Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 3
2 C SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 FERÐALÖG AMSTERDAM Málþing ferðamálafræðinga Uppáhaldsveitingastaður Kristófers D. Péturssonar er mexíkóskur UMSVIFALAUST svaraði Kristófer Dignus Pétursson kvik- myndagerðarmaður: Pac- ifico, sem er nafn á mexí- kóskum veitingastað að Warmoesstraat í Amst- erdamborg í Hollandi, spurður um uppáhalds- veitingastað í heiminum. Gott kennileiti er Kabul, gistiheimili fyrir ungt fólk beint á móti veitinga- staðnum, í gömlu húsi á 5 eða 6 hæðum. „Pacifico er á mörkum rauða hverf- isins og hins siðmenntaða hverfís." „Pacifíco er ekki yfir- fullur af túristum enda lít- ið auglýstur og því fremur Hollendingar sem sækja hann,“ segir Kristófer. „Hann er ekki mjög stór, tekur ef til vill 50 manns, og hefur heimilislegt yfir- bragð.“ Finnst þér það kostur? „Já. Innréttingin skap- ar mjög sannfærandi mexíkóska stemmningu: dauf lýsing, kertaljós, grófir hvítþvegnir veggir, aldagömul veggspjöld og auglýsingaskilti sem haga uppi um allt, dökkar rúst- rauðar flísar á gólfum og þessi yndislega lykt af mexíkóskum mat og tequ- ila í loftinu.“ Kristófer hælir þjón- ustufólkinu á Pacifíco og segir það upprunnið frá Englandi, Mexíkó og Hol- landi, sem er iýsandi fyrir blandaða íbúa Amster- dam. „Það ægir öllu sam- an í borginni," segir hann. „Maður má koma á veit- ingastaðinn hvenær sem er og fær að sitja eins lengi og hentar þótt það sé nóg að gera. Móttóið er að gæta þess að gest- unum líði vel.“ Eldhúsið er alveg við veitingasalinn og geta gestimir séð kokkana við vinnu sína og þeir eru víst skemmtilegir á að horfa. Hann segir að fyrir ut- an matinn, stemmningu og staðsetningu, geri úr- valið af tequila staðinn einstakan. „Það er á heimsmælikvarða og þeir Yndisleg bleik leðja KRISTÓFER Dignus Pétursson í Amsterdam. eru með tugi tegunda af drykknum á sérstökum eldgömlum tequilabar. Það er allt frá rudda og til 10-20 ára eðaltequila sem slær næstum öllu koníaki við - algjör draumur." Mexíkóskir höfðingjar Kristófer segist fá besta „tequila daiquire" sem hann hafi smakkað á ferðum sínum um heim- inn, en hann er mikill áhugamaður um það. Blandan heitir Frosen strawberry daiquire. Það er dökkbrúnt tequila hellt yfir klaka, jarðarberjum bætt í og smávegis læmdj- ús líka og svo er þetta hrært þangað til klakinn verður ískurl. „Þetta er yndisleg þykk, sæt og súr bleik leðja,“ segir Kristó- fer um fordrykkinn sem undirbýr magann fyrir átök kvöldsins. Með drykknum fær Kristófer sér Pacifíco Nachos sem eru kornflög- ur með salsa og nauta- kjötshakki í sterkri sósu og osti. „í aðalrétt er uppáhaldið mitt, kjúkl- ingabúrító með tvísteikt- um baunum," segir hann, en það er hveitirúlla með fyllingu og mexíkóskri sósu. „Hrísgrjónin eru soðin upp úr appelsínu- safa sem gefur þeim fal- lega áferð og ferskt bragð. Drykkurinn með aðalréttinum er að sjálf- sögðu Dos XXX, sem er mexíkóskur bjór. Kristófer hefur oftsinn- is komið til Amsterdam og fer ævinlega á þennan veitingastað með vini sín- um Hansa „hollenska" Magnússyni, sem bjó í borginni í mörg ár og finnst þeim þeir vera mexíkóskir „bandítós" höfðingar þegar þeir borða þarna, svo vel er þeim þjónað. Færðu þér ekki eftir- rétt? „Nei, það er ekkert pláss fyrir eftirrétt á þessu stigi, það væri helst að fá sér 20 ára gamalt tequila staup með kaffinu og fara síðan út - inn í iðandi næturlífið." Amsterdam er reyndar uppáhaldsborg Kristófers í Evrópu. „Það ægir öllu saman í borginni og val- möguleikarnir eru óþrjót- andi. Þetta er borg frelsis- ins,“ segir hann. „Amsterdam er líka ágæt til að versla í og allir tala ensku,“ segir hann og minnir á að Hol- lendingar eru menningar- lega sinnaðir með gott auga fyrir list. „Þarna eru götulistamenn á heims- mælikvarða." Varist eftirlíklngar og gildrur „Það fer í taugarnar á mér í Amsterdam að sjá túrista glepjast af lélegum eftirlíkingum. Dæmi um að er The BuIIdog coffie shop, hún á að vera fræg- ust í Amsterdam og þar má sjá Bandaríkjamenn og íslendinga sitja og reykja fyrir utan. En búð- in er túristagilda með all- ar vörur dýrari og slakari. Það er léttast að fylgja ferðabæklingum og aug- lýsingum, hins vegar myndi ég hvetja fólk til að ganga aðrar götur borgarinnar eða hjóla um þær. En gæta jafnframt að því að götukerfið er skipulagt kaos,“ segir Kristófer Dignus að lok- um. Gestir borga það sem þeir vilja FJALLAÞORPIÐ Brand, vestast í Austurríki, býður fyrrverandi gestum sínum að dveljast í þorpinu 11. til 18. janúar og borga það sem þeir vilja. Gististaðir, skíðaleigur, skíða- skólar, tennishöllin og reiðskóli taka þátt í tilboðinu. Gestirnir geta meira að segja ákveðið sjálfir hvað þeir borga fyrir skíðapassann í lok vik- unnar. Það eina sem þeir þurfa að gera er að gera grein fyrir af hveiju þeir eru tilbúnir að borga svo og svo mikið - eða lítið. Reinhard Lanner, framkvæmda- stjóri ferðamálaráðs í Brand, segir að gestimir viti hvað hlutimir kosta í Brand af því að þeir hafa verið þar áður. Gestgjafamir vilja sjá hvað gest- unum fínnst réttlátur kostnaður. Gest- ir sem nota sér tilboðið og borga hlægi- lega lítið fyrir vikuna komast upp með það en verða væntanlega ekki aufúsu- gestir í Brand í framtíðinni. Þorpið er í 1.000 metra hæð, hefur 650 íbúa og gistingu fyrir 2.000 gesti. Það býður upp á tennis og reiðtúra auk skíðaíþróttarinnar. I vetur verður svokallaður snjóbretta- háskóli rekinn þriðja árið í röð. Þar er hægt að læra allar heimsins kúnst- ir á snjóbretti. í vetur mun tilheyr- andi tónlist dynja í einni snjóbretta- brekkunni. Lanner fullyrðir að tón- listin berist ekki út fyrir brekkuna og aðrir skíðamenn geti notið fjalla- kyrrðarinnar. Brand kemur ekki aðeins til móts við unga fólkið og þá sem vilja borga það sem þeim sýnist. Afar og ömmur eru einnig vel- komin og þurfa hvorki að borga gistingu né skíðapassa fyrir barnaböm undir 6 ára aldri í janúar og mars. Það eru sérstakar skemmtanir fyrir „gamla“ fólkið og boðið upp á bamapössun. Tilboðið er kallað „Vollgas Opa“ eða „gefðu í, afi“. Frekari upplýsingar fást hjá Tourismusverband Brandnertal, Postfach 12, . A-6708 Brand, Austurríki. Simi: 43-5559-555-0, fax: ! 43-5559-555-20, info@brand.vol.at. Anna Bjamadóttir Hagnýtt gildi rannsókna ÞRIÐJA málþing Félags háskólamennt- aðra ferðamálafræðinga, verður haldið fostudaginn 22. nóvember, í sal Ferðafé- lags Íslands að Mörkinni 6, kl. 14-18. Yfirskrift málþingsins er Hagnýtt gildi rannsókna í ferðaþjónustu. Meðal frum- mælenda verður breski prófessorinn John E. Fletcher, forstöðumaður „The Intemat- ional Centre for Tourism and Hospitality Research" við háskólann í Boumemouth í Englandi. Aðrir frummælendur verða Helga Þóra Eiðsdóttir, deildarstjóri mark- aðsrannsókna hjá Flugleiðum sem flytur erindið Frá flugfélagi til ferðaþjónustufyr- irtækis, Rögnvaldur Guðmundsson, ferða- málafræðingur með erindið Rannsóknir - grundvöllur stefnumótunar í ferðamálum, Rut Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Hag- stofu íslands, sem fjallar um Gistinátta- talningu og ferðavenjukönnun Hagstofu íslands og Þórólfur Þórlindsson, prófessor og varaformaður Rannsóknarráðs íslands með erindið Hlutverk rannsókna í upp- byggingu ferðaþjónustu á íslandi. A eftir framsöguerindum verða pall- borðsumræður sem Sigurður Guðmunds- son, forstöðumaður þróunarsviðs Byggða- stofnunar mun stjóma. Fundarstjóri verð- ur Inga Sólnes, gæðafulltrúi á Hótel Sögu. Almennt þinggjald er 1.500 en 1.000 fyrir félagsmenn. Innifalið eru ráðstefnu- gögn, kaffíveitingar á þingi og veitingar að þingi loknU. ■ Gisting í íbúð Peggy Ashcroft ÁNÆGÐUR ferðalangur, nýkominn frá London, vildi koma á framfæri til lesenda ferðablaðsins upplýsingum um gistiað- stöðu sem hann hafði hrifist af. Um er að ræða íbúð sem áður var í eigu leikkon- unnar Peggy Ashcroft, í fallegri götu í Hampstead, rétt við Belsize Park jám- brautarstöðina. í íbúðinni eru tvö gestaherbergi með tvöföldum rúmum, góðu skápaplássi, fallegum og þægilegum húsgögnum og sjónvarpi með fjarstýringu. Boðið er upp á aðgang að tveimur símum og fax- tæki ásamt þvottavél og þurrkara. Herbergið kostar 30 pund eða um þrjú þúsund krónur nóttin, en 50 pund, eða um fímm þúsund krónur ef tveir deila með sér herbergi. Þannig kostar nóttin því 2.500 á mann. Á háannatíma er verðið fimm pundum hærra. Gestgjafinn er írska leik- ritaskáldið Geraldine Aron og hún fær góða einkunn fyrír gestrisni sem annars vegar einkenndist af hlý- leika og hins vegar virðingu fyrir einkalífí gestanna. Það er hægt að panta gist- ingu með því að hringja eða senda fax í 44-171- 586-5320. Rúmlega 300 gististaði ÁNING - gististaður á íslandi 1997, er komin út. Um er að ræða handbók með upplýsingum í máli og myndum um rúmlega 300 gististaði á íslandi. Ritið er gefíð út á ensku og þýsku auk íslensku í 30 þúsund eintökum. Því er dreift ókeypis á upplýsingamiðstöðvar og helstu viðkomustaði ferðafólks á landinu, auk þess sem því er dreift erlendis. Útgefandi Aningar 1997 er Þórður Sveinbjömsson. Á heimasíðu Áningar á alnetinu er einnig að fínna upplýsingar um gististaðina: http://www.mme- dia.is/aning. ■ MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. NÓVEMBER 1996 C 3 FERÐALÖG FRAKK- ! LAND íSPANN/' ’Macanái swss HESTARNIR í Andorra virtust ekki kippa sér upp við umferðina á þjóðveginum heldur voru þeir önnum kafnir við að sleikja sólbráðina af malbikinu. HORFT yfir syðri hluta Andorra la Vella. BYGGÐIN er nokkuð þétt í Andorra la Vella, höfuðborg Andorra, og eru húsin oft reist yst á klettasyllum. f PAS de la Casa, á landamærum Andorra og Frakklands, má finna aragrúa verslana sem selja hefðbundinn fríhafnarvarning. Fríverslun á f jöllum Andorra, I miðjum Pýrenneafjöllunum á landamærum Frakklands oq Spánar, er eitt af smæstu ríkjum Evrópu. Ríkið er þó vinsælt ferðamannaland og hefur í senn upp á að bjóða tollfrjólsa verslun og tilkomumikla nóttúru. Þorsteinn Víglundsson fór þar um á leið sinni frá Frakklandi til Spánar. FURSTADÆMIÐ Andorra er aðeins um 470 ferkílómetrar að stærð og íbúafjöldi þess er um 65 þúsund. Staðsetning og tollfrelsi í verslun hefur hins vegar gert Andorra að mjög vinsælum viðkomustað fyrir ferðamenn, sem m.a. sækjast eftir ódýrum vörum af ýmsu tagi. Andorra á sér langa sögu þar sem meðal annars segir Karla- Magnús hafi gefið íbúum landsins sjálfstæði, í þakkarskyni fyrir að hafa leitt heri hans í gegnum Pý- renneafjöllin í stríðinu gegn aröb- um á 8. öld. Fyrstu skriflegu heim- ildir um þetta landssvæði er hins vegar að fínna í spænskum kirkju- skjölum frá 9. öld. Ríkið er sjálf- stætt í dag en spænskra áhrifa gætir þar mjög. Þar er töluð katal- ónska og gjaldmiðillinn er spænsk- ir pesetar. Aðkoman að Andorra er hreint stórkostleg. Engan flugvöll er að finna í landinu og því verður að fara landleiðina, annað hvort frá Frakklandi eða Spáni. Undirritaður hóf ferð sína frá frönsku borginni Montpellier, sem er við suðurströnd Frakklands, um 150 kílómetra frá Marseille. Um einnar klukkustund- ar akstur er suður til Perpignan eftir hraðbraut, en þaðan liggur leiðin til Andorra eftir nokkuð seinfarnari sveitavegum. Frá Perp- ignan eru um 140 kílómetrar til höfuðborgar Andorra, Andorra la Vella. Það tekur um 2-3 klukku- tíma að aka þessa leið, en útsýnið svíkur engan. Fljótlega eftir að lagt var upp frá Perpignan tekur vegurinn að fíkra sig upp í Pyrenneafjöllin. Við greiðfærri hraðbraut tekur lítill sveitavegur sem virtist hafa upp á ótakmarkað magn af kröppum beygjum að bjóða. Þar sem fra- múrakstur er lítt ráðlegur stærstan hluta leiðarinnar, og þar sem leiðin liggur eðli málsins samkvæmt að mestu upp í mót, reyndu tröllvaxn- ir flutningabílarnir oft á þolinmæð- ina og þessi hluti leiðarinnar sóttist heldur seint. Frá Frakklandi er ekið inn í Andorra við landamærabæinn Pas de la Casa. Þegar við nálguðumst landamærastöðina brá okkur hins vegar heldur í brún, þar sem það uppgötvaðist að vegabréf tveggja í hópnum höfðu orðið eftir í Montp- ellier. Sem eyjaskeggjar vorum við heldur ekki vön því að þurfa að muna eftir vegabréfum í bíltúrinn. Því óttuðumst við að þessi ferð væri skyndilega á enda. Sá ótti reyndist hins vegar ástæðulaus því andorrískir landamæraverðir sýndu okkur afar takmarkaðan áhuga og veifuðu okkur beint í gegn. Risavaxln áfengisverslun Pas de la Casa er, eins og við er að búast í tollfrjálsu ríki, líkt og risa- vaxin fríhöfn. Bærinn er ákaflega hentugur viðkomustaður, ef tilgang- urinn er sá einn að „skjótast" yfir landamærin til þess eins að ná sér í ódýrt áfengi og tóbak, enda eru sjálfsagt vandfundnar jafn margar áfengisverslanir í svo litlum bæ. Bærinn hefur hins vegar upp á fátt annað að bjóða og því vart þess virði að staldra þar lengi við, nema ef til vill að vetrarlagi, en skíðasvæði bæjarins er án efa þess virði að reyna. Hins vegar var lítið um snjó í þessari ferð og því héldum við áfram sem leið lá til Andorra la Vella. Leiðin liggur áfram upp í mót frá Pas de la Casa þar til að komið er að fjallaskarðinu Port d’Envalira, sem er þar skammt frá. Þetta skarð er í rúmlega 2.400 metra hæð og er hæsta vegarskarðið í Pýrennea- fjöllunum. Þaðan má fá góða yfírsýn yfír Pýrenneafjöllin beggja megin landamæranna. Það sem eftir er leiðarinnar til Andorra la Vella liggur að mestu niður í móti, enda er borgin í um 1.000 metra hæð. Á leiðinni eru nokkrir fallegir smábæir, sem gam- an getur verið að skoða, en leiðin til borgarinnar er öll mjög falleg, enda liggur bróðurpartur hennar um þrönga dali sem umluktir eru háum fjöllum, skógi vöxnum að hluta en einnig oft á tíðum með mjög falleg- um klettaborgum. Eins og við kom- ust síðar að er vel þess virði að fara sér hægt um þetta landslag og staldra við sem víðast, enda hefur höfðuborgin sjálf upp á fátt annað að bjóða en aragrúa verslana, hótela og veitingastaða. McDonalds vísar veglnn Þegar við komum inn í Andorra la Vella þurftum við að ráðfæra okkur við kílómetramælinn því stærð borgarinnar, ef borg er hægt að kalla, er fjarri því sem maður á að venjast af höfuðborgum Evrópuríkja. Auk þess leynir hún talsvert á sér, þar sem hún liggur í nokkuð þröng- um dal, umlukin háum fjöllum. Hins vegar tók af allan vafa þegar við okkur blöstu gullnir bogar McDon- alds staðar borgarinnar. Þetta var raunar ekki sá eini í þessari litlu borg og eins og við komumst að síð- ar er þar að finna flesta hinna þekkt- ari alþjóðlegu skyndibitastaða. Andorra la Vella er snotur lítil borg, en helsta einkenni hennar er þó sá aragrúi verslana sem þar er að fmna. Eins og sönnum íslending- um sæmir, hófumst við þegar handa við að skoða úrvalið í verslununum og kanna hversu mikið við gætum sparað með því að eyða þar ógrynni fjár. Verðlagið er óneitanlega nokk- uð hagstætt og komumst við fljót- lega að því að fatnaður var í mörgum tilfellum mun ódýrari en í Frakk- landi og á íslandi. Hins vegar virtist stundum sem áhrif tollfrelsisins á verðlagið hefðu dvínað vegna mikill- ar ásóknar ferðamanna. Til að forð- ast freistingarnar var tíminn til búð- arráps hins vegar skorinn við nögl. Bæjarstæði borgarinnar veldur þvi að hún er mjög þröng á alla kanta, enda aðþrengd fjöllum. Á sumum stöðum hafa húsin verið reist á klettasyllum og byggðin nær eins langt upp í fjallshlíðarnar og því verður við komið. Þessi þrengsl valda því einnig að talsverð mengun getur safnast fyrir í borginni í stillu sem þeirri sem var þar er við fórum þarna um. Ef ætlunin er að staldra lengur við en einn dag er gistingin í And- orra einnig ódýr. Hægt er að fá tveggja manna herbergi fyrir um 1.500-2.000 krónur nóttina, en á dýrari hótelunum er verðið fyrir slíkt herbergi frá 5.000-10.000 krónur á nóttina. Eins og sönnum ferða- mannabæ sæmir, er þar einnig að finna fjölskrúðuga flóru veitinga- staða og maturinn er nokkuð ódýr. Hægt er að fá mat á fjölmörgum veitingahúsum fyrir um 500-1.000 krónur en einnig er hægt að fínna dýrari og fínni veitingastaði. Ekkl bara verslanir Andorra er hins vegar ekki aðeins þekkt fyrir ferðamannaverslun því landið hefur líka talsvert aðdráttar- afl fyrir útivistarfólk. Meðal annars er hægt að ganga yfir landið þvert og endilangt eftir merktum leiðum. Tvær leiðir spanna meginhluta landsins. Önnur liggur þvert í gegn- um Andorra frá Portella Blanca, sem er við frönsku landamærin, að aust- anverðum landamærum Andorra og Spánar. Hin leiðin liggur frá Port de Siguer, sem er í norðurhluta landsins, suður með Valira ánni í Ordino skarðinu, sem er skammt norðan við höfðuborgina. Þá er einnig að fínna í Andorra fimm skíðasvæði, sem eru víðs vegar um landið. Leið okkar lá fram hjá skíðasvæðunum í Pas de la Casa og Grau Roig, en þau eru samtengd og virtust vera hin efnilegustu, að því gefnu að snjórinn sé nægur. Auk þessa er að fínna þar hvers kyns afþreyingu, meira að segja golfvöll. Það vakti raunar nokkra forvitni hvernig hægt væri að finna landrými undir golfvöll í þessu fjallaríki, en völlurinn fannst ekki. Hvað sem öðru líður er Andorra hinn forvitnilegasti staður til að skoða og hægt að komast yfír mikið á fáum dögum, enda er vegakerfið einfalt og allar vegalengdir, eðli málsins samkvæmt, mjög stuttar. Sé ætlunin að gera góð kaup í And- orra er hins vegar rétt að geta þess að spænsku tollverðimir sýndu okk- ur mun meiri áhuga en andorrískir starfsbræður þeirra, þegar við vorum á leið út úr landinu. Áhugi þeirra virtist þó fyrst og fremst beinast að áfengi, tóbaki og rafmagnstækjum, en Benetton pokarnir sem blöstu við efst í skottinu þegar það var opnað, vöktu lítinn áhuga hjá þeim. ■t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.