Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 5
4 C ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 C 5 Nýjar bækur Ævintýralegur tólftualdartryllir ÚT er komin bókin Fjölmóðs Kristinn R. Ólafsson er saga föðurbetrungs eftir löngu þjóðkunnur fyrir pistla Kristin R. Ólafsson. Hér er á sína frá Spáni í Ríkisútvarpinu ferðinni ævintýralegur tólftu- og hefur auk þess íslenskað aldartryllir þar sem segir frá ®|gr spænskar úrvalsbókmenntir. Fjölmóði Guðrúnarsyni og HpT"* ’Wt Hann sendir nú frá sér fyrstu stórvirkjum hans. frumsömdu skáldsögu sína og „Fjölmóðs saga föðurbetr- áreiðanlega ekki þá síðustu. ungs er vönduð spennusaga Útgefandi er Ormstunga. skrifuð í anda og stíl íslend- Rristinn R Bókin er 128 bls. og kostar inga- og riddarasagna og er ólafsson 1.890 kr. Guðjón Ketilsson eins og þær þjóðleg skemmtun hannaði kápu. Bókin erprentuð á kjarnyrtu máli. Saga fyrir börn og í Steindórsprenti Gutenberg og Fé- unglinga - og fullorðna fólkið líka,“ lagsbókbandið Bókfell annaðist bók- segir í kynningu. band. komin út. Höfundurinn Liliane Zilberman Þóroddsson kom sem ung Parísarstúlka í skemmtiferð til Islands. Á ferðum sínum um landið varð hún gagntekin af fegurð þess og náttúru. Hún hitti „íslenska víkinginn“ sinn og þar með hófst ástarævintýri. Hann hét Njáll Þóroddsson og var garð- yrkjumaður. Eftir stutt kynni giftust þau og byggðu upp Edenslund þar sem heita Frið- heimar við Reykholt í Biskupstungum. „Það sem gerir bókina sérstaka er af hve mikilli ástríðu og innlifun höf- undurinn lýsir aðdáun sinni bæði á íslandi og manninum sem hún elsk- aði. Sigurlaug Bjarnadóttir þýddi bók- ina og hefur orðið að leggja sig fram til að fylgja Liliane eftir í til- finningaþrungnum lýsingum á íslenskri náttúru jafnt í sumar- sól sem vetrarhríðum," segir í kynningu. Ævintýrið fallega fékk því miður sorglegan endi og er þeim hlutum lýst af hrein- skilni. En Friðheimar standa enn eins og minnisvarði og hefur vaxið þar upp mikill skógur sem þau hjónin gróður- settu fyrir þremur áratugum. Útgefandi er FjÖlvaútgáfan. Bókin er með litörkum 280 bls. Hún skiptist í tvo hluta, Ástarævintýri á íslandi og Tuttugu árum síðar, með fjölda mynda, bæði svart/hvítra og í lit. Hún er filmutekin hjá PMS en prentuð og innbundin hjá Grafík og Odda. Verð 3.480 kr. Ástarævintýri og harmsaga Liliane Zilberman Þóroddsson Vegir ástarinnar NÍNA Björk Árnadóttir hefur gefið út nýja ljóðabók en tvö ár eru liðin frá því síðasta ljóðabók hennar koni út. Sú nýjasta heitir Alla leið hingað. - Nína Björk, hvernig lýsirðu þessari bók fyrir hinum væntanlega lesanda? „Ljóðin í bókinni eru öll mjög Ijóðræn. Enginn svartur húmor, Svana systir eða fyndnar persónur eins og í mörgum ljóðunum mínum. Bókin er samt ekki leiðinleg en ef ég segi að hún sé alvarleg er ég hrædd um að draga úr forvitni fólks.“ - Eg held nú ekki. Nóg af fyndnum atriðum í boði. „Já, ég tók húmorljóðin burt og leyfði auðskildum ljóðum að bera bókina uppi. Minningarljóðum sem segja frá því þegar ég var lítil stelpa norður í Húna- vatnssýslu og svo eru hér mörg ástarljóð. Bókin er tileinkuð Braga, manninum mínum. Sumir þora ekki að birta ástarljóð þegar þeir eru komnir á minn aldur.“ - Er ástarlíf þitt ekki á unglingsskeiði núna ef ástarlíf tvítugra er á ungbarnaskeiði? „Jú, ég hugsa að ástarlíf mitt sé á unglingsskeiði. Ungl- ingsskeiðið er brú á milli bernskunnar og hins fullorðna lífs. í þessum ljóðum stend ég gjarnan á milli hins liðna og einhvers sem ég veit ekki hvað er eða verður. Eg vissi ekki að vegir ástarinnar væru svona ófyrirsjáanlegir. He- furðu séð manninn minn í sundi? Hann hleypur eins og hind eftir bakkanum. - Ljóðið, Hár þitt, er mjög fallegt ástarljóð og þar er að finna eitt fallegasta orðasam- band sem ég hef heyrt. Við skulum ekkert vera áð birta þetta ljóð hér og halda orða- sambandinu leyndu þó gaman væri að heyra aftur það sem Nína Björk Árnadóttir þú sagðir þegar þú spurðir mig hvort ég vissi hvað þetta þýddi og ég hristi hausinn. „Nei ég get því miður ekki endurtekið það. Og von- andi eru ekki margir jafn fákunnandi um merkingu þessa orðasambands eins og þú. Þó skiptir það mig ekki máli því ég vona helst að sem flestir upplifi eitt- hvað þvíumlíkt sem oftast." Vindur vindur vinur Vindur vindur vinur, sem kemur núna og kemur, veittu mér þá bón að vekja öll öfl og biðja þau að hjarta mitt verði alltaf jafn hreint og þegar augu mín syntu lengst inni í augum ástvinar míns, sem fór héðan fyrir stundu. Dalalæðan og ég Nú sefur fólkið á bæjunum. Við vökum okkar draumvöku, dalalæðan og ég. Dalalæðan svo mild að hugsanir mínar fljúga alfijálsar á vit hennar: hugsanirnar um þig sem ég ann. Blóðakur BLÓÐAKUR nefnist nýjasta skáldsaga Ólafs Gunnars- sonar. Er hér á ferð önnur bókin í þríleik hans um íslenskan samtíma en fyrsta bindið var Tröllakirkja sem kom út árið 1992. Hvert er umfjöllunarefni sög- unnar? „Því er ekki auðsvarað þar sem bókin er nokkuð löng, rúmar fimm hundruð blaösíður með fjöldanum öllum af persónum," segir Ólafur. „Ef ég ætti að segja í sem stystu máli um hvað sagan fjallar er það hið óbrúanlega bil sem er á milli manna. Aðallega segir frá tveimur fjölskyldum sem tengjast fyrir atbeina prests. Það mætti reyna að skýra umfjöllunarefnið með því að greina það í tvennt. Annars vegar má segja að sagan fjalli um þetta útþvælda fyrirbæri „firringu" í þjóðfélagi. Hins vegar er stillt upp gegnt firringunni hugsanlegri lausn á henni. Ég ætla mér þó ekki með þessari bók að reyna að leysa öll þjóðfé- lagsvandamál íslendinga heldur vek ég athygli á til- teknum málum. Höfundur getur aldrei gengið lengra en að benda lauslega á hlutina. Það er ekki í verka- hring hans að stíga á stokk, berja sér á brjóst og prédika lausnir." Hvernig stendur á því að þú hefur ráðist í að skrifa þríleik um íslenskan samtíma? „Það er eitthvað sem kemur bara, hægt og hægt við vinnuna. Ferli flestra höfunda má skipta upp í nokkur tímabil. Þegar ég kláraði Sögur úr Skugga- hverfinu, sem kom út árið 1990, var ákveðnu skeiði á mínum ferli lokið og þá hófst nýtt tímabil með nýj- um viðfangsefnum. Ég tók þá til við að skrifa Tröllakirkju af kappi en áður hafði ég þó verið með hana í vinnslu. Þegar henni var lokið fannst mér hvort tveggja efnistök og viðfangsefni sögunnar í þeim tón sem mér þótti ág- ætt að vinna í. Við að skrifa þá bók vöknuðu ýmsar spurningar í huga mínum og sumum þeirra svaraði ég í sögulokum Tröllakirkju. I þeirri sögu greinir meðal annars frá örlögum manns, Sigurbjörns, sem mest vegna hégóma þorði ekki aðyiðurkenna kristna trú sína, afneitaði henni og fórst. í nýju sögunni reyni ég að taka upp þráðinn en í öðru formi, í bland við fleiri söguefni. I Blóðakri fer ég aðra leið en í Tröllakirkju, spila ekki þessa trúarlegu þætti upp í einni persónu heldur koma þeir fram hjá fleirum. Hið sigilda form þríleiksins er runnið frá Grikkjum og til að mynda voru harmleikirnir gjarnan skrifaðir Ólafur Gunnarsson í þrennu lagi. Þetta form hefur mér þótt heillandi þannig að það kom dálítið af sjálfu sér að ég nýtti mér það. Skáldsögurnar Tröllakirkja og Blóðakur eru báðar harmleikir og sú þriðja sem hillir undir verður í sama anda.“ EG VAR ritstjóri Helgarpressunnar en var rek- inn. Allir muna eftir þessu blaði, allir þóttust hafa skömm á því en allir lásu það. Þegar ég var ritstjóri var ég vanur að líta yfir svið- ið til þess að velja það úr sem máli skipti. Ég tel mig því vera í prýðilegri aðstöðu til þess að gefa greinagóða skýrslu um atburðina sem urðu í Reykjavík í desember í hittiðfyrra þegar sumir létu hvarfla að sér að boða varnarliðið á vettvang, þótt til þess kæmi reyndar ekki sem betur fer. Á þeim dögum rauk ég úr einum stað í annan að hlera það sem fréttnæmt var þótt 'ég réði engu blaði lengur. Þess vegna hef ég valið að segja frá því sem raunverulega gerðist á síðum þessarar bókar. Ég sé enga ástæðu til þess að flagga nafni mínu. Allir vita hvort sem er hvað ég heiti og verði saga mín lesin eftir þúsund ár, eins og aðrar íslendingasögur, væri það hefðinni samkvæmt að enginn vissi heiti höfundar. Ég ætla að reyna að halda sjálfum mér utan við atburði eins mikið og mögulegt er. Úr Blóðakri Silfurkrossinn BÓKMENNTIR Barnabók SILFURKROSSINN Eftir Illuga Jökulsson. Bjartur, 1996,91 bls. HÖFUNDUR skapar hér ævintýri í fornum stíl en staðsetur það í nú- tímaþjóðfélagi. I upphafi sögunnar erum við leidd inn í óvinsamlegt umhverfi, þar sem skemmdarverk eru unnin á náttúrunni. Maðurinn er að koma sér fyrir í lautum og hólum óspilltrar náttúru með stór- virkum vinnuvélum, steinsteypu og malbiki. í upphafi sögunnar skynjum við að eitthvað sé rangt við allar þessar framkvæmdir i óspilltu um- hverfi og fyrr eða síðar komi þetta einhverjum í koll. Sögumaður segir söguna utanfrá eins og venja er í ævintýrunum. Persónusköpun er lítil og atburðarás- in er uppistaða ævintýrisins. Persón- ur eru leiddar fram á sögusviðið og hafa sitt hlutverk en við kynnumst þeim mjög lítið. Þær eru peð í fram- vindu sögunnar. Fyrst sjáum við inn um glugga þar sem maðurinn í sam- festingnum glímir við húsið sem átti að gera hann ríkan. Allt gengur á afturfótunum og hann ræður ekki við þau öfl sem hafa verið leyst úr læðingi. Hann er dæmi um þann sem tapar orrustunni við tilveruna. Hann hefur ekki einu sinni nafn og enginn þekkir hann. Fjölskyldan sem kaupir húsið í von um bætt lífsskilyrði er dæmigerð íslensk fjölskylda, svo dæmigerð að foreldrarnir hafa ekki nafn heldur. Um leið og fjölskyldan flytur inn er lesanda gefið til kynna að eitthvað voveiflegt sé í aðsigi. Kötturinn Grímur er tákn þess sem er notalegt og óbreytanlegt því hann hefur alltaf verið til staðar þegar — heimilisfólkið kemur heim. En um leið og þau flytja inn í nýja húsið hverfur kötturinn, og þar með örygg- ið og festan. Börnin Gunnsi og Magga eru hversdagshetjurnar. Þau eru skynsöm börn sem eru staðráðin í að vinna bug á illskunni ein og óstudd. Þau afla sér þekkingar á því illa með því að spyija dularfulla skólasystur sína sem á skyggna móður. Söguna má túlka og skilja á marg- an hátt. Eins og allar vel skrifaðar sögur á hún sér margs konar skír- skotun. Þetta er mjög spennandi saga um yfirnáttúrulega hluti þar sem skynsemi og snilli söguhetjanna leysa vandann. En ekki síður má skoða söguna sem ákall höfundar til nútíma Islendinga um að þeir sjái að sér og fari um náttúruna með meiri virðingu. Með því að misbjóða því óspillta með jarðýtum og skurð- gröfum er verið að vekja upp við- brögð sem við nútímamenn ráðum illa við af því að við skiljum ekki lögmál náttúrunnar. Náttúrusýn höf- undar er sterk og samúðin með henni er ótvíræð og um leið notar hann sér trú landans á því yfirnáttúrulega. En þegar upp er staðið eru það heil- brigð skynsemi og bijóstvit sem lík- legri eru til að leiða til farsæls lífs og hamingju en skipulagsfræðin og kapphlaupið um lífsgæðin. í sögulok er skynsemin tekin við stjórninni og sagan hefur fengið farsælan endi. Kötturinn Grímur er líka kominn heim! Sigrún Klara Hannesdóttir Mín harpa er sorgarsöngur BÓKMENNTIR S a g a BROTAHÖFUÐ eftir Þórarin Eldjám. Forlagið, Reykjavík 1996-252 bls. í SÖGU Þórarins Eldjárns er svið atburða hin illræmda 17. öld þegar Stóridómur lék margan manninn grátt, embættismenn ráðskuðust með minni máttar eftir eigin geðþótta og galdraofsóknir voru alsiða. Það er í mínum huga athyglisvert að höfundar sem telj- ast innan við miðjan aldur leita oft fanga til fyrri tíða; þó svo mannlíf- ið hafi ekki verið ýkja fagurt er líkt og þörf sé að finna rætur og jafn- vel hliðstæður sem skírskota til eig- in samtíma þó í fljótu bragði séð virðist fátt í lífsreynslu aðalsögu- persónunnar eiga sér samsvörun nú. En þá er að lesa milli línanna. Þegar frásögnin hefst situr Guð- mundur Andrésson í Bláturni í Kaupmannahöfn en þangað hefur hann verið sendur eftir að fjand- menn hans og rógtungur hafa sak- að hann um skrif í mót Stóradómi og atjögur að ýmsum hefðarmönn- um. í Bláturni bíður hann örlaga sinna, les í þeirri einu bók sem hann hefur undir höndum um hinn gullna asna Apuieji, kveður rímur með sjálfum sér en umfram allt rifjar hann upp líf sitt og hlutskipti og þá atburði sem leiddu til þess sem orðið er. Og með þeirri upp- rifjan leitast hann líka við að fara að hvatningu sem einn óvildarmað- ur hans hafði bent honum á að gera að þekkja sjálfan sig. Á þeim tíma sem sagan gerist átti óbreyttur almúginn sjaldnast kost á skólalærdómi, að honum sátu synir embættis- og ríkis- manna. En Guðmundur Andrésson, sem er fæddur á Bjargi í Miðfirði, fæðingarstað Grettis Ásmundar- sonar öldum áður, verður þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Arngrími lærða sem situr Melstað þegar hann er ekki Ijar- vistum við fræðistörf. Áður hafði hann lært að lesa hjá Sveini nokkrum Jónssyni sem hafði gengið í skóla og tekið prestsvígslu en verið dæmdur frá kjóli og kalli fyrir frillulífi og kannski fikt við galdra og gerðist vinnumaður hjá for- eldrum Guðmundar, Fyrir atbeina Arn- gríms kemst Guðmund- ur til náms í Hólaskóla og hrósar happi. En fljótlega lendir hann í útistöðum við skólafélaga og það sem öllu verra er Þorlák biskup Skúlason. Þykir vera kjaftfor og uppstökkur og erfiður viðskiptis. Verndara og vin eignast hann þó í skóianum, Einar Arnfínnsson sem síðar var um tíma prestur á Reyni- stað og Guðmundur starfar djákni hjá vini sínum að námi loknu uns ógæfan leggst á þá báða, séra Ein- ar er dæmdur frá prestskap fyrir að hafa barnað stúlku og Guðmund- ur nýtur þá ekki skjóls hans lengur og endar með að hann hrökklast með skömm heim að Bjargi aftur og á sér ekki viðreisnarvon eftir það. Á hann leggst þunglyndi en upp úr því rís hann, ræðst þá til atlögu við fjendur sína með löngu skrifi þar sem hver fær sinn skammt af skensi. Milli þess yrkir hann rímur og stúderar og gerir sér vonir um að fá síðar uppreisn æru og presta- kall þó það fari á annan veg. Því meira að segja Guðmundur, sem reynir þó af fremsta megni að hemja náttúru sína, verður fyrir því að gera umkomulítilli konukind barn og er þar með útséð um hans framtíð, að minnsta kosti um sinn. Saga Þórarins er fágætlega vel skrifuð, uppbygging hennar snjöll og orðfæri auðugt og auðvelt að trúa að það sé nálægt tímanum sem atburð- irnir gerast á. Sagan er vissulega skrifuð af vandvirkni og alvöru eins og efni hennar gerir kröfur til en hún verður aldrei þungla- maleg - þvert á móti - og þar ræður úrslit- um leikandi léttur stíll höfundar. Dæmi um þetta er t.d. frásögnin af því þegar Guðmundur hrapar af slysni úr glugga Bláturns og lendir þá inni á gólfi hjá hefðarmeyju og hárkollubúnum tignarmanni sein erus í fjörugum ástarleik og „gerist nú endasleppt heldur þeirra gaman við þá gesta- komu.“ Framvinda er stígandi og persón- urnar margar afar vel dregnar. Ekki síst maðurinn með brotahöf- uðið, Guðmundur Andrésson. Hann er skarpgreindur en skapsmunir hans og veikleikar verða honum einlægt til fjötrunar hvað sem góð- um ásetningi líður. Ofurviðkvæmni hans gagnvart samferðamönnum sem honum finnst gera á hluta sinn verður ekki til að auðvelda honum lífið, það er engu líkara stundum en hann beinlínis kalli á andúð og mótstreymi. Eg minntist á í upphafi að þó sögusviðið sé í meira en tvö hundr- uð ára fjarlægð frá okkur megi í ýmsu sjá að mannskepnan er söm við sig og spurning um hvort við höfum gengið til góðs. Misrétti og mismunun hefur ekki verið upp- rætt, kvölin og einsemdin sem hijá- ir margan manninn í íslenska ham- ingjusamfélaginu. Jón og séra Jón er sitthvað þó við stærum okkur af stéttleysi. Og jöfn tækifæri til lífsins gæða. Eru þau sá raunveru- leiki sem við lifum eða sú mynd sem við viljum hafa uppi við? Ég hallast að því. Jóhanna Kristjónsdóttir. Þórarinn Eldjárn OG fyrr en varði var hann farinn að segja mér sögu af glæpamannin- um sem hann ók á annan sólarhring og hafði myrt fjóra menn, og auk þess reynt að drepa móður sína. Nú var bílstjórinn i gíslingu að þjóna þess- um bófa sem neyddi hann til að aka til New Jersey. Þar hitti sá dólga sem höfðu verið í fangelsi með hon- um, og hugðist fá þá með sé on a job, að vinna með sér smávik. Og bílstjórinn sem enn hafði hreim síns pólska uppruna eftir hálfa öld í borgarfrumskóginum í New York sagðist hafa outsmartað morðingj- ann, snúið á hann með því að lát- ast hafa sjálfur verið í fangelsi og þekkja síðan merka glæpamenn. Hann talaði út um smugu við munnvikið með þunnar varirnar saman hinum megin og skotraði til mín lífsreyndu auga svo það var ekki gott að ráða í það hvort hann væri að gá að því hvað hann gæti gengið langt með söguna og röddin tilbrigðalaus eins og hann væri að þylja skýrslu. Én kanntu að nota byssu, segir glæpaleiðtoginn. Já ég skal sýna þér það. Og fékk byssuna til þess að sanna mál sitt. Notaði hana auðvitað strax til að dæla blýi í fantinn, og klukkaði í honum eins og hann væri drjúgur að rifja upp sanna sögu meðan hann renndi framhjá svörtu gleði- konunum í torfu á horninu á þriðju tröð og fertugustu og annarri götu rétt við Roger Smith Hotel þar sem við bjuggum. Úr bókinni Fley og fagrar árar Eins konar hugleiðing FLEY og fagrar árar nefnist nýjasta bók Thors Vilhjálmssonar. Hér er á ferð endur- minningaspuni í anda bókarinnar Raddir í garðinum frá 1992. Hvort lýtur þessi frásögn fremur lögmáli endurminninganna eða skáld- skaparins? „Það er svo erfitt að vita hvar skilin liggja. Þegar maður eyðir ævinni í að setja saman skáldskap held ég að bókin hljóti að bera þess mark. Ég vona þó að það sé hvergi farið rangt með staðreyndir. Þetta er eins konar hugleiðing um flakk mitt í veröldinni, vanga- veltur um kynni, áningarstaði og atvik. Ég óf þetta saman án þess að binda mig við tíma þannig að stundum fer fram tvennum tímum í senn. Þegar ég vann að verkinu kvikn- aði ein frásögnin af annarri. Ég vona að mér hafi tekist að vefa þetta þannig saman að það sé greiðfærara fyrir lesandann að fara með mér þessa för heldur en stundum reyndist mér á svamli mínu. Ég reyndi að vefa þetta þannig að það stæði þokkalega saman og að afstöður væru réttar innan verksins, líkt og væri það skáldverk. I dag er ég kannski orðinn hógværari og hófsamari en áður því þegar ég skrifaði til að mynda skáldverk á borð við Fljótt, fljótt sagði fuglinn, þá var ég með margar aldir undir, ýmis goðsagnaminni er ég tengdi við samtíma verksins og minn. í þessu verki búa áratugir og ég vona bara að þetta verði þokka- leg ferð fyrir þá sem vilja slást í för með mér. Það tók mig ekki mjög langan tima að setja þetta verk saman. Eitthvað átti ég til af minnispunktum sem ég hafði hripað niður í gegnum tíðina. Hjá mér er ekki um að ræða Thor Vilhjálmsson neitt langvarandi skipulag á dagbókar- skriftum eins og hjá mörgum höfundum. Ég get þó fundið eitt og annað þegar ég hef hugrekki til að ráðast á binginn og það hef ég stundum gert. Það er ýmis gangur á því hvort ég hef fundið einhverja punkta sem minna á það sem menn kalla „staðreyndir". Hvað sem það nú er? Einhvern tíma var sagt að Islend- ingar hefðu ekki áhuga á stað- reyndum nema þær gætu not- ast í skáldskap, sögu eða Ijóð.“ Nú eru bækurnar Raddir í garðinum og Fley og fagrar árar skrifaðar í svipuðum anda, hver er helsti munurinn á efni- stökum í þessum tveimur verk- um? „Þær eru skrifaðar á mis- munandi tíma. í báðum bókun- um er farið fram og aftur í tíma og að því leyti má segja að aðferðir séu skyldar. Þegar ég skrifaði Raddir í garðinum var ég að kanna uppruna minn og rætur, sjá hverjir stæðu að mér í ættum. Ég reyni ævinlega að finna það form sem hæfir því verki sem ég er að vinna að hverju sinni. Rithöfundur þarf að átta sig á því á hverjum ein- asta degi hvernig hann á að vinna sitt verk til að forðast að verkin fari að skrifa sig sjálf. Ég er það forvitinn að mér er eðlilegt að spyrja mig sífellt hvernig ég eigi að fara að hlut- unum, hvernig ég eigi að Ieysa vandann hverju sinni.“ Hillir undir að þú skrifir fleiri bækur í þessum anda? „Ég get hvorki lofað að gera það né gera það ekki. Ég á ýmis drög til að vinna meira af þessu tagi en ég er að hamast við annað núna. Það voru mörg verkefni sem biðu mín þegar ég sleppti hendinni af þessari bók. Það er alltaf verið að atast í fólki að slappa nú af. Það er látið eins og það sé ákjósanlegast að gera sig sem allra slakastan. Ég held að það geti verið ansi þreytandi að slaka mikið á. Auðvitað er best að halda sér að verki og vera virkur, Iáta ekki stela sálinni frá sér.“ Að splundra storknuðum engli BOKMENNTIR Ljóð ÞRÍTENGT eftir Geirlaug Magnússon. Mál og menning, 1996 - 87 bls. í UPPHAFI nýrrar ljóðabókar sinnar, Þrítengt, vitnar Geirlaugur Magnússon í kvæði eftir Stephan G. Stephansson þar sem hann dregur upp Ijóðmynd af engli fullkomnunar sem stokkið hefur út úr manninum og við það storknað. Stephan segist bera litla lotningu fyrir þessari glæsi- legu táknmynd röklegrar og heil- steyptrar heimssýnar. Engu er hins vegar líkara en Geirlaugur leitist við í bók sinni að splundra englinum til að reyna að finna manninn sem hann stökk úr. Ljóðveröld hans er órökleg, tætt, ófullkomin og full af mann- legri þjáningu. Það er ekki alltaf auðvelt að nálg- ast merkingu kvæðanna enda er ljóð- mál þeirra jafn sundurtætt og merk- ingarheimurinn. Geirlaugur segist gera þetta meðvitað því að þetta sé hans skynjun á veruleikanum. Fyrir augum hans leysist hlutirnir upp í „mulningsvél orðanna". Lesandinn verði því að lesa ljóðin á forsendum skáldsins: „til að skiljist / verður þú að trúa mér fyrst“. Gott dæmi um þessa tættu mynd- og málveröld er kvæðið Út í geiminn en þriðja erind- ið er svona: einn réri út á báti yfir jökli afstæður tími átt grænklæddar álfkonur eigna sér sumarið jahve veður í skýjum líkt og hálfur máni stýri drukknu skipi . orka hraði efni goðsögn mannskepnan apamir marsbúamir öll betrunarvist orð lífsins leiða til hins verra Ef til vill túlkar líka ljóðið Hring- ekjan betur en margt annað andblæ bókarinn- ar og meginsýn um heim sem á sér enga fótfestu: snýst snýst syngur hvín senn dingla þeir niður sem áður sneru upp meðan dvergar fílar börn skeggjaða konan falla í dá gleymast sterki maðurinn og trúðarnir djúpt sokknir í speglana hringekjustjórinn gamnar sér við línudansarann drekkur tjónin og mislyndan temjar- ann undir borð uns fellur fram en hringekjan snýst snýst snýst að tætast út í bijálaðan geiminn í samræmi við þetta birtist ljóð- mælandi okkur sem hið móderníska rekald, farandfugl, léttdrukkinn, timbraður eða jafnvel sem barrotta í óviðráðanlegum heimi þar sem „áhrifaríkasta uppreisnin / felst í aðgerðarleysinu". Öll gildi hans eru í þvíiíkri upplausn að hann fær „ei framar að skilið von og kvöl / jarm um örvæntingu sælu eða efa.“ Mann- leg þjáning er því einnig miðlægt umfjöllunarefni eins og sést á heiti sumra kvæðanna, Vetrarsút og Sum- arsút og í kvæðinu Naglfar segir: núorðið eru krossfestingar einkum andlegar án sorgmæddra dökkra skýja myndræns samræmis ræningja hamraðra fleygra orða skilja þó eftir innvortis síðusár dauft óafmáanlegt naglfar í hveijum lófa Þrátt fyrir myrka sýn ljóðanna er kveðskapur Geirlaugs ljóðrænn og á stöku stað kíminn. Athyglisvert er að flest ljóðin eru svið- sett í náttúru dreifbýlis- ins en hún er aftur á móti skynjuð með tættri borgarvitund sem raun- ar skiptir ekki máli þeg- ar allt kemur til alls því að rútan að sunnan flyt- ur aðeins með sér „blaðrið úr blöðunum / rykmökk yfir móana // og enn eina svefnlausa nótt“. Síðasti þriðjungur bókar Geirlaugs er þýð- ingar á ljóðum eftir Pi- erre Reverdy. Ljóðin einkennast af tærri hugsýn og er oft haldið saman af einfaldri hugmynd þótt stundum líði myndir hjá eins og hægur straumur. Reverdy er spar- samur á orð og myndir. Þótt kenna megi ljóðmyndir hans við ljóðrænt raunsæi er ekki tilviljun að menn hafa gjarnan tengt hann við súrreal- ismann. Einhver dulræn birta er yfir myndsýn hans eins og sést t.a.m. rt ljóðinu Ferðalangurinn og skuggi hans. Ferðalangurinn hendir af sér spjörunum vegna hita uns hann kem- ur nakinn að bænum og treystir sér ekki inn í hann af skömm: Því gekk hann umhverfis bæinn og fór inn um hitt hliðið. Hann tók á sig mynd skugga síns sem gekk inn á undan honum til hlífðar. Þýðing Geirlaugs er látlaus og jarðbundin og kemur hinum ljóðræna tærleika ljóðanna vel til skila. Eflaust hefur Geirlaugur stundum ort betur stök ljóð. Eigi að síður »í í þessari bók margt bitastæðra ljóða óg heildaráhrifin eru sterk. Við get- um heldur ekki gert þær kröfur til ljóða um tætta heimssýn að þau stökkvi fram á sviðið sem storknaður engill fullkomnunar. Skafti Þ. Halldórsson Geirlaugur Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.