Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.11.1996, Blaðsíða 2
2 C LAUGARDAGUR 16. NÓVEMBER 1996 ÍÞRÓTTIR _________________KNATTSPYRNA______ ítölsku býflugumar eiga að klára ætlunarverk Gullits RUUD Gullit lék lungann úr ferli sínum á Ítalíu þar sem hann gerði garðinn frægan með AC Milan og Sampdoria. Eftir að hann tók við starfi framkvæmdastjóra hjá Chelsea hefur hann leitað á mið sem hann þekkir vel, ítölsku Serie A deildina og keypt þrjá ítalska leikmenn, nú síðast Gianfranco Zola frá Parma. Sá fjórði kann að vera á leiðinni, Giovanni Cervone, markvörður Roma. Kaupin á Zola vöktu mikla athygli og Ijóst er að Gullit ætlar að kosta öllu til að koma Chelsea ífremstu röð. En hvern- ig ætlar Gullit að nota Zola og munu hann og Vialli ná að mynda hættulegasta framherjapar ensku úrvalsdeildarinnar? UMHELGINA Handknattleikur Laugardagur: Borgarkeppni Evrópu: Strandgata: Haukar - Creteil...kl. 16.30 1. deild kvenna: Seltj’nes: KR;ÍBA..............kl. 14.30 Vestm’eyjar: ÍBV-Fylkir........kl. 16.30 Kaplakriki: FH-Fram............kl. 18.15 2. deild karla: ísafiörður: Hörður-Þór.........kl. 13.30 Laugardalshöll: Ögri-ÍH........kl. 14.30 Fylkishús: Fylkir -Víkingur....kl. 15.00 Laugardalshöll: Ármann - Keflav.kl. 16.30 Varmá:. .HM.-. Breiðablik______kl. 18.30 Sunnudagur: 1. deiid kvenna: Valsheimilið: Valur-ÍBA........kl. 14.00 Víkin: Víkingur-Haukar.........kl. 20.00 Bikarkeppni karla ísafjörður: Hörður-Þór.........kl. 13.30 Körfuknattleikur Laugardagur: 1. deild karla: Egilsstaðir: Höttur - Leiknir R....kl. 14 Þorlákshöfn: Þór-Stafholtstungur....kl. 17 2. deild karla: Digranes: HK-Víðir...............kl. 16 Hagaskóli: Léttir-G.G..............kl. 16 Fylkishús: Fyikir - Fjölnir........kl. 18 Bikarkeppni karla: Dalvik: Dalvík - Smári.............kl. 19 Sigluf|'örður: Umf. Glói - Leiftur.kl. 15 Sunnudagur: Úrvalsdeild: Seltjamarnes: KR-KFÍ...............kl. 16 Keflavík: Keflavík-Þór.............kl. 16 Akranes: ÍA-ÍR.....................kl. 20 Njarðvík: UMFN - Tindastóll......kl. 20 Smárinn: Breiðablik - Grindavik..kl. 20 Strandgata: Haukar- Skallagrímur...kl. 20 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - ÍS..........kl. 15 Stykkish.: Snæfell-Valur.........kl. 20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS-lR............kl. 20 „Tveir á tvo“ Körfuboltamótið „tveir á tvo“ veður haldið í Veggsporti, Stórhöfða 17, um helgina. Keppt er í flokki fullorðinna og tveimur flokkum unglinga. Blak Laugardagur: Karlar: KA-heimilið: KA-ÞrótturN......kl. 14 Ásgarður: Stjaman-ÍS..........kl. 16 Konur: KA-heimilið: KA-ÞrótturN...kl. 15.30 Badminton Alþjóðlegt mót „Iceland Intemational“ verð- ur haldið í TBR-húsinu við Gnoðarvog um helgina. Keppt verður í einum opnum flokki. Á mótinu keppa tveir sænskir landsliðs- menn; Rasmus Wengberg og Fredrik Bergs- tröm. Keppnin hefst í dag kl. 10, en úrslit [ öllum greinum opna flokksins hefjast kl. 13.30 á morgun. Vaxtarrækt íslandsmótið í vaxtarrækt verður haldið á morgun, sunnudag, i Loftkastalanum, Héð- inshúsinu. 35 keppendur taka þátt í mótinu sem hefst kl. 14.00 en úrslit verða kl. 20.00. ÚRSLIT Körfuknattleikur NBA-deildin Leikir í fyrrinótt: NewYork-Toronto................ 99:96 Orlando - Charlotte........... 96: 89 Minnesota - Dallas............100: 90 Houston - Indoana............. 90: 88 Vancouver-Phoenix............. 92: 89 Golden State - Milwaukee...... 95: 86 LA Clippers - Seattle......... 78: 94 Kaup Chelsea á Gianfranco Zola frá Chelsea komu mörgum á óvart þótt lengi hafi verið vitað um áhuga Lundúnaliðs- EinarLogi ins á kappanum. Vignisson Fyrir einu og hálfu skrifar frá ári spurðist Glenn ltalíu Hoddle, núverandi landsliðsþjálfari og þáverandi fram- kvæmdastjóri Chelsea, fyrir um Zola og fékk það svar að Zola væri til sölu fyrir 25 milljarða líra eða röskar 11 milljónir punda og þótti Hoddle það fullmikið sem og fleir- um. En þegar Ruud Gullit frétti af óánægju Zola með það hlutverk sem þjálfari Parma, fyrrum Milan-leik- maðurinn Carlo Ancelotti, ætlaði honum fylgdi hann í fótspor Hoddle og spurðist fyrir um Zola og fékk hann fyrir minna en helming af áður umbeðnu verði, tæpar 5 millj- ónir punda. Ýmsir hafa þó lýst yfir furðu sinni á þessari fjárfestingu, auk kaupverðsins fær Zola ævintýraleg laun, um 110 milljónir íslenskra króna á ári og heildarpakkinn til 4 ára verður því um 930 milljónir. Þetta er í hærri kantinum fyrir þrí- tugan leikmann sem ýmsir spá að gæti átt í erfiðleikum með að að- laga sig að hörku og hraða ensku úrvalsdeildarinnar. Heyrst hefur að uppsagnarákvæði séu í samningn- um eftir 2 ár og sé svo gæti Chelsea endað með að borga jafnmikið, eða meira, á ári fyrir Zola en New- castle borgar fyrir Alan Shearer, en Shearer mun hafa um 150 millj- ónir í laun á ári og sé það lagt við 1,5 milljarðinn sem Newcastle greiddi fyrir hann mun hann kosta lið sitt 450 milljónir á hverju ári hinna 5 sem samningur hans er tii. Fljótur úr skugga Maradona En Zola á sína bandamann sem hafa feikna trú á honum. Bent er á að hann hafí fengið eitt erfíðasta hlutverk síðari ára þegar hann tók við peysu númer 10 hjá Napólí af Diego Maradona, leyst það hreint frábærlega og þorað að taka áhættu sem sýni að töggur sé í honum. Zola muni ekkert breytast í enska boltanum, frekar að enski boltinn breytist með tilkomu hans. Gianfranco Zola var tiltölulega seinn inn í atvinnumennskuna og var orðinn 23 ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir Na- pólí 1989. Hann var inn og út úr liðinu þetta tímabil, lék aðallega sem afturliggjandi framheiji að baki Careca eða á vængnum. Hann lék þó að jafnaði vel og átti sinn þátt í því að Napólí vann titilinn þetta tímabil þótt aðalhöfundurinn sem fyrr væri Maradona. Tímabilið á eftir lék hann heldur meira, 20 leiki og skoraði í þeim 7 mörk, en þriðja tímabilið kom eldskímin þeg- ar að Maradona kvaddi Napólí og Zola tók við treyjunni hans. Zola var fljótur að aðlaga sig og naut sín vel sem aðalmaðurinn í liðinu, svo vel að hann var valinn í landslið- ið í fyrsta skipti sama ár og lék fyrir aftan Vialli gegn Norðmönn- um. Veldi Napólí fór hins vegar hnignandi vegna gífurlegrar fjár- málaóreiðu og 1993 neyddist liðið til að selja Zola til hins nýríka stór- veldis Parma. Þar hélt Zola áfram að blómstra og var einn af marka- hæstu leikmönnum deildarinnar fyrstu tvö tímabil sín með liðinu. í fyrra var hann hins vegar iðulega notaður aftar á vellinum en fyrr og skoraði einungis 10 mörk, réttan helrning af því sem hann var vanur. I sumar keypti Parma svo einn efnilegasta knattspyrnumann heims, Argentínumanninn Hernan Crespo og pungaði út 900 milljónum fyrir Enrico Chiesa. Þessir leikmenn eru báðir framherjar af guðs náð og ljóst var að þeir myndu ekki koma eins aftarlega á völlinn og fyrrum samhetjar Zola, Thomas Brolin og Faustino Asprilla, og það yrði því hlutverk Zola að bakka. Vitað var að Zola var meinilla við þetta o g eftir að hafa átt í erfiðleik- um í fyrstu umferðum ítölsku deild- arinnar tók hann tilboði Gullit um að ganga til liðs við Chelsea fagn- andi. Fyrir aftan Hughes eða án? Zola er það sem ítalir kalla „fant- asista", skapandi leikmaður sem þarf að fá að leika eftir eigin höfði. Hann nýtur sín ekki í félagsskap allra og fræg er misheppnuð tilraun Parma til að setja Hristo Stoichkov við hlið hans en hún fór gersamlega út um þúfur með hundruð milljóna tapi fyrir liðið. Aðrir leikmenn sem Zola hefur gengið illa að spila með eru Giuseppe Signori, Roberto Baggio og Marco Simone með landsliðinu. Margir eru því forvitnir að vita hvernig Zola muni ganga að spila með Gianluca Vialli og Mark Hughes. Zola hefur ekki áhyggjur af því. „Margir segja að ég sé erfiður leik- maður að leika með,“ segir Zola. „En ég held að ég hafi sýnt með landsliðinu og Parma mikla aðlög- unarhæfni. Þeir leikmenn sem ég hef átt erfiðast með að ná sam- bandi við (áðurnefndir leikmenn, innsk. blm.) eru allt leikmenn sem vilja hanga á boltanum eins og ég. Gullit hefur sagt mér að hann hygg- ist nota mig frammi, bak við Vialli og Hughes, sem ég met mikils. Þeir eru gjörólíkir mér, klára báðir færin sín mjög vel og eru sennilega einhveijir líkamlega sterkustu framlínumenn sem ég þekki. Sprengikraftur Viallis er vel þekktur og ég held að margir heima á Italíu geri sér ekki grein fyrir hversu gífurlega sterkur leikmaður Hughes er, ég man ekki í svipinn eftir neinurn leikmanni sem er jafn góður að halda bolta með bakið í markið. Við verðum stórhættulegir saman,“ segir Zola. Hvort Gullit lætur reyna á þessa þijá saman á eftir að koma í Ijós, Bolton hefur lýst yfir miklum áhuga á Hughes og boðið í hann 1,5 milljón punda og eins er ekki víst að Gul- lit setji Zola strax í liðið gegn Black- burn, „liðið er búið að vinna tvo leiki í röð án Zola og kannski ekki ástæða til að breyta liðinu í svip- inn,“ segir Gullit. En eitt er víst að Zola leggur sig allan fram gegn Chelsea. „Peysa númer 10 er þegar í notkun og ég valdi mér númer 25. En ég ætla svo sannarlega að leika upp á 10 fyrir Chelsea," segir Gianfranco Zola. ítölsku risarnir mætast RISARNIR í ítalskri knattspyrnu, Juventus og AC Milan, mætast í deildinni á sunnudaginn og verður leikurinn sýndur í beinni útsend ingu á Sýn. Knattspyrnulið félaganna hafa att kappi síðan 1901 og hafa leikir liðanna oft verið bráðskemmtilegir. að eina sem virðist geta sameinað ítali er þegar þjóðin fylgist með Alberto Tomba keppa á skíðum og þegar Ferrari kappaksturbílamir þjóta um í Formulu I kappakstrinum. Knattspymuleikur milli Juve og Milan skiptir þjóðinni hins vegar í tvennt, alveg frá Sikiley norður til Alpaíjalla. Leikurinn er sannkallaður „derby- leikur" þó svo að ekki séu það ná- grannar sem eigast við. Félögin tvö eru þau vinsælustu á Ítalíu og er tal- ið að um helmingur þeirra sem áhuga hafa á knattspymu styðji þau. Félögin era um margt ólík og má segja að þau séu hvort frá sínu tíma- bilinu. Fjölmiðlakóngurinn Silvio Berlusconi á AC Milan og má segja að sigurganga félagsins hefjist fyrst fyrir alvöra eftir að hann tekur við stjómartaumunum þar á bæ. Á hinn bóginn er það Agnelli-fjölskyldan sem á Juventus og hefur átt síðustu 75 árin, en hún á einnig og rekur Fiat bflaverksmiðjurnar. Juventust er sem sagt frá þeim tíma þegar það var tákn aðalsætta að safna verð- launabikuram og af þeim er nóg í herbúðum Juve. Það má segja að sigurganga lið- anna hafi gengið í bylgjum, eða rétt- ara sagt í hringjum því Juve sigraði fimm sinnum í deildinni á fjórða ára- tug aldarinnar og þá var Milan í neðri hluta hennar. En uppúr 1950 var tími Milan ranninn upp og liðið varð fjóram sinnum meistari. Juvent- us varð á ný sigursælasta lið Ítalíu á áttunda áratugnum, eða allt þar til Berlusconi kom AC Milan aftur á rétt ról. Nú er spumingin hvort enn og aftur sé komið að Juve. En tímamir breytast og mennimir með og á seinni áram hefur Juve orðið að fóma sumum þáttum upp- rana síns og hefur félagið tekið upp samstarf við „Rauðu djöflana" eins og AC Milan er kallað á Ítalíu. Við- skiptasambandi hefur verið komið á milli félaganna og starfa þau nú saman að ýmsum málum, en þegar á knattspyrnuvöllinn kemur er ekki um neitt samstarf að ræða. Undanfarin fjögur ár hafa málin æxlast þannig á Ítalíu að það lið sem stendur betur úr viðureignum félag- anna í deildinni, hefur orðið meist- ari, þannig að leikurinn á sunnudag- inn er mikilvægur, trúi menn á hefð- imar. Félögin mættust fyrst árið 1901 og þá vann AC Milan 3:2 í úrslitaleik og krækti sér í fyrsta titil sinn. Fylgismenn Juve hafa heldur ekki gleymt 7:1 tapi liðsins fyrir AC Milan árið 1951, en það er stærsta tap liðsins í deildinni. Saga félaganna snýst samt að sjálfsögðu fyrst og fremst um að verða meistari og fá verðlaunagripi, og af þeim er til nóg á báðum stöð- um. Félögin eru fyrirferðamikil í ít- alskri knattspymusögu og hafa 77 sinnum hlotið meistaratitil, Juventus 41 sinni og AC Milan 36 sinnum. í deildinni hefur Juve 23 sinnum orðið meistari en Milan 15 sinnum en þrátt fyrir glæsilegan feril á Ítalíu hefur Juve aðeins tvisvar orðið Evrópu- meistari, en Milan fimm sinnum. Innbyrðisleikir liðanna í deildinni eru orðnir 124 og standa liðin ótrúlega jafnt að vígi. Juventus hefur sigraði í 42 leikjum og Milan í 39 en jafn- tefli hefur orðið í 43 leikjum. Marka- talan úr leikjunum er hnífjöfn, hvoru liði hefur tekist að gera 170 mörk. MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ KNATTSPYRNA Reuter GIANFRANCO Zola með Ruud Gulllt á Stamford Bridge. Zola mun klæð- ast peysu númer 25 hjá Chelsea. Hann tók aftur á mótl við peysu númer 10 hjá Napólí á árum áður - af Dlego Maradona. Leystl hlut- verk sltt hreint frábærlega og þorði að taka áhættu sem sýndl að töggur sé í honum. Parma keypti hann og nú er hann kominn tll Chelsea. Takk Keegan, takk Hall GIANLUIGI Lentini varð dýrasti knattspyrnumaður sögunnar þegar AC Milan keypti hann frá Torino fyrir fimm árum á 1.350 milljónir króna. Ekkert félag greiddi hærri upphæð fyrir leikmann fyrr en Sir John Hall veitti Kevin Keegan einn og hálfan milljarð til að fá Alan Shearer til Newcastle í sumar. Lentini segist hafa þakkað þeim í huganum. „Það var ákaflega þreytandi að öll umfjöllun um mig byrjaði á orðunum „dýrasti leikmaður í heimi". Bæði þegar ég var að leika mjög vel með Milan fyrstu tvö tíma- bilin og eftir að erfiðleikarnir byrjuðu.11 Hvort sem það er vegna þess að hann er nú laus við sæmd- arheitið dýrasti knattspyrnumaður í heimi eða af því EinarLogi hann hefur skipt um Vignisson umhverfi, þá virðist skrifar frá gullkálfurinn fallni tal'u vera að vakna til lífsins á ný. í viðureign Atalanta og AC Milan nýlega stríddi hann varnarmönnum Milanliðsins mjög og var í framhaldinu valinn í lands- liðshópinn eftir þriggja ára fjarveru og lék með gegn Bosníu á dögunum. Erfíðleikar Lentini byijuðu þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi tveim- ur árum eftir að hann kom til AC Milan. Hann slasaðist illa á höfði Gianluigi Lentini Fæddur 27.3. 1969 í Car- magnla, nálægt Tórínó. Hæð: 179 sm - þyngd: 72 kg. Fyrsti leikur í 1. deild: 23. nóvember 1986 í 2:0 tapi fyrir Brescia. Fyrsti landsleikur: 13. febrúar 1991 í 0:0 jafntefli við belga. Síðasti landsleikur þar til á móti Bosníu í síðustu viku: 1. mái 1993 í 0:1 tapi fyrir Sviss. en almenningur hafði litla samúð með honum, þótti fráleitt ábyrgðar- leysi af ungum milljónamæringi að hálfdrepa sig í kappakstri á nýja sportbílnum sínum. Lentini var lengi að komast í gang á ný og ef frá er skilinn hluti af keppnistíma- bilinu 1994-95 hefur hann verið skugginn af sjálfum sér. í haust ákvað Milan að lána hann til ann- ars liðs til að hann fengi leikæfingu því Oscar Tabarez hinn nýi þjálfari Mílan hugðist ekki nota hann að svo stöddu. Mörg félög voru tilbúin að fá hann í raðir sínar en Lentini valdi Atalanta vegna þess að þar ræður ríkjum Emiliano Mondonico, sá sem gerði Lentini að landsliðs- manni hjá Torino. „Mondonico veit hvemig ég vil spila og fyrir hann er ég tilbúinn að gera allt, spila á kantinum eða sem afturliggjandi framheiji eins og ég gerði hjá Tor- ino.“ Atalanta missti tvær stjörnur í sumar til Juventus, þá Christian Vieri og Paolo Montero, og hefur ekki unnið nein stórvirki sem af er leiktíðar, er í þriðja neðsta sæti. Tveir menn hafa þó blómstrað, mið- framheijinn Filippo Inzaghi, sem skorað hefur 7 af af 8 mörkum liðs- ins, og áðurnefndur Lentini sem hefur fóðrað Inzaghi með snilldar- LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1996 C 3 LENTINI í lelk með AC Mllan. Erflðlelkar hans byrjuðu þegar hann lenti í alvarlegu bílslysi tveimur árum eftir að hann kom til AC Milan sendingum. En Lentini ætlar aftur til Milan. „Ég mun sýna það að það voru ekki mistök að kaupa mig,“ segir hann. „Það er rétt að ég var upp á kant við Capello, en mér leið illa og var orkulaus undir stjórn hans en ætla að sýna öllum sem afskrifuðu mig eftir slysið að ég get aftur orðið gamli góði Lentini. Eg mun leggja mig allan fram hjá Atalanta til þess að snúa aftur til Milan í toppformi og skila félaginu því sem það óskaði sér.“ EinarLogi Vignisson skrifar frá Italíu Flestir styðja Juventus Dagblaðið virta, Corriere della Sera, lét nýverið gera skoðanakönnun um hve margir hefðu áhuga á knattspyrnu og hvert væri uppá- haldslið knatt- spyrnuáhug- amanna. ítalir eru gríðarleg knattspymuþjóð og tveir þriðju hlutar þjóðarinn- ar sögðust hafa áhuga á knatt- spyrnu. Vinsæiustu liðin voru risarnir þrír frá Tórínó og Mflanó. Juventus var uppá- haldslið 20,3% þjóðarinnar, 11,6% styðja AC Milan og 8,6% Inter en 24,7% styðja einhver önnur lið. Ef einungis er litið til knattspymuáhugamanna styðja rúm 30% þeirra sem áhuga hafa á knattspymu við bakið á Ju- ventus. Einnig var kannaður stuðn- ingur við knattspymutið eftir kynjum, stjórnmálaskoðun og menntun. Konur era hrifnari af Juventus, 42% stuðningsmanna Juve eru konur samanborið við 40% hjá Milan og aðeins 30% hjá Inter. Enginn marktækur munur var á stjómmálaskoðun- um stuðningsmanna liðanna en gegnumsneitt höfðu hægri og vinstrimenn meiri áhuga á knattspymu en miðjumenn. Öfugt við það sem margir höfðu álitið eykst áhugi á knattspymu með aukinni menntun. Meiri- hluti allra menntastétta hefur áhuga á knattspymu en hlutfall- ið var minnst hjá þeim sem höfðu snúið sér að öðru en skóla- bókum að loknu grannskóla- námi. Gianluca Vialli: „Gefið á mig7 ég er miðherjinn“ GIANLUCA Vialli er ekki hógvær maður en kann þá list að fara vel að fólki. Varnarmaðurinn Moreno Mannini, sem ennþá leikur með Sampdoria, kom til liðsins sama ár og Vialli. „Ef við gafum ekki á hann í fyrri hálfleik," segir Mannini, „þá var hann vanur að draga upp í búningsklefanum spjöld sem hann hafði skrifað á heima hjá sér nóttina fyrir leikinn. Af þeim mátti lesa fyrirskipanir eins og „gefið á mig“ eða „ég er senterinn". Þetta var hans aðferð við að koma sínu á f ramfæri án þess að vera uppáþrengjandi." Vialli kom til Sampdoria frá liði heimaborgar sinnar, Cremonese, og lék með liðinu í átta ár, sennilega bestu árum í sögu EinarLogi Sampdoria. Hann náði Vignisson að mynda eitt besta skrifar frá framheijapar Ítalíu með Italiu Roberto Mancini og liðið landaði meistaratitlinum 1991 og lék ári síðar til úrslita í Evrópukeppni meist- araliða gegn Barcelona. Þar beið Samp lægri hlut og sumarið eftir ákvað Vialli að söðla um og halda til Juventus sem greiddi tæpar 1300 milljónir fyrir kappann. AC Milan vildi einnig fá hann en hafði eytt enn meira fé skömmu áður í-Gianluigi Lentini og bauð honum ekki næg laun. Margir álitu þetta illa farið með fé hjá Juve og á fyrsta tímabili sínu virtist Vialli ekki peninganna virði, skoraði aðeins 6 mörk og var algerlega í skugga Robertos Baggios. Hann tapaði sæti sínu í landsliðinu og næsta tímabii á eftir átti hann í meiðslum og lék aðeins 10 leiki, stundum á miðjunni sem honum mislíkaði stórlega. 1994 var Vialli orð- inn þreyttur á Juve og vildi fara aftur heim til Genúa og leika með Sampdoria á ný. Hann ræddi þetta við nýjan þjálf- ara liðsins, Marcello Lippi, sem taldi hann á að vera kyrr. Þetta reyndist góð ákvörðun því Juventus vann bæði deild og bikar komandi tímabil og Vialli myndaði . stórhættulegan dúett með Fabrizio Ravanelli sem skilaði boltanum 31 sinni í net andstæðinganna. Árið eftir var Baggio farinn, Vialli orðinn fyrirliði og Juventus varð Evrópumeist- ari. Bosman skilar í vasann Vialli sa^ði blaðamönnum fúslega að ástæðan fyrir að hann hefði farið til Juve en ekki Milan væri peningar. „Ekki gleyma því að við eram atvinnumenn,“ sagði hann og þakkaði fyrir 80 milljóna árslaun. Bosman úrskurðurinn breytti ýmsu fyrir knattspyrnumenn og þegar ljóst var að Vialli var fáanlegur án þess að greiða þyrfti Juventus neitt lýstu mörg lið yfir áhuga. Vialli valdi Chelsea og var vel launað með þriggja ára samn- ingi sem gefur honum 100 milljónir í laun á ári hvetju. En af hveiju Chelsea? Glasgow Rangers bauð meira fé og lengri samning? Vialli segir aðalástæðuna að hann hafi alltaf dáðst að Gullit og þeir hafi þekkst lengi. Hann kunni vel að meta hugmyndir Gullits um hvernig eigi að reka knattspymulið og vilji taka þátt í tilraun Gullits til að byggja upp AC Milan Englands. „Við vitum báðir að peningar eru ekki allt, þegar byggja á upp lið,“ segir Vialli. „Gullit hefur sagt mér að Englendingar geti lært margt af Jiví hvernig knattspymulið séu rekin á Italíu, hvað varðar skipulag og upp- byggingu æfinga. Hins vegar sé bar- áttuþrek enskra leikmanna og virðing- arleysi þeirra fyrir þekktari andstæðing- um slíkt að mögulegt sé að byggja upp stórveldi án þess að vera með fræga leikmenn í hverri stöðu. Ég vil gjarnan taka þátt í þessari tilraun auk þess sem að England er heimaland knattspyrn- unnar og London er stórborg á heims- mælikvarða.“ Ótrúlega vinsæll Þrátt fyrir að Vialli hafi aldrei farið í grafgötur með eigið ágæti né legið á skoðunum sínum er hann sennilega einn óumdeildasti og vinsælasti knattspyrnu- maður ítala síðustu 10 árin. í fæðingar- borg sinni Cremona og í Genúa, þar sem hann lék lungann úr ferli sínum, er hann í tölu dýrlinga og í Tóríno, jafnvel Mílanó, er hann gífurlega vinsæll. En hinar miklu vinsældir kunna að hafa átt þátt í að Vialli færði sig frá Ítalíu til Englands. „Ég verð að viðurkenna að hin mikla ástríða ítala þegar fótbolti á í hlut veld- ur gífurlegu álagi á knattspyrnumenn GIANLUCA Vlalll í leik meft Chelsea. „Aðalástæftan fyrlr aft ég valdl Chelsea er aft ég hef alltaf haft dáftst á Gulllt." á Ítalíu,“ segir Vialli. „Hérna á Englandi er þetta hreint grín miðað við Italíu. Að loknum blaðamanna- fundi eftir leiki eru kannski 3-4 blaðamenn sem bíða eftir mér, helm- ingurinn ítalskur! Heima voru alltaf 20 stykki sem þurftu að tala við mig, burtséð frá því hvort ég hafði verið einn af aðalmönnum leiksins eða ekki. Á Ítalíu var knattspyrnan vinnan mín, hér á Englandi finnst mér hún aftur vera orðin leikur.“ En ekki hefur öllum lynt við Vialli og er Arrigo Sacchi landsliðsþjálfari Aldrei fleiri ítalir erlendis BOSMAN úrskurðurinn hefur haft mikil áhrif á landvinninga ítalskra knattspyrnumanna og leikur nú 21 ítalskur leikmaður erlendis. Fyrir utan Bretlands- eyjar leika þó aðallega minni spámenn eða kempur sem eru á síðasta snúningi og eru að ná sér í góðan pening eins og landsliðsmennirnir fyrrverandi Daniele Massaro og Salvatore Schillaci í Japan, Roberto Donadoni í Bandaríkjunum og Giuseppe Giannini í Austur- ríki. Undantekningin frá þessu er þó Ruggiero Rizzitelli sem leikur undir stjórn landa síns Giovanni Trappatoni hjá Bay- ern Munchen. Á Bretlandi leika eftirtaldir leikmenn: Roberto Di Matteo, Gianluca Vialli og Gianfranco Zola (Chelsea), Fabrizio Ra- vanelli (Middlesbrough), Ben- ito Carbone (Sheff. Wed.), Ivano Bonetti (Tranmere), Pasquale Bruno (Hearts) og Paolo Di Canio (Celtic). einn þeirra. Vialli hætti að leika með landsliðinu fljótlega eftir að Sacchi tók við því en í haust lýsti Sacchi því yfír að hann hefði gert könnun á meðal leikmanna sinna og hann væri reiðubúinn að taka Vialli aftur inn í landsliðshópinn. Vialli fannst þetta hreinn brandari. „Hvernig á ég að geta snúið aftur í landsliðið þegar leikmennirnir segja Sacchi hvað hann á að gera? Ég hef aldrei vitað annað eins á 15* ára ferli sem atvinnumaður. Hveij- um dytti í hug að milli æfinga væri þjálfarinn á málþingi með leikmönn- unum? Það er ekki hægt að bera virðingu fyrir svona manni og ég tek ekki þátt í þeirri hringavitleysu sem hann er á leið með landslið okkar í.“ V f-L I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.