Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 45

Morgunblaðið - 16.11.1996, Side 45
n : j :> I I i I j j j i j 3 ' 3 1 I I I i I MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNA BJARNADÓTTIR + Jóhanna Bjarnadóttir var fædd í Bolung- arvík 31. desember 1898. Hún lést á hjúkrunarheimil- inu Skjóli að morgni 31. október síðastliðinn, þá tæplega 97 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Bjarni Magnússon verka- maður á Sandeyri, f. 27. nóvember 1870, d. 20. nóvem- ber 1960, og Elín Þóra Arnadóttir, f. 23. septem- ber 1873, hún lést í snjóflóði. Fósturforeldrar Jóhönnu voru þau Pálmi Guðmundsson og Guðrún Sigmundsdóttir. Jó- hanna átti tvær alsystur sam- feðra sem báðar eru látnar og tíu hálfsystkini og lifa 5 þeirra hana. Eiginmaður Jóhönnu var Gísli Gíslason, f. 3. október 1913, d. 16. maí 1996. Jóhanna og Gísli eignuðust tvær dætur. Þær eru: Þórdís, eiginmaður hennar var Sveinn Anton Stef- ánsson, látinn, og Guðrún, eig- inmaður hennar er Eyþór Jónsson. Sonur Jóhönnu og Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Par þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma. Eftir langa viðdvöl þína hér hjá okkur er kallið komið og við kveðjumst í hinsta sinn. Sú kveðja er full saknaðar og sorgar, en ég er jafnframt þakklát fyrir allar þær yndislegu stundir sem ég fékk að eiga með þér, en ég veit innst inni að þú ert hvíld- inni fegin eftir undangengnar vik- ur. Minningamar sem þú skilur eft- ir eru margar og dýrmætar og þær mun ég ávallt varðveita í hjarta mér og þær munu ylja mér um hjartarætur um ókomna tíð. Mér er það rpjög minnisstætt þegar þú bjóst indælt heimili með afa á Laugaveginum. Þangað var alltaf gaman að koma í heimsókn þegar maður var barn. Þar fékk maður að bralla ýmis- legt, ógleymanlegur er lyftuleikur- inn í búrinu á ganginum með vasa- ljósinu hans afa. Og þar leyfðir þú manni að dunda sér þegar maður vildi og vakti þetta mikla gleði og kátínu. Oftar en ekki þegar maður vildi ekki borða var gripið til þess ráðs að leyfa manni að borða við litla borðið þitt og án undantekninga var takmarkinu náð. Maður var eins og prinsessa í ríki sínu með sitt eigið borð og eigin mat. Elsku amma mín, þú vildir allt fyrir okk- ur bömin þín gera, það var nánast alveg sama hvað það var, þú vildir alltaf hjálpa okkur og máttir aldrei sjá okkur eitthvað leið. Aldrei mun ég gleyma því þegar ég týndi hundrað krónunum sem þú varst nýbúin að gefa mér, ég var svo sár yfir þessu að þú fórst með mér til að leita að þeim. Pen- fóstursonur Gísla er Kjartan Stein- ólfsson, eiginkona hans er Sigríður Erla Þorláksdóttir. Afkomendahópur Jóhönnu er orðinn stór, barnabörnin eru 17, barna- barnabörnin 36, og barnabarnabarna- börnin 9. Jóhanna var ung þegar hún byijaði að hjálpa til við heimilisverkin á heimili fósturfor- eldra sinna. í byrj- un aldarinnar fluttist hún út í Viðey þar sem mikill upp- gangur var og vann þar meðal annars við fisk og heimilis- störf. Jóhanna og Gísli fluttust með fjölskyldu sína til Reykja- víkur árið 1939. í Reykjavík starfaði Jóhanna við þrif. Árið 1948 hóf Jóhanna störf í Þor- steinsbúð sem staðsett var á Snorrabraut og vann hún þar í þrjátíu og fjögur ár, og hætti þar áttatíu og fjögurra ára gömul að aldri. útför Jóhönnu hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. ingurinn var glataður en ekki gast þú vitað af mér svona leiðri, svo þú lést sem þú fyndir hann og sagðir mér að passa betur upp á hann næst. Og allar ferðirnar sem maður fékk að fara með þér í búðina til að kaupa „möndluköku" eða eitt- hvað með kaffinu, þegar þú hafðir kannski ekki náð að baka eitthvað sjálf, því þú varst nú ekki eins og þessar venjulegu ömmur sem farn- ar voru að eldast og sestar í helg- an stein. Nei, þú varst útivinnandi í „Þor- steinsbúð" allt fram á 84. aldursár og þar áður hafðir þú starfað við hin ýmsu störf í áratugi. Og þegar þú hættir í búðinni fór líkaminn að segja til sín eftir margra ára- tuga notkun. Hann var orðinn þreyttur og þurfti hvíld, þessi sterkbyggði og stóri líkami gaf undan eftir allt erfiðið sem á und- an var gengið og kvillar fóru að gera vart við sig. Elsku amma, þú hefur gengið í gegnum margt sem við unga fólk- ið eigum líklega aldrei eftir að upplifa né komast í snertingu við. Tæp hundrað ára kynni af lífinu skilja eftir sig vitneskju og innsýn sem er okkur öllum dýrmæt og gott er að hafa til hliðsjónar til að sjá hvað við höfum það gott í dag. Þú hefur verið ein af þeim dug- legustu sem ég veit um og ekki látið smá mótvind feykja þér um koll, heldur tókst þú á móti lífinu eins og það bar að garði og vannst úr því eftir bestu getu. Eftir að þið afi fluttuð á Skúla- götuna fór nú heimsóknunum því miður fækkandi, því maður var unglingur og hafði nóg að gera með vinunum. En alltaf tókstu manni opnum örmum þegar maður kom í heimsókn og bauðst manni upp á ýmislegt góðgæti. Og þú taldir það nú ekki eftir þér að töfra fram hangikjöt og meðlæti á jóladag fyrir alla fjölsklduna sem var nú ekki lítil í sniðum þá, eða að halda upp á afmælið þitt á gamlársdag. Þannig varst þú, elsku amma mín, þú vildir allt fyrir alla gera og máttir hvorki heyra né sjá neitt illt. Þú hafðir alltaf áhyggjur af því hvemig skyldfólkið þitt hefði það og hvort við fengjum nú ekki nóg að borða og aldrei líkaði þér það nú að ég kallaði hana „Trillu“ þína eins og þú kallaðir hana frekju og MINNINGAR hafðir þú oft orð á því að ég mætti nú ekki gera það. Það var mjög erfitt fyrir alla sem næst þér stóðu að fylgjast með þér síðustu vikurnar, en aldrei heyrði maður þig kvarta þótt að vanlíðan- in væri mjög mikil og stutt í brott- ferðardaginn. Og alltaf hélt maður í þá von að þú myndir hrista þetta af þér eins og í öll hin skiptin. En æðri máttarvöld voru búin að ætla þér annað hlutverk á öðrum stað. Þú hefur staðið þig eins og hetja í gegnum lífið og lifað tímana tvenna og átt orðu skilda fyrir all- an dugnaðinn þinn. Elsku amma mín, ég kveð þig með söknuði og sorg í hjarta og ég á eftir að sakna þess að geta ekki lengur haldið í höndina þína og strokið þér um höfuðið. Ég þakka þér af öllu hjarta innilega fyrir allar yndislegu stundirnar og allt sem þú hefur gefið mér af þér í gegnum tíðina. Hafðu þökk fyrir allt saman og ég geri kveðju þína að minni þegar ég kveð þig í hinsta sinn. „Vertu himnesk.“ Þín, Svava. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að minnast langömmu minnar, Jóhönnu Bjarnadóttur, eða Jó ömmu eins og við kölluðum hana alltaf. Mér er í fersku minni þegar ég, pabbi og Jóga frænka heimsótt- um þig núna í haust. Það hafði lið- ið of langur tími frá því að ég sá þig síðast. En þannig vill það oft verða í amstri nútímans, að maður gefur sér ekki tíma til að heim- sækja þá sem manni þykir svo vænt um. Að þessu leyti heldur maður fast í þá barnatrú að allir þeir sem manni þykir svo vænt um hverfi aldrei á braut heldur verði ávallt innan seilingar. Það var laugardagur og úti var hellirigning. Þegar við komum inn sast þú við gluggann á þínum uppá- haldsstað þar sem eyjan þín kæra „Viðey“ blasti við. Við töluðum um það hvernig því hafði verið háttað að þetta pláss við gluggann varð þitt. Þegar þessi saga var sögð var ekki laust við að greina mætti bros á vörum þínum. Eg vil þakka þér þessa góðu stund, amma mín, þú komst okkur öllum svo sannarlega til að hlæja. Við áttum saman góða stund á þessum laugardagseftir- miðdegi. En öllu ganni fýlgir nokk- ur alvara. Þú vildir ræða við okkur alvarlegri hluti sem okkur þóttu ekki tímabærir. Þetta var stuttu eftir að Gísli afi dó og það var eins og þú vildir vera viss um að við vissum hveijar óskir þínar væru eftir þennan dag og að hann Haf- steinn, vinur þinn, myndi flytja þig á áfangastað. Við fullvissuðum þig um að allar óskir þínar yrðu virtar hvað þetta snerti og hafa þær nú, elsku amma, verið uppfylltar. Elsku amma mín, nú hefur þú öðlast þá hvíld og þann frið sem þú hafðir beðið eftir. Þú hvílir á þeim stað sem var þér kærastur við hliðina á honum afa. Þetta eru fá- tækleg orð í samanburði við allt það sem þið afí hafið verið mér og fjöl- skyldu minni á liðnum árum. Hafið þökk fyrir allt og allt. Ykkar bamabamabarn, Ása Sigríður Þórisdóttir. Sérfræðingar í blómaskreytinguin við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sínii 551 9090 LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 45 JÓHANN PÉTURSSON + Jóhann Aðal- bert Pétursson fæddist á Ásunnar- stöðum í Breiðdal 17. febrúar 1915. Hann lést á sjúkra- húsinu á Seyðis- firði 27. október síðastliðinn. For- eldrar hans voru Halldór Pétur Jónsson, f. 20.6. 1884, d. 24.11. 1966, og Herborg Marteinsdóttir, f. 15.5. 1879, d. 28.6. 1944. Bræður Jó- hanns eru: Herbjörn, f. 5.10. 1910, d. 6.7. 1953; Asgeir, f. 24.12. 1918; og Sigmar, f. 21.2. 1922, d. 18.12. 1988. Árið 1949 kvænt- ist Jóhann Hólm- fríði Reimarsdótt- ur, f. 21.1.1933, frá Víðinesi í Fossárdal í Berufirði. Þau eignuðust átta börn. Þau eru: Bergþór, f. 18.9. 1950; Stefanía Rósa, f. 17.1. 1952; Fjóla, f. 10.4. 1953; Lilja, f. 9.3. 1955; Dóra, f. 21.1. 1958; Hilmar, f. 29.1. 1961, d. 21.1. 1989; Sóley Dögg, f. 10.9. 1966; og Guðlaugur Smári, f. 24.3. 1970. Útför Jóhanns fór fram frá Heydalakirkju 2. nóvember sl. Okkur langar til að kveðja föður- bróður okkar, Jóhann Pétursson, með nokkrum orðum. Þegar okkur er mikið niðri fyrir er oft erfitt að finna réttu orðin. En nú er hlut- verki þínu hér á jörðinni lokið, Guð hefur kallað þig til sín. Þú varst orðinn svo veikur, en nú ert þú laus við allan hrörleika og sjúk- dóma. Og nú munt þú hitta alla ástvini þína sem á undan hafa far- ið. Og við vitum að þar verður þér vel tekið. Minningabrot úr æsku streyma um hugann. Okkur era minnis- stæðar stundimar úr sveitinni og þegar þú þurftir að koma í höfuð- borgina gistir þú gjarnan hjá okk- ur. Þar sem við vorum búsett í sitthvoram landshlutanum, við hér fyrir sunnan, en þú fyrir austan, í Breiðdalnum, urðu samveru- stundirnar ekki eins margar og við hefðum óskað okkur. En minningin um hið hlýja viðmót þitt mun lifa með okkur um alla tíð. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við þig, Jóhann, og þökk- um fyrir allt. Við vottum börnum þínum, ættingjum og öðrum ást- vinum okkar dýpstu samúð. „Þegar þú ert sorgmæddur skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ (K.Gibran) Þórdís Richardsdóttir, Herbjörn, Sigríður og Jóhann Sigmarsbörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endur- gjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinamar í símbréfi (5691115) og í tölvu- pósti (MBL@CENTRUM.IS). Um hvern látinn einstakling birtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og bróðir, KRISTINN EYJÓLFSSON frá Hvammi í Landssveit, Drafnarsandi 5, Hellu, lést á heimili sínu 13. nóvember sl. Jarðarförin auglýst síðar. Anna Magnúsdóttir, Lóa Rún Kristinsdóttir, Inga Jóna Kristinsdóttir, Þórður Þorgeirsson, Eyjólfur Kristinsson, Eyjólfur Ágústsson, Guðrún S. Kristinsdóttir, barnabörn, systkini og aðrir vandamenn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, systir og amma, VALGERÐUR BRYNDÍS GARÐARSDÓTTIR, Bistvágen 16, 60599 Norrköping, Svíþjóð, lést 11. nóvember. Útför hennarferfram í Norrköping þann 21. nóvember. Sigurður Johansen, Páll Sigurðsson, Carina Sigurðsson, Andrés Brynjar Sigurðsson, Jessica Olsson, Unnur Ósk Sigurðardóttir, Peter Nilsson, Pálfna Andrésdóttir, { Davið Garðarsson, Hjörtur Pálsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.