Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 1
I |Í: É 1Ú B L A Ð A L L R A LANDSMANNA l . 1 KNATTSPYRNA HANDKNATTLEIKUR BJARNI Guöjónsson er á lelð tll Newcastle. Haraldur Ingólfsson, sem er ö mála hjá Aberdeen í Skotlandi, fagnar markl Bjama gegn KR. Erfitt, en ekki útilokað 1996 LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER BLAD SJONVARP Fjöldi beinna útsendinga MARGAR beinar útsendingar verða frá íþrótta- viðburðum í íslensku sjónvarpsstöðvunum um helgina. I dag verður leikur Manchester United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinui í knattspy rnu sýndur beint í Sjónvarpinu kl. 15 og strax að honum leiknum viðureign Hauka og Créteil f Evrópukeppninni í handknattleik, en leikurinn fer fram í Hafnarfirði og hefst kl. 16.30. Á morgun heldur knattspyrnuveislan áfram. Þá sýnir Stöð 2 fyrst frá viðureign Sampdoria og Parma f ítölsku 1. deildinni kl. 13.30, Stöð 3 hefur svo útsendingu frá baráttu Derby og Middlesbrough f ensku úrvalsdeildinni kl. 15.55 og kl. 19.25 verður Sýn með beina útsendingu frá leik Juventus og AC Milan f ftðlsku 1. deild- inni. Ekki nóg með þetta; að auki verður Stöð 3 með beina útsendingu frá leik Minden og Grosswallstadt f þýsku 1. deUdinni f handknatt- leik, en landsliðsmaðurinn Sigurður Bjarnason leikur með fyrrgreinda liðinu. Leikurinn hefst kl. 14.40. Einn ein beina útsendingin sem í boði verður á morgun er Ieikur KR og KFI f úrvals- deildinni f kðrfuknattleik en Stöð 2 sýnir hann kL 16.00. Þá er ógetið einnar beinnar útsendingar: Stöð 3 sýnir frá úrslitum íslandsmeistaramótsins í vaxtarrækt, sem haldið verður f Loftkastalanum. Útsending hefst kl. 22.25 annað kvöld. Refur setti svip sinn á leikinn GÖMLU keppinautamir í Glasgow, Celtic og Rangers, mættust á Celtic Park fyrir fullu húsi áhorfenda, 50.000. Rangers, sem hefur orðið meistari átta ár í röð, fagnaði sigri, 0:1, f leikn- um, sem var sögulegur. Stöðva varð leikinn um tima, þegar refur mætti til leiks og hljóp einn „heiðurshring" á vellinum. Brian Laudrup skoraði eina mark leiksins eft- ir vamarmistök. Paul Gascoigne lét markvörð Celtic, Stuart Kerr, veija frá sér vítaspyrau og Goram, markvörður Rangers, varði sfðan víta- spyrnu Piejrre van Hooydonk - fimm mín. fyrir leikslok. „Ég hef ekki áður tekið þátt f leik, þar sem við höfum misnotað eins mörg marktæki- færi,“ sagði Walter Smith, knattspyrnustjóri Rangers. Leikmenn Rangers höfðu mikla yfir- burði, fengu fimm gullin marktækifæri, sem þeir klúðruðu. Giuliani látinn, að- eins 38 ára gamall GIULIANO Giuliani, fyrrum markvörður Na- póli, lést í gær, aðeins 38 ára gamali. Giuliani var markvörður Napólí á sama tfma og Diego Maradona lék með félaginu, en hann lék einnig með Como og Verona í fyrstu deildinni á Ítalíu. Giuiiani lést á smitsjúkdómadeild sjúkrahúss f Bologna og sagði talsmaður sjúkrahússins að hann hefði látist af „alvarlegum" sjúkdómi en neitaði að tjá sig nánar um dánarorsök mark- varðarins. Bjama boðið aðæfa með INIewcastle Svissneska liðið Grasshoppervill líka hitta Skagamanninn unga BJARNA Guðjónssyni, marka- kóngi frá Akranesi, hefur verið boðið að æfa með Newcastle i lok þessa mánaðar. Fleiri tið hafa sýnt Bjarna áhuga og auk Newcastle hefur Grasshopper frá Sviss boðið Bjarna að heim- sækja félagið í byrjun desember. Þetta er óneitanlega mjög spenn- andi, en menn verða að hafa í huga að þetta er aðeins ein vika sem ég verð hjá Newcastle," sagði Bjami Guðjónsson í samtali við Morgunblað- ið. „Það eitt að mér skuli boðið til þessara félaga fínnst mér nægur heið- ur og það er óneitanlega skemmtileg tílhugsun að fara að æfa með öllum stórstjömunum hjá Newcastle. Það eru engir smákarlar sem eru í framlín- unni hjá liðinu og svo er Peter Beards- ley þama, en hann er „gamla" hetjan mín frá þvf hann var hjá Liverpool, sem er mitt uppáhaldslið." Áhugi Newcastle og Grasshopper á Bjama kviknaði þegar útsendarar félaganna, Mark Lawrenson fyrir Newcastle, fylgdust með leik ungl- ingalandsliða Islands og írlands í Dublin fyrir viku og síðan þá hafa hlutimir gerst nokkuð hratt. „Við fengum símbréf frá Newcastle í gær [á fimmtudaginn] þar sem spurst var fyrir um Bjama og við svöruðum því jákvætt og í dag kom síðan annað símbréf frá félaginu þar sem honum er boðið að koma til félagsins sunnu- daginn 24. þessa mánaðar og dvelja þar í viku,“ sagði Guðjón Þórðarson, faðir Bjama. Svissneska félagið vill fá Bjama í þijá daga, aðallega til spjalls og ráðagerða, ekki til að æfa með liðinu. Hann sagði að nokkur önnur félög hefðu einnig spurst fyrir um pilt en ekkert þeirra hefði brugðist eins hratt við og þessi tvö. Bjami, sem er að- eins 17 ára g’amall, varð markakóng- ur fyrstu deildar í sumar, gerði þá 13 mörk á sínu fyrsta ári í deildinni. Bjami sagðist eiga eitt ár eftir af samningi sínum hjá ÍA. „Auðvitað er -t það draumurinn að komast í atvinnu- mennsku. Það hljóta allir, sem em í boltanum af einhverri alvöru, að eiga sér þann draum. Hvort þessi boð verða til þess að ég fari út á næst- unni verður að koma í ljós en ég á frekar von á að klára samning minn hjá Skaganum," sagði Bjami og sagð- ist hlakka mikið til. Haukar leika síðari leik sinn í Borgakeppni Evrópu í hand- knattleik í íþróttahúsinu ,við Strandgötu í dag og mæta þar franska liðinu Creteil, sem er tap- laust í efsta sæti fyrstu deildar- innar frönsku. Frakkamir sigruðu 24:18 í fyrri leiknum og því ljóst að róðurinn verður Haukamönn- um þungur. „Það er ekki um annað að ræða en vinna með meira en sex mörk- um,“ sagði Sigurður Gunnarsson, þjálfari Hauka í gærkvöldi. „Cre- teil er sterkt lið með úrvalsleik- menn í flestum stöðum. Liðið er léttleikandi og skemmtilegt og þetta verður erfítt, en alls ekki útilokað. Við ætlum okkur áfram og til að svo geti orðið þarf margt að hjálpast að. Við verðum að leika vel og stuðningur áhorfenda skiptir mjög miklu þannig að við þyrftum helst að fá fullt hús.“ í fyrri leiknum var jafnræði með liðunum lengst af, staðan 13:10 í leikhléi, og þá höfðu þeir frönsku gert sex mörk eftir hraðaupphlaup. „Við gerðum of mikið af klaufalegum mistökum, sem við ætlum alls ekki að gera á morgun," sagði Sigurður í gær. KÖRFUKIMATTLEIKUR: ÞÓR VANN HAUKA MED EINU STIGIÁ AKUREYRI / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.