Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 47

Morgunblaðið - 19.11.1996, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1996 47 FRÉTTIR Sverrir Ólafsson í Hafnarfirði Osk um rann- sókn send til rík- issaksóknara Bindindis- dagur og blysför BINDINDISDAGURINN 1996 verð- ur haldinn föstudaginn 22. nóvember nk. Kjörorð dagsins er: Bindindisdag- ur - allra hagur. Bindindisdagurinn er enn sem fyrr áskorun til allra lands- manna um að gera daginn að áfengis- lausum degi. Bindindisdagurinn er dagur fjöl- skyldna í landinu þar sem áfengis- neysla er látin vílq'a fyrir fjölskyldu- heill og dagurinn er einnig dagur samúðar með þeim sem misst hafa ástvini sína vegna áfengis og annarr- ar fíkniefnaneyslu þæði í slysum og með öðrum hætti. Ákveðið hefur ver- ið að minnast með blysför þeirra sem hafa látið lífið í slysum sem rekja má til neyslu áfengis og annarra fíkni- efna og votta aðstandendum þeirra og vinum samúð. Blysfórin hefst á Hlemmi kl. 17.30 og henni lýkur á Ingólfstorgi. Lúðrasveit leikur fyrir göngunni. Helgi Seljan, fyrrverandi alþing- ismaður, flytur stutt ávarp í göngu- lok. Hópur fermingarbarna hefur þeg- ar ákveðið að taka þátt í göngunni með blys í hendi og kærleika í hjarta og munu þau vafalaust setja sitt mark á blysförina niður Laugaveginn, segir í fréttatilkynningu. Laugardaginn 23. nóvember verður flölskylduskemmtun í Vinabæ í tilefni bindindisdagsins. Skemmtunin hefst kl. 14. Margt verður þar til gamans gert. Kynnir verður Mókollur. Á dag- skrá verður leikþáttur, söngur, töfra- maður og fleira skemmtilegt. Að- gangur er ókeypis. Anna Halldórs- dóttir með út- gáfutónleika ANNA Halldórsdóttir heldur útgáfu- tónleika í Leikhúskjallaranum þriðju- dagskvöldið 19. nóvember kl. 22 í tilefni af nýútkominni geislaplötu sinni, Villtir morgnar. Anna hefur stofnað hljómsveit í tilefni tónleikanna og hana skipa: Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Jón Ingólfsson, bassa- og kontrabassa- leikari, Orri Harðarson gítarleikari, Davíð Þór Jónsson píanóleikari, Ragnar Skúlason fiðluleikari og Anna Sigríður sem syngur bakrödd. Um hljóðblöndun sér Tómas M. Tóm- asson og ljósamaður er Óli Öder. Fyrir tónleikana mun Gunnar Sturla Hervarsson leika á gítar og syngja. Björn Arnbjörg Bjarnason Sveinsdóttir Stjórnmála- fundur í Valaskjálf ALMENNUR stjórnmálafundur verður haldinn í Valaskjálf þriðju- daginn 19. nóvember kl. 20.30. Á fundinum verður einkum fjallað um skóla- mál. Málsheij- endur verða al- þingismennirnir Bjöm Bjamason menntamálaráð- herra, Arnbjörg Sveinsdóttir og Egill Jónsson. Afmæli Gauks á Stöng GAUKUR á Stöng, veitingahús, verður 13 ára í dag og af þessu til- efni verðuð boðið upp á hlaðborð á 1.490 kr. og er innifalinn afmælis- drykkur. Tónlistardagskrá hefur verið sett saman þar sem fram koma SSSól, Borgardætur, Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Kristjánsson. Þá mun Rokkabilly Band Reykjavíkur koma saman eftir nokkurra ára hlé og flýg- ur Björn Vilhjálmsson, bassaleikari, hingað til lands frá Svíþjóð af þessu tilefni. Einnig má geta þess að ís- landsvinirnir munu stilla saman strengi sína. Hlaðborðið er á boðstólum frá kl. 10-22 til 23. nóvember og byrjar skemmtidagskrá upp úr kl. 22. MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi afrit bréfs Sverris Ól- afssonar til ríkissaksóknara. „Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum nýverið og hvað gleggst í Reykjavíkurbréfi Morg- unblaðsins 17. nóvember sl. liggur fyrir embætti yðar krafa blaðsins um rannsókn á hver sé höfundur greinarinnar „Hafnfirðingar krefj- ast meirihluta jafnaðarmanna" eftir Björn V. Ólason. Þar sem ég undirritaður er þolandinn í þessu máli, tek ég eindregið undir kröfu Mbl. um rannsókn þessa. Þá fer ég þess sérstaklega á leit við emb- ætti yðar, að það mæli fyrir um að Rannsóknarlögregla ríkisins taki til rannsóknar og grafist fyrir um höfund og ábyrgðarmann seinna lesendabréfs Björns V. Óla- sonar, sem birtist í Morgunblaðinu 28. ágúst sl. I bréfi þessu sem birtist undir fyrirsögninni „Ellert Borgar Þorvaldsson og Jóhann Gunnar Bergþórsson beðnir afsök- unar“, eru mér eignuð skrif þessa sama Björns í Mbl. 21. ágúst sl. Samkvæmt meðfylgjandi vitnis- burði þriggja valinkunnra manna, er augljóst að greinarskrif Björns V. Ólasonar eru mér undirrituðum með öllu óviðkomandi og hljóta að öllu leyti að vera á ábyrgð eiganda síns Björns V. Ólasonar. Sýnu al- varlegri í þessu undarlega máli eru ummæli Björns sjálfs, þar sem hann í vitna viðurvist, fullyrðir að hann hafi verið þvingaður til að undirrita umrætt bréf, sem hann hafi þó engan þátt átt í að semja. Björn hefur borið, að háttsettir og nafngreindir menn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi þvingað fram undirritun hans, ýmist með hótun- um um málsóknir eða loforðum um fyrirgreiðsiu. Ég er með öllu saklaus þolandi í þessum hrá- skinnaleik, pólitískra öfgamanna, sem með dyggri aðstoð Mbl. hafa gripið til þeirra óyndisúrræða að eigna mér umrædd skrif í þeim tilgangi að koma höggi á mig vegna stjórnmálaskoðana minna og þekktrar afstöðu til núverandi meirihluta bæjarstjórnar í Hafnar- firði, og til að verja eigin hags- muni og koma í veg fyrir umfjöllun um ýmislegt sem illa þolir dags- ljós. Með málatilbúnaði og athuga- semdum, hafa höfundar fyrrnefnds lesendabréfs undir nafni Björns og ritstjórar Mbl. ráðist harkalega að æru minni og við það get ég ekki unað. Mér er enda miklu kærara mannorð mitt, en umdeilanleg tiltrú og hagsmunir Morgunblaðsins og fyrrnefndra bæjarfulltrúa í Hafnar- firði. Framganga Morgunblaðsins í þessu máli er vægt til orða tekið furðuleg og má til sanns vegar færa, að umljöllun blaðsins megi líkja við að stórskotaliði og eld- flaugum sé beitt til veiða á haga- músum. Állavega eru fá dæmi um að venjulegir borgarar verði þess vafasama heiðurs aðnjótandi, að allt Reykjavíkurbréf Mbl. sé notað til aðfarar gegn þeim. Slík aðför hlýtur að vekja heiðarlegt fólk til umhugsunar um það hvaða hags- munir liggi þarna raunverulega að baki. Hagsmunir sem eru svo mikl- ir, að jafnvel siðanefnd stéttarfé- lags ritstjóranna sjálfra, er ekki treyst til að kveða upp úrskurð í málinu! Því á ég ekki annarra kosta völ en að fara þess á leit við yður, að málið verði rannsakað til hlítar svo sem að ofan greinir. Virðingarfyllst, Sverrir Ólafsson." Dagbók Lögreglunnar í Reykjavík Mörg umferðar- óhöpp um helgina 15.-18. nóvember í DAGBÓK helgarinnar ber mest á umferðaróhöppum, en yfir 60 slík voru tilkynnt til lögreglunnar um helgina. í 10 tilvikum urðu meiðsl á fólki. Ekki eru öll umferð- aróhöpp tiikynnt til lögreglu svo ætla má að u.þ.b. 200 ökutæki hafi skemmst meira og minna í árekstrum eða öðrum óhöppum um helgina. Ef öll þessi ökutæki hefðu skemmst í einu yrði það án efa fréttaefni ij'ölmiðla, en síður þegar íjöldinn dreifist á lengri tíma, þó ekki sé nema nokkra daga. Þá var tilkynnt um 12 líkamsmeiðingar, sem telst í hærra lagi. Auk þessa var tilkynnt um 21 innbrot, 14 þjófnaði, 11 eignarspjöll og 30 sinnum var kvartað yfír hávaða og ónæði. 27 af þeim tilkynningum voru vegna hávaða frá ölvuðu fólki innan dyra í sambýlishúsum. Af- skipti þurfti að hafa af 25 einstakl- ingum vegna ölvunar á almanna- færi og vista þurfti 38 í fanga- geymslunum um helgina. Slys Ökumaður var fluttur á slysa- deild með minniháttar áverka eftir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Hofsvallagötu og Ægisíðu á föstudag. Maður klemmdist á fæti við affermingu vörubifreiðar á Holtabakka. Barn féll af af- greiðsluborði bankastofnunar og var flutt á slysadeild. Eftir hádegi á föstudag fóru ökumenn á slysa- deild eftir árekstur bifreiða þeirra á gatnamótum Miklubrautar og Snorrabrautar. Farþegi var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatna- mótum Suðurfells og Unufells. Harður árekstur varð á gatnamót- um Vesturlandsvegar og Víkurveg- ar. Flytja þurfti ökumann og far- þega á slysadeild. Um kvöldið fór ökumaður sjálfur á slysadeild eftir harðan árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Miklubrautar og Reykjanesbrautar við Elliðaárbrýr. Aðfaranótt laugardags varð ungur maður fyrir bifreið í Lækjargötu. Hann kenndi til eymsla í mjöðm og var því fluttur á slysadeild til skoðunar. Ökumaður fór sjálfur á slysadeild eftir að hafa ekið á ljósa- staur á Vesturlandsvegi við Hlé- garð og þá voru fjórir fluttir á slysadeild með sjúkrabifreið með minniháttar meiðsli eftir að bifreið þeirra valt á Reykjanesbraut sunn- an Bústaðavegar. Ökumaður og tveir farþegar fóru á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Hringbrautar og Snorrabrautar. Á laugardagsmorg- Morgunblaðið/lngvar Guðmundsson FJÖLDI umferðaróhappa varð um helgina. Á sunnudagskvöld skullu fjórir bílar saman á Sæbraut, en meiðsli munu ekki hafa verið alvarleg. un var maður á reiðhjóli fyrir bif- reið á Reykjanesbraut. Hann var fluttur á slysadeild með sjúkrabif- reið. Á laugardagskvöld voru tveir ökumenn fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Áðfaranótt sunnudags var bifreið ekið út af við Suðurfell eft- ir að ökumaður hafði reynt að kom- ast undan lögreglumönnum, sem vildu stöðva bifreið hans. Ökumað- urinn slapp ómeiddur, en skemmd- ir urðu á gróðri. Líkamsmeiðingar Líkamsmeiðing var kærð á Sel- tjamarnesi á föstudag. Maður var sleginn í andlitið á veitingastað við Hallveigastíg. Um minniháttar meiðsli var að ræða. Annar var sleginn með stólí höfuðíð á veit- ingahúsi við Ármúla. Hann var fluttur á slysadeild. Til ryskinga kom á milli tveggja manna í Lækj- argötu. Flytja þurfti annan á slysa- deild, en hinn í fangageymslu. Innbrot Á föstudag var brotist inn í versl- un við Hverfísgötu, í bifreiðir við Seljaveg, Birtingakvísl, Dvergholt og Fróðengi. Farið var inn í vinn- uskúr í Borgarhverfi. Á föstudags- kvöld var maður handtekinn á Laugavegi með ætlað þýfi innan klæða. Aðfaranótt laugardags var brotist inn í bifreiðir við Hverfís- götu, Ármúla og í Skeifunni. Á laugardagsmorgun var brotist inn í fyrirtæki í Kringlunni, íþróttaað- stöðu við Austurberg, verkstæði í Kjós og bifreið við Hallveigarstíg. Á sunnudagsmorgun var tilkynnt um innbrot í sölutum við Seljabraut og skóla í Grandahverfi. Farið var inn um glugga húss við Möðrufell, en engu stolið. Þýfí fannst úr inn- broti í sölutum við Seljabraut á sunnudagsmorgun. Farið var í bif- reið við Fellsmúla. Loks vom tveir menn handteknir eftir að þeir höfðu brotist inn í fyrirtæki við Skipholt aðfaranótt mánudags. Foreldra- rölt fær síma ÁFENGISVARNANEFND Kópa- vogs afhenti um helgina foreldra- rölti til afnota GSM-handsíma. í fréttatilkynningu segir: „For- eldrarölt hefur verið starfandi í bænum undanfarin misseri og fer það þannig fram að foreldrar í skólahverfinu skipuleggja vaktir, eða rölt, um helgar og fylgjast þannig með börnum sínum og ná- granna í hverfinu. Eftir samfundf Áfengisvarnanefndar Kópavogs og fulltrúa foreldrarölts var talið brýn- ast að vinna bót á því sambands- leysi sem foreldrar voru í meðan á rölti þeirra stóð. Foreldrar þurfa oft að ná sambandi með skjótum hætti við aðila sem mál geta varð- að, s.s. lögreglu, lækna, skólayfir- völd og félagsmálayfirvöld. Þá eyk- ur það öryggi foreldra að vera í góðu sambandi. Því leitaði Áfengi- svarnanefnd stuðnings Áfengi- svarnaráðs ríksins og útibús Búnað- arbanka íslands i Kópavogi með kaup á GSM-handsímum. Styrkti hvor aðili verkefnið um 50.000 kr.“ Clint Eastwood Hreyfimynda- félagið sýnir spagetti-vestra HREYFIMYNDAFÉLAG Háskóla- bíós sýnir kvikmyndina „For a Few Dollars More“ með Clint Eastwood þriðjudaginn 19. nóvember kl. 19 og fimmtudaginn 21. nóvember ki. 23 í Háskólabíói. í kvöld, þriðju- dagskvöld, verða veitt verðlaun í hléi fyrir þann sem mætir í besta kúrekabúningnum að mati dóm- nefndar Hreyfimyndafélagsins.. Myndin, sem er ítölsk (en með ensku tali), er frá árinu 1966. Hún segir frá tveimur mannaveiðuruin sem mynda bandalag um að ná útlaga einum sem er eftirlýstur fyr- ir morð og bankarán. Mannaveiðar- arnir geta fengið fúlgur fjár ef þeir ná útlaganum og mönnum hans. Leikstjóri myndarinnar er Sergio Leone og er þetta einn af spagetti- vestrunum frægu og sjálfstætt framhald „Fistful of Dollars". Með aðalhlutverk fara Clint Eastwood, Lee Van Cleef, Mara Krup, Gian Maria Volonté og Klaus Kinski. Tónlistin er eftir Ennio Morricone. LEIÐRÉTT Féll niður nafn höfundar í viðtalí við dr. Michael Fell í sunnudagsblaði féll niður annað höf- undarnafn bókar um könnun á skoð- unum íslendinga í trúarlegum efn- um. Dr. Fell kvaðst hafa lesið bók eftir Pétur Pétursson prófessor um það efni. Hinn höfundur nefndrar bókar er prófessor Björn Björnsson og kvaðst dr. Fell biðjast afsökunar á að nafn hans féll af vangá niður. Stjórnarmaður en ekki formaður Mishermt var í frétt í laugardags- blaðinu að Gissur Páll Gissurarson væri formaður Félags framhalds- skólanema. Hið rétta er að Gissur Páll er einn stjórnarmanna Félags framhaldsskólanema. Formaður fé- lagsins heitir Snævar Sigurðsson. Beðist er velvirðingar á þessu mis- hermi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.