Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 24
24 B SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIMMII AI lc^! Y^ÍMC^AR HJÚKRUNARHEIMILI v/GAGNVEG - GRAFARVOGI Sjúkraþjálfarar! Okkur vantar sjúkraþjálfara í 50% starf frá áramótum. Nánari upplýsingar gefa Lárus Jón Guðmunds- son, yfirsjúkraþjálfari, og Birna Kr. Svavars- dóttir, hjúkrunarforstjóri, í síma 587 3200. GEÐHJÁLP Liðveisla Geðhjálp rekur stuðningsþjónustu við geð- fatlað fólk í Reykjavík. Starfsmann vantar í fullt eða hálft starf til þess að veita geðfötluðum stuðning og að- stoð við að njóta menningar- og félagslífs. Starfsmaðurinn þarf að vera drífandi, hug- myndaríkur og eiga gott með mannleg sam- skipti. Upplýsingar veitir Ingólfur H. Ingólfsson í síma 552 5990. Mosfellsbær ( Mosfellsbæ eru um 5.000 íbúar, og eru börn og unglingarfjölmenn- ur aldurshópur. Fræðslu- og menningarsvið Mosfellsbæjar annast starfsemi fræðslumála (leikskóli, grunnskóli, tónlistarskóli, vinnu- skóli), menningarmála og íþrótta- og æskulýðsmála. íþróttamiðstöðin að Varmá - þjónustumiðstöð - auglýsir laust til umsóknar starf við miðstöð- ina. Um er að ræða fullt starf, sem unnið er á dag-, kvöld- og helgarvöktum. Starfið felst m.a. í öryggisgæslu, baðvörslu karla,, ræst- ingum ásamt að sinna almennt þjónustu við gesti miðstöðvarinnar. Við leitum að einstakl- ingi sem hefur góða þjónustulund, og á gott með að umgangast jafnt börn sem fullorðna, og hefur góðan samstarfsvilja. Þær kröfur eru gerðar til þessa starfsmanns að hann standist hæfnispróf sundstaða samkvæmt reglum um öryggi á sundstöðum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi bæjarstarfs- manna og launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar um starf þetta veitir Sig- urður Guðmundsson íþróttafulltrúi og for- stöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar, í síma 566 6754. Umsóknir skulu hafa borist til (þróttamiðstöðvarinnar að Varmá, pósthólf 218, 270 Mosfellsbæ, fyrir 22. nóvember nk., þar sem jafnframt liggja frammi umsókn- areyðublöð. Forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Lyfjafræðingur Lyfjatæknir Lyfjafræðingur og lyfjatæknir óskast til starfa í Olfus Apótek. Upplýsingar gefur Jón Þórðarson ívinnusíma 483 4197 og heimasíma 483 4562. Coopers &Lybrand Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand ehf Löggiltir endurskoðendur Endurskoðun - reikningsskil Fjölbreytt og krefjandi störf við endurskoð- un, reikningsskil og skattskil fyrir stóran hóp viðskiptavina eru laus til umsóknar á skrif- stofum okkar í Reykjavík og á Húsavík. Við óskum eftir viðskiptafræðingum eða mönnum með mikla reynslu í ofangreindum störfum. Hér er um að ræða spennandi möguleika fyrir þá sem áhuga hafa á traustu framtíðar- starfi sem jafnframt gefur möguleika á starfi erlendis síðar. Umsóknir ásamt upplýsingum sendist í póst- hólf 12370 í Reykjavík eða á Garðarsbraut 15 á Húsavík fyrir 25. nóvember nk. Farið verður með þær sem trúnaðarmál og þeim verður öllum svarað. Endurskoðunarmiðstöðin Coopers & Lybrand ehf. erein stærsta skrifstofa sinnar tegundar á íslandi með starfsemi á 6 stöðum á landinu. Fyrirtækið er aðili að Coopers & Lybrand Internation- al, sem er samstarf endurskoðunarfyrirtækja í 140 löndum og hægt er að sækja um þjálfun eða vinnu hjá þeim öllum að lokn- um reynslutíma á íslandi. Atvinna íboði Veitingahús í miðbænum Erum að leita að hressum aðila til að kokka með okkur. Lærður kokkur ekki skilyrði, en reynsla æskileg. Umsóknir óskast sendar á afgreiðslu Mbl. merktar: „Matur - 1997“. Ferskar kjötvörur Kjötskurður Vantar nú þegar, kjötiðnaðarmann eða mann vanan kjötskurði. Mjög góð vinnuaðstaða. Upplýsingar gefur Óli Hallgrímsson í síma 565 1906 sunnudag og í síma 588 7580 mánudag til föstudags. VEÐURSTOFA ÍSLANDS Iðnaðarmaður hagur bæði á tré og járn, óskast til starfa við áhaldasmíði og önnur tæknistörf á Veður- stofu íslands. Laun samkvæmt launakerfi ríkisstarfsmanna. Nánari upplýsingar gefa forstöðumaður og starfsmenn Tækni- og athuganasviðs Veður- stofunnar. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf og meðmælum ef fyrri hendi eru, skulu sendar til Veðurstofu íslands, Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík, fyrir 5. desember nk. F élagsmálafulltrúi Fyrirtækið er menntasetur eigi fjarri höfuðborginni. Félagsmálafulltrúi mun hafa umsjón með félagsmálastarfi skólans auk þess að annast eftirlit og umsjón með heimavist ásamt öðru tilheyrandi. Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu með menntun á sviði félags- og/eða uppeldismála. Áhersla er lögð á sjálfstæði í starfi, reglusemi auk áhuga á áðurgreindu sviði. í boði er áhugavert starf í líflegu starfsumhverfi. Aðstoðað verður við útvegun húsnæðis. Umsóknarfrestur er til og með 22. nóvember n.k. Ráðning verður frá og með áramótum. Nánari upplýsingar veitir Kristín Gísladóttir. Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en viðtalstímar frá kl.10-13. STRAIGALLUP STARFSRAÐNINGAR Mörkiimi 3, 108 Reykjavík Sílni: 588 3031. bréfsílni: 588 3044 IIIIIIMSSIilllllllllli! í H18 i 11 i I! 11=: i Guðný Harðardóttir RADAUGí YSINGAR KENNSLA Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Frá Fjölbrautaskólanum í Garðabæ Innritun fyrir vorönn 1997 stendur til 30. nóvember næstkomandi. Skólameistari. HEILSUSETUR ÞORGUNNU Ungbarnanudd 4ra vikna námskeið fyrir foreldra með börn á aldrinum 1-10 mánaða. Gott fyrir öll börn, m.a. við magakveisu, lofti í þörmum og óró- legum svefni. Upplýsingar og innritun á Heilsusetri Þórgunnu í síma 562 4745 milli kl. 12 og 14 á virkum dögum. jr Isvél fyrir ferskvatn Fyrir hönd umbjóðanda okkar í Noregi óskum við eftir að kaupa notaða ísvél fyrir ferskvatn með 10 tonna afkastagetu á sólarhring. Upplýsingar gefur Þorsteinn Friðriksson í síma 562-0095. Vélar og skip ehf., Fiskislóð 137A, 101 Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.