Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 B 31 SKOÐUN PLASTKORT = VERÐBRÉF Löng meðganga Kötturinn níu, tíkin tíu, tuttugu ærin, fjörutíu konan, kýrin, kapallinn dregur lengsta vírinn. Þessi gamla þula fjallar um mis- jafnlega langa meðgöngu tiltekinna dýra. Þegar þetta er skrifað er liðið eitt ár frá því Samkeppnisstofnun fékk í hendur kæru frá greinarhöf- undi á hendur Visa ísland og Euro- card á íslandi vegna kreditkorta og á hendur bankakerfinu vegna deb- etkorta. Níu mánuðir eru liðnir frá því Samkeppnisstofnun fékk nánari greinargerð frá greinarhöfundi vegna ætlaðra brota ofangreindra fyrirtækja og stofnana á Sam- keppnislögum. í stjórnsýslulögum (37/1993) segir í 9. gr. um máls- hraða að „Ákvarðanir skulu teknar svo fljótt sem unnt er“. Fyrir grein- arhöfundi virðist þetta óeðlilega langur tími þar sem meginatriði málsins liggur í því að túlka sam- keppnislög. Eru þau brotin eða eru þau ekki brotin? Samkeppnislög brotin Efnislega beindist gagnrýni mín á hendur plastkortafyrirtækjunum, fyrst í stað, að gjaldskránum og því óréttlæti sem í þeim er falin. Eftir því sem greinarhöfundur vann meira í málinu varð hann sannfærð- ari um að sjálf hugmyndafræðin sem að baki þessari starfsemi býr stenst ekki Samkeppnislög. Um það fjallar m.a. greinargerðin sem send var Samkeppnisstofnun í des. 1995. I mjög stuttu máli: - Er kostnaður við verðbréfamiðl- unina (plastkortin) gagnsær? - Er samkeppni eðlileg milli banka og bankastofnana? - Er samkeppni eðlileg milli greiðslumiðla? - Eru skilyrði eðlileg í frjálsri sam- keppni? Búum við ekki enn við verðlagshöft? - Verður ekki að aflétta verðlags- höftum og leyfa markaðsöflunum að starfa óheftum? - Hafa bankarnir markaðsráðandi stöðu? - Hafa bankamir með sér ólöglegt verðsamráð? Þegar þetta er skrifað er liðið rúmt eitt ár frá því Samkeppnisstofnun fékk í hendur kæru frá Sigurði Lárussyni á hendur Visa ísland og Eurocard á íslandi vegna kreditkorta og á hendur bankakerfínu vegna debetkorta og er hann farið að lengja eftir svari. - Er kostnaður við gjaldtöku þjón- ustugjalda eðlilegur? - Er kostnaður við greiðslumiðlun eðlilegur? - Er kostnaður við greiðslumiðlun borinn af réttum aðilum? - Er eðlilegt að vöruverð þurfi að hækka vegna verðbréfamiðlunar (plastkorta)? - Er eðlilegt að virðisaukaskattur til ríkisins þurfi að hækka vegna verðbréfamiðlunar (plastkorta)? - Er eðlilegt að þeir sem greiða með reiðufé taki á sig verðhækk- anir vegna þeirra sem nota verð- bréfín (plastkortin)? - Er aðgengi nýrra keppinauta inn á markaðinn eðlileg þegar gjald- skrár mismuna aðilum stórlega eftir veltu hinum smáu í óhag? - Gefa verðbréfafyrirtækin og bankarnir fólki réttar upplýsingar um verðbréfin (plastkortin)? Gilda t.a.m. tékkalög um debetkortin eins og meirihluti almennings virðist halda? Fyrir greinarhöfundi virðist halla mjög á bankakerfið og dótturfyrir- tæki þess í þessu máli og það ætti að vera einfalt mál fyrir Samkeppn- isstofnun að úrskurða í því. Eitt brot á Samkeppnislögum nægir. Þau þurfa ekki að vera 15-20. Óráðsía og bruðl Á árinu 1995 er velta kreditkorta sögð 64.771 milljónir kr. skv. Hag- tölum mánaðarins í ágúst 1996 (útg. Seðlabanki íslands). Færslu- fjöldi er sagður 18.837 þús. í sama riti segir að velta með debetkort sé 32.072 millj. kr. og þar af í versl- un 7.773 millj. kr. Færslufjöldi þar er sagður 2.937 þús. Hvað kosta svo þessi ósköp þjóð- félagið og þegnana í landinu? Ég hef fullan hug á því að nálg- ast það viðfangsefni en skortur á upplýsingum háir þar nokkuð. Eink- um vantar upplýsingar um fjölda posa eða útstöðva og sömuleiðis vantar nánari upplýsingar um tíðni símhringinga. Þrátt fyrir þetta er rétt að reyna að glöggva sig örlítið á þessu viðfangsefni og nálgast það. Útreikningar þeir sem hér fara á eftir eru byggðir á áætlunum og einungis ætlað að nálgast þær stærðir sem um er fjallað. Sjá töflu I Samkvæmt þessu er meðalkostn- aður varlega áætlaður u.þ.b. kr 129,18. Færslufjöldinn var 18.837.000 eða sam- 21433.363.660,-. Segi og skrifa rúmlega 2,4 milljarðar króna. Þá er ótalinn sá kostnaður sem korthafar bera sjálfir og greiða beint til verðbréfafyrirtækj- anna. Sjá töflu II Samkvæmt þessu er meðalkostnaður við hveija debetfærslu áætlaður kr. 39,63. Heildarfjöldi þeirra var á árinu 1995 7.773 þús. í verslunum og kostnaðurinn því sam- tals u.þ.b. kr. 308.043.990-. Þar af er hlutur kaupmannsins kr. 238.086.990,- Samtals kostnaður við óráðsíu og bruðl í verðbréfum (plastkortum) kostar þjóðfélagið um það bil kr 2.741.407.650,- Rangar og villandi upplýsingar Þegar bankakerfið afhendir fólki verðbréf í formi plastkorta og send- ir það síðan út í sjoppu til að kaupa tóbak er brandari. Lélegur brandari sem ekki er hægt að hlæja að. í ársskýrslu Seðlabanka íslands frá 1995 segir á bls. 60 „Reikna má með að tékkum með lágri fjárhæð hafi fækkað mjög vegna færslu- gjalda, en kostnaður við hvern út- gefinn tékka er mun meiri en kostn- aður af debetkortafærslum. “ Tékkinn kostar: eyðublað...................10,80 þjónustugj.................19,00 samtals....................29,80 Að halda því fram að kostnaður af debetkortafærslum sé lægri en kostnaður af ávísunum er hrein lygi- Debetfærslan kostar að meðal- tali u.þ.b. kr. 39,63 og munar þar tæpum tíu krónum hvað debetfærsl- an er dýrari miðað við meðaltals- kostnað debetfærslna. Meginatriðið er þó að bankakerfið sendir fólk í þúsundatali út á markaðinn í góðri trú um að debetkortin séu stað- genglar ávísana eða tékka og þessu fólki finnst eðlilegt að kaupmaður- inn taki við greiðslu í formi verð- bréfa (plastkorta). Fyrir kaupmann- inn er greiðsla með verðbréfi (plast- korti) með afföllum og kostnaði. Kaupmaðurinn er í ákaflega erfiðri stöðu að þurfa að hafna við- skiptum og meginþorri þeirra hefur farið þá leið að hækka hjá sér vöruverð til að verða við þessum kröfum fólks sem stendur í þeirri fölsku trú að plastkortin séu ódýr greiðslumiðill. Banka- kerfið losaði sig að mestu við ávísanir og tékka með lágum fjár- hæðum með því að koma upp þjónustu- gjöldum á ávísanir og tékka og jafnframt með gjaldtöku fyrir tékkheftin. í staðinn eru fólki fengin í hend- ur verðbréf í formi plastkorta og því sagt að kaupmaðurinn sé ekk- ert of góður að borga fyrir það kostnaðinn. Er kostnaður sjáanlegur (gagnsær) Komedía/tragedía Einþáttungur Sviðið er söluturn á íslandi árið 1996. Miðaldra maður opnar dyrnar og gengur inn. Kaupmaðurinn: Góðan dag, get ég aðstoðað? Kúnninn: Góðan daginn, áttu til smávindla í lausu? ^ Kaupmaðurinn: Já, hérna á ég vindla sem kosta 23,00 kr. og aðra sem kosta 39,00 kr. og svo þessa sem kosta 59^00 kr. Kúnninn: Ég ætla að fá einn svona á 39,00 kr. takk! Kaupmaðurinn: Gerðu svo vel. Á ég að gefa þér eld? Kúnninn: Já takk. Kaupmaðurinn: Get ég selt þér eitthvað fleira? Kúnninn: Nei, ekki að sinni. Kaupmaðurinn: Það gera þá 39,00 kr. Kúnninn: Gerðu svo vel, hér er kortið mitt. Kaupmaðurinn: Ha! Kortið! Kúnninn: Já, geturðu gefið mér til baka af 1.000,00 kr. takk? Kaupmaðurinn: Þú mátt eiga vindilinn. Tjaldið fellur. Orsök og afleiðing Skilaboðin frá bankakerfinu eru í raun ákaflega skýr. Úr því að það kostar stórfé að ná þeim peningum til baka sem lagðir eru inn á banka- reikninga (tékkareikninga) eru það bein tilmæli til fólksins í landinu að hætta að leggja peninga inn. Hver er tilgangurinn? Skúffu- gjaldið er einfaldlega orðið of hátt. Engir peningar inn á bankann þýð- ir engin útlán og engar tekjur. Þeir eru að grafa sína eigin gröf. Það tjón sem orðið er tekur langan tíma að bæta. Það traust sem verður að ríkja milli banka og viðskiptamanna þeirra fer þverrandi. Höfundur er kaupmaður Kredit: kr. Meðalfjárhæð úttektar er kr. 3.438,- Þjónustugjald (3.438,- x 1,8%)..............61,88 Fjármagnskostnaður (3.438,- x 1,0%)........34,38 Símakostnaður (eitt símtal).................4,00 Posaleiga (1.750,-x 12/6.000).............. 3,50 ..........................................103,76 Virðisaukaskattur (103,76 x 24,5%).........25,42 Samtals................129,18 II Debet: kr. kr. Meðalfjárhæð færslu kr. 2.558,- Korthafí 9,00 Kaupmaður: þóknun (2.558,-x 0,6%) 15,35 sími (eitt símtal) 4,00 Posaíeiga (1.750 x 12/4000) 5,25 24,60 Virðisaukask. 24,5% 6,03 30,63 30,63 Samtals..... ........39,63 Sigurður Lárusson Morgunblaðið/Egill Egilsson ÞAÐ voru háir sem lágir sem soiluðu í bingóinu á Flateyri. Bingó fyrir menn- ingarrispu Flateyri. Morgunblaðið. EFNT var til bingós í tilefni menningarrispu ungmenna staðarins til Reykjavíkur. Með menningarrispunni ætla ungl- ingarnir, níu talsins ásamt kenn- ara sínum, að kynna sér bæði skóla og atvinnulíf höfuðborgar- innar með heimsóknum. Bingóið var fjölsótt og mikil spenna lá í loftinu þegar bingó- stjórinn las upp tölurnar hverja á fætur annarri. Háir sem lágir fengu vinning og til að sjá hver hlyti lokavinninginn þurfti að grípa til spilastokksins, þar eð nokkrir voru um vinninginn. í lokin gæddu menn sér á hnall- þóruhlaðborði ungmennanna. Sýning í Deiglunni HARALDUR Ingi Haraldsson opn- ar myndlistarsýningu í Deiglunni, Kaupvangstræti á sunnudag kl. 14. Þann dag er útgáfudagur SÝNEX, sem er myndlistarsýning í tímarits- formi. Sýninguna opnar lista- maðurinn í tilefni af fertugsaf- mæli sínu. Frá þriðjudegi til laugardags verður kvölddagskrá á sýningunni og hefst hún kl. 20.30 öll kvöldin. List er fyrst er erindi sem Haraldur Ingi flytur þriðjudagskvöldið 19. nóvember um myndlist frá náttúru til listaverks ogum sýninguna. Lestrarkvöld með leikurunum Arnari Jónssyni og Þráni Karlssyni verður á fimmtudagskvöld, Kvæða- kvöld með Þorsteini Gylfasyni verð- ur á föstudagskvöld, en þá koma einnig fram Michael Jón Clarke söngvari og Richard Simm píanó- leikari. Hinir geðþekku Norðanpilt- ar koma fram á laugardagskvöld. Fræðslukvöld fyrir ömmur og afa fatlaðra barna FRÆÐSLUKVÖLD fyrir afa og ömmur fatlaðra barna verður hald- ið mánudaginn 18. nóvember kl. 20 hjá Þroskahjálp, Suðurlands- braut 22. Hanna Björnsdóttir, sérfræð- ingur í málefnum barna hjá Svæðisskrifstofu Reykjaness, kynnir starfsemi svæðisskrif- stofu, sérstaklega þá þjónustu sem snýr að fjölskyldum fatlaðra barna. Maggý Magnúsdóttir, félags- ráðgjafí, segir frá starfsemi Grein- ingar- og ráðgjafastöðvar ríkisins. Kaffi, umræður og fyrirspurnir. Kaffigjald 300 kr. Tilkynna þarf þátttöku til Þroskahjálpar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.