kæmi þangað þá
ætlaði hún að drekka fjallagrasa
teið sitt. En kallið var komið og
nú er amma hjá honum Svanbirni
sínum og litlu tvíburunum sem hún
~*fékk aldrei að kynnast.
Hún Nýja amma eins og allir
S vanbj örnsdóttir,
afgreiðslukona, gift
Einari Matthíassyni
loftskeytamanni og
eiga þau fjögur
börn, Guðnýju
Jónu, Svanbjörn,
Matthías og Einar
Frey, Jón Guðni
Svanbjörnsson,
pípulagningameist-
ari, giftur Vilfríði
Eðvaldsdóttur, d.
1989, og Þuríður
Ása Svanbjörns-
dóttur, skrifstofu-
kona, en börn henn-
ar eru Þórný, Fjalar, Svandís
og Iris.
Útför Guðnýjar hefur farið
fram í kyrrþey, að ósk hinnar
látnu.
þekktu hana var mjög heimakær
og mikil sómakona. Hún sagði að
ef fólk fyndi ekki hamingjuna
heima hjá sér þá fyndi það hana
hvergi. Amma var mikil handa-
vinnukona, hún heklaði dúka og
kappa og gaf okkur öllum en henn-
ar einkunnarorð voru: sælla er að
gefa en þiggja. Hún var óspör á
að gefa af því litla sem hún hafði
og var afar nægjusöm. Amma var
mjög glaðlynd og kát að eðlisfari.
Hún amma ræktaði garðinn sinn
í orðsins fyllstu merkingu, enda
uppskar hún ríkulega. Hún á stór-
an hóp bamabama og bamabarna-
bama sem öll sakna sárt Nýju
ömmu.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleym-
ist eigi
og gæfa var það öllum er fengu að kynnast
þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guð blessi þig, amma mín, og
minningu þína,
Guðný Jóna,
Matthías og Einar Freyr.
Hér er ég staddur í Bandaríkjun-
um og er nýbúinn að koma dóttur
minni í svefn, þegar mamma hring-
ir og tilkynnir okkur að hún Nýja
amma sé látin. Það var mikið áfall
að heyra að hún væri farin. Ég
hafði frétt nokkram dögum áður
að hún væri orðin veik og þyrfti
að fara á spítala. Ég settist niður
til að skrifa henni langt bréf og
sendi það á faxi til foreldra minna,
það kom of seint. Hún var þegar
búin að missa meðvitund.
^lg var aðeins nokkurra mánaða
ganjall þegar ég flutti til Neskaup-
staðar með fjölskyldu minni og
varð ég þess aðnjótandi til fjögurra
ára aldurs að búa í litla, fallega
húsinu hennar í Fögrubrekku. Við
hittumst sjaldnar eftir að við flutt-
um til Snæfellsness. Árin liðu, og
hittumst við af og til á ferðalögum
um landið og stundum um jól. Mér
fínnst ekki langt síðan að við
Guðný Jóna systir mín stóðum
uppá túni í fallega grasigrónum
garðinum hennar og veifuðum á
eftir mömmu og pabba. Það var
sumarið 1976 og ég aðeins ellefu
ára gamall, sem ég fékk að njóta
samveru hennar heilt sumar og
næstu sjö Sumur á eftir. Ég vann
við frystihúsið þar á staðnum, en
þar var amma einnig starfandi í
nokkur ár. Það var alltaf jafn mik-
il tilhlökkun að koma austur og
búa hjá ömmu og alltaf fór jafn
vel á með okkar ömmu. Við gerðum
okkur margt til gamans, fóram í
beijamó, heimsóttum Nonna
frænda og Vilfríði og stundum fór-
um við í stutt ferðalög, en alltaf
voru þó bíltúramir jafn vinsælir.
Hún amma mín elskaði landið sitt
og var mikill náttúraunnandi og
skildi ekkert í þessu Ameríku-
flandri á mér, því að heima var
alltaf best. Sunnudagssteikumar
hjá henni vora í miklu uppáhaldi
hjá mér, því að lambakjötið ís-
lenska elskaði hún og naut þess
að matreiða fyrir okkur af mikilli
snilld, ásamt vinsælu rabarbara-
súpunni sem hún bjó til beint úr
garðinum sínum. Já, garðurinn
hennar var hennar stolt, enda var
hann alltaf jafn fallegur. Sumarið
1994 ákvað ég og fjölskylda mín
að fara í nám til Bandaríkjanna,
en áður var stefnan tekin til Nes-
kaupstaðar til að heimsækja
ömmu. Á Neskaupstað ákváðum
við og Einar Freyr bróðir minn að
fara í siglingu um fallegu fírðina
í kringum Norðfjörð. Við reyndum
lengi að fá ömmu með en hún vildi
ekki fara fyrr en við gengum hart
að henni. Hún naut þessarar ferðar
mjög vel og talaði um hana eftir
á. Til Bandaríkjanna fórum ég og
fjöiskylda mín og sáum ekki ömmu
fyrr en um jólin 1995 þegar við
komum í stutta heimsókn. Það var
ógleymanlegt að eyða jólunum með
henni, hún var alltaf svo hress og
glaðleg og það geislaði af henni.
Um þessi jól sá hún í fyrsta og
síðasta sinn Áslaugu Dóru dóttur
okkar. Það er mikill missir að hún
amma sé farin og við söknum
hennar öll. En við vitum að henni
líður vel núna.
Guð geymi hana.
Þinn dóttursonur,
Svanbjörn Einarsson.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt,
(V. feriem.)
Þetta ljóð eftir Valdimar Briem
er vel við hæfí þegar við kveðjum
hana ömmu okkar í hinsta sinn.
Það era ljúfar minningar sem koma
upp í hugann þegar við hugsum
til þeirra stunda sem við fengum
að njóta með henni. Fáir kunnu
fleiri bænir en hún og alltaf signdi
hún mann fyrir svefninn. Ef það
dugði ekki til að hrekja martraðim-
ar í burtu var bólið hennar ömmu,
hlýtt og notalegt, skammt undan.
Það var gjaman farið með Faðir-
vorið aftur og síðan fallið í ljúfan
svefn.
Það var alltaf tilhlökkunarefni
að koma á Melagötuna í litla húsið
hennar ömmu. Þar var tekið vel á
móti manni og þangað liggja rætur
okkar systkinanna. í þessu húsi
slitum við öll barnsskónum. Það
var ekki fyrr en fjórða systkinið
fæddist að litla húsið hennar ömmu
gat ekki lengur hýst okkur öll.
Elsta systirin gat þó ekki hugsað
sér að fara og varð eftir hjá ömmu,
uns fjölskyldan fluttist frá Nes-
kaupstað. Síðar fóram við og
dvöldumst þar í einhvem tíma, ef
ekki sumarlangt það árið.
Amma gaf sér alltaf tíma til að
sinna bamabörnunum sínum,
kenna þeim vísur, hannyrðir, starf-
rófíð, lesa þjóðsögur og fara með
bænir. Amma sá líka um að enginn
færi svangur hvorki úr hennar
húsi né til svefns. Alltaf var eitt-
hvert góðgæti til í búrinu. Við
munum öll eftir rabarbarasúpunni,
kleinunum og tíglakökunni svo
fátt eitt sé talið.
Þó amma væri ekki há í loftinu
og að eitt langömmubarnið kallaði
hana litlu ömmu, átti hún stærra
hjarta en margur. Alltaf var hún
tilbúin að hjálpa öðrum þegar eitt-
hvað bjátaði á og stóð sjálf sem
klettur af sér þá skelli sem lífið
veitti henni. Sá eiginleiki hennar
GUÐNY ÞURIÐUR
GUÐNADÓTTIR
kom ekki síst í ljós í banalegunni,
hún hafði það „bærilegt“ til síð-
ustu stundar.
Amma bar líka mikla virðingu
fyrir menntun og hvatti okkur öll
til náms. Eftir því sem við urðum
eldri snerast samræðurnar æ oftar
upp í rökræður sem oft urðu
ijöragar því amma hafði eindregn-
ar skoðanir á flestum hlutum. En
í engu var hún óhagganlegri en í
trúnni á Guð og lífinu eftir dauð-
ann.
Elsku amma, hvort sem þú hafð-
ir rétt fyrir þér hvað það varðar
eða ekki, er það eitt víst að við
gleymum þér aldrei. Við munum
ætíð minnast þín með hlýhug og
söknuði. „Hafðu þökk fyrir allt og
allt.“
Þórný, Fjalar, Svandís og
íris.
Elsku hjartans Nýja mín, ekki
hefði mig grunað að þú færir
svona fljótt. Að missa tvær yndis-
legar ömmur úr lífí okkar Svan-
björns á nítján dögum var ansi
mikill missir. Þú sem sendir mér
þessi fallegu blóm alla leið til
Ameríku til að votta mér samúð
vegna ömmu minnar sem var mér
svo kær.
Fyrir 10 áram fékk ég að kynn-
ast þessari frægu ömmu Nýju, sem
Svanbjörn minn talaði svo mikið
um, ég gleymi ekki fyrstu kynnum
mínum af þér, þama komstu lág-
vaxin og það geislaði af þér gleðin
og góðmennskan. Það var í Völvu-
fellinu hjá henni Dóra dóttur þinni,
en þar dvaldist þú um tíma. Þær
stundir sem við áttum saman vora
góðar og eftirminnilegar. Þegar
við keyrðum þig austur á Norð-
íjörð sumarið 1987, og það sem
þú naust þess að sitja í bíl þá leið.
Það var í fyrsta sinn sem ég fékk
að njóta gestrisni þinnar á Nes-
kaupstað og var hún mér mjög
eftirminnileg. Ferðin sem við fór-
um til þess að skoða fírðina sjó-
leiðs var okkur fjölskyldunni afar
eftirminnleg og mun sú minning
alltaf lifa í hjarta okkar. Barna-
gæla mikil varstu og talaði Víðir
Snær sonur okkar mikið um ömmu i
Nýju og Bangsa, litla hundinn sem
þú elskaðir svo mikið.
Hjartans Nýja mín, þitt hlýja
faðmlag, ástin og allir kossarnir
sem þú gafst okkur þegar þú sást
okkur, lifír alltaf í minni okkar og
mun aldrei gleymast.
Friður veri með þér.
Bryndís, Víðir Snær
og Áslaug Dóra.
+ Valdimar Ein-
arsson fæddist
í Reykjavík 19.
október 1932.
Hann lést á Land-
spítalanum 4. nóv-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Valdi-
mars voru Margrét
Lára Lárusdóttir,
f. 1911, og Einar
Jón Karlsson, f. á
ísafirði 1909. Þau
eru bæði látin.
Valdimar átti tvo
bræður, Karl og
Viktor, sem eru
látnir.
Börn Valdimars og Ástu
Þorsteinsdóttur eru Þorsteinn,
Stefán Axel, Lárus Ingi og
Róbert Hjálmar. Eftirlifandi
sambýliskona Valdimars er
Bryndís Guðmundsdóttir.
Utför Valdimars fer fram
frá Stokkseyrarkirkju í dag
og hefst athöfnin klukkan 14.
Veturinn 1951-52 voram við
Valdimar Einarsson samtíða í
Reykholtsskóla. Ég
var þá um fermingar-
aldur en hann nokkr-
um áram eldri og átt-
um við sakir aldurs-
munar á því skeiði fátt
saman að sælda. Þá
þegar varð ég þess þó
áskynja að hann var
afkomandi Bólu-
Hjálmars og þótti
krakkanum nokkuð til
þeirrar ættgöfgi koma.
Veruleg urðu kynni
okkar ekki fyrr en síð-
ar, um miðjan sjötta
áratuginn, þegar ég
var nýkominn til Reykjavíkur.
Valdimar starfaði þá innanbúðar
hjá L.H. Miiller og bjó við Grundar-
stíginn ásamt konu og ungum syni.
Hann var veitull og örlátur heim
að sækja, frjór í anda og braut
heilann um margt, hrókur alls
fagnaðar, æðrulaus og allt að því
fífldjarfur þegar svo bar undir á
glöðum stundum. Kímnigáfa, sem
honum var ofur tamt að beina gegn
sjálfum sér, var ríkur þáttur í fari
hans.
Valdimar hóf snemma verzlunar-
störf og varð þeirri iðju svo hand-
genginn, að lengst af ævi hans kom
vart önnur afkomuleið til greina. Á
ýmsu valt um veraldargengi; hann
hafði um langt skeið fyrir þungu
heimili að sjá, og frammi fyrir ná-
unganum bar hærra bróðurþelið og
hjálpfysina en þá hvöt sem metur
manninn fyrst og síðast til skild-
inga. Enginn vissi til að Valdimar
léti hugfallast þótt á móti blési;
áhyggjuþunga brá raunar fyrir í
geði hans, en í næstu andrá var
eins vist að hann léti falla hátíðlegt
orðstef, mælt fram á mörkum gam-
ans og alvöru, eins og í áminningar-
skyni um það að tilveran er aldrei
öll þar sem hún er séð. Ógjaman
felldi hann sök á aðra, þó að eitt-
hvað gengi miður og leitun var á
jafn umtalsgóðum manni. Fyrir
fáum árum braut Valdimár skip
sín, lét verzlunarstörf lönd og leið,
og mun fyrir bragðið hafa hrósað
happi. Síðustu árin vann hann við
aðhlynningu aldraðra og sjúkra á
Kumbaravogi.
„Sökkvum okkur ekki niður í
djúpa dali, hefjum andann til hæð-
anna.“ Þessi orð og önnur hraust-
legri heyrði ég til Valdimars eitt
sinn þegar einhver depurð og kröm
hafði búið um sig í nánd við hann.
Engum duldist að hugur hans var
öðrum þræði og flestu fremur
bundinn við listir. Allt tal sem að
þeim laut þótti Valdimar gott, bein-
línis í þeim skilningi að þar gnæfðu
hin æðstu svið mannlegrar tilvist-
ar: listin var háleit, göfug, himin-
borin og nautnarík. Aldar siður í
landi hafði ekki ætíð til að bera á
rausn eða reisn, að barnið í Valdi-
mar Einarssyni, hrifnæmt og
hræsnislaust, öðlaðist hljómgrann
í sölum, þar sem fræðilegra og
kannski kaldrifjaðra orðafar þykir
betur við hæfi.
Myndlistin stóð hjarta hans
næst, og á hana lagði hann ætíð
nokkra stund sjálfur, ígrip í tóm-
stundum annað veifíð. Þeir sem
kynni höfðu af Valdimar hin síðari
ár bundu við það vonir, að næðis-
stundir, efni og aðstæður kynnu
senn að koma til liðs við hugðar-
efni hans, enda mun hann hafa
bollalagt ýmislegt í þá vera. En
fyrr en nokkurn varði kom kallið
sem enginn fær undan vikizt.
Þótt samfundir okkar gerðust
strjálli eftir því sem árin liðu, brá
aldrei fölskva á þá tryggð og vin-
festu sem Valdimar átti í svo ríkum
mæli. Alúðarkveðjur sendi ég konu
hans og sonum, með kærri þökk
fyrir liðna tíð.
Þorsteinn frá Hamri.
Með þessum orðum langar mig
að minnast samstarfsmanns og
ekki síður góðs vinar Valdimars
Einarssonar sem við kveðjum í
dag. Kynni okkar hófust þegar ég
hóf störf á Kumbaravogi fyrir fimm
áram. Fljótlega tókst með okkur
góð vinátta, við áttum mörg sam-
eiginleg áhugamál, ljóðalestur og
myndlist voru okkur mjög hugleik-
in, t.d. ferðuðumst við saman I
huganum og skoðuðum list gömlu
meistaranna og dreymdi okkur um
að fara saman til Parísar á afmæl-
isdegi okkar þegar hann yrði 67
ára. Valdimar var ljúfur maður,
dagfarsprúður, og voru þau hjón
mjög skemmtileg heim að sækja.
Voru þau sérstaklega samhent við
að betrumbæta heimili sitt í Söndu.
Ég vil einnig minnast hans sem
manns, sem setti svip á Stokkseyri
með myndlistarsýningum sínum
sem voru orðnar árlegur viðburður.
Valdimars mun verða sárt saknað
af vistfólki og starfsfólki en minn-
ing hans mun lifa áfram. Ég votta
þér, elsku Bryndís mín, og öðrum
aðstandendum mína dýpstu samúð.
Sigríður Kolbrún Guðjónsdóttir
hjúkrunarkona, Kúmbaravogi.
Flýt þér vinur, í fegra heim;
kijúptu að fótum friðarboðans
og fljúgðu á vængjum morgunroðans
meira að starfa guðs um geim.
(J.H.)
Með kveðju og þökk frá
samstarfsfólki á Kumbaravogi.
VALDIMAR
EINARSSON