Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 18
18 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ 7 ATVINNUA UGL YSINGAR DeildarsQórí -veiðieftiríit Sérverslun Vanur starfsmaður óskast í sérverslun. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Vinnutími 10-18. Upplýsingar í síma 568 4450 Matreiðslumaður Kaffihús í miðbænum auglýsir eftir matreiðslu- manni með reynslu sem getur unnið sjálf- stætt. Umsóknir óskast sendar fyrir fimmtu- dag á Mbl. merktar,, M-869“ m FiskiStofa Fiskistofa er stjórnsýslu- stofnun sem heyrir undir sjávarútvegsráöherra. Fiskistofu er ætlaö að framkvæma stefnu stjórnvalda um stjórn fiskveiöa og meðferö sjávarfangs Vegna skipulagsbreytinga hjá Fiskistofu er leitað eftir deildarstjóra í veiöieftirlit er annast mun umsjón landeftirlits. Deildarstjórinn mun heyra undir forstööumann fiskveiðistjórnunarsviös. f stárfinu feist m.a. skipulagning á starfi eftirlitsmanna og umsjón meö ýmsum þáttum eftirlits, mótun og viöhald upplýsingakerfis eftirlitsins og tenging þess við tíltekna þætti fiskveiðistjórnunar. Leitaö er eftir einstaklingi meö góöa skipulagshæfileika og reynslu af stjómun. Menntun á háskólastigi er skilyrði. Starfiö er laust frá og með 1. janúar 1997. Laun samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna. Allar nánari upplýsingar veitir Gylfi Dalmann. Ollum umsóknum verður svarað. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráöningarþjónustu Hagvangs hf. Skeifunni 19,108 Reykjavík merktar „Fiskistofa 566" fyrir 2. desember n.k. Hagvangurhf Skeifan 19 108Reyíqavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tirÆkyrr.is Heimasíöa http://www.apple. /hagvangur ng r is \0/ fta Y i.i« 0 lur HAGVANGUR RADNINGARMÖNUSIA Rétt þokking á róttum tíma -fyrir rótt fyrirtœki IDEX ehf er systurfyrirtæki IDEX AS í Danmörku. Fyrirtækin flytja inn ýmsar vörur fyrir trésmíða- og byggingariðnaðinn frá mörgum þekktustu fyrirtækjum Evrópu á sínu sviði. Aðaláherslan er lögð á beinan innflutning til kaupenda. ► Framkvæmda- og markaðsstjóri í starfinu felst meðal annars gerð rekstrar- og markaðsáætlana og mun viðkomandi fylgja þessum áætlunum eftir i daglegum rekstri. Bein sölustarfsemi er stór þáttur starfsins. Við leitum að kraftmiklum og duglegum aðila með: ► reynslu af stjórnun fyrirtækis ► reynslu af sölumennsku og markaðssetningu ► þekkingu á byggingarefnum ► góóa tungumálakunnáttu og tölvukunnáttu. Viðkomandi þarf að hafa metnað og frumkvæði til að taka þátt i uppbyggingu fyrirtækis í öruggum rekstri. Nánari upplýsingar veittar hjá Ólöfu jónu Tryggvadóttur hjá Ábendi. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um á eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en I síðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 25. nóvember 1996 a r^j>T Á B E N D I R Á Ð G J O F & RÁÐNINGAR LAUGAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99 FAX: 568 90 96 Framtíðartækifæri Hvernig lítur framtíðin út hjá þér? Ertu ánægð/ur með það sem þú ert að gera í dag? Við bjóðum þér tækifæri sem gæti breytt lífi þínu fjárhagslega, ef þú ert tilbú- in/n að leggja á þig það sem til þarf. í þetta starf þarf bíl og 100% einbeitingu. Pantaðu viðtal í síma 555 0350. Windows forritarar LHtækni ehf (ICEconsult) leitar að: Hæfileikaríku og skapandi ungu fólki til að vinna með okkur að sókn á erlenda markaði og einnig til að sinna spennandi verkefnum hér heima. Æskilegar kröfur til umsækjenda: 1. Kerfisfræðingur úr HÍ eða TVÍ eða tilsvar- andi menntun 2. 1 -3 ára reynsla íforritun og kerfishönnun 3. Tungumálakunnátta enska, eitt norður- landamál og helst þýska 4. Jákvæður og auðvelt að vinna sjálfstætt eða í hóp 5. Forritunarreynsla í Visual C++, Visual Basic og/eða Java. Við bjóðum upp á: 1. Laun við hæfi 2. Spennandi þróunarumhverfi og jákvæðan starfsanda 3. Þátttöku í erlendum verkefnum 4. Þjónustu við kröfuharða viðskiptavini bæði hér heima og erlendis LHtækni ehf (ICEconsult) vinnur í nánum tengslum við Línuhönnun hf og Forverk hf á (slandi. Scandicplan Gmbh í Berlín og KeyCon í Danmörku. Fyrirtækin eru samtengd gegnum eignarhald og vinna að verkefnum hvert á sínu sviði í Þýskalandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og víðar. Okkar hlutverk er hugbúnaöarlausnir sem við vinn- um í MicroStation (CAD), Windows og Internet umhverfi. Við vinnum sjálfstæðar lausnir fyrir erlenda og innlenda viöskiptavini og einnig erum við að þróa og selja staðlaðar lausnir fyrir fasteignaumsýslu, rekstur, viðhald, orkustýringar og áætlanagerð. Umsóknarblöð og frekari upplýsingar fást hjá Ráðningarþjónustunni. Umsóknarfrestur er til 25. nóvember. Húsgagnasmiður Fyrirtæki í húsgagnasmíði óskar að ráða trésmið til starfa sem fyrst. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist til afgreiðslu Mbl., merktar: „T - 15335“, fyrir 25. nóvember. Kennarar Vegna forfalla er ein kennarastaða laus við Grunnskólann í Súðavík frá næstu áramót- um. Um er að ræða almenna kennslu á mið- stigi. Hlutastarf kemur til greina. í skólanum eru 50 nemendur sem kennt er í 5 bekkjar- deildum. Nýtt skólahúsnæði var tekið í notk- un sl. haust og er vinnuaðstaða og tækja- kostur með ágætum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í skemmtilegu skólastarfi skaltu hafa samband við okkur, Við útvegum húsnæði og leikskólavist ef með þarf. Þetta er gott tækifæri fyrir par, því mikil atvinna er í Súðavík og nágrenni. Upplýsingar gefur skólastjóri í vs. 456 4924 eða hs. 456 4961. _ Umsóknarfrestur er til 5. desember. Aðstoða rdei Ida r- stjóri Stórt þjónustufyrirtæki f byggingariðnaði óskar eftir að ráða aðstoðardeildarstjóra í framtíðarstarf. Starfið er við áhaldaleigu og felst í þjónustu við viðskiptavini, viðgerðum o.fl. Vélvirkja- eða sambærileg menntun æskileg. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 20. nóvem- ber nk. Umsóknareyðublöð og nánari upp- lýsingar á skrifstofu Liðsauka, sem opin er kl. 9-14. RÁÐNINGARÞJÓNUSTAN Jón Baldvlnsson, Háaleltlsbraut 58-60 Síml 588 3309, fax 588 3659 Skipholt 50c, 105 Reykjavlk slmi 562 1355, fax 562 1311 ® * íslendingarnir standa sig vel, vilt þú slást í hópinn? Laus störf fyrir íslendinga í Kamchatka ► Vinnslu- og gæðastjórar á móðurskipum ► Skipstjórar á frystitogurum ► Vinnslu- og gæðastjórar á frystitogurum ► Vélstjóri ► Framleiðslustjóri ► Fjármálastjóri ► Tæknistjóri Um leið og við þökkum þeim fjölda umsækjenda sem þegar hafa skilað inn umsóknum um störfin á Kamchatka minnum við á að umsóknarfrestur rennur út um hádegi á mánudaginn. Vegna mikillar ásóknar verður opið í dag, sunnudag frá kl. 11-16 hjá Ábendi, þar sem hægt er að skila inn umsóknum eða nálgast upplýsingar og umsóknareyðublöð. A 3 RÁÐNINGAR <5 P^J>Í ''^LAUCAVEGUR 178 SÍMI: 568 90 99

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.