Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1
ANDORRA Smáríkið Andorra í miðjum Pyrenneafjöllum er vinsælt ferðamannaland. Ótal margir koma þarna við á ferð sinni milli Frakklands og Spánar, enda heillar bæði tollfrjálsi varningurinn sem þarna er hægt að kaupa og tilkomumik- ið landslag. Maersk Air með tilboó fyrir Islendinga ÍSLENDINGAFÉLAGIÐ í Kaupmanna- höfn, hefur í samvinnu við danska flugfé- lagið Maersk Air, skipulagt sérstakt jóla- flug til íslands 21. desember nk. og aft- ur út til Kaupmannahafnar 4. janúar. Verð fyrir flugmiða fram og til baka er 1900 krónur danskar, eða 22.800 ís- lenskar. í boði eru 145 sæti. I fréttatilkynningu frá íslendingafé- laginu segir að Maersk Air sé i eigu McKinney & Möller skipafélagsins sem meðal annars reki Netto-verslanirnar í Danmörku og dæli jarðgasi úr Austursjó. SUNNUDAGUR17.NÓVEMBER1996 BLAÐC Ný skoðanakönnun ó þjónustu 09 sölukerfi Flugleiða Flestir ánægðir NÍUTÍU af hundraði farþega eru ánægðir með þjónustu Flugleiða, - 97% telja sig geta mælt með sölu- skrifstofum flugfélagsins og 98% mæla með sölufulltrúum Flugleiða í nýrri skoðanakönnun fyrirtækisins. Hjá Flugleiðum var gerð skoðana- könnun meðal farþega í október síð- astliðnum. Spurningalistum var dreift með farseðlum og var þátttaka mjög góð, en 640 svör bárust. Spurn- ingarnar voru um söluþjónustu Flug- leiða, viðmót starfsmanna flugfé- lagsins, upplýsingar og bæklinga og svo framvegis. Morgunblaðið/Ásdis FRÁ drætti á nöfnum vinningshafa í nýrri söluskrifstofu Flugleiða. Þetta er I fyrsta skipti sem slík könnun er gerð hjá Flugleiðum en reiknað er með að framkvæma hana tvisvar á ári hér eftir, og er mark- miðið að komast að því hvaða þjón- ustu farþegar telji ábótavant og um hverja ríki almenn ánægja. Nú er verið að vinna úr gögnunum og í ljós hefur komið að rúmlega 90% þeirra sem sendu svör til Flug- leiða voru ánægðir með þjónustuna sem þeir fengu. Á föstudaginn voru svo dregin nöfn tveggja þátttakenda í könnuninni í nýrri sðluskrifstofu Flugleiða í Kringlunni, og fá Sveinn Haraldsson og Árni Helgason í Reykjavík helgarferð fyrir tvo til Amsterdam. ¦ ÓDYRT FLUGINNAN BANDARÍKJANNA ? Óvíða er frumskógur flugfar- gjalda þéttari en i Bandar ikjumnn. M8rg flugfélbg eru um hituna og það getur reynst ferðalöngum þrautin þyngri að finna út hvar er ódýrast að fljúga innanlands. ? Blaðamaður ferðablaðsins var nýlega á ferð á vesturströnd Bandaríkjanna. Hann hitti þar hjón frá New York, sem höf ðu keypt ódýra farmiða hjá fyrirtækinu Che- ap Tickets eða Odýrir miðar. Þar eru leituð uppi bestu tilboðin í inn- anlandsflugi á hverjum t.íma. Ef fólk hringir inn áfangastað og tímasetningu, leitar starfsfólk fyr- irtækisins f tölvum að lægstu tilboð- um sem eru i gildi. ? Það er hægt að ganga frá kaup- um með því að gefa upp kredit- kortanúmer i símann eða með þvi að mæta innan sólarhrings á til- tekna, umsamda ferðaskrifstofu og greiða miðann þar. Það er mun öruggara að hafa fyrri háttinn á, því gildi tílboðanna er tímabundið. Þetta fékk blaðamaður að reyna þegar hann pantaði flug frá San Francisco tíl Seattíe. Tilboð ákveð- ins flugfélags uppá 86 dollara eða 5.600 islenskar krónur, fram og tíl baka, þóttí hrein kostakjör, enda hafði „venjuleg" ferðaskrifstofa boðið lægst 210 dollara, 13.000 kr. Þegar sækja átti miðana daginn eftir og borga, var viðkomandi tíl- boð úr sögunni og miðinn frá um- ræddu flugfélagi kominn í 176 doll- ara eða 11.500 kr. Aftur var hringt f Cheap Tickets og þar grófu menn upp nýtt tilboð á 102 dollara eða 6.600 kr. ? Cheap Tickets leitar fanga hjá flestum, ef ekki öllum bandarískum flugfélögum. Sfmi Cbeap Tickets er 800-377-1000. DHL Hraðflutningar hafa fengið nýtt símanúmer Um leið bætum við símaþjónustuna með því að gefa viðskiptavinum kost á að hringja beint í einstakar deildir. Beint innval hjá DHL Þjónustunúmer 535 1122 Tolladeild Fjárhagsdeild Söludeild Sérþjónusta / frakt Aðalfax Fax tolladeild Fax sérþjónustu 535 1133 535 1144 535 1155 535 1199 535 1111 535 1131 535 1171 WDRLDWiDE EXPRESS Viö stöndum við skuldbindingarþínar DHL HRAÐFLUTNINGAR ehf Faxafeni 9-108 Reykjavík • Sími 535 1100 • Fax 535 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.