Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.11.1996, Qupperneq 1
Skáldið sem ekki fékk IMóbelsverðlaun 2/ Kallast á við fortíðina Elín Pálmadóttir 2/ Vigdís og hug- rökk Z 3/ Nína Björk Árnadóttir Ólafur Gunnarsson Thor Vilhjálmsson Þórarinn Eldjárn 4/5 Lávarð- ur heims eftir Ólaf Jóhann 6/ íslandsför Guðmundar Andra /7 Sylvia Plath í þýðingu Hallbergs /8 MENNING LISTIR ÞIÓÐFRÆÐI BÆKUR C PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1995 BLAÐ Jostein Gaarder Lífið er stutt VITA BREVIS nefnist ný skáldsaga eftir Jostein Gaarder, höfund Verald- ar Soffíu. Bókin er að koma út í Noregi þessa dagana. Skáldsagan er kynnt sem ástar- saga. Undirtitill hennar er Bréf Flor- _______________ iu Aemilias til Aur- els Agústínusar. Agústínus kirkju- faðir samdi Játn- ingar sínar um aldamótin 400. Hann var þá hálf- fimmtugur og bisk- up í Hippo í Norður- Afríku. Játningar Agúst- ínusar eru meðal klassískra trúar- verka og komu út á íslensku í þýð- ingu Sigurbjörns Einarssonar bisk- ups 1962. í Játningunum lítur Ágúst- ínus um öxl og er tíðrætt um fýsnir holdsins. Á einum stað skrifar hann :„Meðan þessu fór fram, margföiduð- ust syndir mínar. Sú kona, sem ver- ið hafði rekkjunautur minn, var slitin frá mér, til þess að hún stæði ekki í vegi fyrir hjónabandi mínu. En hjarta mitt var henni bundið, og það var hvössum broddi stungið og bar blæðandi und.“ Það er þessi kona, Floria Aemilia, sem hefur orðið í Vita Brevis. í bréf- unurti lofsamar hún holdlegar ástir, það sem hið stutta líf hefur upp á að bjóða. Heimspeki kemur að sjálfsögðu við sögu hjá Jostein Gaarder. Sagan er byggð þannig upp að athugasernd- ir og skýringar fylgja jafnóðum. Á einum stað stríðir Gaarder heimspek- ingum og þar með sjálfum sér með því að vitna í Cicero: „Ekkert er svo fáránlegt að það geti ekki verið orð heimspekings." Vita Brevis er 234 bls. Hún fæst hjá Eymundssorí í Austurstræti og kostar 2.995 kr. innbundin LIST er aðeins list á meðan henni hefur ekki verið fundin staður í listasög- unni. Listin flýtur yfir og allt um kring og er virk en þegar menn hafa náð að höndla hana verður hún hluti af listasög- unni. Þannig telur einn kunnasti listamaður samtímans, Lawrence Weiner, sem hélt fyrirlestur við Myndlista- og handíðaskólann hér á landi fyrir skömmu, að listin sé einungis stundarlegt fyrirbæri; listin lifir aðeins á meðan hún fær að sveima um og hitta fólk í höfuð- ið milliliðalaust, án túlkunar, án fræðanna, án sögulegrar greining- ar. Á meðan hún fær það gerir hún gagn; menn jafnvei hrasa um hana á gangi úti á götu, hún hitt- ir þá beint á kjálkann og fóik veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið, allt í einu hefur fótunum verið kippt undan því og sjónarhornið á heiminn breyst. Vantar áleitni og ágengni Þessi lýsing Weiners minnti nokkuð á tilhneigingu bókmennta síðustu áratugi til þess að fjalla um sig sjálfar eða það sem við gætum kallað bókmenntafræði- eða bókmenntasöguvitund bók- menntanna. Eins og breski bók- menntafræðingurinn, Terry Eag- leton, benti á í viðtali í Lesbók Morgunblaðsins síðastliðinn laug- ardag er þetta þróun sem hófst með módernismanum. Sjálfsagt er ein orsök þessarar þróunar sú að sífellt fleiri höfundar eru sér- menntaðir í bókmenntafræði og -sögu; þeir eru með öðrum orðum meðvitaðir um hana og bregðast við henni, skrifa sig inn í hana eða fra henni. í vissum skilningi má segja að þessar bókmenntir séu bók- menntasaga og það vanti í þær þá áleitni, eða ágengni, sem Wein- er talaði um að einkenndi lifandi listir. Eru þetta verk sem maður hrasar um? sem slá mann utan undir? Eða eru þessi verk eins og gamlir kunningjar sem nikka bara kump- ánlega þegar þeir verða á vegi manns? Maður gefur sig kannski á tal við þá og fljótlega ber á góma einhver gömul prakkarastrik og skóla- bræður sem sprungu á limminu. Svo skrifar maður þeim jafnvel línu seinna ef ástæða er til og þannig liggur á manni. En verður þetta einhvern tímann eitt- hvað annað og meira Bókmenntir um bókmenntir Bókmenntafræði- og bókmenntasöguvitund hefur verið eitt megineinkenni bókmennta síðustu áratuga. Þannig hefur helsta um- fjöllunarefni bókmenntanna verið þær sjálf- ar. Þröstur Helgason veltir upp nokkrum spumingum sem tengjast þessu og biður um áleitnari og ágengari bókmenntir. Það er ekki lengur áhugavert að bókmenntir fjalli um sig sjálfar og reyni þannig að finna einhvern nýjan sannleika. Hin skapandi endurtekning bókmenntanna er ekki spennandi lengur. Teikning: Echo og Narcissus eftir Flóka. Myndskreyting Hilde Kramer. en það? Ekki rithöfundum einum að kenna En það væri ekki sanngjarnt að kenna rithöfundunum einum um það hve sjálfhverfar bók- menntirnar eru orðnar. Þekking á bókmenntafræðum og -sögu er höfundum í vissum __________ skilningi nauðsynleg til að fá aðgang að þessu tiltekna orðræðusamfé- lagi, það er að segja bókmenntunum og annarri orðræðu sem umlykur þær. Orðræð- usamfélög geta verið Eru þessi verk eins og gamlir kunn- ingjar sem nikka bara kumpánlega misopin, orðræðusamfélag læknis- fræðinnar er til dæmis mjög lokað og á svipaðan hátt hefur orðræðu- samfélag bókmenntanna verið að lokast æ meir. Menn þurfa þannig að vera innvígðir í fræðin og kunna skil á ákveðnu klíkumáli til að komast að og hljóta áheyrn. -------- Þetta endurspegiast til dæmis í ritdómum þar sem ítrekað er kvartað undan því að höfundar skrifi án tillits til þess sem hefur verið skrifað áður, að þeir kunni með öðrum orðum ekki nógu góð skil á bókmenntasögunni. „Einhvern veginn gerir maður ósjálfrátt þá kröfu til ungra höfunda [. . .] að þeir skrifi eins og þeir þekki það sem á undan er gengið og að sú meðvitund skili sér á einn eða annan hátt út í textann,“ sagði til dæmis í einum dómi um síðustu jól og ennfremur: „í því felst ekki endilega krafa um að þeir bylti skáldsagnaforminu heldur að í verkum þeirra felist eitthvert „skapandi endurmat," eins og það er orðað á einum stað.“ (Eiríkur Guðmundsson, Mbl). Hin skapandi endurtekning ekki lengur spennandi Þetta er í sjálfu sér ekki vond krafa en hún er einkum merkileg vegna þess sem hún nefnir ekki, frumleikann. Menn virðast al- mennt vera sammála um að það sé ekki hægt að krefjast þess af höfundi að hann sé frumlegur; hann á að skapa með því að endur- taka það sem hann þekkir, kannski með eilitlum tilbrigðum. Banda- ríski listheimspékingurinn, Arthur Danto, sem hélt fyrirlestur hér á landi fyrr í haust um Andy War- hol hélt því reyndar fram í viðtali við tímaritið Art Press að nú þeg- ar væri búið að gera allt sem hægt væri í listinni og að vitn- eskja okkar um það gerði okkur kleift að skapa eitthvað nýtt með því að endurtaka í sífellu það sem búið væri að gera. Vegna þessa sagði Danto að gagnrýnendur gætu hætt að tönglast á því að þetta og hitt væri búið að gera og því væri tiltekið listaverk ekki gott, það væri einfaldlega ekki áhugaverð gagnrýni lengur. Að mínu mati þyrfti hins vegar að fara að snúa þessu við; það er ekki lengur áhugavert að bók- menntir fjalli um sig sjálfar og reyni þannig að finna einhvern nýjan sannleika. Hin skapandi endurtekning bókmenntanna er ekki spennandi lengur. Það gæti hins vegar skapast einhver spenna í kringum bókmenntirnar ef þær reyndu nú aftur að glíma svolítið við heiminn seni umlykur þær; ef þær yrðu eilítið áleitnari, ágengari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.