Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 6
6 C ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Unglingar ogáhættan BÆKUR Fr ædi ri t DANSAÐ VIÐ DAUÐANN Unglingar og fíkniefni eftir Ragn- hildi Sverrisdóttur. Bókaútgáfan Hólar, Akureyri, 1996,166 bls. ÞAÐ er þarft framtak að gefa út fræðslurit um unglinga og fíkni- efni á Islandi. Þarft en erfitt því ,það er ekki sama hvernig um málið er fjallað. Umfjöllun hefur verið mikil undanfarin misseri en mis- munandi. Þessu verki er „ .. .ekki ætlað að vera tæmandi fræðirit á nokkurn hátt, heldur hjálpa fólki við að átta sig á skaðsemi fíkni- efna...“ (bls. 14) - og það getur haft áhrif. Verkið hefur ekki alveg fundið sér form því stundum minnir það á uppflettirit með endur- tekningum og tilvísun- um. Uppsetningin, þar sem sams konar köfl- . um er dreift um bókina til að halda lesanda við efnið, minnir hiris veg- ar á samfelld'a frásögn. Kaflinn um fíkniefn- in og áhrif þeirra gæti verið betur unninn. Nokkuð vantar á að heim- ilda sé getið og þar af leiðandi skortir trúverðugleika. Röksemda- færslu er ábótavant og kaflinn myndi gagnast betur ef hann væri ítarlegri. Það er talið að Iögreglan geri upptæk um 10% af magni fíkniefna í umferð en það er varasamt að ganga út frá því að það eigi jafnt við um öll efnin, alltaf. (64). Upp- talning á sjúkdómum í kjölfar neyslu dugir skammt ef lesandi veit ekkert um þá áður. Henni þarf að fylgja lýsing eins og á lifrarbólgu sem getur komið fram löngu síðar. Unglingar eru ekki að velta fyr- ir sér langtímaafleiðingum neyslu sinnar heldur lifa þeir í núinu. Töl- ur um veltu fíkniefnamarkaðarins hér á landi eru mun lægri í bókinni en þær sem hafa sést í umijöllun annars staðar. Frásagnir fyrrver- andi fíkla eru sterkar og áhrifamikl- ar. Það einkennir þær að þar er skuldinni ekki skellt á neinn eða neitt heldur ástandinu lýst blátt áfram. „Unglingar drekka landann af því hann er ódýrastur. Ef landinn hyrfi yrði hassið algengara, meira selt af E-pillunni og meira af áfengi í Ríkinu. Þetta er ekkert spurning um að finna einhvern sökudólg, eins og landann, heldur fmna svarið við því af hverju unglingar drekka ...“ (153). Það er þó athyglisverð staðreynd að unglingar hafa greiðari aðgang að landa en fullorðnir og á allt öðr- um kjörum. Þeir sem eru í neyslu sjá ekki samhengið á milli vanlíðunar og neysl- unnar, afneitunin er mikil. Flestir þekkja einhvern í neyslu en jafnvel það kemur ekki alltaf í veg fýrir fíkt. „Fólk horfir á einhveija örfáa sem hafa notað efni og sloppið alveg, en gleyma alveg öllum sem lenda illa í því.“ (141). Dópið drepur allar tilfínningar nema reiði og von- leysi - og getur leitt til dauða. Verkið er tileinkað minningu Orra Steins sem lést í nóvember 1995 af völdum vímuefna. Hann, ásamt flestum öðrum unglingum, átti erfitt með að fóta sig og hafði litla framtíðarsýn. Kröf- urnar sem honum fannst þjóðfé- lagið leggja á hann voru honum ofviða. SÖKNUÐUR eftir Ingn Ég sakna raddar þinnar. Ég sakna umhyggju þinnar. Ég sakna vináttu okkar. En mest af öllu sakna ég þín. (90) Fíkniefnanotkun unglinga er ekki vandi örfárra unglinga og aðstandenda þeirra heldur alls samfélagsins. Því fyrr sem við tökum á málinu því betra. Því ber að fagna útkomu fræðslurits um málið. Kristín Ólafs Ragnhildur Sverrisdóttir Nýjar bækur Ur borg í sveit FYRSTA sagnabók Jóns Kalmans Stefánssonar, Skurðir í rigningu, er komin út. Sögusvið bókarinnar er íslensk sveit i byijun átt- unda áratugarins. Ungur drengur kemur úr borginni og fylgist með athafnasemi og ævintýrum stórhuga bænda. Sagt er frá sér- stæðu fólki og misblíðum örlögum þess. Jón Kalman Stefánsson Jón Kalman Stefánsson hefur áður sent frá sér þijár ljóðabækur og er Skurðir í rigningu fyrsta sagnabók hans. „Hér kveð- ur nýr höfundur sér hljóðs ;; með óvenjumiklum glæsi- brag; fjörmikil frásagna- list, óvæntar hugdettur, hlýja og næmni fyrir sögu- persónum,“ segir í kynn- ingu. Utgefandi er Bjartur. Bókin er prentuð í prent- smiðjunni Gutenberg. Hún er 160 bls. að stærð. Kápu- önnuðust Snæbjörn Arn- grímsson og Einar Falur Ingólfs- son. Verð 2.480 kr. gerð Tólf íslendingaþættir ÚR plógfari Gefjunar eftir Björn Th. Björnsson er kom- in út. Úr plógfari Gefjunar inni- heldur tólf íslendingaþætti 'l'rá Kaupmannahöfn allt frá 18. öld og fram á þá 20. „Björn Th. Björnsson lýk- ur upp leyndum hólfum frá þeirri tíð þegar Kaupmanna- höfn var höfuðborg íslands og Islendingar fóru þangað Björn Th. Björnsson til að eiga í málastappi, til að af- . plána fangavist fyrir mismiklar sak- ir, til að menntast, forfram- ast, fara í hundana eða til að mæta örlögum sínum," segir í kynningu. Björn Th. Björnsson er listfræðingur og rithöfund- ur og hefur m.a. skrifað skáldsögurnar Falsarinn og Hraunfólkið. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 145 bls., unnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápuna gerði Gísli B. Björnsson. Verð 2.980 kr. Óður til hins venjulega „SJÁLFSAGT er ýmislegt til í því að þessi bók sé óður til hins venjulega. Hún fjallar öðrum þræði um að fólk átti sig á því hvað er því mikil- vægt, hvert hugurinn leitar, hvað hafi raunveru- lega þýðingu," segir Ólafur Jóhann Ólafsson rit- höfundur um bók sína „Lávarður heims“ sem Vaka-Helgafell gefur út. Þetta er fyrsta skáld- saga Ólafs Jóhanns frá því að „Fyrirgefning synd- anna“ kom út fyrir fimm árum. „Eg byrjaði að krota niður í þessa bók fyrir einum fjórum árum, áður en ég skrifaði „Snigla- veisluna" sem kom út fyrir tveimur árum. Ég skrifa hjá mér grunninn að bókinni, persónur og ýmis atvik, á löngum tíma en sest svo niður og lýk við hana í einum rykk. Mitt vinnulag felst ekki í því að byrja á fyrstusetningunni og sjá ekki endann fyrir,“ segir Ólafur. „Lávarður heims“ segir frá Tómasi Tómas- syni, skrifstofumanni I New York, sem býr með Kristínu, líffræðingi í doktorsnámi. Þau lifa ósköp venjubundnu lífi þar til dag einn að skyndi- leg breyting verður á högum þeirra. Og hún gengur ekki átakalaust fyrir sig. „Þetta er aðal- söguhetja á mínum aldri, hingað til hafa þær verið miklu eldri en ég sjálfur. Mig langaði til að nota efnivið úr þeim heimi sem ég hef kynnst, þá á ég ekki við viðskiptin, heldur margt sem þeim tengist. Söguhetjan dettur inn í þennan heim, algerlega óviðbúin, og gengur brösuglega að fóta sig á svellinu." Ólafur segir margt það sem hann hafi upplifað undanfarin ár vera vænlegt efni í bók, um margt óvenjulegan sjóð að ganga í og hann hafi haft augun opin og punktað ýmislegt hjá sér. „Ég tel að höfundar verði að þekkja sögusvið sitt, bók- menntir verða innihaldsrýrar ef höfundur þekkir ekki nokkuð vel heiminn sem hann er að skrifa um. Þá mótast maður af umhverfi sínu og það hlýturað koma fram í skrifunum." Og Ólafur Ieitar ekki aðeins fanga í þeim heimi sem hann hefur kynnst vestanhafs, rétt eins og hann sjálfur fæst söguhetjan við skriftir. Brjóta skrif Tómasar, ljóð og textar, upp frásögnina. Morgunblaðið/ Rax Ólafur Jóhann Ólafsson „Þegar ég skrifaði ljóð Tómasar setti ég mig í ákveðnar stellingar. Fletti í gegnum ljósmynda- bók og orti ljóð um myndirnar á klukkustund." Ólafur segir heiti bókarinnar hafa orðið til áður en hann byrjaði að skrifa hana. Það er vísun í jólasálminn „Heims um ból“ sem sést oftar en einu sinni í bókinni en skírskotar einnig til aðal- persónunnar, eftir þá breytingu sem á henni verður." Það sem fyrir höfundinum vakir er ekki síður að segja sögu en að koma ákveðnum boðskap á framfæri. „Ég hef gaman af því að segja sögu, að lesandinn geti togað sig eftir söguþræðinum," segir Ólafur. „Þessa bók má lesa á ýmsayegu, sem skemmtiefni, eða til að kafa ofan í. Ég er þeirrar skoðunar að bókmenntir eigi að höfða til sem flestra." Spennandí heimspeki fyrirbörn BOKMENNTIR llarnabók HALLÓ! ER NOKKUR ÞARNA? eftir Jostein Gaarder. Myndir: Reidar Kjelsen. íslensk þýðing: Hilmar Hilmarsson. Mál og menning, 1996 - 140 bls. JOSTEIN Gaarder er norskur heimspekingur sem hefur getið sér ákaflega gott orð fyrir að gera kenningar heimspekinnar aðgengi- legar almenningi. Metsölubók hans, Veröld Soffíu, hefur nú verið þýdd á fjölmargar tungur og víðast hvar fyllt metsölulista. í þeirri bók fjallar hann um heimspekisöguna á mjög skemmtilegan máta og setur hana í umgjörð spennusögu. í bókinni, Halló! Er nokkur þarna? fer höfundur svipaða leið. Efnið er í raun lífsgátan sjálf. Hvað- an komum við? Er líf á öðrum hnött- um? Af hvetju eru hlutirnir eins og þeir eru? Hvað er venjulegt og hvað er óvenjulegt? Skapaði Guð heim- inn? Flóknar spurningar um lífíð og tilveruna eru settar í auðskilið samhengi og rætt um þær á að- gengilegan og skiljanlegan hátt. í sögubyijun sendir Jóakim frændi lítilli frænku sinni, Kamillu, sögu í afmælisgjöf og hann segir Kamillu að sagan sé endurminning frá þeim tíma er hann var átta ára: „Ég held ég geti sagt að ég muni næstum allt eins og það hefði gerst í fyrradag. Einhveiju hef ég sjálf- sagt gleymt og eitthvað hef ég kannski búið til. Þannig er það oft þegar maður er að segja frá því sem gerðist fyrir langalöngu" (bls. 12). Frásagnarmátinn ger- ir söguna mjög nálæga lesandanum og hann sér alla viðburðina með augum sögumanns. Sögusviðið er hvers- dagslegt. Átta ára drengur bíður eftir því að eignast nýtt systk- ini og hann er einn að nóttu til þegar foreldr- ar hans fara á spítal- ann. Um stund finnst honum allt vera tómt „álíka tómt og himin- geimurinn yfir mér“ (bls. 22). Skyndilega sér hann stjörnuhrap og þegar hann lítur út í garð hangir Mika hrópandi og kallandi í eplatrénu. Mika hefur komið frá annarri plá- netu sem heitir Eljó og þeir tveir, Jóakim og Mika, verða miklir vinir. Þeir eru undarlega líkir þótt upp- runi þeirra sé svo ólíkur sem raun ber vitni og það verður upphaf að alls konar vangaveltum um hvað er líkt og ólíkt. Þeir kynnast hvor öðrum, siðum hvor annars og til- vist. Jóakim verður að kynna fyrir Mika „hversdagslega“ hluti eins og hænuegg og hugtök eins og upp og niður, skilningarvitin fimm og tilgang þeirra og muninn á vöku og draumi. Og af því að hann er bara átta ára verða útskýringar hans svo einfaldar og rökréttar að hvert barn getur skilið þær. Rætt er um alls konar spurning- ar sem skynsamir krakkar velta fyrir sér. Allir spá einhvern tíma á lífsleiðinni í þróun lífs á jörðinni. Vegna þess að sagan er sögð í fyrstu persónu í orðastað lítils drengs er aldrei talað niður til les- andans og aldrei heyr- ist í rödd fullorðins manns sem er að segja frá. Jóakim reynir eftir bestu getu að fræða Mika um það sem hon- um hefur sjálfum verið sagt. Sumt skilur hann og sumt ekki. Hann fullyrðir ekki neitt. Hann er bara sjálfur að reyna að skilja hlut- ina. Lesandinn verður skyndilega að horfa á alla þessa hversdags- legu hluti með ferskum augum. Það er sitthvað sem Mika getur sem Jóakim getur ekki, t.d. getur Mika lesið hugsanir sem gerir það að verkum að hann getur talað við Jóakim á móðurmáli hins síðar- nefnda. Hann tekur stundum hugs- anir úr höfði Jóakims og segir þær sjálfur ef honum finnst þær góðar. En svo er líka sitthvað sem Jóakim hefur sem hinn getur öfundað hann af. Mika hefur til dæmis aldrei séð tækniundur jarðarinnar svo sem síma, ryksugu og tölvu. Sagan er í raun snilldarlega vaf- in. Við skynjum spennuna þegar Jóakim er að forða Mika frá því að Helena frænka sjái hann. Hvern- ig getur fullorðna fólkið skilið heim- sókn frá öðrum hnöttum? Þýðingin er góð, látlaus og laus við hnökra enda hefur þýðandinn fengið verðlaun fyrir þýðingar sín- ar. Myndskreytingin er mjög sér- stök. Myndirnar gefa ímyndunarafl- inu lausan tauminn og margt ber þar fyrir augu sem ekki er hvers- dagslegt í mannheimum. Sigrún Klara Hannesdóttir Jostein Gaarder

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.