Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.11.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1995 C 7 Guðmundur Andri Thorsson Fölsuð ferðadagbók „ÞETTA er fölsuð ferðadagbók. Það býr sem sagt í mér falsari og þar sem ég kann hvorki að falsa handverk né málverk falsa ég ferðadagbók í staðinn," segir Guðmund- ur Andri Thorsson um skáldsögu sína ís- landsförina sem kom út á dögunum. Er hún lögð í munn enskum aðalsmanni sem heldur til íslands á seinni hluta 19. aldar. „Ferðin er ævintýraleg og ferðafélagarnir ekki síð- ur,“ svo vitnað sé til kynningar á bók- arkápu. „Þetta er jafnframt tilraun til að skrifa um nálæga fortíð íslendinga með öðrum hætti en venjan er,“ heldur Guðmundur Andri áfram. íslandsförin er með öðrum orðum ekki söguleg skáldsaga. Rithöfundurinn segir að kveikjan að bók- inni sé einfaldlega sú að hann hafi langað að skrifa öðruvísi bók en hann hafi gert til þessa. „í raun er íslandsförin í eðlilejgu framhaldi af síðustu skáldsögu minni, Is- Ienska draumnum.“ Það er engin tilviljun að Guðmundur Andri gerir ísland á ofanverðri 19. öld að sögusviði enda segir hann þann tíma hafa verið afar spennandi. „Nútíminn var að verða til í Evrópu, þó ennþá væru miðaldir hér á landi, og þetta var tími þegar menn gátu enn skrifað um heiminn eins og þeir hefðu vit á honum - gátu velt fyrir sér stórum spurningum sem ekki myndi hvarfla að okkur að gera í dag. Við myndum láta sérfræðingum á hveiju sviði það eftir. Þetta hugmyndalega sakleysi heillar mig.“ Að sögn Guðmundar Andra á söguhetjan sér enga sérstaka fyrirmynd þó svo hann hafi vitaskuld tekið mið af hinum fjölmörgu ferðamönnum sem hingað lögðu leið sína á þessum tíma og héldu upp til hópa ferða- dagbækur. Voru margar þeirra gefnar út síðar. „Astæðan fyrir því að sögumaður er útlendingur er á hinn bóginn sú að ég á auðveldara með að sjá Islendinga þessa tíma með augum útlendings en með augum íslendings þar sem ég líkist meira útlend- ingi.“ MÍN FYRSTA hugsun var hvað sem því leið ekki orðlaus og alls ekki óljós, heldur tautaði ég upphátt með sjálfum mér svo að Hólm heyrði ekki til mín: Þetta er hræðilegt... Við erum komnir! Við erum komnir! hrópaði Hólm æstur í bragði og hristi mig án afláts á meðan ég var að átta mig á því að dúfan gat ekki verið að elta þorsk heldur hlyti það að vera draumur. Ég þeytti af mér ábreiðunni. ísland! Ég flýtti mér að klæðast og stökk á eftir honum upp á þiljur. Nú sæi ég ísland! Hvar var ísland! Hann sagði að við sæjum Papey þar sem írskir einsetumunkar dvöldu áður en norrænir menn komu á þessar slóð- ir,en sú eyja er við suðausturhorn landsins. Klukkan var um þijú eftir miðnætti. Ský voru á himni undarlega löguð og allt var kynlega grátt að sjá nema í suðvestri voru sólblettir á fjallstindum. Papey reyndist vera dökk kletta- þúst þar sem ég átti erfitt með að sjá að nokk- ur gæti búið. Handan hennar var ísland. Land sveipað dul og fornum gátum. Oft hafði ég ímyndað mér hvernig mér yrði innanbijósts þegar ég stæði loks andspænis landi móður minnar. Oft hafði ég reynt að gera mér í hugarlund hvemig sú stund yrði í raun og sannleika; ég hafði hugsað um þessa stund frá mínútu til mínútu, frá einni kennd til annarrar kenndar. Ég hafði einsett mér að vænta ekki of mikils — þó hafði ég búist við miklu. Ég hafði vonast til að það yrði mér opinberun að standa andspænis þessari eyju lengst úti í hafi, örlög þess — draumar þess — myndu taka að óma innra með mér. Því ég væri kominn heim. Máske var ég svo yfirþyrmdur af hughrifum sem streymdu eftir andstæðum farvegum hryggðar og gleði að ég vissi hvorki í þennan heim né annan. Gott ef ég var ekki skelkaður og hrærður. Gott ef ég var ekki aleinn og langt að heiman. Gott ef mér þótti ekki ísland þá líkast voluðum kastala sem jafnvel draugarnir hafa flúið. Mín fyrsta hugsun var hvað sem því leið ekki orðlaus og alls ekki óljós, heldur tautaði ég upphátt með sjálfum mér svo að Hólm heyrði til mín: Þetta er hræðilegt... Úr íslandsförinni Diskur var það, heillin BOKMENNTIR Ljóðadiskur HVÍTA HLIÐIN Á SVÖRTU eftir Bubba Morthens. Ljóð á geisla- diski. Heildartími: 35.30 mín. Flytj- endur ásamt höfundi: Mariu Olsen, Celio De Carvalho, Eðvarð Lárusson, Eyþór Gunnarsson, Guðni Franzson, Tómas R. Einarsson. Mál og menning 1996. Verð 2.162. LJÓÐ á diski eru ekki hvers- dagslegur kostur á jólaborði bók- menntanna í þessu landi, og þótt víðar væri leitað. En hver veit nema diskurinn eða afkomendur hans verði sá farvegur sem ljóðaútgáfa mun í æ ríkari mæli sækja í eftir því sem árin líða? Ef til vill er einmitt komin tími endurnýjunar í útgáfu ljóða hér í landi ljóðsins, sem ísland óneitan- lega er, með u.þ.b. eitthundrað út- gefna ljóðatitla á ári hveiju. Þótt slíkur fjöldi ljóðabóka líti dagsins ljós árlega, margar hveijar gullfallegar og ríkar af efni, er engin aukning í söiu ljóðabóka eða útlánum þeirra á bókasöfnum, engin frekari dreifing prentaðra ljóðmæla. „Ljóðið ratar til sinna,“ segja menn, en er þarmeð sagt að ljóðabækurnar geri það? Vin- sældir ljóðaupplesturs hafa á hinn bóginn farið vaxandi með árunum, ekki aðeins hér á landi heldur um allan hinn vestræna heim, ljóð hljóma úr íslensku útvarpi dag hvern og gera margir góðan róm að. Áhrifarí- kur flutningur ljóðs getur líka bætt mörgum kílóum við þyngd þess. Eru þeir fleiri sem fremur vilja heyra ljóð en lesal Þeirri spurningu er velt upp hér hvort endumýjunar sé þörf á hefðbundinni ljóðaútgáfu, eða viðbót- ar við hana, ef menn vilja það heldur. Nú hefur Bubbi Morthens stigið þetta skref og ákveðið að gefa út ljóð sín á diski í stað bókar. Hvað er líka eðlilegra, maðurinn er hag- vanur í bransanum og hefur greiðan aðgang að aðstoðarmönnum við flutninginn. Hann fær þar að auki traustan útgefanda og eflaust ágæta kynningu, Hann nýtur einnig nýlund- arinnar sem er að útgáfu á þessu formi. Allt er þetta hið allrabesta mál, burtséð frá verðinu á disknum — mér þykir ekki líklegt að ljóðið rati til sinna á þessu verði. En ein- hveijir gætu kaupendumir auðvitað orðið, og er það annar handleggur. Gæti maður gægst hinumegin við svart, kæmist maður e.t.v. að því að hin hlið þess er hvít. Oft er það einhvem- veginn þannig að um víðar og bjartar dyrnar á hvítu hliðinni, gengur maður beint inní svarta litinn, og útsýn- ið verður strax svo slæmt að dymar finnast ekki aftur. Þá er ekki spurt hversvegna farið var í þessa heim- sókn, hversvegna einmitt þessara til- teknu dyra var knúið, jú þær voru víðar og bjartar og framhliðin svona skínandi hvít og freistandi. Ljóð þessa disks gerast flest í vistarver- unni innaf dyrunum víðu og björtu, inní svarta litnum, sum reyndar í forstofunni eða gættinni þarsem birt- an er meiri og litirnir skarpari. En sortinn leggst yfír í hryðjum og er misdökkur, það rofar til og dimmir á ný. Þannig gengur það í lífinu. Framan af eru ljóðin sviðsett í sjávarþorpi og birtast líkt og æsku- minningar. Þarna hefur færibandið þykka gúmmíhúð — göturnar eru hreistrugar og blautar, og einmitt sú mynd af plássi Bubba verður líf- seig í huga hlustanda. En ljóðin fara víðar, hlustandi yfirgefur sjáv- arplássið, smátt og smátt leiðist hann inní luktan heim fíknarinnar, hvar dvalið er um hríð, við harðan kost, rekst um ókunnug hús, meðal ókunn- ugs fólks, vaknar í ókunnu rúmi hjá ókunnugri konu. Hér ruglast fíknin og nautnin hvor um aðra, og fylla lífið af engu. Úr- ræðin eru sál- fræðingar, námumenn hug- ans sem alltaf koma jafnhreinir upp úr höfðun- um, sama hversu mikinn skít þeir vaða, einsog seg- ir í 8. Ijóði, Ein- tali á deildinni. í þessum Ijóðum verður víman oft allt að því áþreif- anleg, hljómlist og snjall hljóð- færaleikur auka áhrifín enn, í bland við ágæta rödd skáldsins. Hér er hljómur ljóðanna dökkur, við höfum stigið djúpt í sortann og týnt dyrun- um útí ljósið. „Við höfum yfírgefið veröld ykkar þar sem dagurinn var of bjartur,“ segir í upphafí 12. Ijóðs, Arfbera. „Við sem tókum fíknina í arf, urðum að fínna nýjan heim, nema ný lönd,“ segir þar ennfremur. Vonin sefur í rökkurfylltu gljúfri. En það er þó von. Persónur í fíknar- hluta verksins eru trúverðugar að því leyti að allar virðast þær líða um einsog inní þykku hlaupi, sem ein- angrar þær frá veruleikanum um- hverfis og heldur þeim föstum í blekkingunni um sjálfar sig. í síðustu Ijóðum disksins birtir upp, það sem við köllum ást leiðir okkur útúr vímunni og fíkninni, við finnum náttúruna í umhverfinu og náttúruna hið innra. En holdið er nálægt, húð, tungur og kossar eru orð sem bera nokkurn þunga hér. En ást til fjarstaddrar konu birtist okkur líka: Ég opna töskuna, sé hvemig ást þín hefur hreiðrað um sig. í hveiju broti biasir hún við mér: Sokkar, buxur, bolir, skyrtur - allt snert af ást. Föt sem ástin hefur snert eiga aldrei að fara upp í hillu. Þegar ég sakna þín opna ég töskuna. Ferðalag, 25. ljóð. (Uppsetn. gagnr.) í ljósi þess að ljóðin eru eftir karlmann, aðeins karlar flytja efni disksins og karl fjallar um hann hér, hafði ég stundum á tilfinningunni þegar ég hlustaði, að þarna værum við strákamir að tala saman, ekki síst um steipurnar, segðum stundum dónaleg orð, segðum samfarasögur, t.d. af stelpunni sem horfði uppá einn okkar, kannski liggjandi, og sagði: Þú kannt þetta. En konan bjó okkur út í ferðalag, af því við höfðum aldr- ei lært að pakka niðrí tösku, og þeg- ar við opnuðum töskuna blasti við okkur umhyggja hennar og við skild- um hve héitt hún elskar okkur. Hver okkar kannast ekki við eitthvað þessu líkt? Ef við þokumst áleiðis, Bubbi, þá miðar okkur hægt: Við erum enn sömu karlremburnar! Eftirbragð ljóðanna — áreiðanleg- ast allra bragða — er ekki beiskt eða súrt, en víða nokkuð rammt. Tónninn er stundum dökkur og tvístraður, en líka ljúfur og heill. Músík og hljómar gefa ljóðunum heildstæðan blæ, lyfta þeim jafnvel upp þarsem þeim ætlar að fatast flugið. Hér eru músíkantar á ferð, það leynir sér ekki. Milli texta og ljóða Bubba liggja ekki megin- lönd. Þessi tilraun um ljóðaútgáfu hefur að mínum dómi heppnast vel. Og þau skáld sem langar til að gefa út ljóða- disk, en eru ekki í músík, velja diski sínum einhvern annan búning, á þessu stigi eru möguleikarnir ótelj- andi. Kjartan Árnason Nýjar bækur • REFSKÁK eða Bríkin frá Flandri eftir spænska metsöluhöf- undinn Arturo Pérez-Reverte er komin út í þýðingu Kristins R. ÓI- í lok fímmtándu aldar hefur gamall meistari á Niður- löndum, Pieter Van Huys, komið fyrir manntafli í einu málverka sinna. Skákfléttan spegl- ar morð sem hefði getað haft áhrif á framvindu sögunn- ar í Evrópu. Refskák eða Bríkin frá Flandri er frægasta bók höfundar til þessa. Hún hefur komið út í a.m.k. 19 þjóðlönd- um og hlotið ýmis verðlaun eins og reyndar fleiri bækur hans. Nefna má „Grand Prix de la Littérature Policiére" í Frakklandi. Bók þessari hefur oft verið líkt við Nafn rósarinn- ar. Arturo Pérez-Reverte (f. 1951) lagði stund á stjómmálafræði og starfaði um árabil sem fréttamaður fyrir útvarp og sjónvarp en helgar sig nú einvörðungu ritstörfum. Ref- skák eða Bríkin frá Flandri er fyrsta bókin sem þýdd hefur verið eftir hann á íslensku. Útgefandi er Ormstunga. Refskák eða Bríkin frá Flandrí (á frummálinu La tabla de Flandes) er 320 bls. og kostar 2.990 kr. Guðjón Ketilsson hannaði kápu. Bókin erprentuðí Steindórsprenti Gutenberg og Fé- lagsbókbandið Bókfell annaðist bók- band. Bókin er gefin út með styrk úr Þýðingarsjóði. • SKÁLDSAGAN Ofsótt eftir Birgittu H. Halldórsdóttur er kom- in út. Ókunnugur ógnvaldur ofsækir fjölskyldu á sveitabæ í Skaga- firði. í fyrstu virð- ist um óhöpp að ræða en smám »> saman ágerast of- sóknimar og ódæð- isverkin verða sí- fellt alvarlegri. Enginn veit hver ofbeldismaðurinn er né hvað honum gengur til en ljóst þykir að hann muni ekki hætta af sjálfsdáðum. Þetta er fjórtánda skáldsaga Birg- ittu H. Halldórsdóttur. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 202 bls. og kostar 2.980 kr. • HAFIÐ hugann dregur - viðtöl við fimm valinkunna sjómenn er eftir Jón Kr. Gunnarsson. „Sjómennskan hefur breyst. Skip- stjórar nútímans eru hógværir tæknimenn sem hafa tileinkað sér fullkomnustu vinnubrögð við veiðar og vinnslu. Árangur þeirra er undirstaða nútíma- lífs og velmegunar á íslandi. Harð- drægt líf og al- þýðumenntun fyrri ára hefur skapað sterka kynslóð sjósóknara á okkar dögum," segir í kynningu. I þessari bók segja fimm skipstjór- ar sögu sina en þeir eru: Andrés Finnbogason, Reykjavík, Áki Guð- mundsson, Bakkafirði, Guðmund- ur Vigfússon frá Holti, Halidór Hallgrímsson, Akureyri og Hall- dór Þórðarson, Keflavík. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er 224 bls. og kostar 3.680 kr. • UPP á líf og dauða - æfingar og alvara í starfi björgunarsveita er eftir Björgvin Richardsson. Bókin er lýsing á starfi björgunar- sveitarfólks sem teflir oft á tæpasta vað. Höfundurinn lýsir ótrúlegum mannraunum og baráttu við óblíð náttúruöfl í æf- inga- og björgunar- ferðum með Hjálp- arsveit skáta í Kópavogi. í bókinni er m.a. að fínna lýsingu á aðstæðum sem biðu björg- unarmanna í Súðavík og á Flateyri. Útgefandi er Skjaldborg. Bókin er206 bls. ogkostar 3.290 kr. afssonar. Arturo Pérez-Reverte

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.