Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.1996, Blaðsíða 1
ÍSLENSKIR FORNBÍLAR ÍFÆREYJUM - NY RUTA FRA RENAULT - FIATBRAVO íREYNSLUAKSTRI - SÁ STÆRSTI OG MINNSTIFRÁ AUDI - TÆKITIL AÐ GREINÁ LITI Renault Mégane PEUGEOT 406 *&#. * yppfyiiir aliar þínar óskir ^¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦¦p SUNNUDAGUR 17. NOVEMBER 1996 BLAÐ D Komdu og reynsiuaktu. Verð fró. 1.480-000 kr. PEUGEOT ¦ þtkkttir rfrlr þaglndl 1# Nýbýlavegl 2 Slmi 554 2600 Ford FORD F-150 var sá bfll í - Bandaríkjunum af árgerð 1996 sem mest seldist. Par í landi eru pallbflar afar vinsælir sem sést á því að í öðru sæti yfir mestseldu bflana var Chevrolet C/K. Alls seldust 764 þúsund Ford F-150 vestra sem er 9,8% aukning frá fyrra ári. Módelárið er frá 1. október til 30. september. Nú er Ford F-150 árgerð 1997 kominn til íslands í breyt- tri mynd og vekur hann :. hvarvetna eftirtekt enda óvenjulegur í útliti. ; F-150 fæst með einföldu ökumannshúsi (Regular Cab) og tvöföldu (Super Cab) og í boði eru tvær vélar, V-6 og V-8 sem þó er glettflega lítill stærðar- munur á. V-6 vélin er 4,2 lítra og skilar 205 hest- öflum en V-8 vélin 4,6 lítra og skilar 210 hestöflum. Hún er þýð og feykikraft- mikil. F-150 er reyndar einnig fáanlegur frá fram- leiðanda með 5,4 lítra, V-8 vél. Super Cab bfllinn er með lítilli hurð til þess að auðvelda aðgang að aft- ursætum. Staðalbúnaður í XL útfærslunni er m.a. I ABS-hemlakerfi, tregðu- F-150 læsing á afturdrifi, líknar- belgur fyrir ökumann og farþega og fleira en í XLT er að auki m.a. loftkæling, hraðastillir, rafknúnar rúður og gluggar og fjarstýrðar samlæsingar. F-150 er skemmtilegur bfll í akstri. V-6 bfllinn í XL útfærslunni kostar 2.198.000 krónur. Þrátt fyrir 4,2 lítra vél fellur bfllinn í 30% vörugjalds- flokk þar sem hann er flokkaður með atvinnu- bifreiðum. Pallurinn er 1,98 m langur og auðvelt ætti að vera að byggja yfir bflinn. Super Cab XL kostar 2.478.000 kr. Risarnir þrír, þ.e. Ford, GM og Chrysler, settu allir sölumet á pallbílum í Bandaríkjunum. Alls seld- ust á árinu 5,6 milljónir pallbíla þar, þar af rúm- lega tvær milljónir Ford - ásamt dótturbflunum Mercury og Lincoln. Þetta er í fyrsta sinn sem meira en 2 milljónir pallbfla selj- ast frá einum og sama framleiðandanum. GM var nærri því að fara yfir tyeggja miMjóna bfla sölu. Útkoman var 1.970 þúsund bílar. Chrysler setti sölumet á paflbílum á módelárinu, alls seldust 1.670 þúsund bílar en var á módelárinu 1995 1.350 þúsund bílar. infruder | f rá Heuliez HEULIEZ er eitt þeirra fyrir- tækja í Evrópu sem hafa sprott- ið upp í kringum bflaiðnaðinn. Fyrirtækið starfrækir verk- smiðjur hönnunarstöðvar í Frakklandi og ítalíu. Það fram- leiðir m.a. mótora í rafbfla Citro'n og Peugeot, stansar stál og framleiðir litla rafmótora fyr- ir rafdrifna glugga, sóllúgur, sæti og fieira, Heuliez héfur einnig smíðað sérstæða frum- gerð af jeppa sem hefur vakið talsverða athygli. Jeppinn er tveggja sæta og kaliast Intruder. Intmder er gerður úr trefjaefni og stáli. Þakinu er hægt að lyfta af með handafli en afturgluggmn leggst sjálfvirkt ofan i farangursiýmið sé þrýst á þar til gerðan hnapp. Þar með er Jjessi tveggja dyra, fjór- hjóladrifní jeppi orðinn að blæjubíi. I aftursæti er veltíbogi. Intruder var hannaður og smíðaður af hönnunarstöð Heulíez í Tórínó á ítalíu. Hönnunarstöðin hefur þjónað bifreiðafram- leiðendum sem hafa leitað þangað eftir hönnun á bflum, jafnt að utan sem innan. Michelin hannaði sérstaka 285760/17 hjól- barða fyrir bííinn og De Montfort, breskir bfltækniráðgjafar, hðnnuðu m.a. spegla. Intruder er með sex strokka, 24 ventla línuvél, 33 lítra. Véhn skflar 210 hestöflum til fjögurra þrepa sjálfskiptingar og hámai-kssnúningsvægi er 300 Nra við 3.750 snúninga á mfnútu. Tómur vegur bfllinn slétt tvð tonn en hann er fullfær utan vega því veghæðin er 31 sm. Lengind á bílnum er 4,34 sm og breiddin 1,90 sm. Þeir Heuliez menn segjá að byggingarlag jeppans geri mönn- um kleift að aka honum upp meiri halla en flestum öðrum jeppum og hægt sé að aka honUm í allt að 60 sm djúpu vatni án þess að farþegar eða véi blotni. BCLLINNvegurtvö tonn og er með kraft mikilli vél. Fjöldi látinna í umferðarslysum á hverja þúsund íbúa árið 1993 Portúgal Grikkland ¦.-.,¦ ¦'.<•) Lúxemborg ..........j Nýja-Sjáland .......i Frakkland Z3 Belgía ZJ Spánn Z3 Ungverjaland Zl Austurríki Zl Bandaríkin 1 Tyrkland V! Italía 1 Kanada ' ' 1 Þýskaland ......1 írland ' --,1 Astralía þ Danmörk i Japan i Jgm Sviss ! iH:! Finnland I Njl Holland ' I ^B Svíþjöo _l tE^ England ' I Noregur I T Island ' I 0,05 0,10 0,15 MorgunblafficyGuGu HEULIEZ Intruder er tveggja sæta hugmyndajeppi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.